Vísir - 25.07.1952, Blaðsíða 4
4
V í S I B
Föstudaginn 25. júlí 1952
wxssxs.
DAGBLAÐ
Bltstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLADAÚTGÁFAN VlSm H.F.
2L£greiðsla: Ingólfsstræti 3. Síxnar 1660 (fimm linur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.£. '! VS
Háttvísi „atvmnumáfa-
nefndarinnar.'
u
Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna mun hafa kosið nefnd fyrir
nokkru, sem ætlast var til að ræddi atvinnumálin við ríkis-
stjórnina og ef til vill fleiri aðila. Nefndin fékk áheyrn hjá
ríkisstjói’ninni í fyrradag og var þar tekið vinsamlega. Voru
atvinnumálin rædd frá ýmsum hliðum, en nefndin mun ekki
hafa rökstutt erindisrekstur sinn með meiru en orðum einum
og engum skilríkjum haft yfir að ráða, sem sönnuðu fullyrð-
ingar hennar um ríkjandi atvinnuleysi. Hinsvegar verður ekki
í efa dregið að atvinnuleysi kunni hér eitthvað að vera, en
slíkt fyrirbrigði getur stafað af ýmsum sökum, enda er gert
ráð fyrir í lýðfrjálsum löndum, að menn geti af eðlilegum or-
sökum skort verkefni um stund, án þess að um varanlegt at-
vinnuleysi sé að ræða í því sambandi. Venjulega er það svo,
að er menn skipta um atvinnu, hverfa frá einni grein til ann-
arrar, eða jafnvel milli fyrirtækja í sömu grein, þá getur lengri
eða skemmri tími farið í atvinnuleysi, en atvinna þó verið
tryggð.
* Atvinnuleysi jciur einnig stafað af hinu, að atvinnurekendur
dragi saman seglin um skaman tíma eða hætti jafnvel fram-
kvæmdum t.d. vegna sumarleyfa, en atvinnuleysi, sem af slíku
stafar getur ekki talist varanlegt og bitnar að sjálfsögðu ekki
að fastráðnum starfsmönnum. Yfir sumartímann dregst atvinna
að einhverju leyti saman af þessum sökum. Loks má vekja
athygli á að hafnarverkamenn hafa sjaldnast stöðuga atvinnu,
en einmitt með hliðsjón af því hafa verkalýðsfélögin rökstuít
hækkun tímakaupsins í dagvinnu, næturvinnu og helgidaga-
vinnu. Æskilegast væri að hafnarverkamenn gætu stöðugt
gengið að störfum, en verkefni þeirra eru í rauninni háð sjó
og veðrum og er í eðli sínu óstöðugt og öryggislítið að því e.r
varðar vinnutímann, hvort sem miðað er við dagleg verkefni
eða vinnustundafjöldann á vikum og mánuðum, en oftast er
verkefnaskorturinn einhver í þessari starfsgrein, þótt næg
atvinna bjóðist í öðrum greinum og á öðrum stöðum í landinu,
^ Svo virðist sem atvinnumálanefnd fulltrúaráðs verkalýðs-
félaganna telj; að ríkisstjórnin hafi í hendi sinp^ að ákveða
stefnu Og lánastarísémi bankanna, en hénni mun hafa verið á
það bent, að ef þetta væri ekki með öllu hlutverk bankanna
sjálfra, VEeri það verkefni löggjafans, en ekki ríkisstjórnarinnar
að hafa íhlutun í þessu efni og yrðu slíkar ráðstafanir að bíða
þar til Alþingi kæmi saman til haustfunda. Rikinu sjálfu hefur
ekki verið séð fyrir of ríflegum tekjum, en auk þess getur
ríkisstjórnin ekki ráðist í veruleg nýmæli, án samþykkis þings-
ins og getur þannig ekki aukið verkefnin umfram það,
sem ráð er fyrir gert í fjárlögum. Ríkisstjórnin ber skylda til
að stilla öllum umframgreiðslum í hóf, enda á hún undir högg
að sækja hjá Alþingi, varðandi samþykkt fjáraukalaga, en þar
eru tilfinnanlegar umframgreiðslur sjaldnast vel séðar, þótt
oft verði að inna þær af höndum af illri nauðsyn og aðallega
vegna breyttra aðstæðna frá því, sem gerðist er fjárlög voru
samþykkt.
Vafalaust hefur allt þetta verið skýrt fyrir atvinnumála-
nefndinni, en svo furðulega bregzt hún við, að hún leitar beint
til Þjóðviljans til þess að bera ríkisstjórnina upplognum sökum,
í stað þess að þakka henni góða og glögga fyrirgreiðslu. Slíkt
getur tæpast talist viðeigandi háttvísi, nema því aðeins að eiít-
hvert kommúnista rekald á fjörum nefndarinnar hafi flotið
yfir til Þjóðviljans, og eigi nefndin því sem slík ekki sök á mis-
tökunum.
Alvarlegasta atvinnuleysið í landinu stafar ekki af því, að
skort hafi á verkefnin að svo miklu leyti, sem fyrir varð séð,
len hinsvegar leiðir aflabrestur það af sér að atvinnuleysi hlýtur
víða að verða tilfinnanlegt og töp útvegsmanna og annarra
atvinnurekenda stórfelld á okkar mælikvarða. Við slíkan veiði-
brest fær engin ríkisstjórn ráðið og ei heldur nokkur atvinnu-
málanefnd fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna. Sjórinn er duttl-
ungafullur og vissulega ekki ávallt eins stórgjöfull og kjara-
samninganefndir verkalýðsfélaganna vilja vera láta. Um það
þýðir ekki að fást, en taka með karlmennsku hverju því, sem
að höndum ber og gera jafnharðan viðeigandi ráðstafanir til
úrlausnar. Síldveiðibresturinn veldur áhyggjum, ekki einvörð-
ungu af þeim sökum að ekki verður aflað útflutningsverðmæta
svo sem vonir stóðu til, heldur einnig af alhliða samdrætti í
•atvinnulífi, sem af aflabrestinum leiðir á komandi hausti og
vetri. Horfurnar eru erfiðar í bili, en leggi menn allt lið sitt
íram, er ekki þá um að saka, þótt verkefni Iáti á sér standa.
JX s rtPti í elís tj
Frú Vilborg Einarsdóttir.
í dag á níræðisafmæli merk- j
iskonan Vilborg Einarsdótt.ir. !
frá Strönd í Meðallandi. Segja t
má, að slíkur aldur sé ekki hár,1
þegar miðað er við aldur þjóða
eða jarðsögu, en samt sem áður
verður hann það, þegar hin
stutta mannsævi er höfð í huga
Sjáum við það bezt, sem erum
miklu yngri. Einkennilegt finnst
okkur að hafa enn meðal okk-; j
ar menn, sem komnir voru til
nokkurs þroska þjóðhátíðarár- |
ið 1874 og höfðu lifað meðal,
mannsaldur um síðustu alda-1
mót. En frú Vilborg er ein í
þessum flokki og fyllir hann
með miklum sóma.
•wpHnwap mvsm
Eins og gefur að skilja, hefur
frú Vilborg mikla reynslu að
baki sér og býr yfir miklum
fróðleik frá þessu langa ævi-
skeiði. Hef ég, sem þessar lín-
ur rita, oft hlýtt með ánægju
á frásagnir hennar, sem hún
færir í búning kjarngóðs skaft-
fellsks máls. Vil ég hér nota
tækifærið til að þakka henni
allar slíkar fræðslustundir og
vona enn fremur, að þær verði
enn margar.
Frú Vilborg er fædd 25. júlí
1862 í Þykkvabæ í Landbroti.
Foreldrar hennar voru þau
hjónin Einar Einarsson, oddviti
á Strönd í Meðallandi, og Rann-
veig, dóttir Magnúsar Magn-
ússonar á Skaftárdal, sem var
annálaður búhöldur á sinni
tíð. Einar, faðir Vilborgar, var
einnig af góðum ættum og mik-
ill vitsmunamaður. Fékkst hann
I
! nokkuð við x’itstörf og var vel
hagmæltur. Ólst frú Vilborg
upp í föðurgarði ásamt systkin-
um sínum. Eru enn á lífi þrjár
systur hennar, tvær búsettar í
Vík í Mýrdal og ein í Ameríku.
Árið 1888 giftist frú Vilborg
Sveini Ólafssyni frá Eystri-
Lyngum í Meðallandi, sem var
mikill dugnaðar- og hagleiks-
maður, eins og flestir eldri
I Skaftfellingar muna, Voi’u þau
hjón fyrsta árið í húsmennsku
á Lyngabökkum í Meðallandi
hjá foreldrum Sveins, en flutt-
ust þaðan að Ásum í Skaftár-
tungu og voru þar næstu 5 ár.
Þá fóru þau að Höfðabrekku í
Mýrdal og bjuggu þar í 11 ár
og loks að Suður-Hvammi í
sömu sveit og bjuggu þar til
ársins 1920, en þá fluttust þau
hingað til Reykjavíkur. Reisti
Sveinn þeim íbúðarhús á Bald-
ursgötu 31, og þar bjuggu þau
saman, þar til Sveinn lézt 30.
maí 1934, en síðan hefur frú
Vilborg búið þar áfram.
Þau hjónin Vilborg og Sveinn,
voru samhent og dugleg í bú-
skap sínum. Sveinn var völund-
ur í höndum og fékkst mikið
við smíðar, bæði heima og að
heiman. Hvíldi þá umsjá heim-
ilisins mjög á húsfreyjunni, er
rækti störf sín af miklum skör-
ungsskap. Var slíkt þó vanda-
samt, því að heimilið var oftast
mannmargt.
Þi-já sonu eignuðust þau og
komu öllum til mennta. Var
það vissulega þrekvirki á þeim
tímum, þegar sækja þurfti alla
æðri menntun til Reykjavíkur
og annarra landa. Elztur sona
þeirra var Karl. Hann lærði
verkfræði og rafmagnsfræði í
Þýzkalandi, en lézt þar 1919 og
var öllum, sem til þekktu,harm-
dauði. Hinir synirnir eru vel
þekktir menn og mikilsvirtir,
Gústaf Adolf hæstaréttarlög-
maður og Einar Ólafur prófess-
or. Hefur frú Vilborg verið í
skjóli sona sinna, síðan húxr
missti mann sinn, þótt hún hafi
hins vegar kosið að búa áfram
í húsi sínu. En í dag dvelst hún
á heimili Gústafs, sonar síns,
að Melhaga 16, umvafin ástríki
sona sinna og fjölskyldna
þeirra.
Vil ég fyrir hönd okkar allra,
sem höfum átt því láni að fagna
að kynnast frú Vilborgu og eiga
hana að vini, flytja henni beztu
afmæliskveðjur og óska henni
blessunar á ókomnum ævidög-
um.
J. A. J.
Ráðstefna um
Schumannáætlunina
Einkaskeyti frá AP. —■
Utanríkisráðherrar þeirra 6
ríkja, sem standa að Schumann-
áætluninni komu saman á ráð-
stefnu í gær, sem væntanlega
lýkur í kvöld.
Gerðar verða ýmsar loka-
ráðstafanir til undirbúnings
framkvæmdar áætlunarinnar.
Kjörinn verður framkvæmdar-
stjóri og ákveðið höfuðsetur
stjórnar þeirra, sem sett verður
á laggirnar, og vilja Frakkar
að það verði í Strassbourg.
Bíll óskast
Vil kaupa 4ra manna
bifi’eið. Staðgreiðsla. Til
viðtals í síma 81012 kl. 7—
8,30 eftir hádegi í dag. —
BERGMAL
Dýrar kartöflur
Eftir langvarandi kartöflu-
leysi eru nú loks farnar að
sjást kartöflur í einstaka fisk-
verzlun. En þessar nýju
kartöflur, 'sem eru íslenzkar
kosta nú bara allt að því
kr. 6.00 og kr. 6.50 hvert
kíló. Það er spurning hvort
kai’töflur með þessu verðlagi
eru nokkur lausn á vanda-
málinu. Hræddur er ég um að
verði verðið á þeim ekki lækk-
að eitthvað muni þær tæplega
verða almennt keyptar. Þessar
kartöflur eru reyndar ágætar,
en dýrar verða þær að teljast.
Það er eftir öði-u að kartöflur
eru dýrastar, þegar skortur er
á þeim, en í rauninni finnst
mér stilla mætti verðinu meira
í hóf, þar sem hér er um að
ræða nauðsynja vöru.
Lélegir garðar.
Það er kannske nokkuð
snemmt að segja neitt um hvort
uppskera í kartöflugörðum
verði rýrari í ár en í fyrra. En
ég brá mér upp í kartöflugarð
í Selásnum í fyrrakvöld og
hjálpaði þaf kunningja mínum
1 við að lú garðinn. Fer ekki á
milli mála, að miklu virðist
spretta vera lélegri nú, en hún
var um svipað leyti í fyrra.
Jafnvel þar sem gott útsæði
var sett niður í vcr, eru grösin
ákaflega illa komin upp, og það
sem einkennilegra er að grösin
eru mjög mismunandi jafnvel
í sama garðinum. Ég er nú
reyndar heldur ekki viss í að
þessi garðstæði séu góð, því
nokkuð vix’ðist moldin leir-
kennd.
Holl er útivistin.
Ég er í þeim hópi manna, sem
hefi gaman að garðvinnu, og
álít ég að það sé beinlínis nauð-
synlegt öllum þeim, sem stunda
innivinnu að eiga garð til þess
að bjástra við í frístundum.Auk
þess sem sú útivist er mjög holl
innisetumönnum, er ekki svo
lítil búbót að því að geta sjálf-
ur ræktað sínar kartöflur,
einkum þegar reynslan sýnir að
þær eru miklu ódýrari á þenna
hátt. Það er líka gaman að
koma í leigugarðana og sjá
fólkið vera að vinna í görðum
sínum, en með hverjum nýjum
garði, sem bætist við, eru þó
nokkrar krónur sparaðar í er-
lé'ndum gjaldeyri. Því enn þurf-
um við íslendingar að flytja ár-
lega inn nokkuð af þeirri nauð-
synjavöru.
Vont að fá garða.
Það er bara einn hængur á
nú, að erfitt hefir verið að út,-
vega sér garð, en úr því þyrftí
að bæta. Eins eiga ýmsir bæj-
armenn örðugt með að eiga
garða mjög fjærri bænum og
eiginlega ekki á annarra færi
en þeirra, sem eiga bíla. Mér
finnst að leggja beri mikla á-
herzlu á, að auka garðlönd
einstaklinga í bænum, og hvetja
menn til þess að taka sér garða
og rækta kartöflur og annað til
vetrarins. — kr.
Gáta dagsins.
Nr. 198.
Hver'er sá karl í kvenna
rann,
kominn leti að banna;
sinni fylli safnar hann
sér á milli tanna.
Svar við gátu nr. 197.
Kirkjulykill.