Vísir - 11.06.1952, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 11. júní 1952
V 1 S 1 R
Mokafli Jafnan tr^ggni* við drænland
Aðgerðarvandræðin verður að
leysa með einhverfurrB vélakosti.
Eins og allir vita, er dr. Jón
Dúason flestum kunnugari öll-
um málum, er Grænland snerta.
Tíðindamaður Vísis hefir því
átt tal við Jón um aflabrögð þar
við land nú og framvegis.
„Heldur þú, að þessi mikli
afli nú við Grænland sé stund-
arfyrirbrigði eða að hann sé
varanlegur?“ spurði tíðinda-
maðurinn.
„Það er öldungis áreiðanlegt,
að hann er varanlegur og ár-
viss á hverju ári fram að miðj-
rim júlí. Þessi mikli mokafli,
sem allir tala nú um við Græn-
land, er þó ekki meiri en afl-
inn var þar 1 fyrra á þessum
tíma, og undanfarin ár á sama
árstíma. Þessi sami mokafli
jhefur verið á djúpmiðum Græn-
lands í allan vetur og í allt vor.
Okkar skip eru bara svona sein
í tíðinni. Erlend fiskiskip, en
þó sárfá, hafa verið við Græn-
land síðastliðinn vetui- og aflað
mikið, en þótti kalt. En snemma
í apríl fóru erlendir fiskiflotar
að safnast á Grænlandsmiðin,
eða meira en mánuði áður en
venja hefur verið til undan-
farið' — og hafa stöðugt mok-
aflað“.
„Tekur fyrir veiðina um
miðjan júlí?“
„Nei, en fiskurinn fer þá að
vaða uppi í sjó og elta síli og
dreifir sér yfir mikið svæði.
Stendur svo fram í síðari hluta
ágústs, en þá fer fiskurinn aft-
ur að slá sér að botninum, og
gerir það raunar alltaf öðru
hverju, og botnvörpungar
veiddu sæmilega við Græn-
land í fyrra á þessum mið-
sumartíma. Og vonandi kemur
flotvarpan þeim að góðu liði í
sumar. í fyrra sumar urðu ís-
lenzku botnvörpungarnir oft
að liggja kyrrir vegna þess, að
skipshafnirnar höfðu ekki und-
an að gera að aflanum. Svo
verður og sennilega í allt sum-
ar. Nú í vor hefur alltaf staðið
á aðgerðinni, og skipin því orð-
:ið að liggja kyrr tímunum sam-
an.
Vélar við aðgerðina.
Það, að hafa undan að gera að
fiskinum, er mesta vandamálið
við veiðarnár við Grænland.
Skipin geta ekki flutt svo
marga menn, að þeir hafi und-
an. Einu sinni voru reyndar hér
flatningsvélar, en hætt var við
þær af einhverjum ástæðum.
Nú eru tímarnir um margt
breyttir frá því sem var þá, m.
a. vinnuaflið orðið dýrt. Og
aðgerðarvandræðin á botn-
vörpungum við Grænland
verða varla leyst nema með ein-
hverjum vélarkosti. Ég held að
við ættum að gera tilraun með
að setja flatningsvélar í þá tog-
ara, sem fara til Grænlands. Ég
veit ekki betur en, að flatn-
ingsvélar séu notaðar á landi
á Grænlandi, því einnig þar
er aðgerð aflans vandamál. Hvi
þá ekki að reyna þéssar vélar
á sjó?“
„Er ekki hætta á að þessi
mikla veiði við Grænland gangi
til þurðar?“ .
„Sú . veiði, sem hhrgað til
hefur verið stunduð við Græn-
land, er með vissu einungis til
bóta, því í sjónum við Græn-
land er nú örtröð. En þegar
menn komast upp á að það, að
veiða á hrygningarstöðvum
fisksins þar að vetrinum og
snemma að vorinu, fer málið
að fá nýja hlið. Máske hafa hin
erlendu skip veitt hrygnandi
fisk við Grænland í apríl í vor.
Eg gæti búist við því að svo
hafi verið, en hef ekki fregnir
af því.“
Ferðir vélbáta
til Grænlands.
„Gætu fleiri af skipum okkar
en botnvörpungar stundað veið-
ar með hagnaði við Grænland? ‘
„Ég álit, að öll olíukynt skip
og vélbátar — um og yfir 100
tonn að stærð — geti eins og
nú er ástatt veitt með hagnaði
við Grænland frá því í aprll
eða frá því vetrarvertíð hættir
og fram til þess að síldveiði
byrjar við Norðurland, ef menn
vilja stunda hana. Ég á við
það, að slík skip veiði með línu,
eða — ef vélin er aflmikil —
með flotvörpu og salti aflann
og sigli með liann hingað heim.
Olíu, salt og vistir geta slík
skip fengið keypt í Færeyinga-
höfn; olíuna gátu íslenzk ski’P
þó í fyrra aðeins fengið gegn
greiðslu í dollurum, þótt fær-
eysk og norsk skip gætu fengið
olíu og hvað sem var fyrir sína
peninga. Menn einblína á það, \
að sigling héðan vestur á þessi
mið út af Vestribygð og Karl-
búðum taki eina 6 daga fyrir
vélbát, en gleyma því, að þarna
norðvestur frá fellur sjaldan
veiðidagur úr vegna óveðurs.
Það gengur upp á móti nokkru I
af þessum
Svo og því að það er allt annað
að standa við sjóvinnu á þil-
fari í blíðskaparveðri en í ill-
veðrum og stórsjó, sem oft er
hér við land. Fifsnes fyllti sig
þarna í 12 lögnum í fyrravor
og fékk að meðaltali gildan
þorsk á annanhvern öngul. Slíkt
er alls ekki mikið á þessum
tíma árs við Grænland. En
Rifsnesingar höfðu ekki undan |
að gera að fiskinum.
Það ætti og að vera leikun
fyrir stóra vélbáta á haustin,
þegar síldveiði er úti, að fara
í saltfisktúra vestur á miðin
út af Eystribygð. Sjóleiðin
þangað er varla meira en vel 3
daga sigling. Þarna fyltu botn-
vörpungarnir sig af ísfiski á
6 dögum í fyrrahaust.“
„Menn segja, að þú hafir
reynst sannspár um aflabrögð
við Grænland."
„Ég hef engu verið að spá,
heldur bara sagt frá reynslu
fjölda fiskiþjóða og Græn-
lendingá sjálfra um heilan ald-
arfjórðung, segja frá marg-
sönnuðum og margreyndum og
alkunnum staðreyndum. En
1919 var ég að spá. Þá vorum
við að reyna að stofna íslenzkt
hlutafélag til þess að stunda
fiskveiðar við Grænland. Hefði
það tekist, mundu íslendingar
hafa orðið fyrstir til að finna
fiskmergðina við Grænland
öðru sinni, því hún var vel-
kunn í fornöld og beinum orð-
um frá henni sagt í Græn-
landslýsingu ívars Græn-
lendings Bárðarsonar ritaðri
1360. Ef tekist hefði að stofna
þetta félag, mundi nú margt
vera á annan veg en nú er hér
á landi svo og við Grænland.“
„Hverjir voru með þér í því
að reyna að stofna fiskveiði-
félagið 1919?“
„Meðal þeirra voru forsetinn
okkar sálaði, Sveinn Björns-
son, Pétur heitinn Ólafsson,
Benedikt Sveinsson og Garðar
Gíslason. Ég minnist þeirra
allra með þakklæti og mjög
hlýjum' hug.“
Fasteignaeigendafélag' Reykjavíkur:
Gangstéttagjöid
I tilefni af innheimtu gangstéttagjalda, sem nu stend-
ur yfir í Reykjavík, hefir Fasteignaeigendafélagið leitað
eftir því við bæjaryfirvöldin:
1. Að veittur verði gjaldfrestur í samræmi við heimild
laga nr. 42, 1911, um gjöld til holræsa og gangstétta
í Reykjavík o. fl.
2. Að gjaldendum verði gefinn kostur á að kynna sér
hvernig gjöldin eru reiknuð út.
Bæjaryfirvöldin hafa fallizt á þessi tilmæli Fasteigna-
eigendafélagsins, og eiga þeir gjaldendur, sem óska eftir
gjaldfresti að snúa sér til skrifstofu horgarstjóra með
þau tilmæli. Upplýsingar um álagningu gjaldsins eru
einnig gefnar þar og i skrifstofu félagsins, Austurstr. 5.
Fasteignaeigendafélag' Reykjavíkui',
Mozart-tónleikar
Hljóðfæraleikarar úr Filhar-
móníu Hamborgar.
Heimsókn þýzku hljóðfæra-
leikaranna hófst með Mozart
tónleikum á föstudag í Austur-
bæjarbíói á vegum Tónlistarfé-
lagsins. Var húsið þéttsetið,
enda var tónleikanna beðið
með eftirvæntingu.
Eftir langa bið var tjald dreg
ið frá og orkestrið kom í ljós.
Það er alveg óþarfi að vera að
stæla Þjóðleilthúsið með því að
nota fortjaldið. Hingað til hef-
ir það þótt ágætt að hljóm-
sveitarmenn kæmu inn á sviðið
og settust. Um hitt má að skað-
lausu taka leikhúsið til fyrir-
myndar: að upphefja ekki
ræðuhöldin fyrr en eftir á, ekki
sízt þegar þau eru ekki merki-
legri. Þarna talaði Gunnar
orgarstjóri (blessunarlega
stuttorður), Ólafur Þorgríms-
. . , son (mjög langorður) og söng-
siglingartimæ gy^rjnn Ernst Schönfelder
(hvorki né). Féll nærri hálf-
tími framan af konserttímanum,
og vannst ekki tími til að ljúka
söngskránni (hreint endemi).
Hinir þýzku hljóðfæraleikar-
ar eru allir fyrsta flokks menn,
að því er bezt verður heyrt, og
kom það þegar í ljós í sinfóníu
í a-dúr (KV 201) og fiðlukon-
sert í sama dúr (KV 219), þar
| em forfiðlarinn, Fritz Köhnsen,
lék einleiksröddina af kunnáttu
og þokka. Samt sem áður varð
meðferð þessara verka von-
brigði, og urðu þau meiri eftir
síðasta verkið, hina undurfögru
g-moll sinfóníu (KV 550), sem
leikin var á sama hátt og fyrri
verkin með heldur kuldalegri
og taktmælislegri áferð.
Sem betur fer, þolir Mozart
sitt af hverju, og þrátt fyrir
þessa galla á flutningnum, var
margt ánægjulegt á að heyra.
Söngstjórinn er fríður maður
og vörpulegur en virðist skorta
persónleika og vandvirkni.
B. G.
Nærfatnaður
er þekktur um allau heim. Ctvegum eins og áður beint
frá brezku verksmiðjunum flestar tegundir á konur,
karla og börn,
Er nú með lækkuðu verði
Afgreiðslutimi stuttur.
Einkaumboð:
Hcildver&lun
SÆG. AHNALÐS
Sínii 4950. Túngötu 5.
KVÖJLD/iaHkar.
SJÓMANNADAGURINN er þjóðirnar hafa upp á að bjóða.
Oasffin tvtfftr tiringunum fré
SK5URÞ0R, Hafnaistrætl 4
Uargar oerPtr fvrtrliíKiandi
að verða einn af helztu hátíð-
isdögum þjóðarinnar, enda vel
til fallið, að hún staldri við
einn dag ársins öðrum fremur,
og minnist mannanna, sem fall-
ið hafa í baráttu á hafinu. Sjó-
mennirnir eru í raUn og veru
hermennirnir okkar. Þeir afla
bjargar úr bárum Ægis og eru
„færandi varninginn heim“,
hvað sem öllum hættum líður.
Manntjón okkar úr þeirra hópi
hefir löngum verið álíka miltið
á stríðsárum og fjölmennra
þjóða, sem tekið hafa þátt í ó-
friði. Auk þess eru sjómenn-
irnir eina stéttin í þjóðfélaginu
sem lært hefir að hlýða fyrir-
skipunum möglunarlaust, og
skilur til hlítar, að hlýðni og
trúmennska er snar þáttur í
persónuleika hins fullkomna
sjómanns.
♦ En sjómennirnir eru ann-
að og meira en „hermenn-
irnir“ okkar. Þeir færa þá
björg í þjóðarbúið, sem gjald-
eyristekjur þjóðarinnar byggj-
ast á fyrst og fremst, og síðast
en ekki sízt — þeir eru aðal-
fulltrúar okkar á erlendum
vettvangi, og kynna með fram-
komu sinni í erlendum höfnum
íslenzka þjóðarmenningu eins
og hún er á hverjum tíma.
♦ Yfirleitt hafa sjómenn-
irnir leyst þessi lilutverk
vel af hendi og oft prýðisvel.
Má í því sambandi minna á, að
nýlega ferðaðist með Gullfossi
erlend frú, sem farið hefir um
allar heimsálfur og átt kost á
Ummæli hennar voru á þessa
leið: „Á Gullfossi er sú há-
menning ríkjandi, að eg hef
ekki kynnst annarri eins um
borð í neinu farþegaskipi.
♦ Þegar eg kom inn í borð-
salinn, tók á móti mér
ungur maður, sem vísaði mér
til sætis og kynnti mig fyrir
skipstjóranum og ferðafélög-
unum, sem sátu við sama borð
og eg. Skipstjórinn var ekki
margmáll, en hann var hinn
öruggi stjórnandi, sem allir
hlutu að bera traust til og virða.
Fæðið um borð er slíkt, að eg
get ekki hugsað mér, hvernig
það ætti að vera betra. Mér
gafst aldrei tækifæri til að óska
neins — allar óskir voru upp-
fylltar, áður en þær voru látn-
ar í ljós“.
é í sambandi við sjómanna-
daginn, sem nú er nýlið-
inn, saknaði eg þess eins, að
fólkinu væri veitt nokkur
fræðsla um daglegt líf sjó-
mannanna á fiski- og farmskip-
um. Fræösla um launakjör,
menntun og afstöðu sjó-
'manna gagnvart almenningi
hefði verið vel þegin. Ungling-
arnir, sem nú eru að vaxa upp
hér í Reykjavík, vita ótrúlega
lítið um störfin á sjónum og
skilja jafnvel ekki algengustu
orð úr sjómannamáli. í sam-
bandi við sjómannadaga fram-
tíðarinnar væri vel til fallið að
veita þessum ungmennum ein-
hverja hagnýta fræðslu um þau
störf, sem þeir eiga ef til vill
að kynnast öllu því bezta, sem sjálfir að leysa af hendi.