Vísir - 10.05.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 10.05.1952, Blaðsíða 4
4 V I S I R Laugardaginn 10. maí 1952 DAGBLA0 Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Horfið frá þjóðnýtingu. Af styrjöldum og kreppum hafa leitt aukin ríkisafskipti og ríkisrekstur atvinnufyrirtækja í margskonar myndum, jafnframt því, sem athafnafrelsi einstaklingsins og framtak hef- ur verið lagt í viðjar. Borgaraflokkarnir, sem óttast hafa þjóð- nýtingaráform og öfgar vinstri flokkanna svokölluðu, hafa stöðugt reynt að kaupa sér frið, með því að semja af sér viður- kennd mannréttindi, svo sem þau gerast í lýðfrjálsum löndum. Jafnvel hér á útjaðri veraldar hefur þróunin verið þessi í smækkaðri mynd, en jafn slæm fyrir því. Jafnaðarstefnan hefur víða rutt sér svo til rúms, að flokkar þeir, sem kenna sig við hana, hafa náð öllum völdum í ríkisrekstrinum, en auk þess hefur hún smitað út frá sér innan annarra flokka, sem venju- lega hafa miðað allar sínar aðgerðir og stefnu við stundarhag, en eiga engar hugsjónir til að berjast fyrir til langframa. Mætti þó öllum vera ljóst að jafnaðarstefnan miðar að ríkisrekstri fyrst og fremst, eða sama lokamarki og kommúnisminn, en ágreiningur milli þessara flokka varðar það eitt, hvort markinu skuli náð með þróun eða byltingu. Einn af fræðimönnum jafnaðarmanna hér -é landi hefur haldið því fram í ræðu og riti, að Alþýðuflokkurinn beitti sér fyrir auknum ríkisafskiptum af einkarekstri og væri það ein leið í áföngum til þjóðnýtingar og ríkisrekstrar. Þetta er rétt, en borgaraflokkarnir hafa enn ekki goldið varhuga við slíkri þróun. Þjóðin á nú við að búa víðtækari ríkisrekstur og ríkis- afskipti, en flestar aðrar vestrænar menningarþjóðir, en jafn- framt hefur dregið úr þætti einstaklingsins í framþróun og' framförum, og það svo mjög að nú eru flestir atvinnurekendur hættir að gera kröfur til sjálfs síns, en miða allar sínar athafnir og kröfugerðir við opinbera forsjá eða aðstoð. Slíkt er sjúk- leikamerki,. sem mun ekki eiga sér langan aldur, en hverfur með endurreisn siðmenningarinnar, auknu frelsi og einka- framtaki. í Bretlandi hafa þau tíðindi gerst, að íhaldsstjórnin, sem þar situr við völd, hefur lýst yfir því, að horfið verði frá þjóð- nýtingu í nokkrum greinum, sem jafnaðarmenn beittu sér fyrir á valdatíma sínum. Flutningatæki landsins verða seld á frjáls- um markaði, ef frá eru taldar járnbrautirnar, en frjálst fram- tak mun leiða til betri og ódýrari þjónustu fyrir almenning, auk þess sem ríkið mun hagnast á slíkum rekstri, í stað þess að nú er hann ríkinu byrði. Jafnframt hefur brezka stjórnin hlut- ast til um að rannsókn fer fram á rekstri járnbrautanna, er miðar að því að • gera reksturinn hagkvæmari og ódýrari. Til athugunar er ennfremur að afnema þjóðnýtingu járn og stál- iðnaðarins, en endanlegar ákvarðanir hafa ekki verið um það teknar af ríkisstjórninni. Þótt ekki sé enn vitað hvort ríkisstjórnin brezka muni tapa fylgi eða eflast að því vegna slíkra ráðstafana, má telja lík- legt að stefna hennar eigi sigur vísan í framtíðinni og horfið verði frá skrifstofumennsku og silagangi ríkisrekstrarins, sem allstaðar stendur einkarekstrinum að baki. Einokrunarstofnanir, sem ríkið rekur, sinna ekki svo sem.vera skyldi almennri þjón- ustu við neytendur og notendur, sukk og fjáraustur á sér þar stað í ríkari mæli en í einkarekstri, nýjungar allar eiga þar að jaínaði erfitt uppdráttar, en höfuðkapp er hinsvegar lagt á að pína greiðslur út úr borgurunum, að viðlögðum réttinda- og aínotamissi. Sama lögmál gildir yfirleitt um stofnanir bæja- og sveitafélaga. Þar er þjónustan aukaatriði, en gjald- og skattaheimtan situr í fyrirrúmi. Borgararnir hljóta að skynja og skilja, að þeir eiga fullan rétt á. sér og þá jafnframt kröfu til sómasamlegrar þjónustu af hálfu opinberra fyrirtækja, sem efnt hefur verið til í þágu landsmanna. „Ríkið, — það er eg“ sagði Lúdvík XIV. Frakkakonungur. Þegnarnir voru til orðnir fyrir ríkið, en ríkið ekki fyrir þegnana. Þannig hugsuðu allir einvaldsherrar og einhver slæðingur af slíkum hugsunarhætti þrífst innan allra opinberra stofnana. Þjónusta er þar ekki aðalatriði, heldur stjórn og stundum of- stjórn. Borgurunum er því hollast og hentast, að allur atvinnu- rekstur verði sem mest í höndum einstaklinga, sem eiga hag sinn og velgengni undir góðri þjónustu og lipurð við þá, sem þar hafa skipti. Brezka ríkisstjórnin gengur á undan með góðu fordæmi, og ekkert væri á móti því að einhver lífsandi bærist þaðan að sunnan til íslenzkra ráðamanna, sem draga dám hverjir af öðrum í alhliða „sosialiseringu“. HraungjaU til húsagerðar Er framtíðar byggingarstm í smáíbúðarhús fundið? Nýtt frámléiðslufyrirtæki, Hraunsteypan h.f., Hafnarfirði, hóf göngu sína fyrir um það bil viku síðan. Tildrög þeirrar starfsemi, sem hér er hafin vísir að eru þau, að á árinu 1949 hóf Jóhannes Teitsson, húsasmiður í Reykja- vík, tilraunir með að steypa holsteina úr hraungjalli af nokkuð annarri gerð en hér hefir tíðkazt áður. Með þessu vakti fyrir honum, að gera steina úr þessu ágæta efni, er hvort tveggja væri í senn, nægi- lega hlýir og sterkir til veggja- Igerðar smærri íbúðarhúsa, án þess að nokkurs annars þyrfti með en múrhúðunar utan og innan. Eftir að sýnt var, að takast mætti að gera holsteina úr þessu efni, lét Jóhannes byggingarefn- isrannsóknir atvinnudeildar Há skólans rannsaka brotþol og einangrunargildi þeirrar hraun steypu, er notuð var við til- raunirnar. Niðurstöður þeirra rannsókna gáfu svo góða raun, að hann ákvað að vinna að því, að framleiðsla gæti hafizt á býggingarefni (holsteini) úr þessu efni. Ræddi hann um þetta við nokkra áhugasama menn og leiddi það til þess að á síðast- liðnum vetri var stofnað hluta- félagið Hraunsteypan h.f. í Hafnarfirði, með þeim tilgangi fyrst og fremst, að framleiða ýmiskonar byggingarsteina ein- angrunarplötur o. fl. úr hraun- | steypu. Áherzlu á að leggja á I góða framleiðslu, og að hún nái sem bezt tilætluðum árangri. Mun fyrírtækið hafa mjög náið samband við byggingarefna- rannsóknir atvinnudeildarinn- ar um allt, sem lýtur að sem beztri framleiðslu. Hraungjall það, sem notað er við fram- leiðslu holsteina þessara, er tek ið í svonefndu Vatnsskarði fyr- ir sunnan Krýsuvík. Þar ligg- ur gjallið í stórum breiðum í jörðu og virðist ekki þurfa að kvíða skorts á því í n.áinni framtíð. Framleiðslan fer fram á þann hátt að fyrst er gjallið mulið í grjótmulningsvél, en siðan blandað sementi og vatni í hrærivél og síðan látið. í vél þá, er mótar steininn. Vélin er gerð eftir amerískri fyrirmynd og var upphaflega handknúin, smíðuð af Keilir h.f. í Reykja- v.ík, en síðar var henni breytt í rafknúða vél og annaðist Vél- smiðja Hafnarfjarðar þá breyt- ingu, og smíðaði hrærivél þá, sem fyrr er getið. Félagið hef- ir einnig í huga að koma sér upp vél til þess að steypa í ýmsar þykktir af skilrúmsstein um, steinum til bílskúragerð- ar o. s. frv. Standa vonir til að bráðlega verðí hægt að taka þannig vél í notkun. Holsteinninn er steyptur und ir allmiklum þrýstingi, sam- fara titringi (vibration). Félagið hyggst beita sér fyr- ir ýmsum nýjungum varðandi húsagerð, er miða að því að lækka byggingarkostnaðinn og spara erlendan gjaldeyri með því að hagnýta sem bezt inn- lent efni. Ákveðið er að Hraun- steypan h.f. taki upp þá ný- lundu að láta kaupendum í té allar þær upplýsingar um fram leiðsluna, sem að .gagni gæ.tu komið, til að koma í veg fyrir að árangur verði rýrður eða eyðilagður vegna rangrar með- ferðar. Þetta mun mörgum kær komið og ætti að geta komið í veg fyrir mörg. kostnaðarsöm mistök, sem hafa oft hent og kunna að henda ef vandvirkni er ekki gætt. Tæknilegur ráðu- nautur félagsins og leiðbein- andi í þessum efnum verður lólafur Jensson bj-ggingaverk- fræðing'ur. Steinn sá, er hér um ræðir ætti, ef allt. fer eins og vonir standa til, að geta orðið mörg- um af þeim, sem byggja vilja sér ódýr, en um leið góð hús, sannkallaður bjargvættur. — Stærð hvers steins er: Lengd 50 cm, hæð 20 cm og breidd 26 cm. Þyngd hans er um 20 kg og því auðveldur í meðför- um. Einangrunargildi hans (að- eins miðað við steininn) er um það bil 30%. meiri en bygging- arsamþykkt Rvíkur krefst. ■—- Og þó að burðarþol steinsins sé ekki jafn mikið og steinsteyp- an, er varanleiki hans þó fylli- lega sambærilegur. Þeir sem eru að byggja munu fljótt uppgötva þennan hol- stein. Umsögn byggingarefnarann- sóknardeildar Háskólans er svohljóðandi: „Samkv. beiðni yðar staðfest- ist, að vér álítum brunagjall (ecorio) æskilegt steypuefni af eftirtöldum ástæðum: 1. Efnið er mjög góður hita- vari. 2. Það er létt í meðförum og vinnslu. 3. Steypa úr því verður nagl- ræk og mjög smíðanleg. 4. Það er oftast vatnshrind- anldi. Steinar steyptir úr slíku efni ættu því að vera æskileg bygg- ingarvara í landinu. Virðingarfyllst Atvinnudeild Háskólans iðnaðardeild Haraldur Ásgeirsson (sign).“ Bæjarstjórn Reykjavíkur hef ir samþykkt að leyfa byggingu einnar hæðar húsa úr umrædd- um holsteini í lögsagnarum- dæmi bæjarins. Stjórn hlutafélagsins Hraun- steypan h.f. 1 Hafnarfirði er þannig skipuð: Jóhannes Teitsson húsasmið- ur, formaður, Páll V. Daníels- Framh. á 5. síðu. BERGMAL ♦ Rask á Miklubraut. Hlíðabúi nokkur hefir kvart- að um það við mig, að óhagræði mikið sé að skurðgrefti þéim á Miklubrautinni, sem þar hefir farið fram undanfarna daga. Hefir skurður verið gerður eft- ir miðri götunni — eða því sem næst — frá Miklatorgi að Lönguhlíð, en hann er ætlaður fyrir háspennulínur, sem liggja frá Elliðaám að aðveitustöðvum í austur- og vestur-bæ. Skjót vinnubrögð. Síðan maðurinn kvartaði um þetta við mig, hefi eg hinsveg- ar veitt því eftirtekt, að þegar er farið að loka skurðinum næst Miklatorgi, svo að um- ferðartruflunin á ekki að þurfa að vera langvinn. Vél er notuð til að grafa skurðinn, og önnur til þess að moka ofan í hann aftur, svo að þetta gengur all greiðlega, og mun tafsamt að leggja pípur þær, sem línui’nar eiga að vera í. Væhtanlega leysast því vandamál þeirra, sem búa þarna á „grafarbakk- anum“ bráðlega. Grænlands- veiðar eru nú talsvert á dagskrá, enda ekki að furða, þar sem það hefir verið að koma æ betur í Ijós á undanförnum árum, að afli er mjög að tregðast hér við land, en vitað er, að þar er upp- gripa-afli mikinn hluta árs. Hinsvegar virðast menn vanta framtak í þessu efni, svo að einn virðist bíða eftir öðrum, en þegar svo er, þá er þess varla að vænta, að hafizt verði handa af kappi. Nýja landhelgin og friðunin, sem henni fylg- ir hér við land, mun vonandi bera þann árangur, áður en mjög langt um líður, au afli fari að glæðast á ný, en þangað til verður að leita annað, þar sem fiskisælla er. Virðist sjálf- sagt,. að útgerðarmenn bindist samtökum um að hrinda af stað Grænlandsveiðum, því að eng- inn íær bein úr sjó, ef hann situr heima, og íslendingar eiga ekki síður að geta notfært sér uppgripin við Grænland en aðr- ir, og raunar er aðstaða okkar miklu betri. Við erum nær miðunum en aðrar þjóðir, við eigum betri skip, og við eigum beztu fiskimenn í heimi. Hvað vilja menn meira? Gáta dagsins. Nr. 118: Hvert er það gripa, sem guð skóp eigi, fótavana en fullvel þó gengur, önd firt, eg veit, en alltíð hrærist, tungu það ei hefur, en trauðla þegir, segir mönnum satt og rétt, tennur það hefur, en tyggur aldrei, situr á sæng uppi, en sefur þó eigi, stundum í vasa, en stelur þó eigi; sól það ei sér, en sýnir þó eyktir? Svar við gátu nr. 117: matborð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.