Vísir - 20.07.1949, Blaðsíða 7

Vísir - 20.07.1949, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 20. júlí 1949 V I S I R 7 æ ÖRLAGADÍSIIM Eftir C. B. KELLAND I. KAFLI. Þegar eg, Pétuv Carew, var á unga alclri, var troðið í mig miklum vísdómi í menntaskólanum í Exeíer og' há- skólanum i Qxford. Var eg þá þeirrar skoðunar, að stai’f konungs olvkar væri í því fólgið að herja á aðra konunga, fara á hjartaveiðar í skógunum og geta erfingja að ríkinu. Hinsvegar taldi eg ekki í verkahring hans að skipta sér af málefnum alþýðu manna, sem hann mundi — vitanlega —- ekki bera neitt skynbragð á. Þar sem eg liefi nú elzt töluvert og er ekki eins vitur og áður, held eg bara, að eg hafi hitt naglann á liöfuðið. Mér fannst ekkert athugavert við það, þótt konungurinn krefðist þess, að hver þegn lians á aldrinum fimmtán til sextíu ára ætti herklæði í samræini við efnahag sinn — hver maður að minnsta kosti ýboga og fullan örvamæli. Það var hyggilegt, af því að Skotar við norðurlandamærin voru ákaflega uppivöðslusamir, svo að halda varð þeim í skefjum. Það var og, að handan Ermarsunds sátu Frans konungur og Kai’l kedsari og klóruðu sér i höfðinu í leit að einhverjum ráðum til að baka okkur tjón. Nú er málum svo liáttað með mig, að eg hefi megna óbeit á sauðfé. finnst þær skepnur bæði hehnskar og daun- illar og er það i rauninni mesta furða, þvi að ull liefir á undanförnum kynslóðum fært ætt minni talsverð efni. Faðir'minn var alls ekki lítils metinn meðal kaupmana í Lundúnaborg og átti talsverð viðskipti við Norðurlönd og Flórens á Italiu, en þó ekki eins mikil við síðarnefnda staðinn eftir að Lorenzo de Medici hættti að sinna fjár- málum og kaupmennsku og tók upp á þeirri vitleysu, að fara að helga sig stjórnmálum. En við af ætt Carews héld- um okkur sem fyrr við sauðina eða a. m. k. ullina af' þeim og hirtum hvorki um stríð né stjórnmál, unz svo vildi til, að eg flæktist í livort tveggja, mjög gegn vilja mínum. Við eigum sveitabýli, sem móðir mín fékk að erfðum og var það skylöa mín að fara þangað tvisvar á ári, til þess að endurskoða reikningana, kasla tölu á fénaðinn og rannsaka alla ráðsmennsku Wats Tayloes, sem 'er sæmilegur bóndi og fjármaður og heiðarlegasti maður. Við áttum beitiland fyrir tvö hundruð fjár, én ákúryrkjan var svo mikill þáltur í búskapnum, að við höfðum tólf vinnumenn, sem fengu ágæt laun, fjögur pence á dag. Það var markaðsdagur daginn eftir að eg kom á býlið. Eg hefi yndi af slíkum skemintunum, en þó einkum skot- keppni, því að konungurinn livatti olikur til að æfa boga- skot svikalaust. Eg hafði einnig gaman af að stíga dans og skoða undur þau, sem upp á var boðið í sýningai’búðum þeim, sem menn settu upp á markaðsvellinum. Mér var því síður en svo á móti skapi að ganga með Wat Tayloe til þorpsins, en hanp hafði meðferðis hoga sinn og fjórar örvar, sem lögin buðu honum að eiga. Það var fagur dagur og heiður og Wat reyndi að teygja úr stuttum skönkunum, til þess að dragast ekki aftur úr mér, því að er þetta gerðist, var eg orðinn stór og stæði- legur, enda fullorðinn maður. í héra'ðinu voru fáir menn, sem voru mér meiri að burðum. Wat var þögull að öllum jafnaði, en .allt í einu sagði hanh upp úr eins manns liljóði: „Það er sagt, að konungur- inn sé á vciðum í skógum hertogans.“ „Eg mundi hafa ánægju af að sjá hans liátign,“ svaraði eg. „Það er sagt, að liann sé maður gjörfulegur.“ Við þrömmuðum áfram og bráðlega nálguðumst við Jiorpið. Okkur harst lil eyrna margvislegur hávaði, tón- líst og hróp þeirra, sem reyndu að fá fólk lil að eyða fé hjá sér cn ekki öðrum, og var eg bráðlega komhm í há- tíðaskapi, eins og til heyrði við þeíta tækifæri. Eg var í rauninni aðeins af æskuskeiði, því að eg var á tuttugasta og fimmta ári, hrekklaus og lét blekkjast, eins og slíkra pilta er vandi, en hafði i rauninni gaman af þvi. Þó trúði eg því hálfvegis, að lil væru gripir, sem réðu því, að stúlkan, sem maður elskaði, endurgyldi ástina, næðu vörtum af manni eða vernduðu mann fyrir skakka- föllum á vopnaþingi. Eg reikaði því um allt markaðs- svæðið og skoðaði hvað eina, sem fyrir augu bar. Loks kom eg að skála einum litlum, en fyrir framan hann reigsaði maður, er var búinn tyrkneskum klæðuni, en talaði þó Lundúnamállýzku. Baðaði hann út öllum öng- um og hrópaði með furðanlega mikilli röddu, að í skála hans gætu menn fengið fregnir um franitið sina, svo og lieilræði um, með hverjum liætti þeir gætu forðazt alls- konar hættur á lífsleiðinni. Maður þessi kom auga á mig, bandaði til mín, eins og eg væri trúnaðarvinur lians og varð um leið ákaflega hátiðlegur og alvarlegur á svipinn. „Það er beðið eftir yður, ungi Herkúles,“ tók hann til máls. „Stjörnurnar liafa spáð komu yðar. Það sást og í jkristalskúlunni, að þér munduð koma. Vizkugyðjan híður •eftir tækifæri til að færa yður skilaboðin. Hún lcemur frá Austurlöndum, frá landi Mahúnds, Astorets og Belsebúbs, landinu, þar sem andarnir eru á stærð við grenitré. Hún situr þarna inni og bíður komu vðar, ungi risi, því að henni liefir verið falið að tilkynna yður leyndarmál, sem mjög cru milcilvæg. Gangið inn. Dragið það ekki. Þáð kost- ar aðeins penny að lilýða á skilaboð öldungamia. Hraðið yðúr á fund hennar.“ Það er nú sannast sagna, að eg er enginn einfeldningur eða fáráðlingur, sem leggur trúnað á orð slikra manna, en liins var og að gæta, að elcki var loku fyrir það slcotið, að þeim rataðist stundum satt á munn eða væri i raun og veru gæddir einhver.juin ofurmannlegum hæfileikum, ]iótt náttúrulögmál mæltu því í gegn. Eg féklc þvi mann- inum pcnny, beygði mig í baki og gelck inn i slcálann. Er inn var lcoinið, varð á vegi mínum kona með slæðu fyrir andliti. Var Iconan i sæti á lágum palli og á liöfði hennar sat silfurlit slanga, en yfir slæðunni sá eg mjög leyndardómsfull augu. Konan hafði glennt fingurna, sem voru hæði langir og fagurlega lagaðir, yfir kúlu, sem var lxrein og tær, og starði á mig með slikum svip, að mér varð elcki um sel. Mér var ómögulegt að geta mér til, hvort hún væri ung eða öldruð, þvi að liár hennar var hulið og ekkert sást af lienni annað en hendurnar, sem virtust ung- ar, þótt það gæíi verið einhverjum töfrum að þakka, og augun, sem mér þótti óþægilegt að horfa i. „Setjist rólcgur á stólinn,“ mælti hún, „og réttið mér liöndina nær hjartanu.“ Rödcl hennar var eklci aðeins ungleg, heldur hljómfögur og dimm, svo að mér varð órótt. Hún snart hönd mína örlétt og strauk fingri eftir línunum i lófanum, en svo rak hún skyndilega upp lágt óp, eins og eitthvað liefði bæði komið henni á óvart og vakið ótta liennar. Hún talaði elcki ensku eins og innborinn maður, en þó var unun að hlýða á róm hennar. EVÍÐSJÁE Vmsir konunghornir menn eíga eklci sjö dagana sæla nú á dögum og verða að vinna balci brotnu til þess að hafa ofan i sig og á. Þeir dagar eru óðum að líða að konungs- fjölslcyldurnar séu auðugar og konungbornir menn eigi sér fjárhagslega trygga framtíð, án þess að þurfa að vinna í tsveita síns andlits. Austurríski prinsinn Fran- eis Joseph N. Windisch-Grátz er náskyldur flestum kon- ungsætlum Evrópu. Frétta- maður frá U.P. átti fyrir nokkru tal við hann og sagði prinsinn honum, að það væri erfitt fyrir hann að láta tekj- urnar lirökkva fyrir útgjöld- unum ehis og nú stæðu salcir. Prinsinn er hár og grannur maður og er hár hans tekið að grána í vöngunum. Hami býr nú í fimm herbergja í- búð í austurhluta Manliattan- borgarhlutaus í New Yorlc, „Ibúðin er clclci stór, sagði prinsinn við l'réttamanninn, fyrir heimsstyrjölclina fyrri átti ætt mín 9 hallir í Evrópu. Höllin, sem við bjuggmn oft- ast í var mjög rúmgóð, enda voru í henni 80 herbergi. — Höll þessi var 27 fet á hæð, 50 fet á lengd og 40 á breidd. Prinsinn slcýrði blaða- manninum frá því að hann hefði elcki getað lcomið með neitt fémætt mcð sér, er hann fluttist til Bandaríkjanna ár- ið 1939, því allar eigur hans voi’u landareignir, sem hann gat elclci selt og þótt það hefði telcizt var harla ólík- legt að honuin myndí takast að koma féinu úr landi, eins og þá var lcomið málum. Prinsinn gengur vel til fara og er virðulegur í fasi, en enga slcartgripi gengur hann með utan einn hring, sem er með skjaldarmerki ætt rinnar. Þegar prinsinn kom vestur um haf gerðist hann umboðsmaðiu' gim- steinasala og er vcrlcefni hans að útvega kaupendur meðal þeirra lconungbornu manna, sem ennþá hafa fé milli handanna og geta keypt: slíka muni. c. r. SuH*ufki> — TARZAIM — ^ Tarzan heyrði hrópin í Nitu og sneri Hann gaf stuttar og ganorðarfyrir- Siðan stakk liann sér tiJ sunds ofan Aparnir hurfu upp i trén, en Bronson þcgar til hjálpar henni. skipanir til apanna. í beijandi strauminn. barðist við Gor.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.