Vísir - 25.07.1952, Blaðsíða 5

Vísir - 25.07.1952, Blaðsíða 5
Föstudaginn 25. júlí 1952 V 1 S I B 3 George JPopoff: Hin nýja Marzotto, Hann er talinn eini maðurinn á Ítalíu, sem svíkur ekki undan skatti. þjóðhetja taldi rétt ítalir hafa eignazt nýja þjóð- hetju. Hún heitir fullu nafni Cprte Gaetano Marzotto di Valdagno. Hann hefir orðið þjóðfrægur fyrir breytingar þær og nýja starfstilhögun, sem hann hefir framkvæmt á sviði klæðaiðnaðar á Norður- Ítalíu. Og það er ekki aðeins að hann hefir hlotið frægð, heldur nýtur hann og almennra vinsælda og aðdáunar, meira að segja hjá þeim sem róttækir eru. En hvað kemur til þess arna? Hvað hefur maðurinn gert? Ekki hætishót annað en það, sem í flestum lýðræðis- löndum er talinn sjálfsagður hlutur, en telst til eindæmis á ítalíu. Hann hefir gefið rétt upp til skatts, sagt satt og ekkert dregið undan. Skattsvik töldust „friðhelg“. ítalir eru um þessar mundir að gera breytingar á skatta- löggjöfinni. Vanoui, fjármála- ráðherra de Gasperi-stjórnar- innar hefir ákveðið að berjast gegn skattsvikum, hinni æva- fornu „friðhelgu^ venju ítalskra framteljenda. Jafnframt hefir Vanoui ákveðið að venja skatt- greiðendur á nýja framtalssið- fræði. Þessi siðfræði var í því fólgin að ráðherrann skírskot- aði til lýðræðisanda ítölsku þjóðarinnar og samvizku henn- ar í efnahagsmálum og skoraði á hvern einstakan þjóðfélags- borgara að telja fram sannleilj-i anum samkvæmt og eftir beztu samvizku. Gegn þessu lofaði ráðherrann að skattskýrslurnar skyldu ekki verða sannprófað- ar. •— Almenningur hristi höfuðið yfir hinni nýju framtalssiðfræði og flestir voru á einu máli um það, að hún bæri engan árang- ur. Reynslan hefir líka sannað almennings"álitíð, því að í ný- lega birtum skýrslum hefir komið í ljós að af 47 milljónum ítala, eru ekki nema rösklega milljón manna, sem telja sig sjálfir tekjuskattsskylda. Meiri hluti þessara manna eru opin- berir starfsmenn eða aðrir sem á engan hátt geta falið tekjur sínar. Og á ailri ítalíu voru það ekki nema 729 manns sem töldu sig hafa yfir 20 þús. kr. mán- aðarlaun. En það sem athyglis- verðast þótti í skýrslu þessari var það, að af iðjuhöldum, stóreignamönnum og milljóner- um (sem vitað var að sumir höfðu yfir fimm millj. kr. árs- tekjur) var ekki nema einn ein- asti sem álitið var að hefði talið samvizkusamlega fram og sann leikanum samkvæmt. Hvíti hrafninn í hópnum. Þessi eini hvíti hrafn í hópi svarta táldi sig hafa 11 millj. kr. árstekjur, en það var vefnaðarvöruframleiðandinn — Gaetano Marzotto. — Þetta þótti með þeim éindæmum að nú er hann frægur orðinn um endilanga Ítalíu og hvarvetna nefndur sem eitt hið drengi- legasta og bezta fordæmi. „Við skulum reisa honum minnis- merki,“ sagði eitt málgagn kommúnista, „eða a.m.k. koma í veg fyrir að hann verði látinn á vitfirringahæli, en þangað vilja hinir iðjuhöldarnir helzt koma honum.“ Nú dylst engum sem ferðast um Ítalíu og kynnist þjóðinni að einhverju ráði, að þrátt fyrir mikla fátækt megin þorra þjóð- arinnar og bága lífsafkomu, er þó allstór hópur auðkýfinga, sem lifa í vellystingum prakt- uglega og ausa fé á báða bóga. Þetta er fólk sem hefur miklar tekjur og lifir og eyðir í hlut- falli við það. En svo að segja allir þessir menn svíkja undan skatti eftir fremsta megni. Það er aðeins einn hvítur hrafn í hópnum og það er Gaetano Marzotto. Hinn ítalski Ford. ítala, Gaetano ram tíl skatts. Jafn glöggskyggnum manni og gáfuðum sem Marzotto var það ljóst, að ef unnt væri að taka upp verkaskiptingu milli verksmiðjufólks og búaliðs væri stórt spor stigið í rétta •átt. En hver er Gaetano Marzotto, hvácT'hefur hann gert og hví hagar hann sér svona? Gaetano Marzotto er hár og þrekvaxinn maður með kónga- nef og frameygur vel. Göngu- lagið er fjaðurmagnað og öll hans framkoma og látæði eink- ar fjörlegt. Fas hans minnir á S.-Ameríkana, sólbrúnan eða á Henry Ford. Stærð þessa íháhhs er fyrst og fremst fólg- in í því að hann hefur á undur djarfan hátt gjörbreytt vinnu- háttum og skipulagningu í verksmiðjunum sínum og um leið bætt lífskjör starfsfólks síns á þann hátt að það er hæstánægt með þau. f fyrir- tækjum hans hafa kommún- istiskar skoðanir aldrei náð að festa rætur og verkföll eru þar óþekkt fyrirbrigði. En hvernig hefur honum tekizt öðrum fremur að bæta hag og lífskjör verkalýðsins, og um leið að halda honum frá öfgastefnum og verkfalls- löngun? Þegar Gaetano Marzotto hófst í stríðslok að nýju handa við að reisa verksmiðjur sínar úr rústum, ríkti hið mesta öng- þveiti í öllu atvinnulífi ítölsku þjóðarinnar. Höfuðmeinsemdirn ar voru þær sömu og þær eru enn, en það var í fyrsta lagi kæruleysi og getuleysi verk- smiðjufólksins, þannig að það gat engan veginn lifað af því kaupi, er það hlaut fyrir af- köst sín. í öðru lagi atvinnu- leysi vissan hluta ársins, eink- um vetrarmánuðina og loks í þriðja lagi eirðarleysi og rót- leysi verkafólksins uppreistar- hugur þess, kommúnistiskar til- hneigingar og verkfallsþrá. En Marzotto hugsaði með sjálfum sér að ef unnt reyndist að upp- ræta tvær fyrstu meinsemd- irnar myndi sú þriðja læknast af sjálfu sér. Ódýr framleiðsla úr eigin jörð. Marzotto ákvað að leysa þetta verkefni í sínu umhverfi, en það er í byggðarlagi milli Feneyja og Triest. í námunda við smábæ einn, Portogranaro liggja mörg þúsund hektarar mýrlendis og þetta land ákvað Marzotto að ræsa fram, þurrka og gera að nytjalandi. Og það er blátt áfram hrífandi að hlusta á Marzotto skýra frá þessum framkvæmdum og að- dragandanum til þeirra. Hann sagði: Meginþorri starfsmanna minna fær 1500 lírur á dag í kaup. Það getur á engan hátt talizt slæmt í sjálfu sér. En ef tillit er tekið til þess að menn- irnir verða að borga 1400 af þessum 1500 lírum fyrir fæði, þá horfir málið öðruvísi við. Þá dylst engum að atvinnan er ekki lífvænleg, og þar sem at- vinnan er ekki lífvænleg dafn- ar kommúnisminn, en þar sem kommúnismi er til staðar herja verkföll og öngþveiti í atvinnu- lífi. Af hugleiðingum um þetta vandamál lærðist mér eftirfar- andi: Ég get ekki leyst launa- spursmálið öðruvísi en að taka um leið tillit til lífsafkomu Verkafólksins og verðlags á lífsnauðsynjum þess. En í stað þess að hækka kaupgjaldið lækka ég verðið á matvælun- um, sem verkafólkið þarf til að framfleyta lífi sínu. Ég rækta landið með stórvirkum vélakósti þannig að framleiðsl- an kóstar ekki nema brot af því sem hún myndi annars kosta. Á þennan hátt njóta verkamennirnir miklu betri kjara en áður enda þótt kaup- gjaldið sé óbreytt. þetta skapað þioðfélagsvanda- mál sem ríkisstjórninni hefur ekki tekizt að leysa. En Marzotto gerði sér þá litið fyrir og leysti það sjálfur, þ. e. a. s. að svo miklu leyti sem stóð í hans verkahring og inn- an hans athafnasvæðis. Hann tók sér fyrir hendur að reisa hverja verksmiðjuna á fætur annarri, ekki í neinni ákveð- inni iðnaðargrein, heldur mörg- um og þeim sem fjarskyldust- um. Og hann valdi þessar iðn- aðargreinar með það fyrir aug- um að verkefnin og vinnan dreifðist sem jafnast niður á árstíðinar. Eins var það að þeg- ar offramleiðsla var komin í einhverja grein, þá var tekin hvíld á því sviði en megin þunginn lagður á einhverja aðra framleiðslu sem seljanleg var og arðvænleg þótti í það og það skiptið. Loks var sú verkaskipting höfð að landbún- aðarverkafólk, sem vinnur úti yfir sumarmánuðina, fær vinnu í verksmiðjunum strax og úti- störfin eru búin á haustin. Þannig skapast atvinna fyrir fólkið árið um kring. í „konungsríki“ Marzottos. Til þess að manni verði fylli- lega ljóst hvað Gaetano Marz- otto hafi afrekað verður maður að heimsækja hann í hreiðrið hans, smábæinn Valdagno. Þetta er bær með 40 þúsund íbúum og tilheyrir að sjálf- sögðu hinu ítalska veldi, er er raunverulega höfuðborg „konungsríkis“ Marzottos. Það er ekki síður gaman að skoða þetta litla og nýstárlega „konungsríki“ iðjuhöldsins en ýmsa fornfræga sögustaði eða listaverkaborgir ítalíu. — Maður er þarna í gersamlega nýjum heimi, ólíkum þeim, sem maður sér annars á Ítalíu. Hreinlætið og þrifnaðurinn er á fullkomnu stigi, þannig ai5 manni gæti komið til hugar a3 þessi litla borg væri annað- hvort í Sviss eða á Norðurlönd- um. Byggingarnar eru stíl- hreinar, skrautlausar en þægi- legar, hér eru mennta- og menningarstofnanir við hli<5 verksmiðjubygginganna, íbúð- arhús, samkomuhús, íþrótta- hallir og lystigarðar. En hver hefur svo orðið nið- urstaðan af þessari viðleitni Marzottos til bættra lífsskilyrða og afkomu verkafólksins? Svarið er þetta: Af þeim 30,000 starfsmönnum, sem Marzotto hefur í þjónustu sinni, eru innan við 200 kommúnistar. í öðru lagi það, að verkafólk keppir að því um gjörvalla Ítalíu að komast í þjónustu hans. í þriðja lagi má benda á þá staðreynd, að er morðtil- raunin var gerð á Togliattí sumarið 1948, brutust út verk- föll hvarvetna- meðal verka- og. verksmiðjufólks, nema í verk- smiðjum Marzottos. Þar áttu engar múgæsingar sér stað og epgum kom verkfall til hugar. Hin almenna velmegnun. starfsfólks Marzottos hefur skapað virðingu þess gagnvart hvort öðru, gagnvart vinnunni, frelsinu og lýðræðishugsjón- inni, en slík virðing er því mið- ur ekki nógu almenn meðal ítalsks verkafólks í dag. Einkaskeyti frá AP. -- Nýju Delhi í gær. í Nýju Dehli hefir verið til— kynnt, að samkomulag hafi í náðst milli ríkisstjórna Kash- mir og Indlands. Um 200 bandarískar sprengju flugvélar fóru til árása í morg- un á herstöðvar kommúnista S : Norður-Kóreu. «»«■»»««««•»«««»»»»»»»»» KVÖLÐ/íMkar. Jöfnun atvinnunnar. En vélatæknin í iðnaðar- og landbúnaðarframleiðslunni og lausnin á því viðfangsefni sem snýr að lækkun landbúnaðar- afurðanna, er ekki nema annar liðurinn í hagfræði Marzettos. af er sumri Hitt verkefnið sem hann leysti, á ekki síður heppilegan hátt, var samræmingin á atvinnu- vandamálinu og jöfnun þess á milli árstíðanna. Mikill meiri hluti ítalskra verkamanna hef- ur ekki atvinnu nema á vorin og sumrin, eða sem næst 165 dögum á ári. Hina 200 dagana, aðallega haust- og vetrarmán- uðina, er ekkert að gera, þess- vegna verður verkafólkið að treina kaupið sem það fær á þessum 165 dögum til lífsvið- urværis og uppihalds árið um kring. í fæstum tilfellum er þetta hægt og þessvegna svelt- ur fólkið heilu og hálfu hungri Þar sem hér er um að ræða hálfa þriðju milljón manna, sem svona stendur á um, hefur í FYRRADAG gekk hita- bylgja yfir Norðurland, að minnsta kosti upp til dala, og komst hitinn upp í 24 stig. Þótti mér ánægjulegt að heyra þetta, enda þótt ekki væri örgrannt um, að eg öfundi Norðlendinga þessa stundina, meðan suddinn og drunginn grúfði yfir höfuð- staðnum. Á hitt er svo einnig lítandi, að þeir eiga það sannar- lega skilið, Norðlendingar, að njóta sólar og blíðviðris um stund, því að ekki hafa þeir haft of mikið af slíku það sem ♦ Mér þótti hálf-kalt, þegar ég kom hingað fyrir rúm- um þrem vikum, því að rétt áður, hafði sannkölluð hita- bylgja gengið yfir norðaustur- hluta Bandaríkjanna, sú mesta, sem elztu menn mundu þar. Kvað svo rammt að þessu, að hitinn suður á Florida var eins og hæfilegur svali í samburði við þessi ósköp. Ég dvaldi á Westover-flugvelli í Massa- chusetts nokkra daga til þess að bíða eftir flugferð heim. Hefi ég naumast lent í meiri hitum áður, en í nokkra daga var hit- inn 37—39 gráður á celsius. ♦ Mátti heita, að vinna legðist niður í borgum þar í kring, og Springfield, sem er allstór borg, þarna rétt hjá, til- - kynnti borgarstjórinn, a3 ; starfsmenn borgarinnar ætta „frí“, meðan á þessu stæði, allir. nema lögreglu- og slökkviliðs- menn. Kvikmyndahús voru troðfull um miðjan dag, ekki vegna myndanna, sem þar voru . sýndar, heldur vegna þess, hve - svalt var þar inni, en sérstök- um kæli- og loftræstingarút- búnaði hefir verið komið fyrir í flestum kvikmyndahúsum Bandaríkjanna. Svaladrykkja— sjálfsalar tæmdust á fyrsta degi, og „ísmenn“ voru sagðir hafa slegið öll met í afgreiðslu þessara „svölunarvöru.“ ♦ Ég vissi varla fyrr, hva® það var að svitna, en þessa . dagana mátti sannarlega vinda hverja spjör. Margir ganga me5 sígarettupakka í skyrtubrjóst- vasa, eins og gerist og gengur, . en nú var það ekki hyggilegt, . því að sígaretturnar leystust upp í vasanum og urðu að - ófélegri kássu. Ekki var laust - við, að ég óskaði þess, að sem snöggvast væri kominn norðan- gustur að heiman, en svo kom þrumuveðrið og skyndi regn og hreinsaði loftið og var þá lík- ast, þvi að flóðgáttir himinsins ? hefðu opnazt. En það var gam-* - an að hafa lifað þetta. ThS J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.