Vísir - 10.05.1952, Blaðsíða 7

Vísir - 10.05.1952, Blaðsíða 7
Laugardaginn 10. maí 1952 V f S I B UVWWWWWBWWWWWBWtfWBWVVWtfWWVWVIVVWVVVWW V - ■ Sfieila Kaye-Smith KATRIN .VWWVMfl/WJVVVWWVWWVUVWWWVVVWWVJ'.V^W gerst svo djarfur að ríða á hann ofan? Hver gat hagað sér svona — að koma ríðandi á harða stökki niðúr hæðina og láta svo hest sinn stökkva yfir limgirðinguna, án þéss að hugleiða, að sannkristinn maður kynni að liggja undir henni? Já, hver — jú, hver önnur en Katrín Alard? Vitanlega var þaö hún. Það gat engin önnur verið. Reið hún ekki jafnan um býggðina eins og fjandinn sjálfur og allir hans árar væru á hælum henni? Hann horfði á eftir henni er hún þeysti eftir heiðarjaðrinum að býlinu, og myndi enginn ókunnugur annað ætla, en að þar væri bíræfinn og ófyrirleitinn strákur á ferð. Hún var ótemja, það var orðið, og enginn vildi hana fyrir könu. Menn sögðu, að hún væri komin undir þrítugt. Hún var að komast á pipar- nieyjaaldurinn. Og ekki mundi skapið batna við það. En hún var engin keif, — og menn sögðu, að hún vildi gömlu trúna og allt í sölurnar fyrir hana leggja. Og menn sögðu jaínvel, að það hefði orðið henni hryggðarefni, að floti Spánarkonungs var hrakinn burtu. 3. En með slíkum ásökunum var Katrínu Alard óréttur ger því að hún var ekki síður þakklát en aðrir yfir því, að spænsku skipin höfðu verið hrakin burt. Sannleikurinn var sá, að hún hafði riðið yfir á Staple Hill, til þess að aðgæta hvort eldarnir, sem þar höfðu verið kveiktir hefðu slokknað. Menn höfðu sakn- að bjarmans rauða yfir hæðinni kvöldið áðux. Hún hafði farið krókaleiðir og því var það, að hún varð þess ekki vör fyrr en nú, hvað gerst hafði á krossgötunum. Hún hafði verið í þann veginn að lyfta hönd sinni í fagnaðar skyni, að vanda, er hún nálgaðist krossinn og signa sig, þegar hún sá steinhrúguna, sem bar vitni um hvað gerst hafði. Hver — eða hverjir höfðu verið hér að verki? Hún varð að komast að raun um það, þótt hún vissi, að nú var ekki hægt að koma lögum yfir þá, sem frömdu helgispjöll sem þessi. En hún knúði hest sinn sporum og hugsaði um það eitt, að komast sem hraðast til Holly Crouch, og fór skemmstu leið, og því var það, að hún hentist á hesti sínum yfir limgirðinguna, án þess að vita um manngarminn, sem hvíldist í skjóli hennar. — Enginn virtist heima á býlinu, en hún sá hóp manna að störfum við nýja húsið skammt frá veg- inum. Ned Harman sá hana koma. Hann var yngstur og því hafði honum verið falið að blanda í steypuna. „Sjáðu, pabbi, þarna kemur „Kata á sprettinum“.“ Svo var hún kölluð manna á meðal á þessum slóðum, því að hún var jafnan ríðandi, og fór ævinlega geist. Alltaf þurfti hún að vera á ferli, yfir akra og engi, i stað þess að sitja við að baldíra eða bródera heima í Conster Manor. Já, og stundum fór hún á fálkaveiðar með föður sínum, herramanninum. Sum- ir sögðu, að þetta eirðarleysi stafaði af þvi, að hún gekk ekki í hjónaband á réttum tíma, og nú væru ekki eftir nein nunnu- klaustur til þess áð setja hana í. Thomas Harman steig fram og heilsaði henni virðulega, því að hún var dóttir herramannsins, þótt hún væri á svipinn sem v illimannadrottning. „Hafið þið séð hvað gerst hefir? Krossinn hefir v.erið brot- inn niður!“ „Hvaða kx-oss?“ „Steinkrossinn — á krossgötunum. Brotinn niður. og bara steinahrúga eftir.“ Menn létu almennt óánægju og gremju í ljós. Ekki af því, að hann hefði verið helgur í þeirra augum, en menn höfðu vanizt honum — menn söknuðu hans eins og vörðu, sem allt 1 einu hvei-fur af einhverju holtinu, eftir að hafa gnæft þar öldum saman. Og sumir minntust þess, að þarna hafði kross- inn staðið öldum saman, og verið mörgum kynslóðum kær, og enginn hafði rétt til að fremja slíkt hermdarvei'k sem þetta, og hann var þar að auki í Holly Ci'ouCh landareigninni, og það særði stolt niðja þeirra, sem þar höfðu búið mann fram af manni, að annað eins og þetta hafði komið fyrir. „Hver skyldi hafa gert þetta?“ sagði Harman. „Þai'na hefir ekki verið einn maður að verki, heldur margir. Og þeir hafa þurft verkfæri.“ „Eg skil ekkert í þessu,“ sagði einn verkamannaima. „Við hefðum átt að heyra hávaðann.“ „Krossinn var uppistandandi í morgun,“ sagði Ned, „eg sá hann á íeið minni til Colespore." „Hann er ekki uppistandandi nú,“ sagði Katrín Alard. Hún sat klofvega í hnakknum — hún hafði ekki tileinkað sér hinn nýja sið, að ríða í söðli. Hið síða pils hennar breiddist til beggja hliða og í knút að framan. Hún var mittisgrönn sem ung- mær, en flatbi'jóta, hálsinn móbrúnn af útiverunni. Þá var and- litsliturinn enn dekkri, því að hún var hattlaus. Hvítar tenn- urnar vöktu athygli, en hún var munnstór nokkuð, og komu þær vel og fagurlega í ljós. Hún var bein í baki og bar höfuðið hátt, augxrn stór og skær, hár hennar hefði átt að vera hnotubrúnt eins og augu hennar, en það hafði upplitast eilítið vegna þess, að hún var stöðugt undir beru lofti, og var því ívið ljósara en hinn nátt- úrlegi litur þess. „Vesalings stúlkan,“ sagði Maria Douce og hallaði sér upp að unnusta sínum, „hún er alveg bi'jóstalaus“. María og Oliver Harman höfðu verið hin einu, sem voru iðju- laus. Þau sátu á trjábo! og horfðu á aðra vinna að því, að koma upp húsinu, sem átti að verða heimili þeirra. Nú kynnti hann Maríu fyrir ungfrú Katrínu, sem hann hafði oft talað um við hána, en hún hafði aldrei séð hana fyrr. „Ungfrú Katrín,“ sagði hann. „Hér er María Douce. Faðir hennar skildi hana eftir hjá okkur meðan hann er hjá Alard herramanni í Conster.“ „Það gleður mig að kynnast yður,“ sagði Katrín, „— ég hafði sannast að segja hlakkað til að sjá yður, því að mér hafði verið sagt að þér væruð eins fögur og drottningin." Ánægjusvipur kom á andlit Maríu. Það var ekki unnt að halda því fram, að hún væri afburðafögur, og þar sem hún var frönsk gerði hún sér það ljóst, en hún vissi líka, að hún bar af sér þokka, sem hinar illa vöxnu ensku stúlkur skorti, og hún lét sér vel líka, að eftir því væri tekið. Oliver varð líka ánægju- legur á svip og brosti út undir eyru. „Nolli,“ sagði Harman, „ungfi'ú Katrín sagði okkur, að búið væri að bi'jóta niður krossinn.“ „Krossinn — hver vogaði —?“ „Það langar okkur öll til þess að vita. Það er furðulegt, að við skyldum ekki heyra til þeirra, sem þarna voru að verki.“ „Þetta er svívirðilegt,“ sagði Oliver og þrútnaði af í'eiði. Hann tók svo fast um hönd Maríu, að hún kveinkaði sér. „Fyrir- gefðu mér, elskan mín, en — steinkrossinn — hann stóð á helg- um stað.“ Katrín gladdist yfir því, að hann reiddist, er hann heyrði xxm ódæðisverkið. „Ef við hefðum vitað þetta hefðum við getað komið i veg fyrir það. Hér er hópur vaskra manna, við höfum í'ekur og haka að vopnum — ef við legðum land undir fót kyrmxxm við að rekast á þorparana,“ sagði Katrín. En Thomas Harman var ekki á því að farið væri í neinn hefndarleiðangur. „Við græddum ekkert á því, myndum koma meiddir og sárir, eða verða settir í fangelsi. Nei, nei, xmgfrú Kata. Það hryggir mig að svona skuli hafa verið farið með krossinn, en mér þykir vænt um, að við fengurn ekki vitneskju um það, fyrr en eftir á. Íhlutun hefði ekki leitt til neins nema vandræða.“ „Þér ættuð að skanamast yðar,“ sagði Katrín. „Kemur. mér ekki í hug. Við hefðum öll verið brennimerkt sem áhangendur páfans.“ Dulrænar Lækurinn. ég áræddi eigi að fara lengra, sneri því við og náði aftur sama bænum. Eg var þarna vel kunn~ ug og vissi upp á mína tíu fingur að lækur þessi var alls ekki til, og eigi gat eg hafa far- ið rnjög langt, því að ég var eigi burtu nema rúma klukku- stund. Enginn maður þarna í grenndinni vissi af þessum læ cg hefir víst enginn séð hann, hvorki fyrr né síðar. Eg hefi aldrei verið góð að rata síðan. — Man ég þetta mjög vel og er ég nú nær hálfsextug. (Sögn Hólmfríðar Þorsteinsdóttur á Kálfaströnd í Mývatnssvexi. . Þjóðs. O.B.) Höggspænirnir. Baldvin Sigurðsson bónda í Garði í Aðaldal (1908) dreymdi draum einn, þá er haxm var ó- giftur frammi í Bárðardal.Hann þóttist koma vestan yfir Eyja- fjöi'ð og ganga á land á Sval- barðsströnd. Þar sér hann þá fjölda af höggspónum á víð og di-eif um fjöi'una. Nafn sitt sá hann skrifað vera á hvern spón, og þótti honum þetta kynlegt. — Tuttugu árum síðar, þegar hann var kominn að Garði, keypti hann norskt síldveiði- hús vestan við Eyjafjörð, dró það í sundur, flutti viðina á Svalbarðsströnd, og ók öllu saman á sleðum austur yfir heiði og sem leið liggur austur að Garði. Þar byggði hann, timburhús úr viðnum og þóttí þetta vera í mikið ráðist á þeim árum. Baldvin hefir sjálfur sagt mér draumixm og hugði hann verið hafa fyrir þessu starfi sínu. Annars er hann eng- - inn trúmaður á drauma. (Hand- rit Guðm. Friðjónssonar. Þjóð-- sögur O. B.). Kirkiubrennan. Svo sem mörgum er kunnugt brann kirkjan að Lundar- brekku í Bárðardal nóttina milli 9. og 10. apríl 1878, timb- urkirkja máluð, vandað hús og vel byggt af Jóni bónda Sig- ui'ðssyni, er þar bjó lengi. Hann átti Lundarbrekku, meðan hann bjó þar, en seldi hana Jóni á Grænavatni. Hann var einn af hinum nafnkuimu Reykjahlíð-< £ Suntuqhi, — TARZAN — 1129 Þögull -fpr Murivo fyrir að kletta- Af haxðinni sást glöggt eldurinn urinn á miðju opnu svæði, og kofar stiginn. Arabi stóð á verði við einn hæð nokkurri, sem vaxin var lágu fyrir framan kofa Hassans. Var eld- allt í kring. Kringum bálið var dans kofann. kjarri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.