Vísir - 06.11.1951, Síða 7

Vísir - 06.11.1951, Síða 7
Þriðjudaginn 6. nóvember 1951 J. S. Fl&ieUer: Lausnargjald Lundúnaborgar. £a$a </& eiturbifflara. 9 ógnaröld í sinni hræðilegustu mynd. En eruð þér nú alveg viss um, að eigi sé hægt að skýra þennan kúadauða á ann- an hátt?“ Pontifex liafði staðið upp. Hann gekk fram og aftur hjá bekknum, álútur og með báðar hendur á kafi i buxna- vösunum. „Eg held að slíkt hafi aldrei komið fyrir í búnaðarsög- unni,“ sagði hann loksins. „Tuttugu og tveir heilbrigðir úrvals naútgripir drepast í einni kássu, svo að segja. Nei, hér er engin skýring önnur en sú, að þeir hafi verið drepn- ir, blátt áfram myrtir, og það einmitt með því móti, sem þessir bófar einir kunna.“ „Þeir hljóta samt að hafa notað einhverskonar eitur, pabbi?“ „Við getum nú bráðlega gengið úr skugga um það, væna mín. Eg bað fjósamanninn að sima til dýralæknisins, Marchant í Stowminster. Hann ætti að fara að koma hvað liður. Eg hefi símað til Scotland Yard og beðið þá um að senda Marillier liingað, eg Iiefi mikla trú á honum.“ „En hvað getur Marillier gert?“ Forsætisráðherrann horfði á Öskuna á vindlinum sín- um og hugsaði. „Fólk getur dulbúið sig eins og það vill,“ sagði hann, „en samt kemst það ekki hjá að vekja athygli. Einhver liér í grenndinni hlýtur að liafa séð þennan mann, sem eg hitti i gær, og eg ætla að biðja Marillier að rann- saka þetta. Maðurinn hlýtur að hafa verið hér i fyrrinótt, og ef það er hann sem hefir eitrað fyrir kýrnae, þá hlýtur liann að hafa verið hér í nótt lika. Hann sagðist að vísu vera dulbúinn, en það er eg alls ekki viss uiú, — ef svo er þá var hann í bezta dulbúningnum, sem eg liefi noklc- urn tíma séð, þvi að eg athugaði vel skeggið á honum — og hárið. En eg held að hann hafi ekki verið{ dulbúinn.“ ,,En hann sagði, að þér hefðuð oft hitt sig i Erechteum- kiúbbnum,“ skaut Chenery fram r. Forsætisráðherrann brosti hæðnislega. „Eg geri ráð fyrir að maðurinn hafi sagt það af drýldni,“ sagði hann. „Eg gæti ekki hugsað mér að slikurn manni yrði hleypt inn í Ereehíeum-klúbbinn undir neinum kringumstæðum, — nema ef hann þá kæmist þar inn af eigin ramleik til að stela silfurborðbúnaðinum.“ Chenery svaraði ekki. Hann vissi að Pontifex gat stund- um verið einrænn og skammsýnn í sumum málum. Allt í einu segir Lesbia: „Þarna kemur Jermey, — það er svo að sjá sem hann hafi einhverjar frétitr að færa.“ Fjósamaðurinn kom hlaupandi til þeirra. „Lítið þið á!“ brópaði hann. „Þetta fann liann sonur minn! Lítið þið á það!“ 'íiki Það var hringur sem fjósamaðurinii rétti fors®mráð- herranum. Fljótt á litið virtist þetta vera venjulegUr sign- etshringur, en við nánari athugun sást, að signetsplatan var úr steini, sem einhverskonar merki var grafið í. Hvorki forsætisráðherrann né hin höfðu séð svona hrng fýrr. „Nú þykir mér týra!“ sagði Pontifex og handíék hring- inn. „Hvar fann Georg Albert þennan hring, segið þér ?“ V I S I R „Sonur minn labbaði meðfram hlöðuveggnum, rétt lijá fjósinu, og þá sá hann eitthvað sem gljáði á og tók það upp og kom með það til mín og sagði, að mikið þætti sér ef þetta væri ekki frá bölvuðum þorpurunum sem hefðu drepið kýmar, — sagði hann. Hann er svo skarpur í þess- konar, hann Georg Albert, þó eg segi sjálfur frá.“ „Það er hann áreiðanlega. En nú eruð þér móður, sé eg, svo að yður veitir ekki af svolítilli hjartastyrkingu. Farið þér inn til hans Williams og talið við hann dálila stund. Eg á von á dýralæknnum þá og þegar, og þegar bann kemur förum við upp í fjós aftur.“ „Kannast þú nokkuð við þennan hring, pabbi?“ spurði Lesbia þegar fjósamaðurinn var farinn. „Mér sýndist á þér að þú hefðir séð hann fyrr.“ „Já, það hefi eg gert. Eg þekkti hann aftur samstundis, því að maðurinn sem eg talaði við í gær, var með hann á fingrinum. Eg tók sérstaklega eftir honum vegna þessa einkennilega merkis, sem er á steininum.“ „Þetta auðveldar rannsóknina,“ sagði Jocelyn. „Nú er það víst að maðurinn, sem þér töluðuð við í gær hefir verið hjá fjósinu í nótt. Og nú er bara að finna hann.“ „Ef það er sem mér sýnist,“ sagði Pontifex, „þá kemur þarna maður sem getur krufið þetta til mergjar, því að þarna er Marillier. Viljið þér gera svo vel að taka á móti honum, Chenery, og biðja hann um að koma hingað?“ Leynilögreglumaðurinn, sem forsætisráðherrann var að tala um, var einn af kunnustu æðri starfsmönnuúum í Scotland Yard. Ástæðan til þess að Pontifex hafði trölla- trú á honum var sú, að hann hafði sýnt frábæran dugnað fyrir nokkurum árum, er gömlu erfðagóssi var stolið frá forsætisráðherranum. Það kann að vera, að það hafi verið sérstaklega mikil þraut að komast yfir þjófinn, en Ponti- fex var að surnu leyti mjög kröfuvægur maður, og frá þeirri stundu liafði Marillier verið í miklu áliti hjá'hon- um. Þegar Marillier liafði hýtt á frásögn forsætisráðlierr- ans og séð luinginn, hristi hann höfuðið mjög íbygginn, og sagði að þetta mundi vafalaust vera víðtækara mál en fiestir kynni að halda! „Það er mjög skynsamleg ályktun.“ sagði forsætis- \ ráðherrann, — „mjög skynsamleg. En haldið þér ekki að það mundi vera skynsamlegast að við þegðum yfir sögu minni fyrst um sinn, og létum ekki fleii’i fara að skipta sér af málinu -— eða blöðin komast í það? Hvað segið þér um það, Chenery?“ „Alveg sammála, — ef það er hægt.“ „Já, það er nú einmitt mergurinn málsins, lierra for- sætisráðherra,“ sagði Marillier. „Það er erfitt að komast lijá blaðasnötununi nú á tímum.“ „Vist er það. En ennþá vita ekki aðrir um þetta en fj ósamaðurinn og hans fólk, og fólkið héma í húsinu, — og svo auðvitað dýralæknirinn, þegar hann kemur. Jú, eg hugsa að okkur takist að lialda þessu leyndu uni sinn. Og á meðan gerið þér það, sem yður lízt, hera Maril- lier. Eg ber fullt traust til dugnaðar og getu yðar.“ Marillier stakk hringnum í vestisvasann, og sagðist ætla að byrja að vinna strax. En að öðru leyti þætti sér gott, bætti hann við, að fá ofurlitinn matarbita, þvi að hann hafði farið beina leið af skrifstofunni án þess að bragða vott eða þurrt. Ungu hjúin urðu ein eftir. „Heyrðu, Lesbia, þetta er nú meiri sagan. Ef þessi ná- ungi eða þeir bófarnir saman hafa drepið kýrnar — hvað taka þeir þá fyrir næst? Maðurinn lofaði föður þinum ! skarþef, einu sinni eða kanske tvisvar — og hvað svo? Hver veit nema þeir hafi augastað á þér næst?“ GUÐLAÚGUR EINARSSON Málflutningsskrifstofa Laugavegi 24. Sími 7711 og 6570. Laugavegi 166 Kaupi gull og silfur NYJA EFNALAUGIN Höfðatúni 2 og Laugavegi 20B Sími 7264. Frostlöguii . Viðurkennt merki . Varanlegur . Gufar ekki upp . Aðeins kr. 102.55 CJtRMAP Húseigendlur! Þekkið þér nýju málning- una og málningaraðferðina? Er skrautleg, ódýr, hlífir bet- ur og endist betur en áður hefir þekkzt. — Á heima í öllum forstofum, göngum og víðar. Er einn um þessa nýj- ung hér á landi. Leitið upp- lýsinga í síma 80363. (Einnig í síma 4129 eftir kl. 8). Asbjöm Ö. Jónsson, málarameistari. £ & SuncuqhÁ i TARZAN Merala mæltt: „Þú varáðir mig Við þvi að taka örð Tarzans, trúanleg, Wong Tai, þess vegna ert þú hér;“ hræddur. Við hvað?“ „Eg óttast fegurð þína, ó, drottning,“ svaraði Wong. „Þökk fyrir gullhamrana,“ sagði Merala. „Ef þu reynist mér dyggilega, muntu lialda lifi, annars — —“ Wong minntist nú . skártgripakistu Kohrs, og brosti með sjálfum sér. „Hvað á eg að gera?“

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.