Vísir - 05.12.1951, Blaðsíða 4
V I S I R
Miðvikudaginn 5. desember 1951
D A G B L A Ð
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur Ingólfsstræti 3.
THtgefandi: BLAÐACTGÁFAN VlSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Simar 1660 (fimm línur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
ályklamr söksðnikandslnsn
^ðalfundur Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda, sem
haldinn var hér í bænum um mánaðamótin, samþykkti
nokkrar ályktanir, sem athygli munu vekja viða um land
og þá ekki sízt meðal útvegsmanna. Má þess fyrst geta, að
fundurinn taldi mjög skorta á að fiskimat værí fullnægj-
andi, þannig, að framleiðendur gætu treyst því, en til úrbóta
'vildi fundurinn að umsjón með matinu yrði falin Fisldfélagi
Islands, en með þeim hætti mætti í senn bæta fiskimatið
og auka þvi traust, auk þess sem það myndi hafa i för með
sér allmikinn sparnað fyrir ríkissjóðinn. Fundurinn sam-
þykkti ennfremur ályktun þess efnis, að nauðsyn bæri til
að út yrðu gefnar leiðbeiningar til framleiðenda um með-
l'erð fisksins, sem látnar yrði útvegsmönnum í té endur-
gjaldslaust, og slíkum lciðbeiningarspjöldum komið fyrir
um borð í skipum og á vinnustöðum. Eru þetta athygli-
verðar ályktanir, sem benda eindregið til að framleiðslan
hafi ekki reynzt jafn vel og skyldi, en fyrir styrjöldina hafði
íslenzkur saltfiskur unnið mikinn og tryggan markað og
;var talin gæðavara, sem bar af framleiðslu keppinautanna.
; Á styrjaldarárunum lagðist saltfiskframleiðslan niður
'að mestu eða öllu og hófst ekki aftur fyrir alvöru fyrr en
þremur árum eftir styi’jaldarlok. Á þessum árum ólst upp
ný kynslóð á fiskiílotanum, sem ekki vandist aðgerð á
fiski, iniðað við saltfiskverkun og er því lítt kunnandi i
þeim efnum. Gamlir og reyndir togarasjómenn heltust
smám saman úr lestinni, þannig að algjör undantekning
má heita, ef gamalreyndar skipshafnir eru á togurunum,
en þetta eitt og út af fyrir sig getur haft mikil áhrif á
vörugæðin, bæði því er flatningu, söltun, mnstöflun og
aðra meðferð fisk,sins varðar. Sjómannanámskeið þau,
sem haldin hafa verið á vegum Fiskifélagsins og bæjar-
stjórnar, leitast við að bæta úr öllu slíku kunnáttuleysi sjó-
mannaefna, en tíma og æfingu þarf til, ef vel á að reynast.
Islenzkir fiskframleiðendur hafa orðið fyrir óhöppum
í saltkaupum, sem leitt hafa til skemmda á fiskinum og
spillt hafa vafalaust áliti hans meðal erlendra neytenda.
Fyrir því sama urðu rauriar fleii’i fiskfi’amleiðsluþjóðir.
Er þetta gamalkunnugt fyrii’bi’igði, sem tókst að varast að
mestu á árunum fyrir styi’jöldina síðari, einkum með varúð
í saltkaupum og vandaðri hirðingu á salthúsum eða fisk-
yerkunarhúsum, sem oftast gegndu báðurn þessum hlutvei’k-
nm. Rauðinn svokallaði er engin nýjung í augum þeirra,
sem við fiskvei’kun hafa fengizt, og full tök ættu að vera
á því að varast haim, með nákvæmri hii’ðingu vörunnar og
sti’angai’a eftii’liti og fiskmati.
Margir útflytjendur fiisks?
'gölusamband íslenzkra fiskframleiðenda var stofnað í því
augnamiði fyrst og fremst að koma í veg fyrir óeðli-
lega samkeppni og óheilbi’igðar sölur íslenzkra fiskfram-
leiðcnda á ei’lendum markaði. Þess höfðu gei’zt ýms dærni,
að framleiðendur eða fisksalar höfðu imdii’boðið hver fyr-
ir öðrum og spillt þannig verðlagi á vörunni, sem af sér
leiddi tilfinnanlegt tjón fyrir öðrurn og spillt þannig verð-
lagi á vöi’unni, sem af sér leiddi tilfinnanlegt tjón fyi’ir
framleiðendur og raunar þjóðina alla. Áttu bankastofn-
anir landsins ríkan þátt í, að samtök þessi vom mynduð
og skipulögð á þann hátt, sem nú tíðkast.
Nú hefir það gerzt, að fram hefir verið borið frumvarp
til laga, senx miðar að því, að S.I.S. verði löggilt sem salt-
íisk útflytjandi. Telja ýmsir horfur á, að fi’umvarpið kunni
að verða samþykkt, en Sölusambandið leggur fyrir sitt
leyti ríka áhei’zlu á, að S.I.S. stai-fi áfram innan þeirra
sapxtaka. Sýnist liggja í augiun uppi, að ýmsir aðilar ættu
l'rekar að fá löggildingu, sem fiskútflytjendui’, en S.I.S., og
þá_ cinkum þeir, sem áður höfðu fisksöluna með höndum
og liöfðu fómað henni miklu fjái’magni og tíma eða jafnvel
gerzt brauti’yðjendur, þar sem þess þiri’fti mel Vei-ði for-
dæmið skapað og nýir útflytjendur löggiltii’, leiðir af því
að áhrif Sölusarribandsins vei'ða að engri gei’ð og slúipað
verður sama óheillaástandið og ríkjandi var, er fisksal-
arnir kepptust við undii’boð á erlendum mai’kaði, þjóðinni
,til stórtjóns og óhagi’æðis.
Amerískir jazzistar
leika hér.
Á morgun eru væntanlegir
hingað tveir slyngir, banda-
rískir jazzzleikarar, og munu
þeir leika hér á hljómleikum
með hinum færustu íslenzku
jazzleikurum.
Menn þessir koma hingað
á vegum Jazzklúbbs Islands
og heita Lee Konetz og Tyree
Glenn. Sá fyrrnefndi leikur á
altó-saxáfón, en félagi hans
á trómbón og vibrafón. Glenn
hefir m.a. undanfarið leikið
með hljómsveit Duke Elling-
tons, sem margir kannast við
af plötum og úr útvarpinu.
Ákveðið hefir verið, að
Bandaríkjamennirnir komi
frain á hljómleikum i Aust-
urbæjarbíói kl. 11.15 í kveld,
en auk þeirra leikur þar ís-
lenzk jazzliljómsyeit, sem
þessir menn eru i: Árni Elf-
ar (píanó), Jón Sigurðsson
(bassi), Guðm. R. Einarsson
(trommur), Gunnar Orms-
lev (tenor-saxofónn), Bjarni
R. Einarsson (trombon) og
Jón Sigurðsson (trompet).
Afbragðsmynd i
Gamla bié.
Það er afbragðs mynd, sem
Gamla Bíó sýnir þessa dag-
ana, en hér heitir hún „Beizk
uppskera“.
Mynd þessi er hvor ttveggja
efnismikil og stórvel leikin.
Hún staðfestir þann grrin,
sem áður var á, að ítalir eru
lireinustu snillingar í kvik-
myndagerð, manngerðirnar
sannar og eðlilegar og leilc-
urinn þess vegna „sterkur“.
Silvana Mangano, sem
þarna leikur eitt aðalhlut-
verkið, er kvenleg og ástríðu-
full, eins og vera ber um
þess konar mynd, sem engin
léttmetisbragur er á, en aðrir
leikendur eru liver öðrum
betri. Þetta er vafalaust með
beztu myndum, sem hér liafa
sézt um nokkurt skeið.
BJgÍfgSÍBBffti™
pÍ&ÍME* *
sem vinnur 6 tíma á dag
óskar eftir einhverskönar
aukavinnu. Tilboð sendist
blaðinu merkt: „Lagtækur
— 284“ fyrir mánudag.
Staia vfð matvæfaeftirift
á vegum heilbrigðisnefndar Reykjavíkur er laus til um-
sóknar. Æskilegt er að umsækjandi hafi sérmenntun á
sviði heilbrigðiseftirlits eða talsverða þekkingu á til-
búningi og meðferð matvæla. /
Laun skv. IX. fl. launasamþykktar Reykjavikur-
bæjar. Umsóknir sendist midirrituðum fyrir 16. þ.m..
Reykjavílv, 4. des. 1951.
Borgarlæknir.
Aðalfundur Söguféðags
verður haldinn í Iiáskólanum (1. kennslustofu)
fimmtudaginn 6. desember 1951 kl. 6 siðdegis.
Venjuleg aðalfundaretörf.
STJÓRNIN.
Nokkrar fallegar
jóSagjaiir
þar á meðal þrjú skrautleg
armbönd og málverk fyrir
hálfvirði fást í Bílabúðinni
Snorrabraut 22.
Karíniatma-
bomsur
og skóhlífar
verða teknar upp í dag.
GEYSIR H.F.
Fatadeildin.
Nylonsokkar
mjög sterkir.
Verð kr. 33,50.
GSasgowiiúðln
Freyjugötu 26.
RIKISINS
Mjl HerðnbreiS
vestur til fsafjarðar hinn 10. þ.m.
Tekið á móti ílutningi til áætl-
unarhafna á morgun og föstu-
dag. Farseðlar seldir árdegis á
laugardag.
M.$. Skjaldbreið
til Húnaflóa-, Skagafjarðar- og
Eyjafjarðahafna hinn 11. þ.m.
Tekið á móti flutningi til hafna
milli Ingólfsfjarðar og Haga-
nessvíkur, svo og til Ólafsfjarð-
ar og Dalvíkur, á morgun og
föstudag. Farseðlar seldir á
mánudag. Þetta er síðasta ferð
fyrir hátíðar til Húnaflóa- og,
Skagaf j arðarhafna.
Ls. Armann
Tekið á móti flutningi til Vest-
mannaeyja daglega.
♦ BERGMAL ♦
Hér á dögunum var all-
mjög rætt manna á meðal í
bænum um sjúkrasamlagið
og deilu þess við lyfsala bæj-
arins. Síðan varð hljótt um
þetta, en geymt virðist ekki
gleymt, því að mér hefir bor-
izt eftirfárandi bréf frá
„Borgara" og skylt efni:
„Alþýðublaðið í s. 1. viku
birti fréttír áf Tryg'gingarstofn-
un ríkisins, og það gefur mér
tilefni til eftirfarandi hugleið-
in'ga.
Nú í haugt hafa öðru hvoru
birst auglýsingar í útvarpinu
um vangoldin sjúkrásamlags-
gjöld, og fólki hótað aðförum
að lögum, séu gjöldin ekki
greidd. Ársgjald fyrir hvern
einstakling er kr. 262.00 fyrir
4rið 1951, en áður voru gjöld-
in kr. 192.00 á ári, hafa þaú því
hækkað um kr. 70.00 á ári.
Eftir aö þessi hækkun átti
sér stað lækkar sjúkrasamlagið
framlag sitt til meðlima sinna
þannig að nú er greitt veru’ega
minna fyrir lyfjakostnað s.t. i-
lagsmanna. Nemur þessi lækk-
un, að því er kunnugir segja um
Yz til hlutum af þeirri upp-
hæð er sjúkrasamlagið greiddi
áður fyrir lyf, eða 60—70%. Er
hér þvi um verulega skerðingu
að ræða á þeirri hjálp sem sam-
lagsmeðlimir fá frá sjúkrasam-
laginu.
*
Það kemur manni ein-
kennilega fyrir sjónir, að
nauðsynlegt hafi verið að
gera svona róttækar skerð-
ingar á aðstoð til lyf jakaupa,
á sama tíma, sem Alþýðu-
blaðið þ. 29. 11. birtir frétt-
ir frá Alþingi með fyrir-
sögninni: „að rekstur
Tryggingarstofnunar ríkis-
ins sé til fyrirmyndar", velt-
an sé 145 milljónir, og rekstr-
arkostnaður 2.6, eða aðeins
1.8%.
*
Samkvæmt lögum um al-
mannatryggingar, sjá ÍMáhu-
dagsblaðið 19.11,, er sjúkrasám-
lagið tilheyrandi þessu trygg-
ingarbákni. Menn eru látnir
greiða bæði til Tryggiugar-
stofnunarinnar og til sjukra-
samlagsins, það er safiirð i
sjóði er nema milljónum, en að-
stoð til lyfjakaupa sjúklinga er
skorin niður um allt að 60- -
70°/o frá því sem áður var.
Idvar endar þetta? Og er það
ekki nokkuð hatramlegt áð
skerða svo mikið aðstoð til
sjúklinga eins og hér hefir ver-
ið gert, á sama tíma sem Trygg-
ingarstofnunin safnar tugi
milljóna í sjóði.
*
Til hvers á að nota þessa
peninga, ef ekki handa sjúk-
um og bágstöddum? Vitað er
að miklar upphæðir hafa ver-
ið látnir í síldarverksmiðjur,
og þó það sé sjálfsagt gott að
styðja atvinnuvegi lands-
manna, — þá hefur tilgangur
sjúkrasamlaganna og trygg-
inganna verið annar.
Borgari".