Vísir - 25.07.1952, Blaðsíða 8

Vísir - 25.07.1952, Blaðsíða 8
| LÆKNAR O G LYF JAB@ÐIK í \ j &v ■ . . .. p. Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið í ■ Læknavarðstofuna, sími 5030. ! Vörður er í Lyfjabúðinni Iðunn, sími 7911. VIBIR Föstudaginn 25. júlí 1952 LJÓSATÍMI bifreiða er enginn lögboðinn til 1. ágúst, Næst verður flóð í Reykjavík kl. 20.35. & él^mpínleikarnir: Ótrúlegt heimsmet í sleggjukasti í gær. Suðurríkjademokratar reiðu- búnir að bregðast flokki sínum. Zatopek osigrandi i langlilaopom Munu ekki styðja frambjóðanda vill auka réttindi blökkumanna. teijast vegaa eSeilu um flohhshoiSustu- Einkaskeyti frá AP. — Chicago í morgun. Það virðist ætla að fara svo, sem marga hefir grunað, að Dixiekratar — þ.e. demokratar frá Suðurríkjunum — ætli að láta það ráða afstöðu sinni til frambjóðanda flokksins, hvort hann fylgir stefnu Eoosevelts og Trumans, eða er fús til að standa með þeim gegn réttindamálum blökkumanna. Helztu tíðindi á Ólympíuleik- unum í gær voru e. t. v. þau, - að Ungverjinn Cermak setti nýtt og ótrúlegt heimsmet í sleggjukasti, varpaði sleggjunni - 60.34 metra. Eftir 400 m. hlaupið, þar ;. sem Guðmundur Lárusson náði heldur lökum tíma og komst • ekki í úrslit, er þætti íslend- inga lokið í leikunum, að frá- - teknu því, að þeir munu taka þátt í 4X100 m. boðhlaupi. — Guðmundur hljóp á 49.7 sek. Met hans er annars 48 sekúnd- - ur. Bandaríkjamenn voru enn -. sem fyrr sigursælir, áttu þrjá fyrstu menn í 110 m. grinda- 1 hlaupi, þar sem Harrison Dill- . ard varð fyrstur á 13.7 sek. Þá sannaði Tékkinn Zatopek ; yfirburði sína í langhlaupum : með því að sigra glæsilega í 5000 m. hlaupi eftir óhemju .'. harða keppni á 14.06.0 mín., en Frakkinn Mimoun varð annar ■ '(14-07.4) og Þjóðverjinn Schade ; þriðji (14.08.6). Ungfrú Strickland frá Ástra- . líu sigraði í 80 m. grindahlaupi ; kvenna á 10.9 (nýtt heimsmet), • en Anna Zatopkova, kona Zato- - jpeks, sigraði í spjótkasti kvenna kastaði 50,47 m., sem er nýtt heimsmet. Talið er, að 1500 m. hlaupið verði mjög tvísýnt, en úrslit í því verða í dag. Svíinn Olle Aa- ", berg hefir beztan tíma, 3,51.0 Undanfarin 5 ár hafa íbúar þorps nokkurs í Danmörku átt . í hörðum bardögum við uglur, •og hafa menn borið stálhjálma Og gasgrímur í viðureigninni við þær, en samt beðið lægri hlut. Ugluhópurinn, sem heldur sig í nágrenni við þorpskirkjuna •er undir forustu gamalls karl- fugls, og að kvöldlagi koma þær þjótandi og ráðast á syrgj- •endur, sem sitja við leiði lát- ‘ inna ættingja og vina. Prestur- inn og grafarinn, hafa þó ekki • enn orðið fyrir barðinu á þess- um ófögnuði. Sérstaka óbeit virðast ugl- urnar hafa á gömlum konum, sem leggja leið sína í kirkju- garðinn, og þær kroppa óspart í hÖfuð þeirra og andlit, <jg ó- sjaldan hafa uglurnar stolið höttum þeirra eða rifið þær til blóðs í andliti. íbúarnir hafa ekki mátt beita skotvopnum, þar sem uglur eru mín., en í 400 m. virðast þeir harðastir, Wint og Rhoden, báð- ir frá Jamaica. ...------ Hreingemingi boðin út. Tilrauii með Mið- tiæjarskóianii. Aðalhreingerning Miðbæjar- skólans var boðin út og hefir verið tekið tilboði frá Gunnari Jónssyni um verkið. A sl. bæjarráðsfundi var samþykkt tillaga frá Jónasi B. Jónssyni, Guttormi Erlendssyni og Sigurjóni Sveinssyni varð- andi aðalhreingerningu skól- ans. Höfðu þeir lagt til að vinn- an við hreingerningu eins skól- ans yrði boðin út í tilraunar- skyni og reynt á þann hátt að færa niður kostnað við hrein- gerningar barnaskólanna. Kostnaður við aðalhreingern- ingar skólanna hefir verið geysimikill, en fram til þessa hafa þessi verk verið unnin í tímavinnu. Nú hefir því verið horfið að því ráði að bjóða út verkið við einn skólann, og varð Miðbæjarskólinn fyrir valinu. All mörg tilboð bárust og var talið að tilboð frá Gunnari Jónssyni væri hagstæðast. friðaðar í Danmörku. Beðið var um undanþágu í þessu tilfelli, en þorpsbúar fengu synjun. Þá tóku nokkrir röskir menn í þorpinu sig saman og vopnuð- ust stálhjálmum og gasgrím- um og hugðust taka ,,foringj- ann“ lifandi og afhenda hann lögreglunni. En hinn geðilli for- ingi slapp eftir að hafa kropp- að í hjálmana af miklum á- kafa, og uglurnar rifu sundur glerugun á gasgrímunum. Þessi tilraun fór því út um þúfur. Eina von íbúanna er að koma uglunum út í skóg, sem er í talsverðri fjarlægð, en engum hefur tekizt að finna aðferð til þess — enn sem komið er. Að- eins einn kost hefur þessi ó- fögnuður í för með sér. Ferða- menn leggja gjarnan leið sína til þorpsins til að sjá uglurnar svo að fjárhagsafkoma þorpsins batnar að nokkru leyti þeirra vegna. „Atvinnuleysi" kommúnlsta. OheppiS&egiir fulltrúar. Eftir því sem Vísir hefir fregnað, ræddi atvinnumála- nefnd fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna við ríkis- stjórnina í fyrradag um at- vinnuleysið í bænum. Sögðu fulltrúarnir að 500 manns gangi atvinnulausir í bænum um þessar mundir. — Ekki munu þeir hafa haft neinar skýrslur um ástandið, held- ur mun brjóstvit kommún- istanna hafa ákveðið þessa tölu. Virðist atvinnuleysi það sem kommúnistar segja að nú sé í bænum, vera aðallega notað sem pólitískt árásar- efni á ríkisstjórnina með stórum fyrirsögnum í Þjóð- viljanum, þótt engar ábyggi- legar upplýsingar liggi fyrir um ástandið. Hinsvegar virðist háttvísi sumra fulltrúanna vera mjög ábótavant, eftir því sem fram kemur af frásögninni um samræðurnar í Þjóðvilj- anum í gær. Eru það vafa- laust fulltrúar kommúnista, sem þar eiga hlut að máli. Þeir eru ekki fyrr komnir frá viðræðuborðinu, en þeir hlaupa í Þjóðviljann með allskonar svívirðingar um þá ráðherrá sem þeir ræddu við og þyrla upp allskonar ósannindum í sambandi við svör ráðherranna. Virðist svo sem til þessa umræðu- fundar hafi verið stofnað af kommúnistum til að svívirða ríkisstjórnina og rægja þá ráðherra, sem nefndin talaði við. Má segja að slíkt séu heldur óheppileg vinnu- brögð, ef þessir menn ætlast til að stjórnarvöldin taki málaleitunum þeirra með skilningi og velvilja. Fyrir kommúnistum vakir að engin samvinna né fyrir- greiðsla geti tekist um at- vinnumálin. Síldvei5ar: Agætft vtíður, en engin síld. Aðeins eion bátur var vænt- anlegur til Sigluf jarðar með síld í morgun, er blaðið átti tal við fréttaritara sinn þar. Var Einar Hálfdán að koma með 200 tunnur. Heyrzt hafði að togarinn Jörundur væri að landa 100 tunnum í Hrísey. Nokkrir bátar munu hafa feng- ið slatta í nótt, 10—20 tunnur. Sú síld verður söltuð á Húsavík. Ágætt veður var nyrðra í morg- un. Fundur stóð á flokksþinginu í rúmlega 14 klukkustundir samfleytt, var ekki slitið fyrr en nokkru eftir miðnætti (það er að segja á áttunda tímanum eftir íslenzkum sumartíma), og hafði verið deilt um skuldbind- ingarákvæði varðandi flokks- hollustu. Þegar þingið hófst, og fyrstu daga þess, bar ekki á öðru en að eindrægni og samhug- ur ríktu, því að samkomulag varð um kosningaskrána — a. m. k. á yfirborðinu. En þegar ræða skyldi, hvort mönnum skyldi haldast uppi á- tölulaust að hlaupast undan merkjum flokksins, þá fór að krauma í pottinum. Suðurríkja menn vilja nefnilega ekki styðja forsetaefni, er fylgir „fair deal“ stefnu hinna frjálslyndu demokrata, og af þeim sökum buðu þeir t. d. sérstaklega fram 1948. Er ekki ósennilegt, að eitthvað óvænt gerist áður en varir. Deilan um flokkshollustuna hefir tafið fyrir atkvæða- greiðslu um forsetaefnin. Nöfn- um Trumans og Stevensons hef ir verið bætt á listann yfir nöfn þeirra, sem um er að velja, og þegar nafn Stevensons var nefnt í nótt, ætlaði allt um koll Einkaskeyti frá A.P. Kairo, í morgun. Ali Maher pasha ræddi í gær við Farouk konung í konungs- höllinni í Alexandríu og vann embættiseið sinn. Ráðherralistinn hefir ekki enn verið birtur, en flestir ráðherranna munu vera óháðir. Auk forsætisráðherraembættis- ins fer Ali Maher pasha, fyrst um sinn að minnsta kosti, með embætti utan- .og innanríkis- ráðherra, her- og flotamálaráð- herra. I Hermenn - éru á verði. Hermenn, með brugðna byssustingi, voru enn á verði í gær, ásamt lögreglunni, við Þjóðbankann - í Kairo og aðrar helztu byggingar. Allt er sagt með kyrrum kjörum bæði í að keyra á flokksþinginu, og stóð söngur og önnur fagnaðarlæti í 20 min., en lengur mega menn ekki gefa tilfinningum sínum lausan taum hverju sinni. Truman gefst nú tími til að fara til Chicago, þar sem stál- iðjudeilan er leyst, en hann hef- ir lýst yfir, að hann styðji Stev- enson. —' • ♦—---- Mossadegh ræðir við keisarann. Einkaskeyti frá A.P. Teheran í morgun. Dr. Mossadegh forsætisráð- herra Persíu ræddi í gær við keisarann og er sagt, að eng- inn ágreiningur sé nú þeirra milli. Viðræðufundur þeirra stöð 3 klst. — í gær var þjóðsorgar- dagur um gervalia Persíu og minnst þeirra 15 manna, sem biðu bana í óeirðunum, sem urðu í Persíu eftir að Sultaneh hafði verið tilnefndur forsætis- ráðherra og haldið ræðu þá, sem áður hefir verið getið. ... ♦ Schumann-áætlunin kemur til framkvæmda 10. ágúst en stjórnarsetur er óákveðið enn. Kairo og Alexandríu og allt að færast í venjulegt horf. — Flugvélar erlendra flugfélaga eru aftur byrjaðar ferðir með viðkomu á flugvöllum Egypta- lands, en þær lögðust niður í bili. Sir Ralph Stevenson, sendi- herra Breta í Kairo, sem var í sumarleyfi í Frakklandi, hefir verið kvaddur til Lundúna til viðræðna við stjómina, og er hann væntanlegur þangað í dag. Líklegt er, að Sir Ralph haldi þegar til Kairo að við- ræðunum loknum. Seinustu fregnir frá Kairo herma, að fimm hátt settir menn hafi verið handteknir. Þrír þeirra eru hershöfðingjar. Meðal hinna handteknu er að- stoðar-hermálaráðherra og lög- reglustjórinn í Kairo. Margt er steritiá Mei stálhjálma og gasgráour í stríði við uglur. r > i Oveii|uleg barátta danski’a Jiorpsibifta. ASi Maher ræddi við Farouk konung í gær. Allt með kyrrum kjörum í Egyptalandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.