Vísir - 25.07.1952, Blaðsíða 2

Vísir - 25.07.1952, Blaðsíða 2
y l s i b Föstudaginn 25. júlí 1952 íHitt og þetta Smælki. ................ Hér er saga um hinn þekkta tblaðamann Arthur Kober hjá : „The New Yorker“. Hann hafði kennt lasleika, og læknirinn spurði hann hvort væri mikið úti við. Já, svaraði Kober. Eg .sæki alltaf „New York Times“ hérna út á hornið á hverjum morgni. • Skömmu eftir að dóttirin Jhafði gifst, kom móðir hennar til máls við hana og sagði, að hún hefði gleymt að segja lienni frá einum hlut áður en hún gekk að eiga manninn. „Þú veizt það, elskan mín,“ sagði móðirin, „að eiginkonan á allt- af að uppfylla óskir eigin- mannsins.“ „Já,“ svaraði dóttir- : in, „það geri eg líka alltaf.“ „Ó, Guði sé lof,“ sagði móðirin, „og hvað er það, sem hann fer fram á?“ „Jú, hann segir alltaf . að það sé æðsta ósk hans að ; gera mig hamingjusama, og það er svo auðvelt.“ • Eitt sinn var Eisenhower á fundi með samstarfsmönnum . sínum í París, og var að brýna fyrir þeim að gera skyldu sína. Þá tók hann krítarmola og sagðist ætla að skrifa fyrir þá : formúlu. Hann skrifaði: V -j- H -)- Þ = Á og sagði: „Ef þið farið eftir þessari formúlu, þá hafið þið ekkert að • úttast. Menn tóku að spyrja hann um merkingu formúlunnar og þá sagði hann: „Þetta þýðir: Vinna + heppni þögn — .árangur.“ • Bandarískur hermaður, sem aú er í Kóreu, var staddur þar fyrir nokkrum árum, og mætti þá vel efnuðum bónda, sem reið asna, en konan gekk á eft- 3r með þunga byrði. Hann kvartaði undan því við Kóreumanninn að þetta væri ■ ekki vel við eigandi, en fékk háðulegt svar. í stríðinu mætti : sami hermaður sama bónda, og þá bar svo við, að lconan gekk ú undan. Hermaðurinn spurði bóndann livernig á þessu stæði. „Allur er varinn góður.“ .svaraði bóndinn. „Það úir og ; grúir hér allt þessum helv.. . jarðsprengjum.“ BÆJAR ^éttir Cíhu aíhhí Var..: Mikinn ósigur beið úrvalsliðið fyrir Skot- um í úrslitakappleiknum í gærkvöldi, er Skotar skoruðu 6 mörk, en hinir ekkert. Áhorf- ■ endur voru með flesta móti og væntu sér mikils ^f úrvalslið- inu, en því tókst sýnilega ver ■ en hinum, sem kepptu á laug- ardagskvöldið. : jSkozku knattspyrnumennirnir fara héðan í kvöld á Gull- fossi eftir 10 daga dvöl. Þeir hafa fengið ágætis veður og móttökunefndin gert sitt til þess að gera þeim dvölina sem skemmtilegasta. Láta þeir og hið bezta yfir viðtökunum. — Þó að ósigrar íþróttamanna hér hafi orðið miklir, þá er ekki : nokkur vafi á því, að þeir hafa haft stórmikið gagn af komu Jcnattspyrnumanna. Föstudagurinn 25. júlí. 207. dagur ársins. Læknablaðið, 10. tbl. þessa árgangs hefur borizt blaðinu. Birt er erindi, flutt af Pétri Jakobssyni um Trilene-svæfingar í fæðingar- hjálp. Þá er annað erindi flutt af Friðriki Einarssyni, um Trichobezoar. Getið er um em- bættispróf í læknisfræði í maí þessa árs. Að lokum er birt efnisskrá 36. árgangs. Aukarafmagnsskömmtun vegna eftirlits verður sem hér segir á morgun, laugardag. Frá kl. 9—11 verður rofinn í 4. hluta. Frá kl. 10,45—12,15 í 5. og 1. hluta. Straumur verður ekki rofinn eftir hádegi. íslenzkur iðnaður sparar dýrmætan er- lendan gjaldeyri, og eykur verðmæti útflutningsins. Sogsvirkjunin óskar eftir tilboðum í rafsuðu á túrbínuhólkum í aflstöðina að írafossi. Útboðslýsing og uppdrættir afhendast í teikni- stofu Rafmagnsveitunnar gegn 500 kr. skilatryggingu. Verk- efnið er til sýnis að írafossi þann 25. júlí, eða í dag kl. 14— 16. Óháði Fríkirkjusöfnuðurinn fer hina árlegu skemmtiferð sína n.k. sunnudag. Að þessu sinni verður farið að Saurbæ á Hvalf jarðarströnd og í Vatna- skóg. Fararstjóri verður Stefán Árnason. Safnaðarfólk, sem ætlar að taka þátt í ferðalaginu, þarf að skrifa sig á lista sem liggja frammi í verzl. Andrés- ar Andréssonar klæðskera. Vegna samninga um bifreiðir verða menn að hafa skrifað sig títcMcfáta Ht. 16 74 Lárétt: 1 Óræktarskikar, 5 tólf, 7 ending, 8 ósamstæðir, 9 fangamark, 11 illgresi, 13 farg á vef, 15 útsæði, 16 fleinar, 18 ósamstæðir, 19 þar sigraði Karl 12. Pétur mikla. Lóðrétt: 1 Illmennskan, 2 vopn Skarphéðins, 3 gapa, 4 tveir eins, 6 troða, 8 stundum við mat, 10 gælunafn, 12 skátar, 14 málmur, 17 skammstöfun höfuðstaðar. Lausn á krossgátu nr. 1673. Lárétt: 1 Rimma, 5 Job, 7 al, 8 KR, 9 mý, 11 inna, 13 als, 15 lás, 16 gjár, 18 Ra, 19 narra. Lóðrétt: 1 Rafmagn, 2 mjá, 3 moli, 4 AB, 6 brasar, 8 knár, 10 ylja, 12 nl, 14 sár, 17 RR. á listann í síðasta lagi á hádegi á laugardag. Blaðinu hefur borizt blað Sambands smásöluverzl- ana, Verzlunartiðindi. Á forsíðu er grein er nefnist „Nokkur orð um vöruþekkingu af- greiðslufólks. Þá er birt reglu- gerð um torgsölur. Sagt er frá söluskatti í Svisslandi. L skrif- ar um pöntunarfélag starfs- hópa. M.Þ. gerir frjálsa verzl- un að umræðuefni. Ýmislegt fleira er í blaðinu. íþróttablað drengja, 2.—3. tbl. 4. árg. er nýkomið út. Af efni má nefna Bandalags- póstinn, Dómald Ásmundsson ritar um skák. Sagt er frá Meistaramóti í fjölíþróttum, og birt er yfirlit yfir úrslit móta. Fréttir eru þar frá nokkrum íþróttafélögum. Þá er birt af- rekaskrá félaganna. Grein er um félagsheimili íþróttabanda- lagsins, og loks er „úr ýmsum áttum.“ Blaðið er fjölritað. Ferðafélag íslands ráðgerir tvær skemmtiferðir um þessa helgi. Er sú fyrri til Þórsmerkur og verður lagt af stað kl. 2 á morgun frá Austur- velli, og gist í tjöldum á Mörk- inni, en haldið heim á sunnu- dag. Hin ferðin er hringferð um Krýsuvík, Selvog, Stranda- kirkju og Þingvöll. Skoðuð verður borholan í Krýsuvík, og ekið Grafningsveg til Þing- valla. Þá ráðgerir Ferðafélagið 8—9 daga skemmtiferð um Vest- firði, og hefst hún 31. júlí. Einnig verður Breiðafjörður, eyjarnar og firðirnir inn af honum skoðaðir. M.a. verður Dynjandi skoðaður. Nánari upplýsingar er að fá í skrif- stofu Kr. Ó. Skagfjörð Tún- götu 5, og liggja þar frammi áskriftalistar. Minnt skal á að farmiðar verða að sækjast í síðasta lagi á þriðjudag. Útvarpið í kvöld 20,30 Útvarpssagan: „Gras- grónar götur“, frásögukaflar eftir Knut Hamsun; VI. (Helgi Hjörvar). 21,00 Tónleikar (plötur). 21,25 Frá útlöndum (Benedikt Gröndal ritstjóri). 21,40 Tónleikar (plötur) 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Dans- og dægurlög. Skipaútgerð ríkisins Hekla fer frá Reykjavík á morgun kl. 20 til Glasgow. Esja er á Austfjörðum á suðurleið. Herðubreið er á Vestfjörðum á suðurleið. -Skjaldbreið verður væntanlega á Skagaströnd í dag. Þyrill var á Raufarhöfn í gær. Skaftfellingur á að fara frá Reykjavík í dag til Vest- mannaeyja. Skip S.Í.S. Hvassafell kom til Stettin í gær. Arnarfell fór áleiðis til Álaborgar 22. þ.m. Jökulfell átti að fara frá New York í fyrradag áleiðis til Reykjavík- gær til Reykjavíkur. Dettifoss er á leið til Reykjavíkur. Goða - foss er á leið til Leith og Reykjavíkur. Gullfoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss er á leið til Dublin, Cork, Rotter- dam, Antwerpen, Hull og Ham- borgar. Reykjafoss er í Reykja- vík. Selfoss er væntanlegur til Reykjavíkur í kvöld. Tröllafoss kom til Reykjavíkur í gær- kvöldi. Veðrið. Skammt norður af Vestfjörð- um er grunn og nærri kyrrstæð lægð. Háþrýstisvæði yfir haf- inu fyrir sunnan ísland. — Veðurhorfur fyrir Suðvestur- land til Vestfjarða: Suðvestan gola eða' kaldi, skúrir. Norður- mið: Suðvestan gola, skúrh’ vestan til. Norðausturmið. Suð- vestan gola, bjartviðri. — Veðr- ið á einstökum stöðum kl. 9 í morgun: Reykjavík SV 4, úði, 10 stiga hiti. Sandur VSV 3, alsk., 9. Stykkishólmur SSV 2, 10. Hvallátur SV 2, dálítill sjór. Bolungarvík, logn, alsk., 9. Hornbjargsviti SV 1, þoka, mikill sjór, 10. Kjörvogur V 1, ládautt, 10. Blönduós S 3, alsk., 10. Hraun á Skaga SV 3, skúrir, 10. Siglunes VSV 2, skúr, 12. Akureyri SA 3, 12. Grímsey SV 1, rigning, 9. Raufarhöfn SV 1, alsk., 13. Skoruvík S 1, 13. Fagridalur, logn, 14. Dalatangi SV 1, léttskýjað, 12. Vest- mannaeyjar V 4, skúr, 9. Þing- vellir S 2, úrkoma í grennd, 9. Reykjanesviti VSV 4, 10. Kefla- víkurflugvöllur VSV 3, 10. Iðnsýningunni seinkar. Á þriðja hundruð iðnfyrir- tækjum hefur verið úthlutað sýningarsvæðum á iðnsýning- unni, en undanfarnar vikur hefur verið unnið við undirbún- ing hennar, og hefur nú verið ráðstafað ölíu nýju rúmi Iðn- skólabyggingarinnar. Alls hefur sýningin til um- ráða 5600 fermetra gólfs á 5 hæðum, og er þar komið fyrir veitingasvæðum auk sýningar- svæða. Sem stendur er unnið að undirbúningi sýningarinnar af hálfu fyrirtækjanna, en þar sem líða tekur að því, að sýn- ingin verði opnuð, og enn er mikið verk óunnið við sjálfa bygginguna, hafa margir sýn- endur kvartað yfir því að tími til undirbúnings sé of stuttur. Mun eftir að ljúka málningu, ganga frá hreinlætistækjum og stigum, og ekki hafa raflagnir enn verið lagðar um allt húsið. Með tilliti til þess, sem að ofan hefur verið greint hefur opnunardagur sýningarinnar verið ákveðinn 6. september, og er það 2Vz viku seinna, en gert var ráð fyrir í upphafi. Um frekari frestun sýningar- innar mun ekki verða ræða. KAUPHOLLIN er mlðstöS verðbréíaviðskipt- anna. — Simi 1710. ur. Eimskip Brúarfoss fór frá Dublin í Domprófasturiiiii í Reykjavík boðar til safnaðarfunda í hinum nýju prestaköllum í Reykjavíkur-prófastsdæmi sem hér segir: 1. í Langholtsprestakalli, mánudaginn 28. þ.m. kl. 8,30 síðdegis í íþróttahúsinu við Hálogaland. — Langholts- prestakall nær yfir svæ.ðið frá mörkum Laugarnessókn- ar, línu, sem dregin væri frá Miklubraut, vestan Háa- leitisvegar, Múlavegar, Kambsvegar í sjó vestan Vatna- garða, og eftir Miklubraut að Elliðaám. 2. í Háteigsprestakalli, þriðjudaginn 29. þ.m. kl. 8,30 síð- degis í Sjómannaskólanum. — Háteigsprestakall nær yfir svæðið frá mörkum Hallgrímssóknar, eftir línu, sem dregin væri frá sjó í Rauðarárvík um Skúlatorg, austan Rauðarárstígs að Miklubraut austan Engihlíðar, milli húsanna nr. 12 og 14 við Eskihlíð um heitavatns- geymana á Öskjuhlíð og að línu, sem dregin væri frá Rauðarárstíg, sunnan Laugavegar að Kringlumýrar- vegi um Öskjuhlíð í heitavatnsgeymanna. 3. í Bústaðaprestakalli. í Bústaðasókn, miðvikudaginn 30. þ.m. kl. 8,30 síðdegis, í Fossvogskirkju. Bústaðasókn nær frá mörkum Kópa- vogshrepps að sunnan, að línu, sem dregin væri frá heitavatnsgeymunum á Öskjuhlíð í Nauthólsvík, að vestan og mörkum Háteigssóknar (sem áður segir) að Miklubraut og Elliðaám. 4. í Kópavogssókn, fimmtudaginn 31. þ.m. kl. 8,30 síðdegis í barnaskóla Kópavogs. — Kópavogssókn nær yfir Kópavogshrepp. Allir, sem heima eiga á áðurnefndum svæðum og eru 21. árs og eldri og eru í Þjóðkirkjunni, eiga rétt á að sækja fundina, hver á sínu svæði. Á öllum fundunum verða kosnar safnaðarnefndir (sókn- arnefndir) fyrir hinar nýju sóknir, en með bréfi dags. 17. júlí hefir kirkjumálaráðuneytið gefið út auglýsingu um skiptingu Reykjavíkur-prófastdæmis í sóknir og prestaköil. Reykjavík, 22. júlí 1952. í umboði formanns safnaðarráðs Reykjavíkur, dómprófastsins í Reykjavík. Óskar J. Þorláksson, dómkirkjuprestur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.