Vísir - 10.05.1952, Blaðsíða 5

Vísir - 10.05.1952, Blaðsíða 5
Laugardaginn 10. maí 1952 V I S I R S Garðyrkjumenn vllja koma sér upp sölumiðstöð með kælírúmum. Iiðwf/Vir hííifstœtt til M*tw>ktunuB' wntlanfarið. BlaðiS hefir átt stutt viðtal við Stefán Þorsteinsson, garð- yrkjubónda að Stóra-Fljóti, og spurt hann um uppskeruhorf- «r í gróðurhúsunum og fleira. — 1 Biskuptungunum rækt- um við nær eingöngu matjurtir í gróðurhúsunum, segir Stefán, og þá einkum tómata og gúrk- ur. Uppskeruhorfur eru yfir- leitt mjög góðar eftir því sem eg bezt veit, þar sem nægilegur hiti er fyrir hendi, eins og víð- ast hvar hér um slóðir. enda hefir tíðarfar yfirleitt verið mjög hagstætt síðan við ^'róð- ursettum í húsin í síðastliðnum febrúarmánuði. — Er ekki þegar farið að koma töluvert af grænmeti á iharkaðinn? —- Það er nú komið nokkuo á annan mánuð síðan fyrstt grænmeti kom á markaðinn, en það var salat, hreðkur, stein- selja og lítilsháttar af græn- káli. Þá er og komið allmikið af gúrkum á markaðinn og eru þær óvenju stórar og fallegar í ár, enda veit eg ekki betur en þeim hafi verið vel tekið. — Hvenær koma tómatarnir'í — Við erum farnir að sjá fyrstu rauðu tómatana fyrir nokkrum dögum síðan. Er það cvenju snemmt og má búast við að tómatar fari að koma á markaðinn upp úr miðjum mai að nokkru ráði. Einnig mun .koma eitthvað af gulrótum einv cg í fyrravor. Hvað er að segja um verð- lagið 1 ár? — Verðlagið á fyrsta grær.- metinu er svipað því sem það var í fyrra eftir því sem ég bezt veit og þess má geta að nýja grænmetið er mun ódýr- ara hér en í nágrannalöndum okkar á sama tíma. Gúrkan kostar nú kr. 5,25 og mega það tejast góð matarkaup miðað við verðlagið í dag enda eykst neyzla þeirra ár frá ári. Fyrst borðaði fólk gúrkur svo til ein- göngu með kjöti og kjötréttum, nú er íarið að borða þær með öllum mat, sem álegg o: s. frv. Neyzlan var hér á landi sem svaraði einni gúrku á mann, eða tæplega það, síðastliðið ár og á hún án efa eftir að aukast mikið. — Verðið á fyrstu tómötun- um mun verða sama og það var í fyrra, en síðan mun það lækka nokkuð þegar framboðið eykst en þó er þess að vænta að ekki komi til þeirrar sölutregðu sem átti sér stað síðast í júní og júlímánuði í fyrrasumar, sem stafaði af óhóflegum ávaxta- innflutningi og varð þess vald- andi að ávextirnir lágu einnig undir skemmdum. — Hafa ekki ennþá verið sett ný afurðasölulög fyrir gróðurhúsaafurðir? — Nei, en þess er að vænta að slík lög nái fram að ganga á næsta Alþingi, en nefnd sér- fróðra manna vinnur nú að því að undirbúa þau niál. Nýaf- staðinn aðalfundur Sölufélags garðyrkjumanna, en í því eru flestir garðyrkjubændur lands- ins, tók afstöðu til þessara mála og taldi æskilegast að verðlagn- ing á grænmeti komist í hendur Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins líkt og verðlagning á kjöti og mjólk. Á sama fundi var einnig rætt um þá miklu nauð- syn félagsins að koma sér upp hentugri sölumiðstöð með kæli- rúmum og öðrum nauðsynleg- um grænmetisgeymslum. Hefur þegar verið sótt um fjárfest- ing'arléyfi og lóð fyrir slíka byggingu. Er þess að vænta að bæði þessi mál verði farsæí- lega til lyktar leidd. — Hvað er annars að frétta úr ,,Tungunum“? — Fyrst og fremst það að „vorið er komið og grundirnar gróa“ og með því er mikið sagt því það hefur miklar bjreytingar í för með sér í sveitinni. Klaki er að mestu kominn úr jörð og jarðvinslu vélar Ræktunrasambandsins skurðgröfurnar og jarðýturna." eru að hefja starfsemi sína. — í fyrrahaust var hafinn und- irbúningur að brú yfir Hvítá við Iðu, verður það mikið mannvirki og aðkallandi og er þess vænst hér að þar verði bráðlega hafin störf að nýju. Yfirsmiður mun verða Sigurður Björnsson brúarsmiður. — Þá mun á þessu sumri taka til starfa dvalarheimili Rauðakross íslands í Laugarási, sem verið hefur í smíðum undanfarin ár. Heyrst . hefur að þar muni dvelja á annað hundrað börn. — Skemmtanalíf? — Hefur verið með daufara móti hér í vetur. Karlakórinn okkar hefur t.d. ekki komið saman í allan vetur og er það víst einsdæmi þau 30 ár sem kórinn hefur starfað. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að söngstjórinn okkar, Þor- st. bóndi á Vatnsleysu var kos- inn forseti þ.e.a.s. forseti Bún- aðarfélags íslands á síðast Búnaðarþingi, en vonir standa til að haldið verði upp á þrí- tugsafmæli kórsins síðar á ár- inu með „pomp og pragt“ eins og vera ber. Leikstarfsemi hefur þó ver- ið nokkur í vetur og á dögun- um fór leikflokkur úr „Tung- unum“ suður til Reykjavikur og sýndi leikritið „Kertaljós“ í Breiðfirðingabúð fyrir Biskups- tungnafélagið við góðar undir- tektir. Þess má geta að leik- fólkið notar tækifærið, fór í Þjóðleikhúsið, sá Tyrkja-Guddu og varð stórkostlega hrifið. Það verður þó að virða því til vork- unar að þetta er bara venju- legt fólk sem hvorki hefur séð París eða Statford-on-Avo.i segir Stefán að lokum. Húnvetningasamkoma til ágóða fyrir elliheimili. Slysavarnafélag Islands efnir til eldvarnafræðslu í blöðum, útvarpi, gluggasýnmgu og kvikmyndum. Jeppi til sölu Upplýsingar á Brávallagötu 42, eftir kl. 2 í dág. ödýr. Slökkvilið Reykja- víkur hefir verið kallað út 120 sinn- um frá áramótum og 71 eldsvoði hefir átt sér stað á sama tíma. — Þegar þið slökkvið eld með slökkvitæki, eða vatnsbunu, þá beinið bununni neðst í eldinn, en dreifið henni ekki að óþörfu. Húnvetningafélagið í Rvk. efndi nýlega til samkohiu í Tjarnarkaffi til ágóða fyrir elliheimisbyggingu, sem Kvennabandið (Kvenfélaga- samband V.-Húnv.) hyggst að koma upp svo fljótt sem auðið er. Mikill áhugi ríkti meðal félagsmanna um málefni þetta, og var samkoman fjöl- sótt. Ávarp flutti Jónas Eysteins- son, form. félagsins, og frú Jósefína Helgadóttir, formaður Kvennabandsins. Söngkórinn Húnar söng og Baldur Pálma- son stjórnaði nýstárlegum spurningaþætti, þar sem allir samkomugestir gátu tekið þátt í að svara. Verðlaun voru veitt fyrir snjöllust svör. 1. verðlaun hlaut Hjörtur Jónsson, kaupm., en það voru tveir farmiðar til Blönduóss, gefnir af Norðurleið h.f. 2. verðlaun hlaut Finnbogi Júlíusson, blikksm., útskorna vegghillu, gefna af Friðrik Karlssyni. 3. verðlaun hlaut Björn Bjarnason, fyrrv. bæjarfull- trúi, Svipir og sagnir úr Húna- þingi, gefna af Norðra. Þá var bögglauppboð og lcomu vinsældir málefnisins vel í ljós á því, hve vel var boð- ið í bögglana, enda voru þeir margir góðir, gefnir af Hún- vetningum hér syðra. Ágóðinn af skemmtuninni var nokkuð á þriðja þúsund krónur. Húnvetningafélagið undir- býr nú af kappi skóggræðslu, sem það ætlar að hefja nú í vor á landi því, er félaginu var gef- ið til skógræktar í Vatnsdals- hólum. Hefir það þegar aflað Hinar þekktu Stui beattt Hrærivélar komnar. Verð frá 1247.00. Véla- og raftækjaverzlunin Bankastræti 10. Sími 2852. Tryggvagötu 23. Sími 81279. BEZT AÐ AUGLYSA1 VISl sér girðingarefnis og pantað trjáplöntur. í skógræktarnefnd eru: Hall- dór Sigurðsson, húsVörður, Kristmundur Sigurðsson, lög- regluþjónn og Marteinn Björns- son, verkfr. Framkvæmdarstj. nefndarinnar er Finnbogi Júlí- usspn, úr stjórn félagsins. — tit'tl tl II tfjftt íl Framh. af 4. síðu. son ritstjóri, Stefán Jónsson, forstjóri. Varmaður Ragnar Gíslason, bifreiðarstjóri. Það er sannfæring þeirra sem að þessu fyrirtæki standa, að með vöndun í framleiðslu og notkun hennar, svo og góðum frágangi að öðru leyti, sé mikilvægum áfanga náð til betri hagnýtingar á þesu ágæta heimafengna byggingarefni, sem aðrar þjóðir líta hýru auga, jafnfram því að auðvelda fólki að koma sér upp hlýjum, traust um og ódýrum íbúðum. Þetta eigum við ekki að sniðganga. M. H. MAGNOS THORLACIUS hæstaréttarlögmaður Málaflutningsskrifstoía Aðalstræti 9. — Sími 187S. Gœfan lylgir hrtngunum frá SIGURÞÖR, Hafnarsíræti 4« Margar gerSir fyrlrllggjandL ý (ullutn trúMÍi Það er kominn ferðahugur í menn, svo sem sjá má af þeim spurningum, sem borizt hafa síðustu daga. „Túristi“ spyr: „Eg hef í hyggju að skreppa til Norðurlanda í sumarleyfinu, en þannig stendur á, að eg hef aðeins ráð á dönskum krónum. Get eg ferðast fyrir þær um öll Norðurlönd?“ Svar: Þér getið viðstöðulaust skipt dönskum krónum í Finn- landi og sennilega einnig í Nor- egi. í Sviþjóð geta skiptin orðið erfiðari, en þér getið ferðast gegnum Svíþjóð þannig, að þér greiðið farmiða í dönskum krónum. Mesta möguleika hafið þér til þess að skipta dönskum peningum í Málmey, því Málm- eyjarbúar hafa mest viðskipti við Dani. Helsingforsfari spyr: „Eg hef ákveðið að fara á ólympísku leikana í Helsing- fors í sumar, en jafnframt lang- ar mig til að ferðast örlítið um Finnland. Mér er kunnugt úm að sænska er víða töluð í Finn- landi, en er hægt að bjarga sér á henni hvar sem er í landinu?11 Svar: í sumum héruðum Finnlands kann fólk ekkert í sænsku. Hlutfallið er þannig, að hér um bil tíundi hver mað- ur í Finnlandi hefir sænsku að móðurmáli, en auk þess kunna hana margir Finnar. Gera má ráð fyrir, að fjórði hver íbúi landsins skilji sænsku, en í austurh'éruðunum, sem jafn- framt eru þau fegurstu, skilst hún lítt eða ekki. Ef þér gistið á helztu gistihúsunum getið þér gert ráð fyrir að einhverjir skilji annað hvort sænsku eða ensku. Oslóarfarar spyrja: „Við erum tveir félagar, sem báðir höfum komið til Oslóar og farið þar í leikhús. Nú ber okkur ekki saman um hvort Tore Segelcke, sem hingað er væntanleg innan skamms, leiki í Norska leikhúsinu eða Þjóð- leikhúsinu í Osló. Getið þér skorið úr þessu deilumáli?“ Svar: Tore Segelcke er þekkt- ast leikkona Þjóðleikhússins í Osló, og jafnframt þekktasta núlifandi leikkona Norður- landa. Hugsanlegt er þó, að hún hafi einhverntíma leikið sem gestur í Norska. leikhúsinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.