Vísir - 05.12.1951, Blaðsíða 1

Vísir - 05.12.1951, Blaðsíða 1
Stórhríö mm Smm€Í aiit i méti : 41. árg. Fjölmargar þjóðir hafa sent fégjafir til Kóreu, til þess að hjálpa landsmönnum að reisa land sitt íir rústum. — Myndin sýnir hornstein byggingar, sem reist er hjá Taegu, liinnar fyrstu af mörgum, sem þar er reist fyrir alþjóðafé. Bm bátyr ilstilalir i §ær. EE&wf/i ‘vsarú sítgs eí s§ó é we&vimua,. Samkvæmt uppíýsingum Slysavarnafélagsins og for- stjúra Skipaútgerðarinnar hafa engin slgs orðið á sjó í aftakaveðrinu, sem var í gær og nótt. Óveðrið átti sér einnig nokkurn aðdraganda, en skall ekki á allt í eimf, svo að allir minni bátar voru komnir í höfn, áður en veð- urofsinn varð mestur. Að- stoð var þó veitt einum bát Grundfirðingi frá Grundar- firði, sem var staddur vest- ur af Snæfellsnesi. Kom Skjaldbreið bátnuin til að- stoðar og dró hann suður fyrir nesið og i var, og þar átti varðskipið Þór að taka við honum og fara með liann til Grundarfjarðar í morg- un, þegar lægði. ' Goðanes seldi fyrir 8375 st. pd. I?.v. Goðanes seldi ísfisk- aflá í Grimsby í gær, 3077 kit fyrir 8375 stpd. Öatreksf j arðartogarinn Ólafur Jóhannesson selur i dag, en fregnir höfðu ekki borist af sölunni, er blaðið fór í pressuna. Óttast var um tíma um einn bát, Búa, sem fór héðan til KefJavíkur, en báturinn kom fram á rétum tíma og hafði ekkert orðið að. Seinni liluta dagsins i gær var hér við Faxaflóa aftaka veður og komst veðurhæðin upp i 12 vindstig hér í Rvík í byljunum. Frost var hvergi mikið, og hér i Reykjavík var það aðeins 3.9 í morgun. Snjókoma var víða allmikil. í nótt var innbrot framið í trésmíðaverkstæði Ingibergs Þorkelssonar í Mjölnisholti 12 og stolið þaðar. ailstórri peningafúlgu. Braut þjófurinn upp þrjár hurðir og sprengdi síðan upp læstan peningaskáp. Voru þar geymdar hátt á þriðja þúsund krónur í peningum, sem þjófurinn hafði á brott með sér. ----$---—. Stórhætía af eldgosum. MÍfSííiB' e. t. v. fÉmÉÉiv ú hv&ÉÉ. Eldfjallið Hibok-Hibok á Camigulin-ey, Filippseyjum, tók til að gjósa í gær, og er viðbúnaður hafður til að flytia íbúa eiijarinnar — ðö.OOO — á brott. Hafa herskip og flutninga- skip verið send þangað. Öll sjúkrahús eru yfirfull af fólki, sem brennst hefir og meiðst með öðrurn hætti. — Hjálparsveitir liafa verið skipulagðar og hafa þær þeg- ar fundið hátt á annað hundr að lík, en aðstaðan er erfið við björgunarstarfið og í nánd við eldfjallið er gos- mökkur svo mikill og hiti, að ekki hefir verið unnt að leita í þorpum á þeim slóð- um. EZhhevt satnktHBtMÍmep í Móvem: Aftur gera Sþ strandhögg. Mikið tjón nnnið hjá kommúnistnm ¥e§Ir teppt^st ví5a i óveðTfflb s gær og nótt. EaBgaaiES. varð þ® meÍMÍ af véðrinu. / gær skall á norðaustan hríðarveður um land allt með miklu lwassviðri og fannkomu. Vegir hafa víða teppzt og sums staðar sitja bílar fastir unnvörpum á vegum úti. Ekki hfa þó fregnir hor- izt af því að slys hafi orðið á mönnum eða stærri skemmdir á mannvirkjum. Svo sem kunnugt er gekk mjög djúp lægð yfir suður- strönd íslands aðfaranótt mánudagsins sem orsakaði suðaustan hvassviðri um land allt. Gekk lægðarmiðj- an yfir landið á tímabilinu frá kl. 8 til 11 á mánudags- morguninn, en tók úr því að lægja og snúast til norðaust- anáttar. En þá nálgaðist ný lægð landið enn dýpri en sú fyrri og það var hún sem olli veðrinu í gær. Um 11 leytið i gærmorgun var skollið á hvassviðri um allt land með snjókomu og kl. 2 mældust 12 vindstig á Stórhöfða í Vestmannaeyj- um og 10 vindstig í Reykja- vík. Siðan hefir verið rok og stórhríð um land allt þar til siðai’i hluta nætur að rofa tók liér sunnanlands og er þar nú víðast hvar úrkomu- Samninganefndir S. þj. og kommúnista komu enn saman til fundar í Panmun- jom í morgun. Báru samningamenn S. þj. fram ýmsar fyrirpurnir, sem kommúnistar svöruðu, en ekki er talið að neitt verlega liafi þokast i samkomulags- átt. Brezkar og bandarískar víkingasveitir réðust enn til landgöngu á Kóreuskaga i gæi-kveldi, að þessu sinni um 160 km. fyrir norðan víg- línu kommúnista. Bandarisk herskip héldu uppi skothríð meðan víking- arnir rif.u upp járnbrautir, sprengdu brýr í loft upp og eyðilögðu önnur mannvirki. Kommúnistar hafa að undanförnu haldið uppi miklum lið- og birgðaflutn- ingum suður á bóginn, og eru árásir víkingasveitanna gerðar til þess að torvelda þessa flutninga eða stöðva, ef unnt væri. OiurchiHstjQrnin hélt veSli. Brezka stjórnin sigraði með 22 atkvæða meirihluta við atkvæðagreiðslu í neðri málstofunni í gær, að aflok- inni umræðunni um húsnæð- is- og húsbyggingamál. Tillaga jafnaðamianna, sem fól i sér gagnrýni á stefnu stjómarinnar, var félld með 296 atkvæðum gegn 274, og breytingartillaga íhaldsmanna sem lýsti vel- þóknun á stefnu stjórnarinn- ar samþykkt með jafnmikl- um atkvæðamun. Stjórn Churcliills hyggst gera meira að því en áðiu’ hefir verið gert að flytja imi verksmiðju-smiðuð liús írá Svíþjóð og Finnlandi. laust orðið, nema hvað enn snjóaði suins staðar í Borg- arfirði i morgun. Allhvasst var þó enn i morgun og t. d. voru 8 vindstig i Vestma'nna eyjum kl. 8 og komst jafnvel upp í 10 vindstig í byljum. Hér i Rvik mældust 8 vind- stig í byljum í inorgun. Frost er víðasthvar, allt upp í 7 stig á Nautabúi í Skagafirði, en 3.9 stig hér í Rvík. Aftur á móti mældist 2.4 stiga hiti á Loftsölum og 1 stigs hiti á Fagurhólsmýri, en á Kirkjubæjarklaustri og Hólum í Hornafirði var hit- inn við frostmark. Norðanlands er enn hríð- arveður, en búist við að dragi úr því þá og þegar. í þessu veðri spilltist færð víða á vegum og þó einkum fjallvegum, en ekki hafa bor- izt nákvæmar fregnir af því. Hellisheiði varð ófær í gær- kveldi og sitja þar margir bílar fastir hingað og þang- að á fjallinu og sumir þeirra brotnir. Talið er að fólk hafi allt komizt til byggða, ýmist í skiðaskálana eða austur af f jallinu. Á Þingvallaleiðinni var einnig versta veður i gær- kveldi, en ekki er kunnugt um neina bílaumferð þar í gær. Krýsuvíkurleiðin er enn sæmileg, en var þó mjög seinfarin í gær vegna hríðar veðursins. Hefir Vísir fregn- að að áætlunarbíll hafi verið nokkuð á 6. klst. frá Rvík og austur i Ölfus í gærkveldi. Áætlunarbílar til Norður- landsins sem fóru frá Rvík í gærmorgun komust ekki yfir Holtavörðuheiði og voru far- Frh. a 8. siðu. Manndráp enn á Suez í gær. Enn kom til bardaga milli Breta og Egypta í gær á Su- ezeiði. Réðst flokkur vopnaðra Egypta að brezkum lier- flokki, sem svaraði skot- hríðinní. Nokkrir Bretar særðust, en allmargir féllu af Egyptum og enn fleiri særðust. Samkvæmt tilkynn- ingu þeirra sjálfra féllu 15* en 9 særðust. Miðvikudaginn 5. desember 1951 281. tbl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.