Vísir - 20.10.1951, Blaðsíða 8
L
I
wi
Laugardaginn 20.^október 1951
Egyptar kveðja varalið ti
vopna af öryggisástæðum
lö Egyptar bíða bana í óeirðum
og 89 særast.
London (UP). — Bretum
barst enn liðsauki til Suez-
skurðarsvæðisins í gær og
skýra Egypsk blöð frá því,
að byrjað .sé að kveðja vara-
liðsmenn í herinn, og sé það
gert til þess að tryggt sé, að
unnt verði að halda í skefj-
um uppivöðslumönnum.
Andúðín gegn Bretum er
riú mjög megn og valda þvi
æsingamenn, sem nota hvert
íækifæri til þess að stofna
til óspekta.
Heilbrigðismálastjórn
Egyptalands hefir tilkynnt,
að í óeirðunum að undan-
förnu hafi 10 Egyptar beðið
bana, en 89 meiðst eða særst,
og eru þeirra meðal 6 sem
biðu bana í Port Said, og 47,
sem særðust þar í borg.
Bretar og Egyptar eiga nú
í samningum um, að ýmsir
egypzkir opinberir slarfs-
menn, tollmenn og aðrir,
hverfi aftur til vinnu sinnar
i Port Said og Ismailia og víð-
ar, þar sem Bretar tóku allt í
sínar hendur í bili, vegna
óeirðanna.
Þrátt fyrir óeirðirnar í
Kairo og Alexandriu í fyrra-
kvöld er margt sem bendir
til, að menn séu að róast
nokkuð, en hins er og að geta,
að menn hafa verið æstir svo
upp, að því fer fjarri að allar
hættur séu farnar hjá garði.
Ný áætlun Gullfaxa.
Flugfélag Islands hefir
nú sent út áætiun um ferð-
ir GuUfaxa milli landa, eins
og þær verða fyrst um sinn.
Verða ferðir héðan alla
þriðjud. kl. 8,30 að morgni
til Koupmannaliafriar, með
viðkomu í Prestwiok. Til
Prestwick er ætlað að vóiin
komi kl. 2 e. h. og fari það-
an aftur kl. 3 áleiðis til
Khafnar. Þangað er áætlað
&ð Gullfaxi komi kl. 7.30 að
kvöldi.
Frá Klíöfri verður svo
flogið alla miðvikudaga kl.
9.30, til Prestwick er komið
kl. 12 á hádegi og hingað ld.
5 siðdegis.
töDÍI
fSt ll
Strætisvagnar Reykjavíkur bæta
við vagnakost sinn.
Dieselvagninn reynist vel.
teyi, tii að byrja mei
Eins og áður hefir verið
getið hér í blaðinu fá Stræt-
isvagnar Reykjavíkur 8
strætisvagna á þessu ári, sem
vonir standa til að verði allir
teknir í notkun á þessu ári.
Eru þetta vagnar með
dieselvélum og sett á þá hér
endursmíðuð og endurbætt
hús.
Einn þessara nýju strætis-
vagna hefir nú verið í not-
kun mánaðartíma. Hann er
sænskur, með Volvo-diesel-
vél. Forstjóri Strætisvagna
Reykjavíkui' hefir tjáð Vísi,
að reynslan af þessum vagni
sé fullkomlega sú, sem búist
var við, þegar horfið var að
því að ráði að fá vagna með
diesel-vélum.
Tveir vagnar eru nú komn-
ir til viðhótar og er verið
að setja hús á þá. Þeir eru
þýzkir, af Mercedes-Benz
gerð. Verða þeir teknir í not-
kun þegar, er lokið er við að
setja húsin á þá, en það er
allmikið verk að ganga að
fullu frú.þeim, þar sem hús-
in eru srníðuð upp og þeim
breytt.
Askur farinn aftur
á veiðar.
Togarinn Aslcur kom til
Flateyrar í gær. Var liann að
veiðum úti fyrir Vestfj órð-
um, er hann.fékk á sig sjó.
Skemmdir urðu á skipinu, en
mjög litlar, og mun skipið
fara aftur á veiðar. Engau
skipsmann sakaði, en einn
maður var hætt kominn.
Mikili viðbúnaður er nú í
Skerjafirði vegna fjölleika-
sýningarinnar, sem hefst í
kvöld kl. 9 eins og ráðgert
hafði verið.
„Gircus Zoo“, sem hingað
kom í gær, har með sér keim
og yfirhragð framaridi landa
og óskyldra þjóða, einlivern
andblæ. sólheitra, dularfullra
ævintýralanda, en mælt var
á torkennilegum tungum,
er „Dronning Alexandrine“
lagðist að bryggju í gær, að
viðstöddum iniklum nianri-
fjölda, aðallega unglingum,
sem horfði hugfanginn á allt
hið nýstárlega sem þar var
að sjá.
Greiðlega gekk að ílytja
hirnina, filinn og apana
suður í Skerjafjörð, og í nótt
Ieið þessum nýju gestum
okkar vel, þrátt fyrir kulda-
tíð. Fíílinn Baha lét til sin
hej-ra í nólt og mátti heyra
„flaut“ hans iini nágrennið,
en liann mun hafa verið að
syngja. Flefir hann nú þegar
fengið eina sniálest af heyh
til að hyrja með, auk káls frá
Reykj alundi. FIvítahiörnun-
um hefir verið séð fyrir
birgðum áf fiski og brauði,
en skógarhirnirnir munu
einkum nærast á hrauði. Ap-
arnir éta liins Aægar einkum
kálmeti, og virðast þeir leika
á als oddi.
Ljóriununi þremur, sem
liingað koma, hefir seinkað,
en þau eru væntanleg hing-
var.
að með leiguskipinu „Bravo“
frá Englandi eftir helgina.
Eru þetta stór. ag tíguleg dýcí
og fylgir þeim enskur ljóna-
temjari.
Vélsmiðjan Héðinn hefir
séð um sérstaka hitalögn í
flugskýlin í Skerjafirði, kom
ið fyrir sérstökum gufu-
katli, svo að ekki er talið,
að áhorfendur þurfi að ótt-
ast kuldann þar suður frá í
kvöld, þólt veður kunni að
verða hráslagalegt.
Van Gogh: Pósturinn.
Kvikmyndir um
fræga iistamenn.
Á morgun verðci sýndar í
Stjörnubíói þrjár kvikmgnd
ir um þrjá kunna og fræga
listamenn.
Fjalla myndirnar um
listamennina van Gogh,
Ilenri de Toulouse Lautrec
og Paul Gauguin og eru þær
sýndar á vegum Listvina-
salarins. Þetta er oklóber-
kynning Listvinasalarins
fyrir styrktarmeðlimi og
hefjast sýningar kl. 1.15. —
Björn Th. Björnsson list-
fræðingur flytur foi’málsorð
með myndunum. Kvikmynd
irnar eru franskar, en Frakk
ar hafa gert nokkuð í því að
gera kvikmyndir um helztu
listamenn sína og hafa
myndirnar hlotið góða
dóma í París.
Akureyri og Eyjafjörður sjálfum sér
nóg um jólatré eftir tuttugu ár.
Skógræktarfélag Akureyrar vill fá 60-80 ha. land til ræktunar á nytjaskógi.
Ef áform Skógræktarfélags
Akureyrar verða að veru-
leika, munu Akureyringar og
aðrir Eyfirðingar verða sjálf-
um sér nógir um jólatré eftir
tvo tugi ára.
Fréttaritari Vísis á Akur-
eyri skrifar blaðinu, að stjórn
félagsiris hafi ált í stmining-
um við basjaryfirvöldin á
staðnum um að því verði
fengið til umráða nokkurt
land syðst á bæjarlandinú.
Er hér um 60—80 ha. skika
að ræða, sem félagið hefir í
hyggju að rækta á nytjaskóg.
Heitir á svæði þessu Ivjarna-
land.
Eins og menn vita hafa
Akureyringár verið manna
duglégastir við trjárækt, en
reynsla undanfarinna ára og
athuganir fróðfa manna,
svo sem Ilákonar Bjarnson-
ar skógræk tars t j óra, og
Barathens, norska skógfræð-
ingsins, hafa til.muna sívrkt
menn þar nyrðra í þeirri trú,
að vel sé hægt að rækta hcr
nytjaskóg, ef rétt er að farið.
Slíkan skóg hyggst Skógrækt-
arfélag Akureyrar nú rækta
á hiriu nýja Iandi, sem það
fæf væntanlega til umráða.
Ætlar fclagið að Ijyrja á því
að riekta hii’ld íil skjpls öðr-
um trjáplöntum, en síðan
verða barrtré gróðiirsett.
Ef þannig er að farið við
gróðursetningima, mun liægt
að fjá eftir um það bil 20 ár —
með grisjun — mikinn fjölda
hálfvaxinna trjáa, sem eru
lilvalin jólatré, en þau eru
kgypl til Akurcyrar á ári
hverju fyrir drjúgan skilding,
eiris og til annarra staða á
landinu.
Skógrækarfélag Ak. hefir
rattnai' þegar reit til umráða
utan liæjarins, eða handan við
Pollinn. Ifafa þar verið gróð-
ursettar á annað lmndrað
þúsund plöntur, en hæstu
birkiplönturnar eru þegaj.’
yfir fjóra metra á hæð.
Er mikill liugur i Akureyr-
ingiim í máli þessu, segir
frétiaiitari að lokum og eng-
in hætta á því, að menn verði
ekki fúsir til sjálfboðastarfa
á liinu nýja landi félagsins.
Smáþjófnaðir og
tilraun til innbrots,
Nokkuð hefir borið á ým-
iskonar smáþjófnuðum und
anfarna daga og i nótt var
tilraun gerð til innbrots í
verzlunina Laugateig 60.
Sú tilraun har þó ekki á-
raugur og varð þjófurinn
frá að hverfa án þess að
komast inn.
í gær var útskorniim vindl
ingakassa stolið úr verzlun
einni hér í bænum. Enn-
fremur var Ijóskastara af
hifreið stolið annaðhvort í
gær eða fyrrinótt.
f fyrradag kærði stúlka
yfir því, að hún taldi að
stolið hefði verið úr tösku,
sem hún har á sér í yfir-
fullum strætisvagni, veski
með 500 lcrónum í pening-
um.
Aðalfundur bér-
a&sdómara lokið.
Aðalfundur Félags héraðs-
dómara var haldinn í Reykja-
vík dagana 10.—14. þ.m.
Aðalumræðuefni fundarins
var að þessu sinni hin nýju
lög um meðferð opinberra
mála, er gengu í gildi 1. júlí
s.l. Fluttu þeir Valdimar
Stéfánsson sakadómari og
Baldur Möllér fulltrúi í
dómsmálaráðuneytimi fram-
sögu erindi um lögin.
Stjórn félagsins var endur-
kosin og skipa liana Jón
Steingrímsson sýslumaður,
Torfi Hjartarson tollstjóri,
Páll Hallgrímsson sýslu-
xnaður, Júlíus Havsteen bæj-
argógeti og Giiðmundui’ I.
Guðmim<lsson bæjarfógeti.
Heiðursforseti félagsins er
Gísli Sveinsson fyrrv. sendi-
lierra.