Vísir - 11.06.1952, Side 4

Vísir - 11.06.1952, Side 4
% V I S I B Miðvikudaginn 11. júní 1952 DAGBLAÐ Ritstjórar: Kristján Gúðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm líhur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Traustir skuhi hornsteinar. Eimskipafélag íslands h.f. tók til starfa rétt fyrir byrjun fyrri heimsstyrjaldar, en því fylgdu misjafnar spár úr lilaði og þó flestar góðar. AS stofnun félagsins stóðu margir dugnaðarmenn, sem vanist höfðu fjármálastarfsemi og kunnug- leika höfðu á erlendum starfrekstri sambærilegum. En þótt þeir hefðu forystu á hendi, hefði það hrokkið skammt, ef þjóðin bll hefði ekki staðið þeim að baki og eflt félagið- á allan hátt þegar frá upphafi. Menn hafa ef til vill gleymt því, að á styrjaldarárunum fyrri lögðust siglingar til landsins að miklu leyti niður, en þá var það hið nýstofnaða skipafélag, sem annaðist flutninga stríðsárin öll og bjargaði þjóðinni frá bein- um voða. Sennilega hafa íslendingar ekkert verk betra unnið, en að efla svo Eimskipafélagið, sem raunin sannar, en hitt er svo annað mál, að félagið hefur launað fyrir sig og býr þjóðin nú við ákjósanleg skilyrði til flutninga farma og farþega og nýtur um allt viðunandi kjara og samkeppnisfærra. Hinsvegar hefur Eimskipafélagið notið nokkurra skattfríðinda, en takmarkaðra þó, með því að það hefur einnig tekist skyldur á herðar gagn- vart því opinbera, sem líkja má við skattgreiðslu, en félagið annast farþegaflutninga ókeypis fyrir hið opinbera að vissu marki árlega. Skattfríðindin hafa gert félaginu kleift að byggja rekstur sinn á traustum og heilbrigðum grundvelli enda var þess nauðsyn, ef starfsemin átti að standast erlenda samkeppni og ófyrirsjáanleg óhöpp, sem ávallt geta að höndum borið, ekki £Ízt á ófriðartímum svo sem raunin sannar. Félaginu hefur tekist að endurnýja skipakost sinn, sem mjög var orðinn úreltur og erfiður í rekstri, en af þeim sökum getur það nú skilað álitlegum arði, án þess að styðjast aðallega við leiguskip og tekjur, sem af rekstri þeirra fljóta, svo sem gerðist fyrr á árum. Sumum kann að vaxa í augum, er félagið skilar í rauninni tekjuafgangi, er nemur nokkuð á annan milljónatug, ,en í slíkum rekstri er slík arðsöfnun nauðsyn, með því að töpin geta numið slíkri upphæð og hærri í harðri samkeppni árlega, sem tekist hefur að afstýra til þessa. Það er ekki óeðlilegt að fjarsterkir aðilar óski að annast flutninga sína sjálfir, svo sem S.Í.S. hefur gert, en hitt er miklu vafasamara, hvort slíkt sé þjóðarnauðsyn og eðlilega eru samkeppninni takmörk sett vegna þj óðarnauðsynj ar. Núgildandi skattaáþján hefur leitt til þess að mörg lífvænleg fyrirtæki hafa gefist upp við rekstur sinn og horfið hefur verið frá stofnun annarra, eingöngu af þeim sökum að skattgreiðsl urnar hefðu reynzt þeir óbærilegar. Gildir þetta ekki hvað sízt um fjársterk félög og starfsemi, sem byggja Jiefðu mátt upp með erlendu fjármagni. Endurskoðun skattalagana. ,4 undanförnum árum hefur margt verið rætt og ritað um endurskoðun skattalaganna. Opinberlega hefur því verið haldið fi’am af fróðum mönnum og ófróðum, að skattaáþján- in væri orðin slík að enginn maður gæti eignast neitt nema þvi aðeins að hann sviki tekjur og eignir undan skatti. Við eigna könnunina mun hafa komið í ljós, að það voru ekki auðkýf- ingar einir, sem féllu í slíka freistni, heldur almenningur af öllum stéttum og starfsgreinum. Hér þarf vissulega umbóta við, og er þá heldur ekki að undra, þótt nefnd hafi verið skipuð eftir nefnd, til þess að annast endurskoðun núgildandi skattalög- gjafar. Árangur til þessa hefur enginn orðið, en Alþingi hefur keppst við að leggja á.nýja skatta í margskonar augnamiði, en allir hafa þeir skapað nýjar byrðar og óhagræði fyrir atvinnu- rekendur og skattgreiðendur í heild. Margs þarf búið við og ríkisbúskapurinn er þar engin undan- tekning, nema síður sé. Hitt er augljóst mál að mjótt er mundangshófið og magrar kýr mjólka sjaldnast vel. Hóf verður að vera á skattaálögum, þannig að þær gangi ekki of nærri atvinnurekstri og a‘ð hann geti þróast og dafnað eðlilega. Hvert fyrirtæki verður að eiga þess kost að safna svo varasjóðum, að það geti staðist líkleg óhöpp eða sveiflur og sé ekki ofurselt dauðanum um leið og „eðlilegt ástand skapast". Skattar og tollar leiða það af sér, að allur atvinnurekstur á nú í vök að verjast., og nokkrar starfsgreinar lifa á beinni eða óbeinni opinberri fyrirgreiðslu og þá sjávarútvegurinn öðrum frekar, sem er þó undirsíaða allrar þróunar og framfara í landinu, auk þess sem þjóðin á allt sitt lif undir afkomu hans. Svo nærri hafa skatt- arnir gengið gjaldþegnunum, að segja má með fullum rétti að stefnt hafi verið örugglega til allherjar. þjóðnýtingar og ríkis- rekstrar, sem auðvelt er að efna til en ekki af að létta. Hvev Ib&jr söhina ? Þjóðin vildi standa saman. Það leikur varla á tveim tungum, að þjóðin óskaði þess eindregið að samkomulag næðist um val forsetans, svo að komist yrði hjá kosningum. Þetta virðist stjórnarflokkun- um hafa verið ljósara en Al- þýðuflokknum. Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknar- flokkurinn reyndu í langan tíma að finna leið til samein- ingar um málið. Ekkert var eðlilegra en að tveir stærstu flokkarnir reyndu fyrst að ná samkomulagi sín á milli. En allan þann tíma sém þessar tilraunir stóðu yfir, vann Al- þýðuflokkurinn að öðru áhuga- máli, sem ekki stefndi að þjóð- areiningu heldur að pólitísk- um vinningi AB-flokksins. ★ Hann vann að því að tryggja framboð síns eigin manns, eins heísta foringja síns. Flokkur- inn var frá öndverðu ákveðinn í því að samþykkja ekki eða styðja framboð nokkurs ann- ars manns. Meðan hinir flokk- arnir störfuðu að sameiningu, starfaði AB á bak við tjöldin, talaði tveim tungum og lék tveim skjöldum við kjósendur hinna flokkanna, sagði þeim að flokkar þeirra ætluðu sér að styðja Ásgeir Ásgeirsson og að allir helstu forustumenn flokk- anna mæltu með framboði hans. Á þann hátt voru margir menn bundnir skriflega og mannlega, áður en hinir flokkarnir höfðu tekið afstöðu til málsins og áður en kjósendur höfðu áttað sig. ★ Þegar svo málið loksins lá Ijóst fyrir, þóttust margir að vonum illa hlunnfarnir, sem höfðu lofað stuðningi sínum á allt öðrum forsendum. Þeim hafði verið sagt margt. Sumum hafði verið sagt að Sjálfstæðis- flokkurinn yrði hlutlaus og skipti sér ekki af kosningum. Öðrum hafi verið talin trú um að foringjar Sjálfstæðisflokks- ins óskuðu að Ásgeir yrði kos- inn. Og enn aðrir höfðu verið veiddir á þá gömlu tálbeitu, að gæta þess nú, að láta ekki flokksklíkurnar skipa sér fyrir verkum. Allt hafði þetta sín á- hrif í svip — an ekki lengur. ★ Flestir hafa nú skilið að allt var þetta blekking. Alþýðu- flokkurinn ætlaði sér aldrei annað hlutverk í forsetakjörinu en að „deila og drottna". Hann ætlaði aldrei að taka höndum saman við aðra flokka nema með því móti að hans eigin maður væri í kjöri. Ilann ber því einn sökina á því að þjóð- areining náðist ekki um for- setakjörið. Óskir þjóðarinnar í þessu efni strönduðu á póli- tískri framgirni Alþýðuflokks- AB-málgagnið og lið þess tönnlast sífellt á því, að for- setakjörið sé flokkunum óvið- komandi og enginn kjósandi eigi að taka tillit til þeirra. Þó róa þeir að því öllum árum, að tekið sé tillit til Alþýðuflokks- ins — hans frambjóðandi á að hafa sérstöðu. En einmitt sér- staða og sundrungarviðleitni Alþýðuflokksins og málgagns þess liefir neytt stjórnarfloklc- ana til þess að taka upp víðtæka skelegga baráttu í forsetakjör- inu, til þess að vinna að þeirri þjóðareiningu í þessu máli, seni þjóðin óskaði eftir. 'k Það er ekki ánægjulegt hlut- skipti fyrir neinn að bera á brjósti sér AB-stimpilin í þess- um kosningum — sízt fyrir sj álf stæðismenn. GrímsstaðahoH. Leiðin er ekki lengri en I Sveinsbúð Fúlkagötu 2 þegar þér þurfið að setja smáauglýsingu í Vísi. — Þær hrífa jafnan — smáaugiýsingarnar í Vísi. BERGMAL Sr. Ragnar Benediktsson, fyrrum sóknarprestur í Hruna- prestakalli, hefir sent blaðinu eftirfarandi greinargerð: Um Hrunakirkju. Söngloftið í Hrunakirkju 1 Eystri-hrepp. — Hrunakirkja er að dómi margra ein mynd- arlegasta og veglegasta kirkja í Árnessýslu og' hefir henni jafnan verið vel við haldið. Hún var reist í pretsskapartíð sr. Jóhanns Kristjáns Briem prófasts, er þótti skörungur og ágætur kennimaður, enda átti hann drjúgan þátt í því, að kirkjan var fullgerð og vígð fyrsta sunnudag í jólaföstu 1865, sama ár og sr. Kjartan heitinn Helgason fæddist, en hann var prestur í Hruna frá 1905—1930 og síðar prófastur í Árnessýslu (t í Reykjavílc 1931). Árið 1908 var kirkjan lagfærð og m. a. settur á hana nýr turn (sbr. Einar Jónsson prófessor: Minningar). Söng- loftið í kirkjunni hefði þá einnig þurft nauðsynlega að lagfæra, þannig, að það yrði „lækkað“ því ekki hefir verið til þessa hægt að koma þar fyrir orgeli eða söngkór, því „söngloftið“, sem eg kalla svo, mun upprunalega ekki hafa verið ætlað til söngs, enda sést aðeins „neðri helmingur“ fólks, ef það tekur sér bólfestu uppi á loftinu. Sóknarnefnd vildi ekki breytingar. Þegar eg hvarf frá Hruna- prestakalli í fardögum lýðveld- isárið 1944, nú fyrir átta árum, óskaði eg eftir, að kirkjuorgelið yrði flutt aftar í kirltjun og framkvæmdi það á mitt ein- dæmi (flutti til tvo kirkju- bekki), en sóknarnefndin gat af einhverjum ástæðum, senni- lega fornri hefði, ekki fallizt á þessa ámihnztu breytingu, þannig, að ekki gat þá orðið af henni né heldur „lækkun söng- loftsins“, er var mér áhugamál. Söngkór stofnaður. Þegar pretsset-ið er nú orð- ið laust úr ábúð kirkjubónd- ans og sóknarpresturinn hefir „tekið við jörðinni“ eins og honum ber að lögum skv. kirkjurétti, finnst mér ekki fjarri, að háttvirt sóknarnefnd og söfnuðurinn eystra og vel- unnarar kirkjunnar bindist samtökum um að „Iækka söng- loft“ kirkjunnar og vinna þann veg að framkvæmd til bóta og í framfaraátt ekki sízt þar sem söngkór Hrunakirkju hefir eigi alls fyrir löngu verið stofnað- ur. Orgel Hrunakirkju þyrfti, ásamt söngfólki, að vera uppi á söngloftinu. Að hafa „orgel og söngfólk“ upp við altari kirkju er úrelt nú á dögum, og ætla eg mér með þessari skoðun alls ekki að gera lítið úr fornum dyggðum og' foimri menningu né kirkjulegri hefð. Kirkjulíf í Hrunasókn. En það munu allir vinir ; Hrunakirkju sjá, að þetta er hagstætt fyrir kirkjusönginn. Eg hefi leyft mér að senda „Vísi“ þetta spjall mitt um söngloftið í Hrunakirkju í trausti til þess, að það verði birt og að áhugafólk um kirkju- söng eystra og hér syðra sjái svo um, að þessi breyting kom- izt á hið fyrsta. Hygg eg áreið- anlega að þetta verði til mik- illa bóta fyrir kirkjulíf í Hrunasókn. Vér skulum minn- ast þessara orða skáldsins: Svífðu nú sæta, söngsins engla mál, Angrið að bæta, yfir mína sál. Tónaregn þitt táramjúkt, titri nið’r á hjartað sjúkt, eins og dala daggir svala þyrstri rós i þurk. (7. júní 1952). R. B. Gáta dagsins. Nr. 162: Hver er sá handarlaus, hendur þreytandi? Eitt hefir auga í haus, ei þó sjáandi, er að ásýnd dautt, cu oft hljóðandi, hefir hvatt og blautt hjá sér bjóðandi. Svar við gátu nr. 161: Fjöður.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.