Vísir - 09.08.1950, Blaðsíða 4

Vísir - 09.08.1950, Blaðsíða 4
.» V I S I R WXISM3R. ¦• >% B A G B L A Ð Ctgefandi: BLAÐAOTGAFAN VlSlH •¦ Ritstjóran Eristjan Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson, Skrifstofa Austurstræti 7 Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Simar 1660 (fimm lirair), Lausasala 60 aurar. Félagsprentsmiðjan Bi. Sildarveitíðin. élegur aflí hefur verið það, sem af er síldarvertíð. Nokkuð á þriðja hundrað skip stunda veiðarnar og eru þau stór og smá. Talið er að um síðustu helgi hafi xösklega fimmtíu skip aflað eitt þúsund mál síldar eða þar yfir, en öll skipin hafa fengið einhvern afla. Verðlag á sild er nú mjög hátt, en gera verður ráð fyrir að hvert skip verði að afla um 4000 mál til þess að útgerðin sleppi skaðlaus, en nokkuð kann þetta að vera: misjafnt, þótt þetta magn sé nærri meðallagi. Saltað hefur verið í um 30.000 lunnur, en nokkuð á þriðja hundrað þúsund hekto- lilrar síldar hafa verið teknir til vinnslu í verksmiðjum. Er Raufarhafnarverksmiðjan þar langsamlega hæst, en þvínæst koma verksmiðjur á Siglufirði og við Eyjafjörð, en til síldarverksmiðjanna við Húnaflóa hefur engiri síld borizt. Samkvæmt ofansögðu verður ekki annað sagt, en að horfur séu kviðvænlegar. Varðandi afurðasöluna er það að segja, að verðlag á lysi fer hækkandi um þessar mundir, enda eru líkindi til að vigbúnaður sá, sem nú hefur verið efnt til, kunni að skapa enn hærra verðlag. Reynslan sannar að verðbólga fylgir ávallt í kjölfar aukins vígbúnaðar, en af verðbólg- imni erlendis leiðir hækkað vöruverð, einnig á innflutt- ura vörum á hlutaðeigandi markað. Líkindi eru einnig til, að íslenzkar sjávarafurðir verði auðseljanlegri, ef að her- væðingu stórþjóðanna rekur, en á því verða engar vonir byggðar, heldur vona menn miklu frekar að ófriðarhættan Mði hjá og vari í minningunni eins og vondur draumur. Gjaldeyrisskortur þjóðarinnar héfur aldrei verið tilfinnan- legri en nú, og bregðist síldaraflinn á þessari verlíð eru horfurnar þungbærar. Veit þetta ekki einvörðungu að að- stöðunni út á við, heldur leiða af þessu mestu erfiðleikar hér heima fyrir. Flestir útvegsmenn standa höllum fæti f járhagslega og eru háðir bönkum og lánsstofmmum, sem eiga fé sitt allt í útlánum, auk alls sparifjár landsmanna, en af vanskilum útvegsmanna leiðir að láiístofnanir hljóta að verða fyrir alvarlegum skakkaföllum. Allt bitnar þelta svo að lokum á þjóðarheildinni. Venjuleg síldarvertíð varir til ágústloka, eða allt fram undir miðjan september þegar bezt lætur. Síldveiðiskipin hættu veiðum í fyrra í seinna lagi, en síðustu skip, sem veiðamar stunduðu öfluðu ágætlega, eftir að 'allur þorri flotans var horfinn af miðunum. Duglegur og fyrirhyggju- samur skipstjóri hafði ekki trú á því, að síldin væri með öllu þorrinn, og svo fóru leikar að hann lenti í aflahrotu, sem bjargaði við afkomu útvegs hans og gerði hana arð- bæra. Þótt nokkuð sé liðið á vertíðina er ekki ástæða til að örvænta. Aflinn er skjóttekinn, ef sildin lætur sjá sig að nokkru ráði. Þess eru dæmi að skip hafa aflað 10.000— 20.000 mál á rösklega hálfum mánuði. Komi slík aflahrota fer allt að óskum og við skulum vona í lengstu lög að sú verði raunin . 1 fimm ár hafa síldveiðarnar brugðist tilfinnanlega, en af þvi mættum við læra. I þjóðarbúskapnum tjóar ekki að tefla á tæpasta vað, þannig að öll afkoma og fjárhags- legl sjálfstæði þjóðarinnar velti á síldarbröndunum, sem eru dutlungafyllri en sjálfar höfuðskepnurnar. Þjóðin þyrfti að eiga gjaldeyri að staðaldri til hálfs eða eins árs, þannig að afkoma heunar mætti beita tryggð, þótt út af bæri, en auðvitað^væri öryggi hcnnar því meira, því meiri gjaldeyri,sem hún hefði yfir að ráða á hverjum tíma. Hér hefur hinsvegar sá háttur verið á hafður, að gert hefur verið ráð fyrir stórfelldum gjaldeyristekjum, — þeim igjaldeyri hefur "svo verið ráðstafað fyrirfram cn þegar «ggjakonu ráðagerðin hefur brugðizt, hcfur orðið að grípa iil niðurskurðar á innflutningi, en af því hefur leitt los og öryggisleysi fyrir allan atvinnurekstur og framkvæmdir i landinu. Síldin getur enn sem fyrr bjargað miklu, en þóttsvo reynist, ættum við að hafa eitthvað lært af dýr- Jœyptri reynslu liðinna ára. íslendingum boðið að senda íslenzk listaverk á yfirliís- sýningu Norðurlandaþjóða í Oslo. Eins og kunnugt er fékk ríkisstjórnin á s. 1. yori boð frá stjórn Félags norskra myndlistarmanna, „Rildende kunstneres styre", um að ís- lenzka stjórnin gengist fyrir þvá, að send yrðu íslenzk Iistaverk til Óslóar til sýn- ingar þar. Yrði þetta hin 4. yfirlits- sýning frá Norðurlandaþjóð- unum, sem haldin er í Ósló, en yfirlitss}rningar frá hinum Norðurlandaþjóðunum þrem, Dönum, Svíum og Finnum, hafa þegar verið haldnar þar fyrir opinbera tilhlutun á undanförnum árum, sín sýn- ingin hvert árið. Ríkisstjórnin fól Mennta- málaráði að annast undirbún- ing þessarar islenzku sýning- ar, og hefir ráðið átt við- ræður við stjórn norska myndlistarmannafélagsins og stjórn Félags ísl. myndlistar- manna til undirbúnings máli þessu. Frá norskum listamönn- um, væntanlegri forstöðu- nefnd sýningarinnar, hafa komið fram eindregnar ósk- ir um, að hin islenzka s\rn- ing.yrði opnuð í janúarlok, og er ætlazt til, að hún standi yfir í rúman mánuð. Það er ósk þeirra, sem boð- ið hafa til sýningarinnar, að þessi íslenzka sýning, eins og hinar sýniogarnar, hin danska, sænska og finnska, verði sem gleggst 3rfirlits- sýning um íslenzka myndlist frá aldamótum og fram á þennan dag. * En til þess að svo megi takast, þarf væntanlega dómnefnd sýningarinnar að haf a rúman tíma til að vinna verk sitt. Þvi má búast við, að þau listaverk, yngri og eldri, sem koma eiga til álits væntanlegrar dómnefndar, verði að vera komin til henn- ar í byrjun október. — Að sjálfsögðu verður öllum lista- mönnum gefinn kostur á að senda verk sín til dómnefnd- arinnar. Miðvikudaginn 9. ágúst 1950 kaupstöðum eyjanna, Thors havn, Trangisvaag, Klakks- vík og Vestmanna og var á- gætlega sótt. Var myndinni mjög vel tekið í Færeyjum og sýna blaðadómar, að Fær- eyingar hafa haft gaman ái sýningunum. „SíSasti bærinn í dalnum" er vafalaust fyrsta íslenzka kvikmyndin, sem sýnd hefir veriö í Færeyjum, aö frátek- inni Látrabjargsmynd SVFÍ. Síðasti bærinn sýndur 100 sinnum. Um pessar mundir er ver- ið að sýna kvikmynd Óskars Gíslasonar, „Síðasti bœrinn í dalnum", á Norður- og Austurlandi, en áður var bú ið að sýna myndina á Vest- fjörðum. Óskar Gíslason tjáði Vísi, að myndin hefði nú verið sýnd um 100 sinnum alls, hér á landi og í Færyejum, og hafa vafalaust um 40 þús und manns séð hana til þessa. Óskar brá sér til Færeyja í sumarleyfisfor með konu sinni, sem er færeysk og sýndi þá myndina um leið. Var myndin sýnd í helztu Samið um áburðarverk- ¦ smiðju á íslandi. Landbúnaðarráðuneytið hefir falið Vilhjálmi Þór, forstjóra, að hafa með hönd- um, í samráði við ríkisstjórn ina, sendiráð íslands í Wash ington og París og stjórn áburðarverksmiðjunnar, frekari undirbúning og við- ræður við Organization fqr European Eeonomic Coopera tion Administration í Wash- ington og fulltrúa þessarar stofnunar í Reykjavík, varS- andi nauðsynleg meðmæii og samþykki þessara aSila til veitingar fjárframlaga til byggingar væntanlegrar á- burðarverksmiðju hér á landi„ Vilhjálmur Þór fer utan í þessari viku til að vinna aS þessu máli. LandbúnaSarmálaráSu- neytiS, 8. ágúst 1950. £smMfcíi&m 'i ^imtl^m- WM -LVJBL Eg vona, að forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur vilji svara þeirri spurningu minni hvort ætlast sé til þess, a'Ö Lögbergsvagninn taki ekki farþega, þegar hann er kominn { bæinn, til dæmis frá Vatnsþró og nið- ur á Lækjartorg. :v.« *. Eg skal gefa svolitla skýr- ing'ti á því, hvers vegna eg spyr. Eg var staddur á viö- komustaB strætisvagnanna viö Vatnsþró io—15 mínútum fyrir ellefu á laugardagsmorgun- Var eg" búinn aö bíða í nokkurar mínútur eftir fer'ö niður í bæ, þegar Lögbergsvagninn bar a'ö. Farþegum var hleypt út úr honttm og þegar því var lokiö, gekk eg upp í hann og tók npp peninga mína til þess aí5 greiða fargjaldiö. Nú haföi eg sé'S menn vera gerSa afturreka úr Lögbergsvagni á þessum viö- komusta'S, en þá var vagninn alveg fullur, svo aS þaS gat ver- iö eölilegt, aS bílstjórinn vildi ekki auka þrengslin. * En í þetta skipti var ekki því a'ö heil~i, þvf r 3 vagninn var ekki hálaullur, setið í flestum sætum að vísu, en fáir standandi. Eg vildi þó hafa vaðið fyrir neðan mig og spurði í auðmýkt minni, hvort eg gæti fengið far — ekki var frekjunni fyrir að fara- Mér kemur heldur ekki til hugar aS ásaka ökumauniun um frekju, síSur en svo. En honum var eitthvaS „tregt tungu aö hræra", því aö eg varö aS endurtaka spurningu mína, hálfu auSmýkri en áSur og spurSi nú, hvort hann geröi ekki undantekningu. Þá leit ökuþór á mig með mestu ró- semcl, virti mig fyrir sér, hvar eg sfó'ð meS féS { hendinni og mælti: „Ætil þa'S komi ,ekki annar vagn á eftir — eg er dá- HtiS a'S fhHa mér!" Eg reyndi ekki aö mótmæla þvi, aS ann- ar vagn mundi koma, því aS mér skilst, aS þeir gangi til miSnættis og enn voru rúmar f jórtán stundir til þess * Eg sagði aðeins í hógværð minni, að eg gerði ekki ráð fyrir því, að af mér mundi verða mikil töf, þvf að þarna var eg kominn upp í vagn- inn og með peningana reiðu- búna- En eg lét undan síga, . því að eg stæli ekki við menn, sem „eru að flýta sér'5- * Vagnstjórinn var ekki aS spyrja um þa'S, hvort eg væri aS flýta mér — þaS virtist ekki hvarfla aS honum, aö hags- munir okkar gætu fari'S sam- an —¦ viS værum báðir áíS flýta okkur- Já,"eg lét undan og fór út úr bifreiSinni, því aö eg er jú bara einn af borgurum þessa bæjar, sem verö að grei'Sa hall- ann af strætisvögnunum, ef tap verður á þeim — til da-ímis, ef vagnstjórar fá ekki ,,aS flýta sér''. jæja, sögu minni lýkur meö því, a'S hraðíerðarvagn bar næst að þarna viS Vatns- þróna og eg fékk aö fljóta meo, þótt ökuma'Surinn hafi áreiSan- íega átt aö flýta sér. Og nú langar mig til aS bi'Sja forstjór- ann aS svara, spurninguni, sem eg bar fram, í upphafi — en fljótt, því eg er aS fara { sum- arfrí.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.