Vísir - 11.06.1952, Blaðsíða 2

Vísir - 11.06.1952, Blaðsíða 2
V f S I R Miðvikudaginn 11. júní 1952 BÆJAR fí frdtur MiSvikudagur, 11. júní, — 165. dagur ársins. Hitt og þetta Hann missti flösku af áfengi ú gólfið og áfengið rann út um allt. Hvað er að heyra þetta! Það liefir honum sviðið. Já, hann sveið afskaplega í tunguna. En hann jafnar sig fljótt þegar búið er að ná gler- l>rotunum úr henni. • Eg sé að þú ert farinn að kunna þig Nonni minn. Eg tók eftir því að þú opnaðir hlöðu- dyrnar fyrir henni mömmu þinni í kvöld, þegar hún fór ' Ipangað. Uss, það er nú ekki mikið. Eg opna fjósdyrnar fyrir kún- xim á hverju kvöldi! • Ilann var hvorki ungur né teinréttur lengur, en honum liitnaði í hamsi þegar hann sá spengilega stúlku trítla eftir götunni. Þá gat hann ekki orða hundist og sagði: — Nú hefði verið gaman að •vera fallegur, hafa nóga pen- inga, vera yngri og hafa regn- 3»Iíf — og að það hefði verið rigning! • Því nær fjórðungur þeirra hílstjóra í Bandaríkjunum, sem •valdið hafa banaslysum síðast- liðið ár, voru á aldrinum 18 til 24 ára. ® Ekki get eg skilið í því hvern- ig þú getur verið svona kaldur og rólegur, hvað sem á dynur, sagði maðurinn við vin sinn. Þetta er allt undir vananum komið, svaraði vinurinn. Eg á konu, 5 börn, 2 hunda og einn sígarettukveikjara. • Þér eruð sannarlega kænni stjórnmálamaður en eg hugði, sendiherra. Það er hlutverk sendiherr- anna að vera kænni en fólk heldur. Qm Ainni úar..„ í fréttum í Vísi 11. júní 1927 segir svo um afla á ísafirði: Botnvörpungurinn Hafstein kom inn á miðvikudag með 90 tunnur og Hávarður í dag með 100 tunnur. Fiskþurrkur ágætur daglega. Beitusíld afar mikil hefir veiðst i ísafjarðardjúpi. Afli sæmileg- mr. Jóhann Jósefsson íþrótta- kappi hélt fyrirlestur hér í gær- kveldi að tilhlutan ungmenna- félags ísafjarðar. Þá átti að fara að ganga til Alþingiskosninga og komu fram 3 listar í Reykjavík, en framboðsfrestur rann út kl. 12 á miðnEsttí þann 10. júní. "ÚHér í Reykjavík voru' þá komnir fram þessir listar: A-listi frá jafnaðarmönnum: Héðinn Valdimarsson, Sigurjón Ólafsson, Ágúst Jósefsson, Kristofer. Grímsson. B-listi frá íhaldsmönnum: Magnús Jóns- son, Jón Ólafsson, Sigurbjörg Þorláksdóttir, Stefán Sveinsson. C-listi frá frjálslyndum mönn- um: Jakob Möller, Páll Stéin- grímsson, Baldur Sveinsson. Frambjóðendur ' C-Íistans voru allt Vísis-menn. Að gefnu tilefni óskast þess getið að Þórður Guðjón Þórarinsson, er nýlega hefir verið dæmdur í Hæstarétti fyrir árás og rán, hefir ekki átt heima á Lokastíg 28. Hann átti um skeið heima á Lokastíg 28 A, en er nú til heimilis í Selbúð 8. Aðstoðarlæknir Borgarlæknis hefir verið ráð- inn cand. med. Tómas Helga- son, sonur dr. Helga Tómas- sonar, geðveikralæknis. Æskan, barnablað með myndum, 7.-8. tbl. er nýkomið út. Útgefandi er Stórstúka íslands. Á forsíðu er mynd af álftum á tjörn. í ritinu eru ýmsar greinar, mynd- ir og ljóð, auk myndasögunnar. Hjónaefni. Um hvítasunnuna opinberuðu trúlofun sína ungfrú Fjóla Sig- urbjörnsdóttir, Urðarstíg 16 og Gunnar Sveinsson, kaupfélags- stjóri, Keflavík. Happdrætti H.í. Dregið var í gær í 6. flokki happdrættis Háskóla íslands. Vinningar voru alls 700 að upp- hæð kr. 317.500.000. Hæsti Vinningurinn 25 þúsund krónur kom á miða nr. 28.839, hálfmið- ar, annar seldur í Stykkishólmi og hinn í Bækur og ritföng, Laugav. 39, 10 þús. kr. komu á heilmiða nr. 10.450-* seldur í Stykkishólmsumboði, 5 þús. kr. á nr. 14061, fjórðungsmiðar og voru tveir seldir á Kópaskeri og hinir í Bækur og ritföng, Laugav. 39. Aðalfundur L.f. Aðalfundur Læknafélags. ís- lands verður haldinn hér í Reykjavík dagana 12.—14. júní. nt. I63S Lárétt: 2 fuglar, 6 þjóðskáld, 8 í lagi, 9 í Brúðuheimili, 11 drykkur, 12 spámaður, 13 fisk- ur, 14 tónn, 15 drepa, 16 í inn- yflum, 17 Persakongur. Lóðrétt: 1 bandalagslönd, 3 hesta, 4 jarðarmen, 5 gengur fyrir vindi, 7 heimili Hjálmars, 10 ósamstæðir, 11 á handlegg, 13 á í Sviss, 15 í pósthúsi, 16 þyngdareining. Lausn á krossgátu nr. 1637. Lárétt: 2 Ostru, 6 óm, 8 ós, 9 ljón, 11 SM, 12 vor, 13 góu, 14 er, 15 hóll, 16 sal, 17 karlar. Lóðrétt: 1 Bólverk, 3 Són, 4 'TS, 5 urmull, 7 mjór, 10 ór, lí sól, 13 góla, 15 hal, 16 SR. Frá Mæðrafélaginu. Á fundi sem haldinn var í Mæðrafélaginu 27. maí sl. voru eftirtaldar tillögur samþykkt- ar: 1. Fundur í Mæðrafélaginu haldinn 27. maí 1952, skorar á bæjarstjórn Reykjavíkur að láta byggja hentugar íbúðir fyrir barnafólk, er verði leigðar því á viðráðanlegu verði, og efnalítið fólk látið sitja í fyrir- rúmi. 2. Fundur í Mæðrafélaginu haldinn 27. maí 1952, skorar á bæjarstjórn Reykjavíkur að draga í engu úr viðhaldi bragg- anna og fjölga mönnum í þeirri vinnu yfir sumartímann. Meðan fólk neyðist til að búa í hermannaskálum, telur fund- urinn óhjákvæmilegt að bærinn sjái um viðhald þeirra og álítur það óhæfu að barnafólk búi við það ástand, að þök leki, dyr og gluggar séu óþétt, gólf fúin, engin eða léleg hreinlætistæki, og að slíkt geti stefnt heilsu íbúanna í voða. VÍSIR. Nýir kaupendur blaðsins fá það ókeypis til mánaðamóta. Vísir er ódýrasta dagblaðið, sem hér er gefið út. — Gerist áskrifendur. — Hringið í síma 1660. Loftleiðir h.f.: Hekla fer væntanlega í nótt frá Stavanger um Pori í Finn- landi til Reykjavíkur og vænt- anleg hingað um kl. 15 á morg- un. Silfurbrúðkaup eiga í dag hjónin frú Katrín Jónasdóttir og Marteinn Hall- dórsson, bifreiðarstjóri hjá O. Johnson & Kaaber. Heimih þeirra er að Stórholti 18. Læknablaðið, gefið út af Læknafélagi Reykja- Víkur, 8.—9. tbl. er nýkomið út. Efni þess að þessu sinni er: Um meðferð sykursýkis utan sjúkrahúss, eftir Valtý Al- bertsson, Um tonsillitis, eftir Erling Þorsteinsson, Þrjár at- hugasemdir, eftir Vilm. Jóns- son, Heiti læknishéraða eftir Ól. Geirsson o. fl. Ritstjóri: Ólafur Geirsson. Menntamál, tímarit, apríl-maí hefti 25. árg. hefir blaðinu borist. Efni: Maria Montessori, eftir Valborgu Sig- urðardóttur, Verknámsdeild Gagnfræðastigsins í Rvík (/•. H.), dr. Simon Jóh. Ágústsson skrifar um Alþjóðlega ráðstefru um geðvernd, grein er nefni: Danskir kennarar sækja íslanö heim o. m. fl. Útgef. er SámK ísl. barnakennara og sarnb. framhaldsskólakennara. Eimskip: Brúarfoss fór frá Gautaborg 6. þ. m., væntanlegur til Rvíkur í dag. Dettifoss kom til New York 5. þ. m., fer þaðan ca. n þ. m. til Reykjavíkur. Goða'oss fór frá Kúsavik 9. þ. m. tíl Ólafsfjarðar, Skagastrandar ’óg Reykjavíkur. Gullfoss fór frá Leith í gær til Kaupmannahafn- ar. Lagarfoss fór frá Húsavík um hádegi í gær til Akureyrar! og Reykjavíkur. Reykjafoss kom til Reykjavíkur 6. þ. m. frá Reyðarfirði. Selfoss fór frá Lysekil 6. þ. m. til Reyðarf jarð- ar. Tröllafoss kom til Reykja- víkur 5. þ. m. frá New York. Vatnajökull fór frá Reykjavík 9. þ. m. til Antwerpen. Skipaútgerð Ríkisins: Hekla fór frá Thorshavn í Færeyjum í gærkvöld á leið til Noregs og Svíþjóðar. Esja fór frá Akureyri í gær á austurleið. Skjaldbreið er væntanleg til Reykjavíkur í dag frá Aust- fjörðum. Þyrill er í Faxaflóa. Skaftfellingur fór frá Reykja- vík í gærkvöld til Vestmanna- eyja. Ármann fer frá Reykjavík í dag til Sands, Ólafsvíkur og Gr undarf j aroar. Framlög til Árnasafns: Starfsfólk raforkumálaskrif- stofu kr. 365, Kvenfélag Laug- arnessóknar, Rvík, 1000Í Skip- verjar á b.v. Ingólfi Arnarsyni 3.150, Kvenskátafél. „Valkyrj- ur“ Sigluf. 240, Sigurjón Jóns- son 100, Kristín Þorvaldsdóttir 100, Þórdís Sigurjónsdóttir 100, Magnús H. Árnason og fjöl- skylda 150, Rötary-félagar, Sigluf., 1000, Bæjarsjóður Húsavíkur 1.300, Ungmennafél. íslands 1.500, Farmanna- og fiskimannasamb. íslands 1000, Magnús Kjaran 1000, Eyjólfur Jóhannsson 500, Starfsmenn hjá Agli Vilhjálmssyni s.f. 610, Bif- reiðasmiðir í Fél. bifreiðasmiða 1.090Í 102 íbúar í Eiðaþinghá 1.545. — Samtals kr. 28.995.00. Katla ” hefir væntanlega farið frá Antwerpen í gærkvöldi, 11. júní. Félag garðyrkjumaima. Skrifstofa félagsins er hjá Fulltrúaráði verklýðsfélaganna, Hverfisgötu 21, sími 6438, þang- að er fólki vinsamlegast bent á að snúa sér, ef það óskar eftir vönum og lærðum garðyrkju- mönnum til starfa í görðum sín- um. Skipadeild SÍS: Hvassafell er væntanlegt til Seyðisfjarðar í kvöld frá Ála- borg. Arnarfell er í Stettin. —• Jökulfell er í New York. Útvarpið í kvöld: 20.30 Útvarpssagan: „Skáldið talar við Drottin" eítir Karen. Blixen; III. — sögulok (Ilelgi Hjörvar). 21.00 Nemendatón- leikar Tónlistarskólans í Reykjavík: Fullnaoarprófsnem- endur o. fl. leika. 21.35 Ferða- þankar frá Ameríku (ísak Jónsson skólastjóri). — 22.00' Fréttir og veðurfregnir. 22.10' „Leynifundur í Bagdad", saga eftir Agöthu Christie (Her- steinn Pálsson ritstjóri). —■ XVI. 22.30 Tónleikar (plötur). Togararnir. Hallveig Fróðadóttir kom af veiðum í gær og vár afli togar— ans rúmar 262 smál., er fór í frystihús. Geir kom líka í gær* og verður löndun úr honum lokið um hádegi, en afli mun. vera nálægt 300 smál., og fer hann einnig í frystihús. Jón, Þorláksson er væntanlegur af. veiðum 1 dag, en hann veiðir fyrir frystihúsin. Ennfremur- mun fsborg koma hingað í dag, beint frá ísafirði, og fara hér: í slipp. IVWWWtf^WlWWWWWWWWMVWWtfWWWVWVVWVWWWW Guðm. Hansen frá Sauð-* árkróki byrjaði að æfaS ATLAS-KERFIÐ í byrj-! un febrúar 1951. Æfði í! eina viku hverja æfingu.! Sá og fann árangur eftir! fyrstu vikuna, og eftir \ þriggja mánaða æfingu’ var hann búinn að ná \ þeira árangri, sem með- fylgjandi mynd sýnir. — „ Nú æfir G. H. Atlas-kerf- J ið aðeins 15 mínútur á 5 dag og segir: Getur| nokkur maður, sem á [ annað borð vill stunda [ líkamsrækt, eytt í það [ minni ííma. Hið fræga heilbrigðis- og aflkerfi Charles Atlas, er komið út í íslenzkri þýðingu, 13 æfingabréf með 60 skýringarmyndum — allt í einni bók. Reynsla fjölda fólks hefur sýnt, að þetta er langbezta þjálfun- arkerfi, sem samið hefir verið. Það hefir ekki aðeins breytt lík- ama Atlas sjálfs úr líkamlegum aumingja til hins fegursta, sem nú þekkist í heimin- um, heldur einnig gert þúsundir manna að vel byggðum og stæltum borgurum. Atlas-kerfið er til sölu í Sundhi allt land gegn póstkröfu. Se „Kerfiniú. me „ATLAS“ pósthólh’#/ VWUWVVVWVVVWJVVW,VVW kjavíkur. Sent umi i antanir yðar á vyi javik, 1 - ' ,W,WWWAVrt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.