Vísir - 23.08.1952, Blaðsíða 6

Vísir - 23.08.1952, Blaðsíða 6
VÍSIR 6 Laugardaginn 23. ágúst 1952 iiv nokkuð áleiðis, i ■ loftinu; þö#ar hún hey-rgi kyþidfréttirnr ar'í útvarpstæhi"flúgvéíarinn- ar, en þær voru mestmegnis um flugslysið. Virtist það vera að- alumtalsefni dagsins. Áhöfn hinnar eyðilögðu flugvélar hafði getað sent eitthvað af .upplýsingum, sem voru þó harla óljósar. Og nú stefndu flugvélar að úr öllum áttum, sem sveimuðu yfir slysstaðn- um. Júdý varð nú ljóst, að hér myndu vera í uppsiglingu tíð- indi, sem almenningur um heim allan myndi fylgjast með, svo.að segja með öndina í háls- inum. Það myndi því hafa fá- dæma þýðingu fyrir hana, að missa ekki af neinu. En jafn- framt var henni það einnig Ijóst, að flugvélin, sem hún var í, myndi ekki ná blaðamanna- leiðangrinum í tæka tíð. Ósjálfrátt fór hún að ýta á bakið á flugmanninum, eins og til þess að herða á hraðanum. „Þetta virðist vera meira en smáræðis blaðamatur,“ kallaði hann til hennar, um öxl sér. „Þetta er eitt af þessum sjald- gæfu flugslysum, þar sem fólk- ið bjargast — eitt af þúsund- um.... og þar að auki í Alpa- fjöllunum, hver skyldi trúa þvj,“ bætti hann við. Nú stóð hún við hliðina á honum, með tárvot augu. „Eg -bara má ekki missa af þessu,“ sagði hún hálf-kjokr- andi. „En eg býst við, að við náum ekký til Frankfurt fyrr en um seinan?“ Síðan sagöi hún flugmannin- u,m sitt af hyerja um ástæður sínar og bsetti við, að þessi at- burður væri of mikilvægur fyrir blöð hennar, til þess að hún léti strákapör óvandaðs blaðasnáps :slá sig út úr leik. „Ó-hö,“ sagði flugmaðurr inn. „Það, sem yið þurfum þá, er ekkert annað en engill.“ — Hann náði sambandi við Rínar- Mtinz-flugvöllinn og spurði um blaðamannaflugvélina. Júdý heyrði syarið — Cqbb kapteinn yar um það bil að leggja á stað. ,,Er þgð Corny Cobb?“ spurði flugnaaðurinn. Því var játað. „Hvar er hann — kominn upp í vélina? „Nei, hann er að slóra hérna hjá okkur ennþá.“ „Gefðu mér samband við Corny.“ Þetta var skipun en ekki beiðni. Þögn. Síðan: „Cobb vill tala við flugvél 5220.“ „Halló, Corny,“ svaraði flug- maðurinn. „Þetta er Dan Mais- tre.“ „Halló, karlinn,“ sagði glað- leg rödd. „Hefi ekki séð þig síðan við vorum í loftflutning- unum.“ „Tölum um það seinna. Taktu nú eftir: Hérna við hliðina á rnér er dásamleg dama, sem verður óð, ef hún nær ekki flugvélinni þinni. Hún verður að ná henni, segir hún. Við eig- um enn tuttugu-og-fimm mín- útur eftir. En þig myndi. iðra þessum æfilangt, ef þú yrðir af þeirri ánægju, að fá hana sem farþega. Hvað um það, a-ð þú hinkraðir við svo sem hálfa klukkustund?“ „Eg er til 1 það. Við köll- um það smávegis leiðslubilun í dagbókinni.“ Júdý létti stórum. En þá datt henni annað í hug og lét þá iiugsun þegar í ljós við flug- manninn. Hann kallaði: „Corny, hún spyr, hvort meðal farþega þinna sé mannkerti, John Buckingaham að nafni?“ „Því er nú miður, já, það held eg, — útblásinn óskapn- aður, sem eg efast um, að korp- ist fyrir í flugvélinni einn.“ Dálítil þögn. Síðan: „Jæja Dan, — það er ekki hægt að lá manni, þó að maður vilji gera sitt bezta. Segðu stúlkuhnát- unni, að eg ætli að dansa í brúðkaupinu hénnar.“ Júdý lagði flugmanninum svarið í munn: „Hún segir, að það geti komið til mála, en að þar verði jötuninn ekki.“ „Hraðaðu þér þá með stúlk- una, — sláðu í truntuna.“ „Og ekki eitt orð um komu hennar við mannkertið. Hún segir, að honum þyki ekkert jafn skemmtilegt og það, að honum sé komið á óvart.“ Júdý fannst ekki skipta nein- um togum, frá þessu augnabliki og þangað til flugvélin hennar lenti í Frankfurt. Og um leið og hún kjlöngraðist upp í blaða- mannaflugyélina þar, yar liún komin á flug. Þess má .geta, að Jonni varð harla kindarlegur á syipinn, er hann leit upp, frá. Sviss-landabréfi og framan í Júdý litlu, Ijós-lifandí, er hún strunsaði fram hjá honum og tók sér sæti við hliðina á Sea- ton Savage. Þegar flugvélin var loks komin yfir slysstaðinn, yar járnhurðinni, fyrir dyrum hennar, skptið frá, m,eð nrjktum erfiðismunum, til hagræðis fyr- ir Ijósmyndarana. Samtímis var flugið lækkuð, smám sam- an. Ætlunin var, að komast svo nálægt flakinu, sem , verða mætti. En það var á jökulbungu einni, þar sem ófærar sprungur voru á alla vegu. Áhöfn og far- þegar voru þarna í gildru, sem þeim varð tæpast bjargað úr, nema úr lofti. Júdý var mikið niðri fyrir. Hér var til mikils að yinna, — hún fann það á sér. Hún var að íhuga djarfa fyrirætlun. Hún virti fyrir sér Ijósmynd- arana, sem voru að búa um sig í dyrunum, í frostnepjunni. Síðan tók hún upp samanbrotna fallhlíf, sem hékk á krók, við sætið hennar, og ge.kk til Jonna. „Eg yerð alltaf logandi hrædd, í hvert sinn, sem eg fer í svona leiðangur, — það er. barnalegt,“ sagði hún sakleys- islega. „Stórar flugvélar eru ekki .til þess gerðar, að „hlaupa fyrir horn“ í slíku fjalllendi, sem þessu. Hjálpaðu mér, að festa á mig þennan hégóma.‘‘ „Með ánægju, Júdý,“ svaraði hann. „En annars máttu reiða þig á það, að strákarnir, sem fljúga þessum vélum kunna sitt handverk.“ Hún þóttist sjá, á meðan hún var að festa á sig fallhlífina, að á svip Jonna vottaði fyrir ván- trú á það, að nokkuð það væri til, sem skyti henni skelk í bringu. Og hún reyndi að eyða þeirri vantrú, hallaði höfðinu upp að öxl hans og lézt v.era. ákaflega vanmáttug og skelkuð. En hann klappaði á kollinn á henni og bað hana í öllum bæn- um, að herða upp hugann. „Auðvitað reyni eg það. En méi'.er hálf óglatt..Eg,þyrfti að’ gleypa svo sem munnfylli af f.ersku lofti.“ „Við skulum athuga það.“ En þegar þau voru búin að ganga työ eða þrjú skref, áleiðis til dyranna, snarstanzaði hann og sagði: „Þér dettur þó ekki í hug, að reyna að pretta' hann Jonna litla.“ En svo varpaði hann þessari firru frá sér, sam- stundis, því að hann sá að hún nötraði frá hvirfli til ilja. — Síðan tók hann þéttings fast. utan um hægri handlegginn á henni. Ljósmyndararnir höfðu skorðað sig í og við dyrnar, sem bezt þeir gátu, en blaðamenn- irnir þustu að gluggupum og sáu ekki annað, en jökulbung- una og eitthvað, sem helzt líkt- ist s.tórum vindli, hálfgrafinn í fönn, á henni miðri. Þessi sýn hvarf samstundis og flug- maðurinn lækkaði nú óðum flugið. „Loft!“ hrópaði Júdý, — „eg þarf eð fá loft.“ „Það er nú talsvert af • lofti, allt í kringum þig,“ varð Jonna að orði. „Góði, gefðu mér sígarettu,“ sagði Júdý. Þegar þau komu að dyrun- um, kallaði Jonni til þeirra, sem þar voru fyrir: „Henni hef- ,ur orðið ilt — þar að fá- meira loft.“ U.msjónarmaðurinn kinkaði kolli með hlutteskningu ,og færði .s.ig ofurlitið til hliðar. En Júdý ölnbogaði sig, köld og ákveðin, alveg að dyrunum. Enn hélt Jonni um handlegginn á henni, í va.rúðar skyni. „Hvar erum yið nú?“. spurði Júdý liðþjálfann. „V.ið erum rétt að komast yfir staðinn aftur,“ sagði lið- þjálfinn og þenti henni á stað- inn. Nú gerðist atburður, sem fá- títt er, að gerist á hernaðar- flugyél í slíkum leiðöngrum. Jonni tók viðbragö og kippti að sér hendinni. Júdý gaf frá sér óp, sem bergmálaði um alla vélina, og hvarf sjónum. Jonni varð fölur sem nár og var að því kominn að fall.a út úr yél- inni, ,er hann ætlaði að ná taki á Júdý aftur, en einn flug- mannanna, kqm í veg fyrir það. Farþegarnir urðu skelfingu, lostnir, en áttuðu sig brátt og þustu að gluggunum á ný; Þeir komu brátt auga á fallhlífina, sem byltist á ýmsar hliðar, á leiðinni niður og hvarf síðan í fönnina, nokkru hundruð rnetra frá flakinu. Síðar, þennan dag, sátu Jonni og félagar hans í kofa einum, alllangt fyrir neðan slysstað-. inn og húktu þeir yfir stutt- bylgju-tæki. Frá þessum stað átti að gera út björgunar-leið- angurinn og voru svissneskir, þaulkunnugir fjallgöngugarpar í óða önn að undirbúa leið- angurinn. Þá voru þeir búnir að frétta, að Júdý hefði sloppið svo til ómeidd. Og loftskeytamaður hinnar eyðilögðu flugvélar hafði tekist á hendur að sqtja saman taltæki fyrir hana sér- staklega. Og nú tók hún til máls, eins og að ekkert hefði í skorist. „Þetta er Júdý Lockridge, sem talar. Persónuleg tilkynn- ing til björgunarsveitar amer- íska hersins í Interlaken. Eg, treysti því, að þér skrifið upp qg sendið tíðindin, ,,sem hér fara á eftir til Macmillan- blaðahringsins í New York. —•' Skeytið fer hér á eftir.... nú byrja eg.“ - Síðan sagði hún í stuttu máli hvernig þarna væri umhorfs, flestir væri farþegarnir að fram komnir, meira og minna skadd- aðir, en jafnframt af kulda og hungri. Þarna hefði verið framdar hetjudáðir, sumar að henni ásjáandi, og sjálfsfórnir, og nú mætti búast við, á hverri stundu, að á skylli ofsa- veður....... Seaton var gagntekinn af sögu stúlkunnar og vék sér að Jonna. „Þetta er allt stórfurðu- legt, fyrst og fremst, að hún skyldi sleppa frá þessu lifandi, gins og landslagið er þarna — og frásögn hennar, — hún er einhyer hugðnæmasta blaða- fregnin, sem heyrst hefur, síð- an styrjöldinni lauk. Og þó eyðileggur hún þetta allt fyiir sér, því að hún segir ekki satt um sínar ferðir.“ Jonni stóð upp, reiðilegur ú' svip, og stey.tti fcrlega hncfa-ja: framan í Seaton. „Eg gef þér einnar mínútu frest til þess að útskýra þetta kjaftæði á full- nægjandi hátt, — eða eta þessi ummæli ofan í þig!“ Seaton brá. „Mér fellur þetta ekkert betur en þér. En þú heyrðir sjálfur, hyað hún sagði. Hún gaf ekkert í skyn um það, að hún ætlaði að stökkva út úr vélinni. Nú slær hún sér upp á því, að hafa gert það méð ráðnum hug, sem enginn myndi hafa haft kjark í sér til að gera, eða reyna.“ J.onni var aftur kominn í jafnvægi. „Þú ættir að skamm- ast þjn, ga.mall mannþekkjari og velm.etinn blaðamaður, fyrir að láta slíkan þ.vætting .út úr þér.“ Hann einblindi á Seaton nokkur augnablik, síðan sagði hann hóglátlega: „Júdý datt ekki út úr flugvélinni.“ „Þú hélst sjálfur utan um handlegginn á henni,“ — Sea- ton sat við siim keip. „Ef þér hefði ekki fatast, fyrir klaufa- skap, þá væri Júdý hérna hjá okkur enn, heil á húfi.“ „Ó-já,“ svaraði Jonni, „eg hélt um handlegginn á henni, en hún hélt sjálf á sígarettu.“ Þqð var ósvikin aðdáun í augnaráði Jonna, þegar hann sýndi Seatqn handarbak vinstri' handar á sér. Á handarbakinu var kringlótt brunasár, þar sern Júdý hafði drepið í sígarettunni sinni. Pappírspokagerðin h.f. Vitastíg 3. Allsk. pappirspokar HERBERGI óskast. Mættu vera 2 samliggjandi. Sími 4784. (371 GÓÐ stofa til leigu á Laugavegi 46, uppi. Uppl. í síma 81893. (367 HERRERGI með aðgangi að baði, óskast til leigu. — Æskilegt að afnot af hús- gögnum fylgi. Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins, merkt: „X — 243“.(366 HERBERGI til leigu á Melunum fyrir reglusama stúlku. Uppl. í síma 80894. SJÓMAÐUR, sem hefur ráð á íbúð, óskar eftir að kynnast stúlku á aldrinum 30—38 ára. Frekari kynning' getur komið til greina. Þær, sem vildu sinna þessu, leggi nöfn, heimilisfang sitt, á- samt mynd á afgr. Vísis fyr- ir þriðjudagskvöld, merkt: „800—244“. (372 RÚÐUÍSETNING. — Við- gerðir utan- og innanhúss. Uppl. í síma 7910. (547 RAFLAGNIR OG VIÐGERÐIR á raflögnum. Gerum við straujárn og önnur heimilistæki. Raftækjaverzlunin Ljós og Hiti h.f. Laugavegi 79. — Sími 5184. LAXVEIÐIMENN! Bezta maðkinn fáið þér í Garða- stræti 19. — Pantið í síma 80494. (374 ÁNAMAÐKAR til sölu. Ægisgötu 21. Sími 2137. —- TIL SÖL.U: Silkipeysuföt, rústrauður velour og æðar- dúnn. Sanngjarnt verð. —• Freyjugötu 4,(368 LAXVEIÐIMENN. Stórir, nýtíndir ánamaðkar til sölu. Sörlaskjóli 56, uppi. (369 BARNAVAGN til sölu, ó- dýrt. Uppl. í síma 4535. (370 : FATAEFNI, ensk, fyrsta flokks, nýkomin. Svar.t al- ullarkambgarn í samkvæmis föt. Einnig selt í kápur og dragtir. Sömuleiðis mislit efni, grátt og brúnt (pipar og salt) og fleiri tegundir. Seljum stakar buxur og saumaðar eftir máli. Klæða- verzlun H. Andersen & Sön, Aðalstræti 16.______(327, DÍVANAIl, allar stærðir, fyrírliggjandi Ilúsgagna- yerksmiðjan, Bergþórugötu 11. Sími 81830. (394 ELITE-snyrtivörur hafa á fáum árum unnið sér lýð- hylli um land allt. (385 LAXVEIÐIMENN. Stórir, ný tíndir ánamaðkar til sölu. Bræðraborgarstíg 36. (3Ö2 HROSSAFEITI. Nýbrædd hrossafeiti tii bökunar og fleira. Komið með ílát. Von. (316 KAUFUM flöskur; sækj- um heim. Sími 5395. (838 KAUPUM vel með farin karlmannaföt, saumavélar o. fl.. Verzlunin, Grettisgötu 31. Sími 3562._______(465 PLÖTUR á grafreiti.: Út- vegum áletrqðar plötur á grafreiti með stuttum fyrir- vara. Uppl. á Rauðarárstíg 26 (kjallara) —Sími 6126,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.