Vísir - 18.08.1950, Blaðsíða 1

Vísir - 18.08.1950, Blaðsíða 1
48, árg. Fösíudaginn 18. ágúst 1950 181. tbl. Markarfljót liefir í suviar gert alimikinn usla með pví að brjóta land svokallaðra Eálmabœja, sem liggja sunn an vestanverðra Eyjafjalla. Einkum eru það tvær jarðir á þessu svæði, Dalssel og Borgareyrar, sem hafa orðið harðast úti í sumar, en áöur hafa aðrar tvær jaröir lagzt í eyði af ágangi og spjöllum Markarfljóts, en þær eru Brúnir og Tjarnir. í landi Borgareyra hefir áin brotið 30—40 metra breiöa spildu á margra kíló- metra svæði og er Markar- fljót nú búið að brjóta sig inn í túnið og rífa á kafla niður túngirðinguna. í Dalsseli eru skemmdir enn sem komið er miklu minni, en tilfinnanlegar þó„ Eins og kunnugt er, var Þverá fyrir nokkurum árum veitt meö fyrirhleöslu í Mark arfljót til að varna frekari landsspjöllum í Fljótshlíð, sem þá þegar voru orðin mjög tilfinnanleg. Við þetta fyrirhleðslu jókst vatns- magniö í Markarfljóti til verulegra muna og hefir það síðan unnið ýmis spjöll und- ir Eyjaf jöllunum og á Hólma bæjunum. Nú síðast féll fljót ið í gamlan farveg, sem Fauski nefnist, og hefir unnið tilfinnanleg spjöll í sumar svo sem að framan greinir. Pétur Benediktsson sendiherra í Sviss. Pétiir Benédiktsson, sendi- herra, sem skipaður hefir verið séndiherra Islands i Sviss, afhéndir í'orseta svissneska lýðveldisins trún- aðarbréf sín, hinn 18. ágúst í Bern. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 17. ágúst 1950. I Níu árangurslausir fundir haldnir um málið. Öryggisráð Sameinuðu pjóðanna kom saman á fund i gœrkveldi, en rétt fyrir reglulegan fund pess kvaddi Malik, fulltrúi Ráðstjórnar- ríkjanna, til óformlegs fund- ar til pess að ræða dagskrár- mál. Enginn árangur varö af þessum fundum frekar en öðrum, þar sem Malik, full- trúi Ráðstjórnarríkjanna, hefir verið í forsæti. Rætt var um Kóreumálið jog vís- aöi Warren Austin, fulltrúi Bandaríkjanna, tillögu Mal- iks á bug, að fulltrúi frá Norður-Kóreu fengi að veröa áheyrnarfulltrúi á fundum öryggisráðsins, þegar Kóreu málið væri rætt. Taldi hann Norður-Kóreustjórn beinlín- is heyja stríð gegn Samein- úðu þjóðunum og væri ekk- ert er gæti réttlætt fram- komu þeirra. Austin sagðist fagna tillögu Indverja um gerðardóm í Kóreumálinu, en ræddi hana ekki að öðru leyti. Malik tók einnig til máls, en minntist ekkert á tillögu Indverja, en veittist hinsvegar að Bandaríkja- mönnum, eins og í fyrri ræð- um sínum, fyrir afskipti þeirra af Kóreumálinu. Vék hann á ný að fyrri tilllögu sinni um að fulltrúa frá Norður-Kóreu yrði veitt leyfi til þess aö verða áheyrnar- fulltrúi á fundum öryggis- ráðsins. Fundi öryggisráðsins lauk eftir nokkuð málþóf, án þess að nokkur niðurstaða feng- ist, en fulltrúunum er nú oröið ljóst áð engin endan- leg samþykkt verður gerö meðan Malik, fulltrúi Ráð- stjórnarríkjanna, er í for- sæti. Svíar hafa á undanförnum árum byggt nokkur herskip, sem eru á „heimsmælikvarða.“ Orrustuskipið „Thre kronor,“ er er eitt fullkomnasta skip þeirra, en mynd af því birtist hér að ofan. „Loönudemba“ r i Svo undarlega bar við, að- faranótt sunnudags s. I. í Dalasýslu, að loðnusílum rigndi á allstórt svæði. ,,Loönudemban“ kom niö- ur á túnið á Hróðnýjarstöð- um, hjá Þorkatli bónda Ein- arssyni. Reyndust loðnusílin flest vera 4—5 cm.. á lengd Logn var, er þetta gerðist, en þétta fyrirbrigði er þó ekki einsdæmi, en gera má ráð fyrir því að loðnutorfan hafi oröið fyrir skýstrokk og sog- azt upp í loftið, en fallið síð- an til jarðar aftur. Þetta mun þó ekki hafa skeö fyrr í Dalasýslu. Batnandi veður við Norðurland. Fyrir öllu Norðurlandi er nú veltisjór og haugabrim og síldveiðiskipin liggja öll í vari víðsvegar með strönd- um fram og inni í hofnum. í gær var hvassviöri á öll- um miðunum en hefir nú lægt og má heita að komiö sé gott veður, þó sjór sé enn ókyrr,, Um síldveiði er ekki áð ræöa og verður ekki fyrr en sjó lægir. iússneskt fiskiskip strandaði í nótt í Þorgeirsfirði. Sjíkur til uö mamnbjjurtj hafi ordid. Rússnesk skonnorta, „Jupi- ter“ að nafni, strandaði fyr- ir Norðurlandi í gærkveldi. Mjög óljósar fregnir liafa borizt frá þessu strandi, en líkur táldar á, að mannbjörg hafi orðið og, að skipsbrots- menn hafi komizt af eigin ramleik í land. Fyrstu fregnir um að skip- ið vær statt í sjávarháska, fengust frá rússneska sendi- ráðinu hér i Rvík, er það sneri sér uin miðjan dag í gær til Slysavarnafélagsins og bað um aðstoð. Það sem einkum torveldaði aðstoðina var jiað, að ekki fékkst fyrr cn seint og síðar meir vissa íyrir því, hvar hið nauðumstadda skip var statt, og var það þá í Þor- geirsfirði, sem liggur nyrzt á kjállcanum, milli Eyjafjarðar og Skjálfanda, og er engin byggð lengur til í firðinum, eða annarsstaðar á þessum slóðum. „Sæhjörg“ var þegar beð- in að fara á vettvang, en er Íil kom reyndist „Ægir“ vera nær slrandstaðnum, því liann var einhversstaðar á Grímseyjarsundi ög fór hann þegar inn á Þorgeirsfjörð. Ennfrémur bað Slysavarnfé- lagið fleiri skip, sem væru nálæg, að fara liinu strand- aða skipi til aðstoðar og i morgún voru a.m.k. þrjú skip inhi á Þorgeirsfirði. Þegar Vísir átti í morgun tal við formann björgunar- svcitár Slysavarnfélagsins á Siglui'irði, Svein Ásmunds- Son, táhli hann líkur til, að björgun hefði orðið á mönn- um, Því að skipverjar á fyrsta skipinu, sem kom á vcttvang, hefði talið sig sjá nienn í f jörunni, cn hinsveg- ár cngan niahn um borð. Annars var þá svo myrkt af nóttu, að ekki vár auðvelt að grcina neitt að ráði, og held- ur ekki, liváð mennirnir voru margir, sem sáust í landi. Hið rússneska skip strand- aði á skeri, sem liggur skammf frá landi. Af vöíduih veðurhæðarinn- Framh. á 7. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.