Vísir - 25.07.1952, Blaðsíða 7

Vísir - 25.07.1952, Blaðsíða 7
Föstudaginn 25. júlí 1952 H I S I A 14 DufarDvskij Alexander Pnshku — Hinn daginn! hrópaði Masja. — Guð almáttugur hjálpi mér! Nei þetta getur ekki verið satt! Hlustaðu á mig: ef þú ætlar þér að gerspilla lifi mínu þá get eg náð mér í hjálp og verndara. Og þá mun þig iðra þess sáran, sem þú hefir neytt mig til að gera. — Hvað segirðu! .... Ertu að hóta mér, stelpugikkur? öskr- aði Trojekurov. — Hvað dirfist þú að segja við mig? Ógna mér með því að þú eigir verndara? Hver er sá verndari? — Vladimir Dubrovskij! hrópaði Masja angistarfull. Kyrill Pétursson starði á hana agndofa. Hann hélt að hún væri að missa vitið af harmi. — Jæja, sagði hann loksins. — Þú getur þá setið hérna í her- berginu þínu og beðið eftir verndaranum. Því að þú færð ekki að koma út fyrir þessar dyr fyrr en þú gengur á brúðarbekkinn. Hann fór út og aflæsti hurðinni á eftir sér. Aumingja stúlkan sat lengi og grét yfir örlögunum sem biðu hennar. Svo sefaðist hún og hún fór að hugsa um hvað til bragðs skyldi taka til að bjarga sér. Aðalatriðið var að komast hjá að giftast furstanum, — þá var betra að vera kona ræningja. Hún leit á hringinn, sem Dubrovskij hafði gefið henni og brann af löngun til að sjá hann aftur og fá að tala við hann. Hún hélt að hún mundi hitta hann við sumarhúsið eftir að dimmt væri orðið — hann mundi áreiðanlega verða þar. Tíminn mjakaðist hægt áfram og það fór að dimma. En þegar Masja ætlaði út uppgötvaði hún að dyrnar voru læstar. Hún barði og stúlka kom að dyrunum og sagði að faðir hennar hefði bannað stranglega að hleypa henni út. Hún var fangi í sínu eigin húsi. Masja stóð við gluggann alla nóttina og sofnaði ekki fyrr en fór að birta. 17. KAP. Hún vaknaði og mundi þegar hvernig ástatt var. Hringdi bjöllunni og stúlkan kom inn. Hún sagði henni að faðir hennar væri þegar farinn til Arbatov, furstaóðalsins og hefði lagt ríkt á við alla að sleppa ekki Mösju út úr herberginu, og að enginn mætti koma inn til hennar nema herbergisstúlka hennar. Stúlk- an gat líka frætt hana á því að prestinum hefði verið skipað að halda sig heima og vera til taks að gefa þau saman, Mösju og furstann. Masja var sármóðguð yfir því að vera svipt frjálsræði sínu, blóðið sauð í henni og hún afréð að leita á náðir Dobruvskijs. En hvernig átti hún að koma hringnum í eikina? Hún var að hugleiða þetta þegar hún heyrði að steinvala small á rúðunni. Masja flýtti sér að glugganum og leit út. Sasja litli stóð niðri á hlaðinu og veifaði til hennar. Hún vissi að Sasja-þótti vænt um hana; hver veit nema hann vildi hjálpa henni? — Góðan daginn, Sasja. Hvað vilt þú mér? — Hann pabbi er reiður við þig og hefir lokað þig inni.... Kannske þú viljir að eg færi þér eitthvað, systir góð? — Nei, Sasja minn, eg þarf ekki neitt. En þú gætir gert dá- lítið fyrir mig. .... Þekkirðu gömlu eikina með holunni, niðri við sumarhúsið? — Já, eins og eg þekki hana ekki. — Hlauptu þá þangað strax og leggðu þennan hring í holuna. En farðu varlega og láttu engan sjá þig. Hún tók hringinn af fingrinum og fleygði honum til Sasja. Drengurinn tók hringinn og hljóp sem fætur toguðu niður að eikinni. Og svo stakk hann hringnum í holuna. Hann var kominn á heimleið aftur og ætlaði að segja systur sinni að allt hefði gengið vel, en þá kom rauðhærður strákur, illa til fara út úr runni þarna rétt hjá, hljóp að eikinni og stakk hendinni inn í holuna. Sasja hljóp til hans og þreif til hans með báðum höndum. — Hvað ert þú að gera? sagði Sasja og byrsti sig. — Það kemur ekki þér við, sagði stráksi og reyndi að slíta sig af honum. — Láttu hrfnginn vera, rauðhausinn þinn! sagði Sasja. — Þú skalt fá makleg málagjöld ef þú ætlar að stela! Sá rauðhærði svaraði ekki en sló hann í andlitið með hnef- anum, en Sasja sleppti ekki takinu og fór að hrópa! — Hjálp! Hér er þjöfur! Strákurinn reyndi að slíta sig af honum; hann var nokkru eldri og sterkari en hann, en Sasja var kattfimur og viðbragðs- fljótur. Þeir slógust nokkrar mínútur, en loks kom sá rauðhærði honum undir og settist ofan á hann. í sömu svifum var þrifið í rauða hárlubbann og Stefán garð- yrkjumaður lyfti sráknum upp á hárinu. — Heyrðu, rauðhærði drýsildjöfsi. Dirfist þú gð slá unga húsbóndann? Nú var Sasja staðinn upp. — Þú brást mér hælkrók, sagði hann móður. — Annars hefðir þú ekki getað skellt mér. Fáðu mér hringinn — svo get- urðu farið. — Eg ætti ekki annað eftir, hrópaði sá raUðhærði og sneri sig af garðyrkjumanninum og hljóp upp stíginn. En Sasja náði honum og gat hrint honum svo að hann datt. Garðyrkjumaðurinn tók hann aftur og batt hendurnar á hon- um með mittisólinni sinni. — Komdu með hringinn! hrópaði Sasja. — Bíddu ofurlítið, ungi húsbóndi. — Við skulum fara með óartarangann til bústjórans. Garðyrkjumaðurinn dró strákinn með sér upp stíginn og Sasja kom á eftir. Um leið og þeir komu heim á hlaðið sáu þeir Trojekurov, sem var kominn aftur og var nú á leið út í hesthúsið. — Hvað gengur á hérna? sagði hann. Stefán sagði honum frá að hann hefði hitt strákinn í áflogum við unga herrann. — Heyrðu órabelgurinn. — Af hverju flýgst þú á við kúka- labba? — Hann stal hringnum úr holunni í eikinni! .... Pabbi, segðu honum að skila mér hringnum aftur! -— Hvaða hring? — Hvaða holu —í hvaða eik? — Masja fekk mér hringinn .... sagði Sasja en áttaði sig og min komst nú í vandræði og þagði. Kyrill Pétursson hnyklaði brúnirnar, hristi höfuðið og sagði: — Jæja, .... er Masja við þetta riðin? Segðu mér frá öllu, annars færðu flengingu, sem verður svo vel úti látin að þú getur ekki setzt á bossann í þrjá sólarhinga. —Æ, pabbi, það er alveg satt. Þetta kemur ekkert Mösju við! —: Stefán .... farðu niður í garð ög náðu mér í góðan sófl. — Bíddu við, pabbi, eg skal segja þér alla söguna! Eg var á hlaðinu og þá missti Masja hring út um gluggann .... eg tók hann og faldi hann í holunni í eikinni .... en svo kom þessi strákur og stal honum..... — Jæja, svo að hún missti hringinn og þú ætlaðir að geyma hann? Stefán! Náðu í sóflinn! — Pabbi! Eg skal segja þér allan sannleikann! Masja bað mig um að leggja hringinn í holuna og það gerði eg, en strákurinn stal hringnum. Kyrill Pétursson sneri sér að strákræflinum og spurði byrst- ur: — Hvaðan ert þú? ____ — Eg er frá Dubrovskij fursta! svaraði sá rauðhærði. — Þú viðurkennir mig þá ekki sem húsbónda þinn og eig- anda, hortuga kvikindi, sagði Trojekurov ógnandi. — Hvað varst þú að gera í garðinum mínum? WWWWWWWWWWHWM wwwwwv Dulrænar frásagnir Svipur Litlu-Sillu. kinn. — Þetta er skráð eftir frásögn Konráðs, sonar Erlend- ar þessa. — (Þjs. SS). Vitrun ráðskonunnar. Eitt sinn lá eg á deild III. á Nýja-Kleppi og á stofunni hjá mér var gömul kona, sem veikst hafði í spönsku veikinni og ekki beðið þess bætur. Hún var mjög róleg og umhyggjusöm við mig og kallaði eg hana oftast ráðs- konuna mína og læt hana halda því nafni hér. Hún talaði mjög lítið og fór yfir höfuð lítið fyrir henni. Og svo var það eitt sinn á sunnudagsmorgni, að hún vekur mig og biður hún mig að láta sig hafa peninga fyrir bíl, því hún ætli í bæinn. Eg rumskaði við, því að klukkan var ekki nema að ganga sjö og spurði hvað gengi að henni. „Já, eg má til að fara í bæinn, því að hún systir mín er að deyja“. Eg læt hana þá fá aura, sem eg hafði, en það var ekki nóg fyrir bíl, því að strætis- vagnar voru þá ekki komnir til landsins. „Þetta er ekki nóg,“ sagði ráðskonan mín, en eg verð að, flýta mér, hún systir mín er að deyja.“ „Því segir þú þetta, ráðskona hún sem kom til þín hérna í vikunni svo frísk. Því heldur þú þetta?“ spurði eg. En ráðskonan var ekkert fyrir að gefa skýringar. „Hún er að deyja,“ margendurtók hún, og það var auðsæ angist í svip hennar. „Áttu ekki meiri peninga?“ spurði hún. „Nei, eg á ekki meiri peninga núna, en biddu lækninn, þeg- ar hann kemur á stofugang." Þessu hlýddi hún og gekk óþolinmóð um gólf. Hafði hún klætt sig í spariföt sín og var ferðbúin. Þegar læknirinn kom, vék hún óðar að honum og bar upp sömu beiðnina. — Læknirinn lét hana óðar fá peninga, en ekki bæjarleyfi. Vesalings ráðskonan gekk óþol- inmóð um gólf allan daginn til nóns, en þá kastaði hún sér upp á rúmið sitt og sagði: Copr.JMJ. Kdg.r RJce Ðurrou»ru.lot-—Tra.R*(.U.8.Fot.OB. pistr. by United Feature Syndlcate. Inc. & Surmtghái Tarzan þreif kyndil Amra og síðan bar hann þá báða að hinum ímdstyggilegu skorkvikindum. Loks tóku pöddurnar að láta undan síga, og brátt sneru þær við undan kyndlinum og bvirfu. - TARZAN Fremstu pöddurnar hörfuðu strax undan hitanum, þrýstu á þær, sem á eftir komu. Hér skrapp hurð nærri hælum, og Amra beið kvíðafull þess, senx yerða yildi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.