Vísir - 10.05.1952, Blaðsíða 8

Vísir - 10.05.1952, Blaðsíða 8
LÆKNAB O G LYFJABÚÐIR Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið í Læknavarðstofuna, simi 5030. Vörður er í Laugavegsapóteki, sími 1618. LJÓSATÍMI bifreiða og annarra ökutækja er kl. 22.35— 4.05. Næst verður flóð í Reykjavík kl. 18.55. Laugardaginn 10. maí 1952 Unglfngasundmét Norðurlanda eftir 3 ar. Ágæt frammistaða Péturs Kristjánssonar á mótinu í Oslo. Pétur Kristjánsson sund- garpur úr Ármanni fór 15. f. m. til Osló til keppni í unglinga- sundmóti Norðurlanda, sem þar var háð 26. og 27. apríl s. I. í för með honum var þjálfari hans Þorsteinn Hjálmarsson og héfir hann skýrt Vísi í stuttu máli frá för þeirra, en þeir komu hingað til lands með Gull- fossi árdegis í gær. Viku áður en sundmótið hófst tók Pétur þátt í úrtöku- móti Norðmanna, þar sem norsku unglingarnir voru valdir í Norðurlandamótið. Auk ung- linganna kepptu einnig full- orðnir og var þar saman komið úrval norskra sundmanna og kvenna, eldri sem yngri. Pétur synti þarna 100 metra skriðsund og varð fyrstur í mark. Synti hann á 1:00.'3 mín, sem er 3/10 sek. undir norska metinu og er auk þess bezti tími sem íslendingur hefir náð erlendis á þessari vegalengd. Vakti frammistaða Péturs i mótinu mikla og almenna at- hygli og þótti sundstíll hans mjög sérkennilegur. Þann 27. apríl synti Pétur þessa sömu vegarlengd í Norð- urlandasundmótinu, en var þá ekki eins vel fyrirkallaður og hið fyrra skiptið, enda þótt hann næði þar einnig ágætum árangri. Varð Pétur 3. í röðinni éftir mjög harða og tvísýna keppni og synti hann á 1:01.9 mín., éða sama tíma og þessi vegar- lengd var unnin á næst áður er unglingasundmót Norðurlanda var háð, en þá varð Pétur 2. í röðinni. Sigurvegarinn að tessu sinni var Svíi og synti hann vegarlengdina á 1:00.3 mín., sem er nýtt unglingamet og sami tími og Pétur synti á viku áður. Þorsteinn Hjálmarsson sat í þessari för Sundþing Norður- landa, sem háð var í Osló í s. 1. mánuði. Bar þar margt á góma, m. a. var ákveðið að unglinga- sundmót Norðurlanda yrði háð í Reykjavílt 1955 ef íslendingar sæu sér fært að standa fyrir því. Þá var ennfremur rætt um að aðskilja bringusund og flug- sund í tvæi’ keppnisgreinar og hafði áður verið samþykkt af öllum Norðurlöndunum að fara þar eftir tillögum Erlings Páls- sonar, en þær lágu til grund- vallar þessari samþykkt. En nú á þessu þingi skeði það óvænts að sænski fulltrúinn kvaðst, ekki mundi greiða máli þessu atkvæði og að Svíar myndu fara sínar eigin leiðir. Samþykkt var að halda Sundþing Norðurlanda í Reykjavík árið 1954, en á því sama ári verður að nýju efnt til samnorrænnar sundkeppni með áþekku sniði og háð var s. 1. sumar. Vakti frammistaða ís- lendinga á Samnorrænu sund- keppninni i fyrrasumar furðu og aðdáun þingfulltrúanna. Þorsteinn kvað að lokum móttökur allar hafa verið hinar ágætustu og ákjósanlegustu í hvívetna og förin öll hin bezta. bað hann Vísi fyrir þakkir til Sundssambands íslands fyrir góða fyrirgreiðslu við föri.ia. Vígbúnaður ibú- granna Júgóslava. Tító marskálkur sagði viS fréttamenn nýl., að Komm- informríkin, næst Júgóslav- íu, hefðu eina milljón manna undir vopnuia. Héldu Rússar stöðugt 'áfram act birgja heri þeirra að hergögnum. Tító kvað Júgóslava skorta þurig hergögn, einkum fall- byssur og skriðdreka. Spánverjar grýta pílagríma. Uöfðu tekið myndir af spænskum börnum. Einkaskeyti frá A.P. Madríd, í morgun. I»að leiðinlega atvik hafði komið fyrir í Guadalajara- fjöllum, að mörgum ítölskum pílagrímum var misþyrmt af sestum múg. Um 40 ítalir, sem eru á ferð til ýmissa helgra staða á Spáni, • námu staðar í langferðabíl sín- um í smábæ einum í Guadalaj- ara-fjöllum til að hvílast og lit- asl um. Eins og gengur dreif • barnahóp að bílnum og báðu þau ferðamennina um peninga og góðgæti, og fengu hvert tveggja, en síðan tóku ýmsir ferðamannanna myndir af bormraum. Þetta olli einhverj- um misskilningi, því að upp- hlaup varð af þessu, og áður en varði hafði trylltur múgur ráðizt á ferðamennina með grjótkasti, og urðu nokkrir þeirra fyrir meiðslum. Lögreglan skarst í leikihn, og varð all-hörð viðureign ffiilli hennar og árásarmann • anna, áður en hún gat stillt tíl friðar, og voru nokkrir .rnetin handteknir, meðal annars nokkrir ítalanna, vegna rann- sóknar málsins. Hinir pílagrím- arnir héldu áfram för sinni og fóru rakleiðis til Madrid, þar sem þeir báru fram kvartanir við sendiherra sinn. en hann hefir aftur á móti borið frani mótmæli við stjórnina. Ríargret Truman er orðin sjónvarpsstjarna vestan hafs. Á myndinni sést hún ásamt skopleikurunum Jimmy Durante (t. v.) og Eddie Jackson í sjónvarpsþætti með þeim. Minkum virðist fækka við Sog og Þingvallavatn. CKrúgœs í EsaóeikiBÍiistlá í InríiBESitesi. — MiialiiBr b Sváiaiaglal soiíi sér livai- spik iiiii snjógöng. Undangengna viku hefir Carl Carlsen minkabani átt mjög í önnum við að sinna beiðnum manna um aðstoð við útrým- ingu minka. Hefir hann meðal annars far ið víða um Suðurlandsundir- lendið, og orðið nokkuð ágengt, en þó munu menn telja það merkilegra, að Carlsen telur sig hafa órækar sannanir fyrir því, að mink sé mjög að fækka við Þingvallavatn og meðfram Soginu. Sagðist honum svo frá í gær, er Vísir átti tal við hann, að nú verði varla vart við mink á þéim svæðum, sem hann hefir talið beztu veiðisvæðin til skamms tíma. í Vatnaviki við Þingvallavatn urðu hundar Carlsens t. d. alls ekki varir við minkaslóðir, og sama var að segja hjá Kaldárhöfða, þar. sem hann fékk einu sinni fimm minka samtímis í átta boga á „g'óðu árunum“. Bóndinn á Skálabrekku skýrði Carlsen einnig' svo frá í þessari ferð, að hann hefði aðeins tvisvar í vet- ur oi'ðið var við minkaslóðir í grennd við sig, og nú væru gæs ir og endur farnar að verpa í hólma skammt frá landi í fyrsta skipti á 9 árum. Með grágæs í bæli sínu. Um miðja vikuna var Carlsen austur í Grímsnesi, og vann þá meðal annars stóran karl, sem var að gæða sér á grágæs í bæli sínu undir moldarbakka. Var minkurinn búinn að eta brjóst gæsarinnar og átti lítið annað en lærin eftir. Hafði hann byrj- að á því að bíta höfuðið af gæs- inni. Þá fór Carlsen einnig austur í Fljótshlíð, um Rangárvelli og Vestur-Landeyjar. Vann hann þar nokkra minka á ýmsum stöðum, m. a. læðu með 6 fóstr- um, er hafði gert sér bæli rétt við kirkjuna á Keldum. Minkurinn gerði sér snjógöng. Fyrsta sumardag var Carlsen í Svínadal, því að bændur þar vildu láta hreinsa til í dalnum fyrir sauðburð. Skýrði bóndinn á Eyri honum þá frá því, að á túninu hefði í vetur staðið tunna með súru hvalspiki. Þegar snjóa leysti kom í ljós, að minkur hafði gert sér snjógöng frá hlöðunni að tunnunni, 150 m. löng og dregið sér björg úr henni. Fundust spikbitar, vafa- laust jafnþungir minknum, í göngunum og jafnvel inni i hlöðunni. Carlsen vann mink- inn og var hann vel féitur. Hollenzkur skák- meistari teflir hér einvígi og f jöl- skákir. Prinz, hollenzki skákmeistar- inn heimskunni, er kominn hingað til bæjafins, á vegum Skáksambands íslands, til þess að tefla einvígi og fjöiskákir. Hann hefir að undanförnu ferðast um Bandaríkin, teflt þar og flutt fyrirlestra um skák, og þótti sjálfsagt að nota tækifær- ið, fá hann hingað í heimleið, til þess að tefla hér. Hann hefir þegar teflt á Akureyri og tveim ui: stöðum öðrum. Prinz ræddi við blaðamenn í gær og lét í ljós ánægju sína yfir komunni hingað. Hann fór mjög lofsamlegum orðum um leikni og áhuga skákmanna á Akureyri, og kvað Akureyri eiga að minnsta kosti 3 mjög sterka skákmenn. í gærkvöldi átti Prinz að tefla 10 skákir við meistara- flokksmenn, á sunnudag teflir hann fjölskákir í Mjólkurstöð- inni, eftir helgina fyrra einvígi af tveimur við Baldur Möller, og mun hann ef til vill keppa við fleiri beztu skákmenn okk- ar. Rúm leyfir eigi að geta af- reka þessa skákmeistara, sem að vísm eru vel kunn. Hann byrjaði að tefla á fjórða ári og hefir farið víða um lönd og teflt við marga skákkappa og unnið glæsilega sigra. Hann gerðist blaðamaður og skrifar enn í blöð um skák og tónlist, sem hann hefir mikinn áhuga fyrir. Samið um varnir V.-Evrópu. / Einkaskeyti frá AP. París í gær. Frum-undirritun samnings milli þeirra þjóða, sem standa að Vestur-Evrópu varnarsam- tökunum, fór fram hér í dag. Gert er ráð fyrir, að þau séu tengd varnarsamtökum NA- ríkjanna, og stofnun Evrópu- hers. Þess er vænzt, að aðal undirritun geti farið fram áður langt líði. Samningurinn tekur ekki gildi fyrr en þjóðþing hvers ríkis um sig hefir stað- fest hann. Löndin, sem hér um ræðir, eru: Frakkland, Ítalía, Vestur- Þýzkaland og Beneluxlöndin. Ðodd verður náð méð valdi, ef með þarf. Van Fleet sagði í dag, að beitt yrði valdi, ef þörf krefði, fil þess að ná Dodd hershöfðingja úr höndum stríðsfanganna, sem hafa haft hann í haldi síðan á miðvikudag. Van Fleet sagði, að ekki kæmi til mála, að ræða við stríðsfangana kröfur þeirra um sérstök hlunnindi, er þeir hafa fariðfrám á, fyrr'en þeir slépp.\ hersliöfðingjanum úr haldi,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.