Vísir - 27.02.1951, Blaðsíða 5

Vísir - 27.02.1951, Blaðsíða 5
Þriöjudaginn 27. febrúar 1951 VISIR 5 Mtabert Caughtan: Kvernig má ráða bót a svelnleysi manna? Svefnþarfin rirðist fytgjast tneö sveiftun unt á líkunush itanutn. Svefnleysi hefir aldrei orð- ið neinum aö bana. En þaö er þreytandi eins og blóö- leysi og óþægilegt eins og aö hafa fótinn 1 gibsumbúðum., Og það er nú svo einkenni- legt, að svefnleysi er sjálft undirrót svefnleysis. Sá sem er svefnlaus að jafnaði geng- ur aö hvílu sinni áhyggju- fullur og vakir næstu klukku tímana, einmitt af því að hann er hræddur um að svo muni fara. Enginn veit í raun og veru hvaö svefn er, né heldur hvað orsakar hann og hvers vegna hans er þörf„ En svefn inum má lýsa. Þegar maðurinn hefir hvílzt stutta stund (ef til vill 30 mín.) rennur á hann dvali — hann er milli svefns og vöku„ Honum finnst hann „fljóta“ eða vera laus við lík- amann. Ef vel gengur hverfa allar skynjanir og maðurinn líður nú inn fyrir landamæri vitundarleysisins. Þarna er aðeins um nokkrar sekúnd- ur að ræöa, en jafnskjótt verður sú breyting á, að orkusveiflur heilans (örsmá- ar raföldur) flytja upptök sín um set, frá hnakkanum og fram í höfuðiö. Dr. Mary Braziervið aðalspítalann í Massachusett uppgötvaöi þessa breytingu síðastliðiö ár. Engin skýring er þó enn fengin á því, hvers vegna hún fer fram. Þaö var mikill sigur að uppgötva þetta, því að hingað til hefir það háð þeim, sem fengust við rannsóknir á svefninum að þeir vissu ekki nákvæm- lega hvar var markalínan milli svefns og vöku. Einkenni sefns. Þegar orkusveiflur heilans hafa breytt um upptök er svefninn kominn og honum fylgir dularfull breyting. Sá sem sefur andar hægt., Aug- un ranghvolfast. Fingur hans kólna en tærnar hitna. Skynjanir hverfa„ Blóðið hverfur ekki á burtu frá heilanum, eins og almennt er álitið, en blóðþrýstingur lækkar hratt og verður jninnstur um það bil þrem klukkustundum eftir að svefn hefst. Starfsemi hjart ans hægist, en örfast aftur og nær hámarki eftir 2 eöa 3 kl.tíma, hægist svo aftur og er minnst hérumbil 4 klst. síðar. Líkamshitinn lækkar um l.til 1(4 gráðu á Fahrenheit. Maðurinn liggur fyrst kyrr, en brátt fer hann að hreyfa sig — hann hreyfir hand- legg eða fót, síðan byltir hann sér alla vega. Þegar hann vaknar um morguninn getur hann sagt í fullkom- inni einlægni, að hann hafi „sofið eins og steinn“. En sá, sem aíhugar hann, hefir séð, aö hann hefir hreyft sig margsinnis — frá 20 sinnum allt að 60 sinnum. Það er hægt að „sofa eins og steinn“, en aðeins þegar menn hafa verið svæfðir eða þeir eru dauðadrukknir, eða andlega vanheilir.. Eftir skamma stund fer svefninn aftur að breytast og fer það eftir því, hversu lengi maðurinn þarf að sofa venju lega Svefninn verður létt- ari, vitund gerir vart við sig, dofnar og vaknar á ný„ Orku- sveiflur heilans flytjast um set — maðurinn er vakandi. Hann geispar ef til vill og andar þá aö sér súrefni, þar með minnkar kolsýra sú er safnast hafði fju’ir í líkama hans, við langvarandi hreyf- ingarleysi í svefninum. Þetta er þá eðlilegur svefn, sem endurnýjar og endur- nærir, — hann er þrá og tak mark hins svefnlausa., Hvers vegna er oft svo erfitt aö fá aö njóta hans? Aðeins maðurinn þekkir svefnleysi. Yfirleitt má segja, að svefnleysi sé það verð sem maðurinn borgar fyrir það að vera orðinn maður. Ána- maðkar, froskar, birnir og jafnvel apar, þurfa ekki að glíma við svefnleysi og ung- börn sjaldan. Þessi lægri líf- form skortir þá vitsmuni, sem hafa svefnleysi í för með sér — sökum þess aö heila- börkur þeirra er ekki eins háþroskaöur og hjá fullorðn um manni„ Þegar frá eru taldar ýmis- legar líkamlegar orsakir, svo sem veikindi eða einhverjar truflanir á starfsfærum lík- amans, er orsök svefnleysis oftast ein og hin sama — á- hyggjur — með öllum sínum orsökum og afleiðingum. Oftast eru það og áhyggjur eða kvíöi, sem orsaka mar- tröð eða næturhræðslu hjá börnum, og tíðust orsök er þetta til þess að menn ganga í svefni eða tala upp úr svefni. Lækningin er því auð sæ: Hún er sú að varpa af sér áhyggjunum, sérstaklega undir háttatímann„ En það er luegara sagt en gjört. Þeir sem af svefnleysi þjást, andvarpa nótt eftir nótt: „Það vildi eg, aö eg gæti hætt að hugsa.“ — Til eru þó ráð, sem reyna má að nota., Ráð við svefnleysi. Þaö er þá fyrst aö beina huga sínum viljandi á burtu frá því sem áleitið er, hugs- uninni um einkamál sín og viðfangsefni. Snúa hugsun- inni frá vandkvæðum sínum ástamálum, til dæmis, að hugsa heldur um eitthvað sem fjarlægt er og óviðkom- andi, svo sem blóm eða fugla. Jafnframt verða menn að slaka á öllum vöðvum, af- magna sig„ Þetta er þó ekki hægt að gjöra til fullnustu, enda ekki nauösynlegt. (Vit- anlegt er að menn geta sofn- að við akstur og örþreyttir hermenn sofna jafnvel á gangi). En sá sem er svefn- laus verður að afmagna sig eftir beztu getu og sérstak- lega verður hann að lina alla vöðva á höfði,' hálsi og brjósti., Ástæðan er^sú aö mikill hluti af heilanum helgast bendingum til þess- ara vöðva og frá þeim. Næst augnvöðvunum verður að hafa mesta gát á vöðvum þeim, er stjórna málinu. — Hæfileikinn til að hugsa er nátengdur hæfileikanum til aö tala., Þaö er því nær ó- mögulegt að viöhalda sam- hangandi hugsun, án þess aö starfsemi fari fram í radd vöövunum. (Hún er örsmá að vísu en þó mælanjleg). Þar af leiðir, að ef linaðir eru starfsvöðvar málfærisins, hindrar það hugsunina og hún verður aö gefast upp„ Bezta ráöið til þess, er aö láta neöri kjálkann hanga niður máttlausan og láta allt andlitið veröa sljótt og máttlaust, eins og sinnu- laust. Þarf œfingu. Tómur hugur og magn- vana líkami eru því þjónar svefnsins. Þetta fæst með æfingu og þó ekki auðveld- lega„ Sumir hafa þurft að stunda það af kostgæfni langa hríð. Því til stuönings má nota friðandi lyf og get- ur þetta verið gagnlegt bæði fyrir þá, sem sofa slitrótt og eins fyrir þá, sem eru svefn- lausir. Það er ekki hægt að til- greina neinar reglur sem hæfi öllum til bóta.. Þ§.ð er svo misjafnt sem menn hafa vanist, eða hvað þeim fellur, um hitastig í svefnherbergj- um, gerð rúmfatanna, loft- ræstingu eða þessháttar. Flestir sofa betur einir. Þeg- ar fólki er ráðið frá því að liggja á vinstri hliðinni eða „hjartahliðinni“, þá er það eins og hver önnur 'bábilja, því aö hjartaö er hérumbil 1 miðjum bolnum ofan til og oft veltir sofandi maöur sér á vinstri hlið„ Hafi maðurinn eðlilega meltingu getur það verið gott fyrir hann aö fá sér væna máltíð rétt áður en hann fer aö sofa og sumum þykir jafnvel gott að fá sér bolla af góöu kaffi undir svefninn, — þaö örvar melt- ingarstarfsemina. Ef mönn- um finnst þeir hafi gagn af að fá sér bita, lauga sig og hlusta á hljómlist svo sem 15 mín„ áður en þeir ganga til náða, þá er rétt að reyna það. Konur sofa oft betur. Konum veitist auðveldara Brezk farþegafliígvél steypíist fyrir hökkru til jarðar lijá Broinmafíugvelli við Stokkhólm, þegar flugstjurinn reyndi að lenda yegna leka. í benzíngeymslu flugvélarinnar. Einn maður lézt og 6. slösuðust, .þeg-av vélin brotnaði, er hún rakst á.tité'; hn.ágrenni jiiiigvHÍIarins, en körlum að fá nægan svefn, að nokkuru leyti sök- um þess aö þær eiga við færri vandamál að stríða„ — Einnig er þaö þeim til hjálp- ar aö þær viöhafa alls konar undirbúning undir svefninn, þær bera smyrsl á andlit sín, bursta hár sitt og dunda við ýmiskonar snyrtingu. Þetta leiðir hugann að svefni og hvíld og hefir sín áhrif., Um- hugsunin um rúmið hefir svipuð áhrif og ætti fólk því ekki að lesa í rúminu — allra sízt glæpasögur. Gott er aö temja sér að fara í rúmiö á vissum tíma, einnig að hafa fótaferð á vissum tíma„ Þaö má alveg eins vera: Seint í rúmið og seint á fætur, eins og hitt. En aðeins að því sé fylgt eft- ir. Ástæðan er sú að öllum hentar ekki sami svefntími. Læknar hafa um áraskeiö skeið veriö að athuga þetta, þeir hafa séð að líkamshit- jnn hækkar ýmist eða lækk- ar á hverjum sólarhring. Mis munurinn getur verið eitt- stig, eða dálitlu meira og þegar líkamshitinn lækkar er þaö hentugt að fara aö sofa. Og með því að koma á vissum háttatíma geta menn komiö því á að líkamshitinn lækki á vissum tíma. Sveiflur líkamshitans. Þessar sveiflur í líkamshit anum eru ólíkar með mönn- um., Hjá sumum mönnum hækkar líkamshitinn jafn- skjótt og þeir vakna og þeir spretta upp þegar og fram úr rúminu. Það eru „morg- unmennirnir“. Líkamshiti þeirra hækkar smátt og smátt og á hádegi eru þeir „í essinu sínu“„ Skömmu síð- ar fer líkamshiti þeirra ao lækka og þeir eru þá ekki eins fullir af fjöri. Líkams- hitinn smá lækkar og snemma að kvöldi tekur þá aö syfja. „Kvöldmaðurinn" er öðru vísi„ Líkamshiti hans nær ekki hámarki fyrr en síðdeg- is. Þá er hann „upp á sitt bezta“. Á morgnana er hann daufur, tregur til að fara á fætur og stundum önugur, Þegar morgunmaöurinn er oröinn syfjaður, er kvöld- maöurinn glaðvakandi og vinnur hvað bezt. Dr. Kleit- mann, lífeðlisfræðingur, hef ir um 30 ára skeið kynnt sér svefninn og segir að eðlileg- ur svefntími manna fari eft- ir líkamshita þeirra, hvenær hann sé lægstur,, Það er orð- tak hans að „líkamshitinn hafi eyðilagt fleiri hjóna- bönd en skaphitinn.“ Vinnu skal haga eftir líkamshita. Dr. Kleitmann heldur því fram að menn vinni bezt meöan líkamshitinn sé hár og veiti þá bezt þreytunni viðnám. Sé því bezt að haga vinnu sinhi eítir því„ Því hefir verið haldið fram- að þreyta- skapaði eit»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.