Vísir - 10.05.1952, Blaðsíða 2

Vísir - 10.05.1952, Blaðsíða 2
VÍSIB Laugardaginn 10. maí 1952 Hitt og þetta „Þetta batnar strax,“ segir Larlmaðurinn í huggunarrómi, þegar konan hefir dottið og hryggbrotnað, og liggur með háum hita og óráði. „Kallaðu á lækninn, í guð- anna bænum, eg er að deyja,“ segir hann og leggst í rúmið, Jsegar hann hefir skorið sig í fingurinn af því að hann hefir ■verið að opna skaddaða öl- flösku. Pétri litla leiddist að ganga í skólann. Einn dag kom hann 'venju fremur seint heim. Það var hringt, og móðir Péturs fór í símann. — Þetta er hjá Jóni ynginga- lækni. Hann Pétur litli sonur yðar er hér og biður mig að gera sig svo ungan, að hann Jmrfi ekki að ganga í skólann. Pipar-sveinn er maður, sem hugsar sig um áður en hann framkvæmir — og svo fram- Lvæmir hann ekki. Konungleg kurteisi. Þegar Viktoría drottning settist á veldisstól Bretlands var það hennar fyrsta verk að skrifa ckkju hins látna konungs, Ade- laíde drottningu, ástúðlegt bréf, þar sem hún tjáði henni samúð sína út af missi hennar og sökn- uði. Hin nýja drottning skrifaði utan á bréfið: „Hennar Hátign, Drottningin.“ Maður, sem var við hirðina og trúnaðarmaður drottningar, benti henni á að betur færi á að hún skrifaði utan á: „Hennar hátign ekkju- drottningin.“ — „Mér er það vel ljóst að staða hennar há- fignar er nú breytt,“ svaraði Viktoría. „En eg ætla mér ekki að verða fyrst til þess að minna hana á það.“ CiHU AÍHHÍ CaK... 10. maí 1927 birtist eftirfar- andi auglýsing í Vísi: „Hvers vegna eru það aðeins fáir flokkar manna sem merkja sig ofan á höfðinu eftir stöðu sinni (eða réttara: eftir stöðu þeirri sem þeir ætla sér að ná í, ef gæfan og gáfurnar leyfa)? Væri þetta ekki þá fyrst að gagni er hver stétt manna tæki upp táknlegt merki fyrir sig? Þingmenn bæru t. d. mynd af kjördæmi sínu í húfunni (gerða •eftir herforingj aráðskortunum, sém fást hjá mér), togaraskip- stjórar flattan þorsk (það göf- uga merki má þó ekki glatast), slátrarar hauslausa kind og sveðju, klæðskerar nál og „skraddaralús", bankastjórar „tíkall", bóksalar tóma buddu o. s. frv. — Aðeins bókamenn- irnir þurfa ekkert merki í húf- una; af framkomu, í viðræðum, af dómgreind og smekkvísi, í einu orði af menntun sinni eru þeir auðþekktir frá öðrum“. BÆJAR ^réttir Laugardagur, 10. maí — 131. dagur ársins -— þriðji dagur í 3ju viku sumars. Fjársöfnunardagur SVFÍ. er á morgun, lokadaginn 11. maí, eins og venjulega. Börn, sem ætla að selja merki félags- ins á morgun, geta fengið þau afhent í skrifstofu SVFÍ, Gróf- inni 1, til kl. fimm í dag. Fríkirkjusöfnuðurinn heldur aðalfund sinn í kirkj- unni í dag kl. 5. Auk venjulegra aðalfundastarfa mun fundurinn taka til athugunar tillögur til lagbreytinga. Helgidagslæknir á morgun verður Gunnar Cortes, Barmahlíð 27; sími 5995. Félagsgjöldum Byggingarfélags verkamanna í Reykjavík verður veitt mót- taka í skrifstofu félagsins, Stór- holti 16, nú um helgina — kl. 1—4 í dag og 2—5 á morgun. Menn hafi skírteini fyrra árs meðferðis. Ný verzlun. í gær var opnuð ný verzlun á Grettisgötu 42. Verða þar matvörur á boðstólum. Eigandi verzlunarinnar er Fritz Bernd- sen, og er síminn 2048. Samgöngumálaráðuneytið hefir tilkynnt, að framvegis verði flugfélög, er vilja halda uppi samgöngum við útlönd, að hafa til þess sérleyfi frá ráðu- neytinu. Fermingarbörnum frá í vor boðið til kvikmynda- sýningar. — Hingað hefir ný- lega borizt vönduð ný amerísk kvikmynd í litum úr lífi Jesú Krists. Bjóða þjóðkirkjuprest- arnir í bænum öllum ferming- arbörnum vorsins að koma í Tjarnarbíó á morgun, laugar- dag, kl 3 til að sjá þessa mynd. tínAAgáta hk /613 Þann 10. maí fyrir 25 árum er ennfremur frá því skýrt í Vísi að tvö hreindýr hafi sézt nokk- uru áður fyrir sunnan og aust- an Vífilsfell. Lárétt: 1 áburður, 3 grjót, 5 ljósmyndari, 6 strax, 7 ílát, 8 ósamstæðir, 10 t. d. á tjaldi, 12 hjálparbeiðni, 14 þjóta, 15 um- brot, 17 titill, 18 hinum hvíta ás. Lóðrétt: 1 ábati, 2 tón, 3 vatnafiskur, 4 þvær, 6 útkjálki, 9 magasin, 11 vofa, 13 hitagjafi, 16 dæmi. Lausn á krossgátu nr. 1612. Lárétt: 1 Kýr, 3 orm, 5,af, 6 ás, 7 alt, 8 fá, 10 aula, 12 alt, 14 mön, 15 Úrí, 17 NN, 18 snúð- ug. Lóðrétt: 1 Karfa, 2 ýf, 3 ost- um, 4 mosann, 6 ála, 9 álún, 11 löng, 13 trú, 16 íð. Sýningin er ókeypis og vænta prestarnir þess, að sem flest fermingarbarnanna komi til að sjá myndina. Farsóttir í Reykjavík vikuna 27. apríl til 3. maí 1952 samkvæmt skýrslum 32 starfandi lækna (30) til bæjar- læknis. í svigum tölur næstu viku á undan. — Kverkabólga 66 (89). Kvefsótt 146 (241). Iðrakvef 25 (16). Hvotsótt 2 (3). Kveflungnabólga 17 (19). Kikhósti 1 (4). Hlaupabóla 4 (5). Svimi 2 (0). Ristill (Herp- es Zoster) 1 (1). Viðeyjarför. Ferðafélag íslands efnir til skemmtiferðar í Viðey og Eng- ey á morgun kl. 2 e. h. Verður fai'ið með vélskipinu Magna, sem leggur af stað frá báta- bryggjunni vestan við Grófina. Messur á morgun: Dómkirkjan: Kl. 11 — ferm- ing — sr. Jón Thorarensen. — Messað kl. 5, sr. Óskar J. Þor- Laugarneskirkja: Messað kl. 2 e. h. Síra Garðar Svavarsson. Hafnarfjarðarkirkja: Messað á morgun kl. 2. Ferming. (Síra Garðar Þorsteinsson). Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjónaband aí síra Garðari Þor- steinssyní frk. Áslaug Ölaís- dóttir, Hávallagötu 44, Rvk. og Snorri Björnsson skrifstofu- maður, Hverfisgötu 63, Hafnar- firði. Samsæti. Þann 13 þ. mi verður síra Jakob Kristinsson, fyrrverandi fræðslumálastjóri 70 ára. Mimu þá niargir vilja minnast þessa þjóðkunna, ágætismanns. Svo sem kunnugt er, var hann I, forseti Guðspekifélags ís- lands. í því tilefni mun honum verða haldið samsæti í húsi Guðspekifélagsins þriðjudag- inn 13. maí kl. 8,30 síðd. Félag- ar eru beðnir að tilkynna þátt- töku sína hið allra fyrsta í síma 7520. Áheit á Strandarkirkju afh. Vísi: G. Á. 25 kr. A. A. 50. M. B. 20. J. Ó. 100. Malla 10. Á. H. 15. Síðustu leiksýningar hjá Leikfélaginu í vor. Stjórn Leikfélags Reykjavík- ur vill vekja athygli á því, að starfstímabili félagsins á þess- um vetri lýkur í mánuðinum, svo að næstu sýningar félags- ins á leikritinu „Djúpt liggja rætur“ eru hinar síðustu á starfstímabilinu. Af þessum á- stæðum hafði félagið ákveðið síðustu sýningu á Sjónleiknum „Pi-pa-ki“ í gærkvöldi, en vegna svo mikillar aðsóknar, að margir urðu frá að hverfa, mun félagið hafa aukasýningu á leikritinu á föstudaginn kem- ur. — Sjónleikurinn „Djúpt liggja rætur“ verður sýndur annað kvöld og á miðvikudags- kvöld. Skip Eimskip. . Brúarfoss fór frá Vestm.eyj- um á þriðjudag til London, Hamborgar og , Rotterdam. Dettifoss er á leið frá New York til Rvík.; kemur eftir helgina. Goðafoss fór frá Lon- don á fimmtudag til Antwerp- en og Hull. Gullfoss fer frá Rvk. á hádegi til Leith. og K.hafnar. Lagarfoss fór frá Rvk. kl. 15 í gær til Akraness, Hafnarfjarðar, Keflavíkur, Vestm.eyja og útlanda. Reykja- foss fór frá Rvk. á fimmtudag til Álaborgar og Kotka. Selfoss er í Rvk. Tröllafoss fór frá Rvk. á miðvikudag til New York. Foldin fór frá Rvk. á fimmtu- dag til vestur- og norðurlands- ins. Skipaútgerðin. Hekla fer frá Rvk. kl. 20 í kvöld austur um land til Ak- ui-eyrar og þaðan til Norður- landa. Esja er væntanleg til Rvk. í dag að vestan úr hring- Nesprestakall. Ferming í Dómkirkjunni 11. maí, kl. 11. Síra Jón Thoraren- sen. D r e n g i r: Pétur Halldórsson Snæland, Túngötu 38. Rafn Haraldsson, Sörlaskjóli 64. Ásgeir Einars- son, Bollagörðum, Seltjn. Hall- dór Hjaltason, Granaskjóli 5. Sigmundur Eiríksson, Kársnes- braut 10 C. Unnar Jónsson, Selabraut 10, Kópavogi. Jón Birgir Pétursson, Þjórsárgötu 3. Haraldur Baldvinsson,Reyni- mel 48. Ægir Benediktsson, Fálkagötu 18 A. Sólvin Elvar Kristjónsson, Þrastargötu 4. Guðni Sigurðsson, Granaskjóli 15. Jón Páll Bjarnason, Víðimel 65. Hörður Jóhannsson, Víði- mel 19. Gunnar Finnbogason, Marbakka, Fossvogi. Hörður Viktorsson, Grandavegi 39. Gísli Einar Þórsteinsson, Borg- arholtsbraut 56 B. Hilmar Þór Sigurðsson, Grenimel 5. Birgir Sigurjónsson, Víðimel 49. Árni Stefánsson, Kársnesbraut 46. Öm Ingimundarson, Bergs- staðastræti 23. Sveinbjörn Matthíasson, Bergþórugötu 31. Einar Guðjón Ólafsson, Lauf- ásvegi 60. Baldvin Einarsson, Hverfisgötu 90. S t ú 1 k u r Sæunn Eiríksdóttir, Sörla- skjóli 94 Áslaug Jónsdóttir, Granaskjóli 17. Ástríður Oddný Gunnarsdóttir, Hlíðargerði 18, Sogamýri. Helena Ásdís Brynj- ólfsdóttir, Smyrilsvegi 28. Anna Hulda Kristín Ólafsen, Sörlaskjóli 16. Steinunn Dúa Björnsdóttir, Hávallagötu 25. Dóra Guðjohnsen, Kvisthaga 14. Soffía Heilman Óswalds- dóttir, Laufásvegi 60. Ragna Magneá Þorsteins, Hagamel 12. Erna Guðlaug Jónsdóttir Gunnars, Hagamel 12. Ema Kristjánsdóttir, Mánagötu 17. Bera Þórisdóttir, Grenimel 7. Anna Magnea Valdimarsdóttir, Hörpugötu 6. Erna Þórdís Guð- mundsdóttir, Grenimel 13. Marsibil Jónsdóttir, Hringbraut 41. Gyða Theódórsdóttir, , Kaplaskjólsvegi 56. GLINCÉAR ferð. Skjaldbreið er á Húna- flóa á suðurleið. Þyrill norð- anlands. Oddur er á Austfjörð- um á suðurleið. Ármann fór' frá Rvk í gærkvöldi til Vestm.- eyja. Skip S.I.S. 1 Hvassafell er í Kotka. Arn- arfell fór frá Kotka 7. þ.m. til Djúpavogs. Jökulfell er vænt- anlegt til Rvk. í dag frá New York. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.30 „Ferð í tónum“: Frú Inger Larsen kynnir ýmis vin- sæl lög og sönvara. (Flutt af segulbandi). — 21.05 Dagskrá slysavarnadeildarinnar Ingólfs í Reykjavík: a) Ávarp (Henry A. Hálfdansson skrifstofustj.). b) Sagt frá sjúkraflugi. (Bjöm Pálsson flugmaður). c) Erindi: Aldarafmæli dönsku slysavarn- anna. (Síra Jakob Jónsson). d) Upplestur: Gils Guðmunds- son ritstjóri les kvæði. — 22.00 fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Danslög (plötur) til kl. 24. Útvarpið. (Sunnudag). Kl. 8.30—9.00 Morgunútvarp. 10.10 Veðurfregnir. — 11.00 Morguntónleikar (plötur). —• 12.10—13.15 Hádeisútvarp. —• 14.00 Messa í Aðventukirkj- unni: Óháði fríkirkjusöfnuður- inn í Rvk.. (Síra Emil Björns- son). — 15.15 Miðdegistónleik- ar. — 16.15 Fréttaútvarp til ís- lendinga erlendis. — 16.30 Veðurfregnir. — 18.30 Barna- tími. (Þortseinn Ö. Stephen- sen). — 19.25 Veðurfregnir. —• 19.30 Tónleikar (plötur). —• 20.20 Tónleikar (plötur). —• 20.35 Erindi: Á fimmtugsaf- mæli Halldórs Kiljan Laxness. (Jón Helgason prófessor). —• 21.00 Einsöngur: Ingibjörg Steingrímsdóttir syngur; Fritz Weisshappel leikur undir. —■ 21.30 Upplestur: Steingerður Guðmundsdóttir leikkona les kvæði. — 21.45 Tónleikar (plöt- ur). 22.00 Fréttir og veður- fregnir. — 22.05 Danslög (plöt- ur) til kl. 0.1.00. Sé hörnnilið raeilt og þurrt hefir N IVE A-C R E M E reynzb framúrskarandi vel. Nivea inni- heldur m.a. eucerit, efni sem er náskylt eðlilegri húðfitu og hefir sömu áhrif. — Allir, sem væta hendurnar mikið, allar húsmæð- ur og allir, sem starfa úti við með berar hendur, ættu þvi að nota NIVEA-CREME. — Þeir, sem það nota, komast að raun nm það, sér til furðu og ánægju, hversu hörundið verður slétt og þenjanlegt. NIVEA-CREHE

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.