Vísir - 30.11.1950, Blaðsíða 1

Vísir - 30.11.1950, Blaðsíða 1
40. árg. Fimmtudaginn 30. nóvember 1950 269. tbl. Erna biður um Laust eftir kl. 8 í morgun barst .Slysavarnafélaginu beiðni um aðstoð frá m.s. Ernu, sem hafði orðið fyrir vélarbilun síðastliðna nótt fyrir sunnan Reykjanes. Talstöð skipsins var í ó- lági, svo að skipverjar gátu ekki hlustað, en hins vegar gert aðvart um vélarbilun- ina. Björgunarskipið Sæbjörg lagði þegar af staö héðan, m.s. Ernu tíl aðstoðar. Var Sæbjörg stödd hér vegna hreinsunar. — Líklegt var, að Sæbjörg yrði komin á vettvang kl. um tvö. M.gs. Erna er 107 smálestir og hefir verið á síldveiðum og stundum í flutningum. 1 Vélbáturinn Garðar frá Rauðuvík við Eyjafjörð hefir stundað síldveiðar þar á firð- inum í haust. Fyrir nokkru var Imturinn búinn að fá um fiinin lmndr- uð tunnur í salt, en auk þess hafði nokkuð af aflanum verið saltað til heitu og loks eitthvað settí hræðslu. Heildaraflinn 10> minni í ár en í fyrra. Heildaraflinn frá áramót- um til októberloka nam 271.538 smál., þar af er síld 49.909 smál. Til samanburðar skal þess getið, að aflinn var á sama tima í fyrra 308.254 smál., þar af sild 68.822 smól. Skipting aflans frá 1. jan. til 31. okt. í ár: ísaður fiskur: Eigin afli fiskiskipa, útflutt af þeim 26.198 smál., lceyptur fiskur í útflutningsskip 1.186 smál. Til frystingar: 48.433 lestir, til herzlu 475, til niðursuðu 64, til söltunar 118.112, til neyzlu innanlands 1.760, beitufryst síld 5.091, síldar- bræðsla og annar fiskur unn- inn í verksmiðjum um 70.219. Þyngd aflans cr allsstaðar miðuð við slægðan fisk með haus, að sildinni undanskil- inni og fiski unnum í verk- smiðjum, sem er vegið upp úr sjó. VISIR Vísir kemur ekki út á morgun, 1. desember. Næsta blað kernur því út á laugardag, 2. desember. Verzlanir og opinberar skrifstofur verða einnig lokaðar á morgun vegna manntalsins, sem þá fer frarn og greint er frá á öðrum stað í blaðinu. — í fyrrakvöld féll maöur í Patreksfjarðarhöfn og drukknaði. Maður þessi var Hjörtur Kristjánsson frá Urðum á PatreksfirðL Ætlaði hann um níuleytið í fyrrakvöld að fara út í fiskiskip frá Rvík, sem þá var statt á Patreks- firöi og lá í nýju höfninni. Hirti varð fótaskortur er hann ætlaöi út í skipiö og féll milli skips og liafnar- bakkans. Nokkrir skipverj- anna urðu varir viö þetta og brugðu þegar til aðstoöar manninum. Náöu þeir hon- um eftir skamma stund en hann var þá örendur. Hjörtur heitinn var 51 árs aö aldri og fyrirvinna aldr- aðrar móður. Hann átti upp kominn son„ Auk þess að vinna að friðun Kóreu verða hermenn Sameinuðu þjóðanna að ynna þar margvísleg störf af hendi, svo sem að „aflvsa“ landsmenn. Hér rná sjá ameríska her- menn vera að sprauta nokkra Suður-Kóreumenn til að losa þá við lúsina. Kítffið: \ Slatti með Lagarfossi. Dreift rétt fyrir jólin. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk árdegis í dag, eru aðal-kaffibirgðirnar, sem beðið er eftir, ekki væntan- legar fyrr en undir áramótin. Ilinsvegar er von á smá- slatta með Lagarfossi, sem er væntanlegur um 10. n. m. Þeim birgðum verður dreift út rétt fyrir jólin, svo að ör- uggt sé, að menn gcti fengið sér kaffisopa á jólunum. Ef þeim litlu birgðum, sem koma með Lagarfossi, yrði di-eift út fyrr, mundu margir verða kaffilausir á jólunum, og þess vegna er dreifingunni frcstað þar til i'étt fyrir jól. ikið herSið S.Þ. i hæltu stafl í Vestur-Kóreu. Fjársöfnun til bænda senn lokið. í dag \eggur ,,Eldborgin“ af stað með síðasta farm sinn af Borgarfjaröarlieyi til bænda á ópurrkasvœðinu. Fer hún með petta hey til Húsavíkur. Eftir mun vera að flytja um 1200 hesta af heyi, sem keypt hefir verið á Suður- nesjum og Suðurlandsund- irlendinu. Auk þess heys, sem keypt hefir verið, hefir einnig tals- vert verið gefið af heyi, eða sem næst 400—500 hestar. Heildarsöfnunin, utan heygjafa, kemur nú nokkuö á 5, hundrað þús. kr., eða sem næst 420 þús. kr. Alls hefir verið skipulögð söfnun í 130 hreppum á land inu og hafa þeir nú flestir skfjað, en ókomin er þó skilagrein frá örfáum hrepp um. Auk þesso hafa ýmsir einstaklingar bæði hér 1 Reykjavík og annars staðar gefið álitlegar fjárupphæöir. Kíaiverskt herlið kemið yfir Chongchonfljót og sækir til Upplag argentískra hlaða hefir verið minnlcað um fimmtung, vegna pappírs- skorts. Herstaða Sameinuðu pjóð- anna fyrir sunnan Chong-' chonfljót liefir versnað mjög undanfarinn sólarhring, en 8. her Bandaríkjanna liefir að mestu verið umkringdur.1 Hafa herir SÞ. reynt að' mynda sér samfellda víglínu j á bökkum Chongchonfljóts,; en vegna sóknarhraöa Kín- verja orðið að hörfa frá bökk unum að sunnan. Sótt til Pyongyang. Hersveitir Kínverja eru komnar yfir Chongchonfljót á vesturvígstöðvunum og sækja þær í áttina til Pyong- yang. Áttundi herinn banda- ríski, sem þar er til varnar ætlaði fyst að búa um sig á bökkum fljótsins aö sunnan en hefir nú orðið aö hörfa um 30 kílómetra suður á bóginn. Mikið manntjón. Talsmaður herstjórnar SÞ í Kóreu sagði í gær, að Kín- verjar sæktu fram án þess að hirða um manntjón og þar sem um ofurefli liðs væri að ræða hefðu hersveitir Sameinuðu þjóðanna orðið að hörfa. Manntjón kóre- anskra kommúnista og Kín verja hefir verið gífurlegt undanfarna sólarhringa. 200 púsund manna her. Taliö er að Kínverjar beiti a. m. k. 200 þúsund manna liði á vesturvígstöövunum einum. Stefna þeir sókn sinni til strandar til þess að útiloka aðstoð af sjó til herja SÞ„Hefir þeim tekist að inni- króa að miklu leyti verulegt herlið fyrr SÞ. Herstjórn SÞ. telur þó ekki útilokað að herjunum takist að losa sig úr herkvínni en til þess þurfa þeir enn að hörfa suð- ur á bóginn. Veiði glæðist í Sundunum. Síldveiði er heldur að glæðast aftur í Sundun- um. Fengu nokkrir bátar dágóðan afla í gærmorgun, áður en veður spilltist. Þessi bátar komu í gær- kvöldi með afla í Hæring: Fagriklettur 84 mál, Bragi 246, Skfði 232, Andvari 310 og Helga 234. Bræðsla í Hæringi byrj- aði aftur í gærkvöldi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.