Vísir - 20.07.1949, Blaðsíða 2

Vísir - 20.07.1949, Blaðsíða 2
y i s i r Miðvikudaginn 20. júlí 19491 n Mesta olíustöð Evrópu. Miðvikudagur, 20. júlí, — 201. dagur ársins. Sjávarföll. Ardegisflóð kl. i.io, — síð- idegisflóö kl. 13.45. NæturvarzLa. Næturlæknir er í Læknavarö- stofunni; sími 5030. Nætur- vörður er í Reykjavíkur-apó- teki; simi 1760. Næturakstur annast B.S.R. Sími 1720. w- Knattspyrnuflokkur farinn utan. í gærmorgun fór meistara- flokkur K. R. í knattspyrnu til Noregs með flugvélinni Heklu. Fyrst keppir liðið í Osló, þá í Horten, síðan í Túnsbergi og loks í Larvik. Utan fóru 17 knattspyrnumenn, en auk þeirra þrír aðrir menn er annast far- arstjórn og annað slíkt. Gullfaxi fer aukaferð til Osló á mánu- daginn 25. júlí n. k. og er þessi ferö mjög heppileg fyrir þá, sem sækja ætla íþróttamót Norðurlandanna og Bandaríkj- anna, sem haldið verður í Osló dagana 27.—29. þ. m. i Syngur á Siglufirði. Þorsteinn Hannesson, óperu- söngvari, hélt söngskemmtun á Siglufirði s. 1. föstudagskvöld. Húsfyllir áheyrenda var og fögnuðu þeir söngvaranum mjög vel. Á sunnudagskvöldið endurtók Þorsteinn söng- skennntun sína, en í þessari vikú syngur hann væntanlega á Akureyri. Háskólapróf. Nýlega hefir Adolf Guð- mundsson lokið BA-prófi við háskóla íslands í þýzku og ensku með 1. einkunn. Heimdallur, Félag ungra sjálfstæöis- manna í Revkjavík, efndi til skemnitiferðar inn á Þórsmörk um s. 1. helgi. Þátttaka í ferð- inni var mikil og var hún’hin ánægjulegasta. HrcMyáta nr. 807 Brezku þingmennirnir farnir heim. Brezku þingmenhirnir, sem hér hafa dvalið, fóru flugleiðis til Bretlands í fyrradag. Þeir kornu hingað í boði Alþingis, svo sem kunnugt er. I.étu þeir hið bezta yfir dvölinni. Hvar eru skipin? Ríkisskip: Esja á að fara frá Rvk. í kvöld vestur ujn land til Akureyrar. Hekla er i Rvk. Herðubreiö á að fara frá Rvk. í kvöld austur um land til Bakkafjarðar. Skjaldbreið á að fara frá Rvk. í kvöld vestur um land til Húnaflóa-, Skagafjarð- ar- og Eyjafjarðar-hafna. Þyr- ill er í Rvk. Skip Einarssonar & Zoéga; Foldin er í Liverpool. Linge- stroom er í K.höfn. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.30 Útvarpssagan: „Catalína’1 eftir Somerset Maugham ; XVI. lestur (Andrés Björnsson). — 21.00 Útvarps- kórinn syngur undir stjórn Ró- berts Abraham (plötur). — 21.35 Erindi: Úr bækistöðvum Sameinuðu þjóðanna í Lake Success (Kjartan Ragnars stjórnarráðsfulltrúi). — 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.05 Danslög (plötur). — 22.30 Dagskrárlok. Radiofénn - Uivarp Til sölu á Víðimel 62, uppi, milli kl. 5—7,30 í dag, nýr Marconiphone radiofónn 5 lampa, skiptir 10 plöt- um, einnig nýlegt 4 lampa Philips útvarpstæki. 8EZT AÐ AUGLTSA i VISI 3 Lama, 4 kuðunga, 7 auk, 9 Kron, 11 myl, 13 áta, 16 að. Hirðl slegið b e y af túnblettum. Sími 6524. Menn teknir í þjénustn Tilboð sendist til afgr. Vísis fyrir hádegi á laugar- dag merkt: „10—404“. LokaS vegna sumarleyfa um mánaðartíma, frá og með deginum á morgun. — Nýja Fatagerðin, Vesturgötu 48. Tilkynninf Fataviðgerðin Laugaveg 72. Lokum vegna sumar- leyfa frá 23. júlí til 23. ágúst. Þá var ennfremur skýrt frá því, að togarinn Belgaum hafi 7 dag tekur til starfa oliuhreinsunarstöð og verk- smiðja i Stanlow á Bretlandi er verður ein stærsta og fullkomnasta sinnar tegund- ar í Evrópu. Er það liið kunna Shell- oliufélag, er að fyrirtæki þessu stendur og er liður í enn stærri og meiri áætlun, er.gerir ráð fyrir olíulireins- unarstöð, er mun eiga að kosta um 20 milljónir sterl- ingspunda. Stöðin, sem tek- ur til starfa á morgun mun kosta um 4 millj. punda. Opnun hinnar nýju efna- verksmiðju Shell í Stanlow er talinn mikill viðburður i framleiðslumálum Breta, sem iiður í þvi mikla átaki, sem nú stendur yfir, i verzl- unar- og útflutningsmálum landsins. Er talið að efna- verksmiðjur þessar einar muni spara Bretum fimm milljónir dollara á ári auk þess sem þær munu létta á dollaraþörf ýmissa annarra Evróuþjóða. Frameiðslutegundir verlc- smiðjanna skipta hundruð- um en geta má þess að þarna verða framleidd ýmis upp- lausnarefni fyrir málningar- iðnaðinn og skyldan iðnað, efi í snyrlivörur og fl. Einn stærsti liður framleiðslunn- ar verður á efni sem Teepol nefnist, en það er fljótandi sápulögur, sem unninn er úr olíum. Framleidd verða af efni þessu 50.000 tonn á ári, en ráðgerð aukning er upp i 75 þús. tonn í sambandi við opnun verksmiðjanna hefir Shell gefið út bók er nefnist „Bi i- tain’s Néw Industry, Stanlow 1949“, sem send hefir verið víða um lönd til fréttastofa og blaða. I niðurlagi að for- niála fyrir bók þessari, sem ritaður er af Sir Stafford 1*7 gatgsts ag gamans * Lárétt: 2 Ræfli, 5 settum saman, 6 smaug, 8 verkfæri, 10 kona, 12 kvendýr, 14 tóm, 15 óhreinkar, 17 þegar, tít., 18 ílát. Lóörétt: 1 Fótatak, 2 hella, bh., 3 ættingi, 4 handverk, 7 mann, 9 horfa, 11 hjálparsögn, 13 ilát, 16 upphafsstafir. Lausn á krossgátu nr. 806. Lárétt: 2 Flakk, 5 róla, 6 óma, 8 ak, 10 aumu, 12 grá, 14 kyn, 15 nota, 17 L.G., 18 anaöi. Lóörétt; 1 Örmagna, 2 fló, Ítr Viii farir ZS árutn. í Vísi fyrir 25 árum er m. a. skýrt frá því, aö fyrsta hnatt- flugiö hafi staðiö yfir þá og birtist þá svohljóöandi klausa í blaöinu: Flugmenn Bandaríkj- anna eru nú í Brough, nálægt Hull. Fara þaöan aö forfalla- lausu 24. þ. m. til Kirkwall, en þaöan líklega fyrsta hreinviðr- isdag eftir 28. þ. m. og halda þá beint til Hornafjarðar, en þaö er 7 stunda flug. Þar hvilast þeir dag eöa svo, en hingaö fljúga þeir á 3 eöa 4 klukku- stundum. Stjórn Bandaríkj- anna sendir 4 herskip til að vera á verði milli Orkneyja og íslands, meöan flugiö er þreytt, en 6 herskip veröa á rtiilli ís- lands og Grænlands. Búi.st er við, aö einhver skipanna komi hingaö. selt afla sinn í vikunni í Emr- o landi fyrir 485 sterlingspund og þótti þaö dágóð sala í þann tíð. Bréf frá Kolum- bust á uppboði íLondon. London — Bréf, sem skrif- að var fyrir 455 árum, hefir verið selt hér á uppboði fyrir 17.000 kr. Bréf þetta skrifaði Kristo- fer Kolumbus á sínum tíma Ferdinand Spánarkonungi og gaí' þar skýrslu um fyrstu för sina vestur um haf. Var jiað amerísk kona, sem keypti bréfið, en það er skrifað á latínu. Samtínris var selt á upp- boðinu þýzk þýðing á béfinu og fengust fyrir þetta afrit 52.000 kr. (Sabinews). Cripps, kemst ráðherrann að orði á þessa leið: „Það lilýtur þvi að vera hvatning fyrir okkur öll að sjá hinar nýju framkvæmdir, sem ver- ið hafa á döfinni í Stanlow síðustu mánuðina, og við kunnum að meta að það er ekkert lát á framtaki Sliell- félagsins.“ Hitar á Spáni. Madrid. — Mikil hita- bylgja gengur nú yfir landið og liggur athafnalíf víða riiðri af þeim sökum. I Sevilla, sem hefir verið heitasta borgin í landinu undanfarna daga, hefir hit- inn komizt upp í 519 C. í sól- inni og 42° C. í skugganum. Hafa allir flúið borgina, sem það hafa getað. „Lokaaðvöruii44 til presta í TekkósSovakíu. Kirk j umáláráð uneyti 1 kommúnistastjórnarinnar í ^ Tékkóslóvakíu hefir enn var- að presta landsins við að hirða nokkuð um bannfær- ingarhótunina frá Páfagarði. Hefir prestum verið til- kynnt, að ef þeir láti boðskap- inn úr páfagarði liafa nokk- ur áhrif á störf sin, eða liegði sér á nokkurn þann liátt, er geti tahzt fjandsamlegt rík- jnu, verði þeir skoðaðir sem landráðamenn og verði að taka afleiðingunum áf því. Segir ennfremur í tilþypn- ingu ráðuneytisins, að þetta beri að skoða sem „lqka-að- vörun“ til prestanna. Héðan í frá verði gripið til annarra og róttækari ráðstafana. Bannfæringarhótun páfan s hefir að vonum vakið hina mestu athygli livarvetna um hinn kaþólska heim. En fréttaritari BBC i Varsjá greinir frá því, að almenn- ingi þar í landi, sem cr ka- þólskt að vfirgnæfandi meiri hluta, sé ókunnugt um það, er gerzt hefir síðustu daga, nema þeSm, er geta lilýtt á útvarp frá útlöndum. Franskur Is- landsvinur sfaddur hér. Franskur íslandsvinur dvelur hérlendis um þessar mundir, en það er dr. Pierre Naert, sem m. a. er kunnur fyrir þýðingar sínar á ljóð- um Tómasar Guðmundsson- ar á franska tungu. Dr. Naert hefír einnig þýtt eitthvað af fornritunum ís- lenzku á frönsku, en ekki hafa þau enn verið gefin út. Þá hefir dr. Naert unnið að því, og vinnur reyndar enn, að fá franskt kvikyndafélag til þess að kvikmynda íslenzk efni, t. d. úr fornsögunum. liann Iiefir eimiig mikinn hug á því að koma upp íslenzkri málverkasýningu í París og vinnur m. a. að því í samráði ! við fulltrúa franska sendi- ráðsins hér. Dr. Naert hefir nú verið ráðinn dósent í íslenzku og færeysku við háskólann i Lundi, en í Svíþjóð varði hann fyrir skemmstu dokt- orsritgerð sina um sænska skáldið Eklund. Þar hefir hann líka dvalið að mestu undangengin 10 ár. Þessi franski Islandsvinur hefir dvalið liérlendis um nokkurt skeið fyrir stríð, m. a. sem sendikennari við Há- skóla íslands. í sumar hyggst hann að dvelja hér enn og hafa ofan af fyrir sér með tkaupavinnu i sveit. Hann hyggst og lialda fyrirlestra í Rikisútvarpið áður en liann hverfur aftur af landi burt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.