Vísir - 06.11.1951, Blaðsíða 4

Vísir - 06.11.1951, Blaðsíða 4
V I S IR Þriðjudagimi 6. nóvember 1951 : V ÐAGBLAÐ Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Utgefandi: BLAÐADTGAFAN VISIR H.F, Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimnj línur). Lausasala 1 krónu. Félagsprentsmiðjan hl. Leiðangiu fll Rái larríkjanna. llinn 7. nóvcmber, á byltingarafmæli Ráðstjórnarríkjanna, verður stödd í Moskvu íslenzk sendinefnd, sem þangað vlir boðið á vegum MlR. Sendinefndina skipa nokkrir trún- aðarmenn bæjar og ríkis, sem hafa fengið frí á fullum launum, til þess að kynna sér menningarástandið þarna eystra Það er alkímnugt, að ýmis lýðræðisríki halda uppi svipaðri kynningarstarfsemi, sem síðar kann að leiða til gagnkvæms skilnings og réttari túlkunar á ýmsum máls- yiðhorfum, en þar skilur þó, að í þessum lýðræðisríkjum eiu ferðalög öll frjáls hverjum sem er, en Ráðstjórnarríkin öll mega heita lokað land, og inn þangað er ekki hleypt öðr- um er ,trúverðugum' mönnum. Þar eru hafrar aðskildir frá sauðum, og þangað austurfara helzt ekki aðrir en hrein- ræktaðir kommúnistar. * Þeir, sem þekkja rússneskar bókmenntir frá fornu fari, rvita, að þar hefir þrifizt einkennilega fögur menning, og ef- 'sst ekki um, að þjóðir Ráðstjórnarríkjanna aía í brjósti sömu þrár og sömu vonir umfrið og frelsi, sem aðrar þjóð- ir heims. Þær eiga hinsvegar við stjómskipan að búa, sem ;):<ær hafa ekki fengið að rúða nema að litlu leyti sjálfar, jmeð því að henni var þröngvað upp á þær með blóðugri 'hyltingu og ofbeldi. Þeim hefir verið stjórnað með járn- börðum aga, þannig, að hafi embættismenn keisarans stjórn- að með hnútasvipum, má segja, að kommúnistiskir full- irúar hafi stjörnað í krafti sporðdreka. Þessum þjóðum, !— alþýðunni, — eins og hún var og er, fá gestir ekki að kynnast, sem sækja Ráðstjórnarríkin heim, enda talið, að slíkir gestir njóti í raun réttri ekki nema takmarkaðs frels- ás til sjálfstæðra athugana, auk þess sem menn kynnast varla Ráðstjórnarríkjunum á fáuni dögum að neinu ráði. Það þekkja þeir, sem sótt hafa erlendar stórborgir heim, að jafnvel þaulvanir ferðalangar kynnast ekki nema yfir- foorðinu á skömmum dvalartíma. f Þegar hin forframaða íslenzka sendinefnd kemur heim, íná gera ráð fyrir, að hún hafi margt að segja um dvöl síha <í Ráðstjórnarríkjunum og þá ekki sízt hátíðahöldin í (Moskvu, þegar venjulega cru haldnar stórfelldar hersýn- ingar, — en nú undir merki friðardúfunnar. Vafalaust sér MÍR u'm að nefndin miðli öðrum af kunnugleik þeim, sem hún hefir aflað sér í austurförinni. En sá er galli á gjöf Njarðar, að ráðamenn Ráðstjórnarríkjanna hafa þá sér stöðu að heimta jafnan nokkuð fyrir snúð sinn, þótt lýð- ræðisþjóðirnar beiti þar ólikum aðferðum, Þannig er það kuimugt, að þeir einstaldingar, sem dvalið hafa við nám þarna cystra, hafa gerzt hörðustu óg slynguslu áróðurs- menn kommúnista, er heim hefir komið. Dvalartími sendi- nefndarinnar er of stuttur til, að sliks áróðurst megi af henni vænta, en ganga má út frá því, að ef sanntrúaðir kommúnistar eru innan hennar, muni þeir þykjast hafa íorframast nokkuð og dragi ekki úr erindisrekstri þeim, sem 'þeir áður höfðu með höndum innan skóla og annarra stofn- Fjórar merkar Norðrabækui a .venju. Fjórar merkar bækur eru nýlega koninar út á vegum Norðraútgáfunnar, en þær eru Sagnaþættir og sögur I, Söguþættir landpóstanna in. bindi, Austurland III. bindi og Færeyskar sagnir og ævintýri. Sagnaþættir og sögur I. er i raun réttri þriðja bindi i ritsafninu „Að vestan", en alls 'er ætlað að það verði 16 bindi. Er þarná í fyrsta skipti safnað saman i eina heild öllu því helzta, er íslendingar í Vesturheimi hafa skráð af þjóðsögum og sagna[)'dtum, ferðaminningum veshufaia, sjálfsævisögum, þáttum iir lífi landnemanna, minning- um þeirra heiman f rá Islandi, alþýðukveðskap o. fl. Safn þetta verður hið merkasta í hvívetna og verðugur minnis- varði yfir ritstörf og andlegán skerf sem íslenzka þjóðar- brotið í Vesturheimi hefir lag til íslenzkra bókmennta og menningar. Árni Rjarnar^ son á Akureyri hefur búið ritsafn þetta undir prentun. 1 þriðja bindið af Austur- landi, safni austf irzkra f ræða, eru margar nýtar greinar og fróðlegir og sk'emmtilegir sagnaþættir. í bókinni er saga Papeyjar og Papej'inga, eyj- unni lýst og hlunnindum hennar, byggð hennar og á- búendum. Hafa Halldór Stef- ánsson og Eirikur Sigurðs- son skrifað þátt þennan. Eft- ir Halldór eru einnig sagna, þættir um menn og viðburði. Þar.segir frá Þinghöfða- og Þórsnessí'undum, siglingu á Lagarfljótsós, sakamáli Sesselju Loftsdóltur og munnmælasögu um Hamra- Settu, Gissuri og Guðrúnu í Valnadalsgerði, Jóni almátt- uga og Illuga syni hians, heÞ för Stefáns á Þverhamri pg Kristínar konu hans o. fl. Ef tir Sigmund Long eru ýms- ir þættir iim Austfirðinga, sem hann hef ur skráð í Vest- urheipii. Margt fieira góðra þátta er í ritinu. Þá sendir. Norðri frá sér lokabindi Söguþátta Land- póstanna, sem Helgi Valt>Ts- son hefir safnað og skráð. \ þessu bindinu eru ýmsir við- aukar við f yrri bindin svo og nýir þæitir sem höfundi bár- usteftir að þau voru komin út: i Með söguþáttum sínum af landpóstunum hef ur Helgi reist þessum sérstæðu og hugrökku ferðalöngum ó- brotlegan minnisvarða um leið og hann bjargaði frá al- gerðri gleymsku og glötun ó- tvíræðum þj óðmenningarleg- um veðmætum. Loks eru Færeyskar sagnir og ævintýri sem þau Páhni Hannesson rektor og frú Theodóra Thoroddsen hafa valið og íslenzkað. Hafinarinn er tílvalinn fyrir samkomur og skemmfanir. Frá starfi Fegranarfélags Hafnartjarðar. Vísir hefir aflað sér ítarlegri upplýsjnga um starfsemi Fegrunarfélag* Hafnarf jarðar, sem að nokkru hefir verið getið hér í blaðinu, og fara.þær hér á eftir: Hafnarfjarðarbær lætur græða Hamars-svæðið fyrir áeggjan frá stjórn Fegrunar- félags Hafnarfjarðar og er því verki að verða lokið. En félagið stendur fyrir gróður- setningu á trjáplöntum innan hins afgirta svæðis og gróð- ursettar voru í því augna- miði 400 trjáplöntur af sitka- greni og furu síðastliðið vor, sem er aðeins lítil byrjun á því starfi. Á aðalf undinum kom f ram áhugi fyrir f>ví að Hamars- svæðiðyrði skipulágt ög "vonir' standa til að þarna eigi eftir að koma f agur skemmtigarð- ur, þar sem skiptast á trjá- gróðurslundir, blómabeð og grasfletir, en svæðj þetta er allvíðáttumikið og á fögrum stað í bænum, sem öllum er kunnugt, sem upp á Hamar-r inn hafa komið, en (Wíða er slikt víðsýni innan byggðs svæðis og þaðan. Þessi staður mun er hann er kominn í ræktun verða sérstaklega hentugur fyrir Hafnfirðinga til þess að halda þjóðhátíðar- skemmtanir sínar iá, svo ag aðrar skemmtanir, sem bæj- arbúar vilja halda, og mun án efa verða mjög fjölsóttur þess utan, bæði af bæjarbú- .um Og öðrum. Útbreiðslu- fundur sá, sem félagið hyggst halda, stendur til að hald- inn verði í nóvembermánuði. Von þcirra, som að fegrunar- félaginu standa, er sú að bæj^ arbúar almennt gerist f élag- ar í því. Fegrunarfclag Hafnar- fjarðar er stofnað fyrir for- göngu Rotaryklúbbs Hafnar- fjarðar. Attlee fær orðu. Clement Attlee gekk á fimd Georgs konungs í gser og sæmdi konungur hann heiðursmerki. .. .-..... Konungur býr nú við batnandi heilsu og klæðist daglega. áíb I Almenningi finnst óviðkunnanlegt, að starfsmenn ríkis íog bæja, veljist til slíkrar ferðar, sem að framan greinir og líelur þeim sæmra að sfunda störf sín hér heima fyrir. Grun- nr vaknar um, að slíkir menn sé\i ekki heilir í starfi, sem þó þarf ekki að vera, cn raunin sannar í ýmsum löndum, að -þeir menn, sem minnst vhðist fara fyrir í kommúnistískri starfsemi, geta rej'nzt einna hættulegastir, sökum þess, að þeir hafa notið opinbers trúnaðar, og kunna frá ýmsu mis- 'jafnlega þörfu að herma. Allt öðru máli væri að gegna, ef ferðafrelsí væri ríkjandi í ráðstjórnarríkjunum, þannig, að þangað gæti farið hver sem vildi. Þá væri ekkert við það ¦að athuga, þótt opinberir starfsmcnn þekktust hcimboð .ein- hvcrrar menningarstofnunar, með því að allir ættu þess kost að kynnast því sama sem þcir og dæma um af eigin raun. Þegar ferðafrelsið nær hinvegar til faira útvaldi*a verður allt tortryggilegra, einkum, ef hlutaðeigandi ríki er þekkt að áróðri, sem miðar að heimsyfirráðum þess og jEilþjóðlegri byltingu. íslenzk kvikmyndagerð á : erfitt uppdráttar, og liggja til þess augljósar orsakir. Til kvikmyndaiðnaðar þarf f jármagn, geysimikið f jár- magn, meira að segja svo mikið, að margfalt stœrri þjóðir, svo sem Norðmenn, hafa ekki.talið sér fært að leggja fram nægilegt fé til þess að koma á fót þar í landi verulega samkeppnis- . færum kvikmyndaiðnaði. * . Markafiurinn fyrir íslenzkar kvikmyndir er svo lítill, aS eng- in von er til, aS nokkur aíSili fáist til þess aS leggja fram þær milljónir, sem ?arf, efvel á aö vera. Islenzk kvikmyndagerð í stórum stíl getur ekki borgaö sig, ef gera á sorriu kröfur tij hennar og milljónafyrirtsekj- anna í Banclaríkjunum eSa Bret- landi. Þeir, sem við kvikmynda- gerð fást hér á landi, vita þetta mæta vel, eins og nærri má geta, en hafa samt unniS mjög merkilegt starf á þessu sviSi. Hér áður fyrr. jnátti heita^ aS nokkir menn ger'Su sé'r þetta meira til dundurs en í hagnaS- arskyni, en hin síSari ár hafa þeir gerzt stórtækari, horfiö frá landslags- og tækifærismynd- um og ráðizt í aS gera samfelld- ar myn'dir eftir sérstiikum hand- ritum, meö söguþræöi og eðli- 'l'egri atburSaröS. * Þetta hefir. tekizt ákaflega misjafnlega, eins og að lík^ um lætur, en brautryðjenda- starf er-oft erfitt og van- þakkUtt, og í þessu tijfelli er auðvelt að gagprýna Qg benda á misfellumar, ekki sízt í samanburði við fjár- sterk, erlend fyrirtæki, með mikla reynslu og,meiri tækni að, baki. Slíkur samanburð- ur hlýtur að verða íslenzk- um kvikmyndagerðannönn- um óhagstæður. '& I'eim mun ánægjulegra e-r- þaS, þegar íslenzk . kvikmynd sést hér, sem óhætt er að segja, aS sé vel g.erS og skemmtileg, þegar bæfiíegt tillit'er tekiS til allra aSstæðna. „NiSursetning- ur" Lofts GuSmundssonar ljós- myndara, sem < nu hefir veriS tekin til sýningar í Nýja-bió, er alveg >vafalaust me"S því bezta, semsézt h,ef|r í íslenzkri kvikmyndagerS, og-er þetta sagt aS iVSrum ólöstuSum. En hér verður aS telja, aS Loftur hafi unm'S mikinn s'igífr á þessu sviSi, ög hann hefir sýnt, hvaS hér er hægt aS gera, þegar vel er uimiS. með ekki fullkomn- ari tækjum- en hann hefir haft til uinráöa. En alvet>' sérstaka athygli vekur taliS í myndinni, sem er skýrt og furSu eSlilegt, en á þessu hefir veriS mikill hrestur í hérlendri kvikmynda- gerS. ITndirtektir almennings á • • fyrstu sýningu þessarar myndar benda einnig ótví- rætt til þess, að Loftur hafi • • fundið • y,íóninn"., Enda pótt slíkar myndir geti tæpast orðið nein ittflutningsvara, ¦ . eins og,éðlilegt er, má vafa- v laust telja, að kvikmyndir á .. borð við „Niðursetniuginn^, Verði kærkomið skemmti- a.triði hérlendis, en þar með er væntanlega tilganginum náð, —ThS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.