Vísir - 11.06.1952, Blaðsíða 8

Vísir - 11.06.1952, Blaðsíða 8
LÆKNAR O G LYF JABÚÐIK Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið í Læknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Laugavegsapóteki, sími 1618. wx LJÓSATÍMl bifreiða og annarra ökutækja er kl. 23.25— 3,45. Næst verður flóð í Reykjavílc kl. 21.10. Miðvikudaginn 11. júní' 1952 Læknaþingið hefst á morpn. Læknaþingið hefst á morgun hér í bænum og verður það haldið í Háskólanum. Það verð- «r sett kl. 4 e. h. Aðalmálið sem fyrir þinginu liggur er frumvarp til laga- breytingar á félagslögunum. En sú breyting er fólgin í því að Læknafélagi íslands verði breytt í samband læknafélaga, en síðan verða stofnuð svæða- félög lækna víðsvegar um land- ið. Á þinginu flytja fyrirlestra úm læknifræðileg efni þeir dr. Óskar Þ. Þórðarson, Kristinn Stefánsson, dr. Jóhannes Björns son, Ólafur Geirsson og Valtýr Albertsson. Stjórn Læknafélagsins skipa nú þeir Valtýr Albertsson for- maður, próf. Júlíus Sigurjónsson og Jón Sigurðsson borgarlækn- ir. Botifiangasjúklmgar fluttir flugleiðls. Hinn 4. og 5. þessa mánaðar sótti sjúkraflugvélin sjúklinga til Ólafsvíkur og Búðardals, en síðan hefir ekki verið farið í sjúkraflug. Til Ólafsvíkur var sótt stúlka sem hafði botnlangabólgu og kom til uppskurðar, en til Búð- ardals drengur vestan úr Döl- um. ftalk við sama heygarðsbornið. Einkaskeyti frá AP. — Nevv York í morgun. Maíik flutti áróðursræðu mikla í gær á fundi afvopn- unarnefndar S. Þ. og hafnaði tillögum Vesturveldanna. Kvað hann þær með öllu óaðgengilegar, þar sem ekkert tillit væri tekið til stærðar landa íbúafjölda, og ekki skilgreind tákmörkun vígbúnaðar á lofti og á sjó o. s. frv. Cohen og Gladwynn Jebb hröktu staðhæfingar Maliks. Fjórar ferðir Ferðaskrif- stofunnar um helgina, Ferðaskrifstofa ríkisins efnir til fjögurra ferða um næstu Iielgi. Er það 1V2 dags ferð til Vest- mannaeyja með m.s. Esju, sem hefst kl. 1 e.h. á laugardag. Önnur ferðin er síðdegisferð á handfæraveiðar, sem einnig verður farin eftir hádegi á laugardag. Þriðja ferðin er til Gullfoss og Geysis á sunnudagsmorgun- inn og loks verður farinn hring- ferð til Þingvalla, Sogsfossa, Hveragerðis og Krýsuvíkur. Sú ferð hefst eftir hádegi á sunnu- daginn. uið að merkja á ann- 31seria h&fws' riö Bse&B'hÉ á JÞÍB&gj™ ®gBÍlaB®mÉm& 2 msmimss.gsir- Mynd þessi er af James Jabara, heimskunnum þrýstiloftsflug- manni, sem kom í heimsókn til Danmerkur nýlega og flutti fyrirlestra fyrir danska flug- menn. Burgess og Madean fá uppsögnina. London. (A.P.). — Nöfn tveggja starfsmanna breáku utanríkisþjónustunnar, Bur- gess og Maclean, hafa nú verið tekin af starfsinannaskrá hennar. Menn þessir hurfu fyrir ári, og hefir ekkert til þeirra spurzt, þótt þeirra hafi verið leitað víða. Er álitið, að þeir muni vera fyrir austan járn- tjaldið. „Orustan um Atlantshafið“ hefst með haustinu. UnifecE Sfafes mefi 99v Það má búast við því, að „orustan um Atlantshafið“ — Önnur í röðinni — hefjist seint lá þessu ári. Að þessu sinni munu það 'ekki verða bandamenn og möndulveldin, sem berjast, heldur Bretar og Bandaríkja- menn, og hinir síðari munu tefla fram 52,000 lesta skipinu .United States, til þess að hrifsa „bláa bandið“ frá risaskipinu Queen Mary — 81,000 lestir — sem haft hefir hraðamet í sigl- Ingu yfir hafið um 14 ára skeið. Meml vita það eitt, að skipa- smíðastöðin, sem falin var smíði United States, átti að tryggja, að skipið næði meiri hraða en Queen Mary hefir náð mestum, 31,69 hnúta hraða á Atlants- hafssiglingu. Það var 1938, fcegar bláa bandið hafði haft vist;: kipti fjórum sinnum á 4 árum. Þá kepptu Bretar við Frákka, sem tefldu fram Nor- mandie. . . Frcgnii- herma, að United States hafi náð 34 hnúta í reynsluföv. á hrirsda H/iary4 ,66 Siglingaleiðin, sem bláa bandið gildir fyrir, er frá Ambrose-vitaskipi undan suð- vesturodda Bretlands til New York-hafnar — 2895 mílna leið. Queen Mary var á sínum tíma 3 sólarhringa 20 klst. og 42 mín. þessa vegarlengd. United States mun vart reyna að setja met fyrstu ferðirnar, meðan verið er að „tilkeyra“ vélarnar, en síðar verður það áreiðanlega reynt. Nái skipið „biáa bandinu“, munu Bretar vart láta Queen Mary reyna aftur, enda eiga þeir yngri „drottningu1', Queen Elizabeth, sem sögð er hraðskreiðari en hin eldri. Þessi drottning hefir aldrei reynt að hnekkja meti hinríar, enda sagt, að hún eigi ekk l að gera það, meðan Queen Mary á metið. Náii U. S. hins- vegar bandinu, horfir málið öðm vísi við, og Cunard mun aldrei Iáta sinn hlut baráttu- láúst, því að félagið hefir alltaf sagt, að „drottningarnar“ séu beztu skip í heimi. Orlofsferð tii Bretlands. Ferðaskrifstofa ríkisins efn- ir síðari hluta mánaðarins til 19 daga orlofsferðar til Bret- lands. Farið verður með skipi, er leggur frá Rvík að kvöldi 23. þ. m. áleiðis til Glasgow. Þaðan verður svo ekið um norðvestur héruð Englands um Blackpool til London. Þar verður staldrað við í 4 daga, skoðuð söfn o. fl. markvert, en síðan ferðast um áusturströndina norður til Skotlands aftur. Verður ekið um suðurhéruð Skotlands til Edinborgar, söfn skoðuð þar og aðrir markverðir staðir en síð- an haldið til Glasgow og lagt af stað þaðan til íslands 8. júlí. Þann 11. sama mánaðar verður komið til Reykjavíkur. Á 2. þúsúnd Iaxaseiða hefir verið merkí frá því 1947 í veiði- ám okkar og nýlega er hyrjað að merkja murtu í Þingvalla- vatni. Blaðið hefir aflað eftirtal- inna upplýsinga hjá Veiðimála- skrifstofunni varðandi merk- ingar á lax og silungi: Á undanförum árum hafa verið merkt laxaseiði í Úlfarsá í Mosfellssveit, eins og lesend- um blaðsins er kunnugt. Verður merkingunum haldið áfram í ár eins og að undanförnu, og er þegar byrjað að veiða niður- gönguseiði til merkinganna, en slík seiði eru 10—15 cm. á lengd. Seiðin eru merkt með klipp iiigum á uggum, og hefir þessi aðferð svo og merking með fisk merkjum verið notuð. Reynsl- an sýnir bæði hér og erlendis, þar sem slíkar merkingar hafa verið framkvæmdar að klipp- ingin gefur betri endurheimtur, þegar um er að ræða merking- ar á laxaseiðum. Hefir því ver- ið hórfið að því ráði að merkja laxaseiði einungis með klipp- ingum. Merkt hafa verið á annað þús und laxaseiði síðan 1947. Af seiðunum, sem merkt voru það ár, veiddust 8,5% sem fullorðn- ir laxar á næstu þremur árum. Hins vegar veiddust ekki nema 1,7 % af laxaseiðum, sem merkt voru 1948. Ekkert hefir enn veiðst af seiðunum, sem merkt voru með merkjum, kom aðeins eitt fram, en þacfkom úr þorsk- maga. Veiddist þorskur norðan við Viðey fimm dögum eftir að seiðið var merkt í Úlfarsá. Á sjöunda hundrað sjóbirtinga- seiði hafa á sama tíma verið merkt í Úlfarsá og hafa nokkur þeirra veiðst eftir eitt eða fleiri ár. Rúmlega 600 hoplaxar hafa verið merktir með fiskmerkjum Greni unnin á SA.-landi. Á suðausturlandi er skínandi gott veður í dag. Lónsmenn eru nú sem óðast áð vinna grenin sem þar hafa fundizt og eru tvö fullunnin. Grenið við Efrafjörð er urðar- greni, og hefir refurinn verið skotinn, en gert er ráð fyrir að grenlægjan haldi sig inrii í gten inu. Við Reyðará hafa yrðling- arnir verið svældir út, en ref- urinn hefir ekki náðst. Álls hafa verið skotiu 6 fullorðin ðýr. Eftirtektarverð mynd í Nýja Bíó. Um seinustu helgi hóf Nýja Bíó sýningar á mjög fróðlegri kvikmynd, sem víða hefir ver- ið sýnd og ails staðar vakið mikla eftirtekt. Myndin nefnist Fjórir í jeppa og fjallar um skiptingu Vínar- borgar í fjóra hernámshluta, og óþægindin, sem borgarbúum stafa af því fyrirkomulagi. — Sýnir myndin Ijóslega hve mik- ill munur e.r á hugsunarhætti t. d. Rússans^ og Bandaríkja- mannsins í sambandi við hvern ig rækja á hin daglegu störf. Auk þess að vera bæði fróð- leg og spennandi hefir mvndi það til síns ágætis að hún er al- gerlega hlutláus og hallar á cnp: an aðilann. Myndin er tekin' Sviss og hafði hinn kunni kvik - myndastjój’i, Leopola Lindtberg eikstjórn á hendi. á árunum 1948—50 og hefir 6,8% af þeirii verið veiddir aft- ur. Merktir hafa verið hóplaxar úr eftirtöldum ám: Elliðaánum, Soginu, Stóru-Laxá og úr Borg- arfjarðaránum, Grímsá, Norð- urá og Þverá. Þá hefir 77 löx- um úr Elliðaánum, sem komnir voru að hryghingu, verið sleppt í Flókadalsá í Borgarfirði og gegu 4 þeirra aftur í Elliðaárn- ar árið eftir að þeim var sleppt þar efra. Merkingar hafa farið fram á murtu í Þingvallavatni í tvö undanfarandi haust. Notuð voru rauð plastmerki, sem fest var við bakið á murtunni framan við bakugg'ann. - Má búast við að merktar 'murtur veiðist í sumar og haust, og eru veiðimenn, sem veiða merkta fiska, beðnir að senda Veiðimálaskrifstofunni merkin ásamt upplýsingum, hvar og hvenær fiskarnir voru veiddir, um lengd þeirra kyn og þyngd og senda jafnframt hreistursýn- ishorn af fiskunum, ef við verð- ur komið. Þá má gera ráð fyrir að merktir laxar veiðist í Ell- iðaánum, en þar voru merktir 157 hoplaxar s.l. haust, og ugga stýfðir laxar og sjóbirtingar í Úlvarsá. Ættu veiðimenn, sem veiða í þessum ám, að athuga, hvort laxar og sjóbirtingar, er þeir veiða, eru merktir, og ef þeir fá merkta fiska, að senda þá Veiðimálaskrifstofunni merk in ásamt upplýsingum um fisk- ana, eins og að framan getur. Það er að sjálfsögðu komið • undir dugnaði veiðimanna við að skila merkjum; hver árangur verður af merkingunum. Symfóníubljómleikar: Fðgnuiur áheyr- enda ákaflegur. Leik Symfóníuhljómsveitar- innar í Þjóðleikhúsinu í gær- kveldi var tekið með geisileguni fögnuði af áheyrendum, en með hljómsveitinni léku þýzku gest- irnir frá Hamhorgar-fííharmon isku hljómsveitinni. Hljómsveitin, sem er sú stærsta, er haldið hefir hljóm- leika hér á landi var stjórnað af Olav Kielland, nor-ka hljóm- sveitarstjóranum. Alls yar sveit in skipuð 70 mönnum, 45 úr symfóníunni og 25 frá Hamborg. Þegar fagnaðarlátum áheyr- enda linnti eftir að hljómsveit- 'in hafði lokið leik sínurn, kvaddi Björn Ólafsson mennta- málaráðherr.a sér hljóðs. Ósk- aði hann íslenzku symfóníu- hljómsveitinni til hamingj u með þennð afanga og þakkaði ennfremur hiríum þýzku hljóm- sveitarmörinum * fyrir komuna. Á morgun verður nánar skýrt frá þessum merku hljómleikum í blaðinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.