Vísir - 01.09.1952, Blaðsíða 2

Vísir - 01.09.1952, Blaðsíða 2
VÍSIR Mánudaginn 1. september 1952 9flitt og þetta Nú upp á. síðkastið hefur sá ■ orðrómur gengið í París. að rSaeha Guitry muni vera í þann - veginn að skilja við sjöttu jkonu sína. Vegna þess arna var ieitað til hans um upplýsingar ,.-af blaðamanni nokkrum, og fengust þau svör, að hann hefði .alls ekki í hyggju að skilja oft- .ar, „því maður á ekki að verða 'præll vanans.“ • Eftir því, sem sagt er í Ameri- ■nean Magazine, þá eru þrjár : milljónir ógiftra manna, — yfir ;35 ára gamlir — í Bandaríkj- anum um þessar mundir. Glaðlyndur Kaupmannahafn- . arbúi fékk dag nokkurn heim- sókn af einum af hinum mörgu Ilánardrottnum sínum. „Eg segi yður satt,“ sagði lánardrottininn, „eg verð að fá þessa peninga í dag, því að á : mcrrgun verð eg að borga stór- ..an víxil, og eg á enga peninga -til.“ „Já, þér eruð svei mér góð- "Æir,“ sagði sá fyrrnefndi, „að Tkoma til mín og krefjast þess, að eg borgi yður þá peninga :.sem þér skuldið. Nei, takk, ekki .-aldeilis." • Þegar amman heyrði, að •ndótturdóttirin væri að fara í bílferð út í sveit með ungum ;aiánni, sagði hún undrandi: „Heyrðu góða mín, þegar eg ~var ung, fór engin stúlka út með karlmanni, nema þau væru "trúlofuð.“ „Já, amma mín,“ sagði unga sstúlkan, „en hann er einn af ■ unnustunum mínum.“ • Hún (talar í símann): „Auð- vitað elska eg þig —• hver er ■íþetta annars?“ BÆJAR Jráttip Cíhu Mmi VaK... Eftirfarandi fréttir voru í TVísi 1. september 1922. Landhelgisgæzlan. Norðanblöðin segja frá því, ..að „Þór“ hafi fyrir rúmri viku verið búinn að handsama 9 út- lend síldveiðiskip við ólöglegt ;athæfi í landhelgi. Lítt segja blöðin að dönsku varðskipin hafi haft sig í frammi, og ekki • er þess getið, að þau hafi dreg- ríð nokkurn lögbrjót fyrir lög .(Dg dóm. | Lúðrasveitin ætlar að húsvitja á öllum sjúkrahælunmn, Kleppi, Laug- .-■arnesi og Vífilsstöðum á morgun, og skemmta sjúkling- unum með hljóðfæraslætti. Að ' 'því loknu ætlar sveitin til Hafnarfjarðar og taka Hafn- : firðingar væntanlega vel á : móti henni. Síldveiðunum nyrðra mun nú að mestu lok- :ið. Hefir gæftaleysi verið til baga síðustu vikurnar, en þó mun veiðin nú orðin um 200 þús. tunnur, sem saltað hefir verið í landi. — Fiskafli hefir - Verið með bezta móti nyrðra í sumar. Hefir verið óhemju jnikill afli á Skjálfanda. Mánudagur, 1. september, — 245. dagur ársins. Álagstakmörlcun á morgun verður sem hér segir: Frá kl. 10.45—12.15, 3. hluti. Píanóhljómleikar. Harry Ebert, hljómsveitar- stjóri við óperuna í Stokkhólmi, heldur píánóhljómleika í Þjóð- leikhúsinu í kvöld kl. 20.30. Leikur hann verk eftir Bach, Debussy, Sibelius, Rachmani- noff og Chopin. Ebert, sem haldið hefir hljómleika víða um lönd, er sérstaklega kunn- ur fyrir það að hann hefir árum saman annazt undirleik við söng óperusöngvarans fræga, Jussi Björling. Ferðaskrifstofa ríkisins hefir nú, eins og að undan- förnu, tryggt sér berjalönd í nágrenni bæjarins, og voru fyrstu ferðimar íhugaðar nú um helgina, en þeim verður að sjálfsögðu haldið áfram eftir því sem veður leyfir. Nýlegá varð það slys hér við höfn- ina, að háseti af togaranum Kaldbak varð fyrir bifreið og hlaut allmikil meiðsli á fæti, svo að hann gat ekki farið með togaranum, sem fór á Græn- landsmið í sl. viku. Slætti lokið. Slætti er nú lokið í Þykkva- bæ, og var búið að slá alla Safamýrina. Heyskapur í Þykkvabæ er orðinn í góðu meðallagi, og nýting með ágæt- um góð í sumar. Þorsteinn Hannesson óperusöngvari dvelur nú hér í sumarieyfi sínu, og hefir hann þegar haldið söngskemmt- un á Siglufirði, en er nú á Ak- ureyri, þar sem hann hefir HwMgáta hk 170$ Lárétt: 1 Spáir veðri, 6 skar, 7 erl. fljót, 9 úrkoma, 10 stór- veldi, 12 prettir, 14 orkusali, 16 frumefni, 17 lengdareining, 19 óðagot. Lóðrétt: 1 Fimri, 2 fimleika- félag, 3 viður, 4 spennutákn, 5 togari, 8 mynni, 11 illgresi, 13 hæð, 15 dýrbít, 18 á fæti. Lausn á krossgátu nr. 1704: Lárétt: 1 Bifröst, 6 fis, 7 LR, 9 Ok, 10 lóm, 12 urð, 14 an, 16 pá, 17 lek, 19 netinu. Lóðrétt: 1 billjón, 2 FF, 3 Ríó, 4 ösku, 5 trúðar, 8 ró, 11 malt, 13 Rp, 15 nei, 18 KN. einnig sungið. Þorsteinn mun koma hingað til Reykjavíkur og halda hér tvær eða þrjár söngskemmtanir á vegum Tón- listarfélagsins. Utvarpið í kvöld. Kl. 20.20 Útvarpshljómsveit- in. (Þórarinn Guðmundsson stjórnar). — 20.45 Um daginn og veginn. (Stefán Jónsson námsstjóri). — 21.05 Einsöng- ur (plötur). — 21.20 Verzlun- arviðskipti Bandaríkjanna og íslands: Daði Hjörvar talar við Hannes Kjartansson aðalræðis- mann í New York (plötur). — 21.40 Tónleikar (plötur). — 21.50 Búnaðarþáttur: Haust- verk við byggingar í sveitum. (Þórir Baldvinsson húsameist- ari). — 22.00 Fréttir og veður- fregnir. — 22.10 Dans- og dæg- urlög (plötur). „Einmg“ mánaðarblað um bindindis- og menningarmál, er nýkomin út. Á forsíðu birtir blaðið að þessu sinni myndir af forsetahjónun- um, en af efni þess má m. a. nefna frásögn af 52. Stórstúku- þinginu í sumar, grein eftir Snorra Sigfússon námsstjóra, auk merkisafmæla ýmissa kunnra bindindismánna. Þá eru í blaðinu ýmsar fréttir af starf semi bindindismanna og margt fleira. Bæjartorgaramir. B.v. Ingólfur Arnarson kom af Grænlandsmiðum til Rvk. með fullfermi af saltfiski á fimmtudagskvöld 28. ágúst og hélt eftir skamma viðstöðu á- fram til Esbjerg þar sem aflinn verður seldur. Bv. Skúli Magn- .ússon er á Grænlandsmiðum og fiskar í ís. B.v. Hallveig Fróða- dóttir og Jón Þorláksson eru á ísfiskveiðum hér við land fyrir Þýzkalandsmarkað. Togararnir Þorsteinn Ing- ólfsson, Jón Baldvinsson og Þorkell máni eru allir á salt- fiskveiðum við Grænland. B.v. Pétur Halldórsson seldi afla sinn, 295 tonn af saltfiski í Esbjerg í byrjun vikúnnar og lagði af stað heimleiðis eftir hádegi á þriðjudag 26. ágúst. Unnið er við pökkun og verk- un á saltfiski og hertum fiski í fiskverkunarstöðinni og unnu um 100 manns þar í vikunni. Tímaritið Samtíðin, septemberheftið, er komið út, og flytur margvíslegt efni: Helgi Bergs verkfræðingur skrifar forustugreinina um Iðn- sýninguna 1951. Finnur Sig- mundsson landsbókavörður sér um nýjan þátt, sem byrjar í þessu hefti og nefnist: Menn og minjar. Er það að ræða um út- gáfu áður óprentaðra sendi- bréfa frá þjóðkunnum íslend- ingum. Agnar Kofoed Hansen flugvallastjóri skrifar: Úr þró- unarsögu ísl. flugmála. Gísli Guðmundsson skrifar um ævi- lok tveggja ísl. merkismanna í þátt sinn: Litið um öxl. Árni M. Jónsson skrifar bridgeþátt. Þá er iðnaðrþáttur um smekklega rafmagnslampa frá Hf. Raf- tækjum. Grein um forseta Is- lands með myndum. Ný fram- haldssaga (draugasaga) byrjar í heftinu. Þar eru að vanda snjallar skopsögur, bókafregnir o. m. fl. — Ritstjóri er Sigurð- jur Skúlason. Katla er á leið til Ítalíu með salt- fiskfarm. Veðrið. Fyrir norðaustan land er djúp lægð, sem hreyfist hægt norðaustur og grynnist. Veður- horfur til kl. 10 í fyrramálið. Suðvesturland og suðvestur- mið: Hvass norðaustan og skýjað í dag. Fer lygnandi, og léttir til í nótt. Faxaflói og Faxaflói og Faxaflóamið: Hvass norðan og sums staðar dálítil rigning' í innsveitum í dag. Gengur í kalda og léttir til í nótt. — Veðrið kl. 9 í morgun: Reykjavík N 8, 6 stiga hiti. Sandur NNA 8, 7. Stykkis- hólmur NNA 6, 7. Hvallátur N 8. Vestm.eyjar NNV 9, 5. Þingvellir V 2, 4. Reykjanesviti NV 6, 8. Keflavíkurflugvöllur NV 5, 7. Sigurgeir Sigurjónsson hœstaréttarlögmaður. Skrifstofutími 10—12 og 1—5. Aðalstr. 8. Sími 1043 og 80950. Pappírspokagerðin h.f. Vitastig 3. Allsk. vappírspokar VIFTU-0FNAR 2 gerðlr Véla- og raftækjaverzlunin Bankastræti 10. Sími 2852. Tryggvagötu 23. Sími 81279. Frá gagnfræðaskólumim Þeir nemendur, sem ætla a.ð stunda nám í 3. og 4. bekk gagnl'ræðaskóla bæjarins næsta vetur, en hafa ekki sótt um það enn þá, þurfa að hafa skilað umsókn- um fyrir kl: 5 e.h. miðvikudaginn 3, sept. í skrifstofu fræðslufulltrúa, Hafnai-stræti 20 (Hótel Heklu), gengið inn frá Lælcjartorgi. Sömuleiðis þurfa þeir nemendur 1. og 2. bekkjar (þ.e. unglingar fæddir 1938 og 1939), sem dvöldust ekki í bænum s.l. vetur að hafa látið skrá sig fyrir þann tíma. Skrifstofa fræðslufulltrúa. Dráttarvextir falla á tekju- og eignaskatt og önnur þinggjöld ársins 1952 hafi gjöld þessi ekki verið greidd að fullu föstudaginn 12. september n.k. Dráttarvextimir rciknast frá gjalddaga, 31. júlí síðastliðnum. Reykjavík, 29. ágúst 1952, WfÞllstjjórashrifst&fMm Hafnarstræti 5. Maðurínn minn og fósturfaðir. Páll S#efi£sass®Bi frá Þverá, andaðist að heimili sínu þann 26. ágúst. Bálför hans hefur átt sér stað. líney Jóhannesdóttir. Fríða Stefánsson,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.