Vísir - 01.09.1952, Blaðsíða 8

Vísir - 01.09.1952, Blaðsíða 8
LÆKNAB O G LYFJABÚÐIB Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið i Læknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Laugavegs Apóteki, sími 1618. LJ ÓSATÍMI bifreiða er frá kl. 21,10—5,40. ISTæst verður flóð í Reykjavík kl. 16,35. Mánudaginn 1. september 1952 Helmingur útgjalda ríkis- ins til almannatrygginga. Tryggingar í l\i.*Sjálandi Wellington (AP). — Al- anannatryggingarnar í Nýja Sjá landi kosta þjóðina næsturn Jhelminginn af útgjöldum fjár- laganna. Tryggingarnar er meira en liálfrar aldar gamlar hér í landi •og sagði Sidney Holland, forsæt isráðherra landsins, er hann lagði fram fjárlagafrumvarpið, nð þjóðin yrði að skilja, að slíkt íyrirtæki krefðist mikils fjár Æif henni. Heildarútgjöld fjárlaga næsta íjárhagsárs nema 210 milljón- um punda, en þar af renna 97,5 milljónir punda til alls konar Iryggingastarfsemi. Næst- .stærsti útgjaldaliðurinn — 56.6 milljónir punda — rennur til mikilla vatnavirkjana og stofn- unar nýbýla um eyjarnar þver- Æir og endilangar. En til land- ■varna er aðeins varið 25 millj- rzm punda. Þrátt fyrir þessar margvísl. ■fcyrðar, hefur stjórninni — í- lialdsmenn fara með völdin í landinu — tekizt að lækka yfir 50 ára gamlar. heildarupphæð skattanna um átta milljónir punda. Tekjuaf- gangur er áætlaður 2,7 milljón- ir punda á næsta fjárhagsári. Hver fjögurra manna fjöl- skylda í landinu verður að greiða sem svarar 120 sterlings pundum (ca. 5500 kr.) á ári til trygginganna. Brezkt fiskirann- sóknaskip hér. í gærmorgun kom hingað brezkt fiskirannsóknarskip, Ernest Holt, sem hefir verið að fiskirannsóknum norður í höf- um. Kemur skipið nú frá Spits- bergen og Jan Mayen og tekur hér ís og olíu. Síðan mun ferð- inni haldið til Grænlands. Sam- kvæmt upplýsingum frá Árna Friðrikssyni fiskifræðing eru væntanleg hingað í vikunni tvö önnur rannsóknarskip, annað skozkt en hitt franskt. mörgum að skoða Kína. Ferðimar vandlega nndirbúnar til að hiehhja Serðawnenn. Nú sem stendur er verið að $>jóða Vesturlandabúum í hundr uðatali austur fyrir bambus- tjaldið til þess að skoða ríki Scommúnista í Kína, en komu- xnenn eru jafn fáfróðir um á- standið þar, þegar þeir snúa aftur. Þetta er álit erlendra frétta- xitara í Hong Kong, sem sjálf- ir hafa dvalið um árabil í Kína, og eiga viðtöl við ferðamenn- ina, sem venjulega eru með- limir „friðarsendinefnda“, ,„vináttusendinefnda“ eða „verzlunarsendinefnda“, sem ■eru ekki á vegum hins opinbera. Það er segin saga, að álit þeirra er, að þar sé ,,allt í þesu iína“, en aðra sögu segja kín- •verskir flóttamenn eða fólk, er búið hefur í Kína um langt bil, æn er nú hrakið þaðan. Flestir ^em fara þannig til Kína, vilja í raun og veru kynna sér á- .standið, en fá aldrei tækifæri til þess, því að ferðirnar eru .skipulagðar í blekkingarskyni, og þó svo kænlega, að gestirn- fara frá Kína sannfærðir um Æð þeir hafi kynnt sér staðreynd irnar eins og þær eru. Hér .skulu nú nefndar nokkrar að- Terðir sem notaðar eru til þess ■að blekkja fólk: Kommúnistarnir bjóða ein- .göngu fólki, sem aldrei hefur Jromið til Kína, eða þá aðeins dvalið þar mjög stuttan tíma, svo að ekki er hægt að gera íeinn samanburð á ástandinu nú og fyrr. Komumenn skilja lítið eða ekkert í kínversku, og verða að treysta túlkum, sem stjórnin lætur í té, en almenningur ótt- ast þá, því að venjulega eru þeir úr leynilögreglunni. Lítið eða ekkert þýðir að spyrja fólk á götunum, bví að það svarar útlendingum stjórninni í vil, og „rétt“ svör lærir fólk úr dag- blöðum eða á hópfundum. Einn- ig er sennilegt að túlkar velji spurningum slíkt orðalag, að hvorki ferðamennirnir né hin- ir innfæddu hafi nokkra stjórn á samtalinu. Frá því er ferðamennirnir koma til Kína og þar til þeir fara þaðan, er því komið svo fyrir, að enginn tími sé fyrir þá til þess að fara eða skoða nokk- uð á eigin spýtur, og alltaf er leiðsögumaður með í ferðinni. B3tu gesiiaq .ia umunuuouiBgjaji blómum á landamærunum, og þannig eru þeir kvaddir. Ferðalögin eru sérstaklega skipulögð, og aðeins þau héruð sýnd, sem bezt líta út. Komm- únistar eigna sér margar fram- kvæmdir þjóðernissinna, og ör- eigalýð er rutt úr vegi, þegar viss hverfi eru sýnd. Fiýgur hraðar, hærra ©g lengra, en aðrar vélar. London (AP). — Á laugar- dag fór í reynsluflug brezk sprengjuflugvél af nýrri gerð sem talin er taka öllum þrýsti- loftssprengjuflugvélum fram. Flugvél þessi er af svonefndri Deltagerð og segir af lýsingu reynslufluginu, að hún muni geta flogið hraðar, hærra og lengra en nokkur önnur sprengjuflugvél, sem nú þekk- ist. Hefir brezka stjórnin óskað eftir því að smíðaðar verði fyrir hana margar slíkar flugvélar, þótt hafi ekki fullkomin reynsla fengizt fyrir vélinni. Japan og Indonesia verzla. Jakarta (AP). — Japan og Indonesia hafa gert með sér við skiptasamning — hinn fyrsta eftir stríðið. Er gert ráð fyrir 100 millj. dollara viðskiptum á báða bóga. Kaupir Indonesia iðnaðarvörur af Japan, en selur alls konar hráefni. fSförgun Iiráiárnsíin«: Klaustursbræður hverfa af Dynskógafjöru. M'föFyuncaB'egðfýerðuwn hmtt ú þessu huusti Sýslumaður Skaftafellssýslu lagði í fógetarétti í fyrradag lögbann við björguriaraðgerð- um Klausíursbræðra, ríkisins og annarra aðila, að beiðni Kerl- ingardalsbænda. Verður mál væntanlega höfð- að, svo sem lög standa til, til staðfestingar gerðarinnar. — Klaustursbræðra munu hafa horfið af Mýrdalssandi í gær, Má ekki sjást, segja Rússar. St.hómi (AP). — Járnbraut- arferjan, sem Svíar hafa starf- rækt yfir Eystrasalt, má nú ekki ganga lengur til Sassnitz. Er þar stytzt yfir til Þýzka- lands frá Trelleborg, en aust- ur-þýzk yfirvöld hafa óskað eftir því, að ferjan gangi til Warnemúnde. Talið er að Rúss ar hafi leynilegar stöðvar í grennd við Sassnitz, sem ferða- menn kunni að koma áuga á. Margar bifreiðar stöðvaðar um helgina. Bifreiðaeftirlitið ásamt Um- ferðardómstólnum var í fullum gangi í nærsveitum Reykjavík- ur um helgina. Var það bæði á ferðinni aust- an fjalls, í Borgarfirði, uppi í Mosfellssveit og á Suðurnesj- um. Fjöldi bifreiða var stöðv- aður á öllum þesum stöðum og athugað hvort allt væri í lagi með bílana, svo sem ljósaútbún aður og annað. Margir bílstjór- ar hlutu sektir fyrir eitt og annað, en flestir þó fyrir að hafa of marga farþega, enda virðist það vera algengasta brotið. Einn bílstjóri var sekt- aður fyrir að hafa próflausan mann við stýrið og ýmislegt fleira bar á góma. Hins vegar var enginn tekinn fyrir ölvun við akstur né heldur fyrir á- fengissölu, jafnvel þótt Um- ferðardómstóllinn hefði sérstak lega auga með bifreiðum í ná- munda við skemmtistaði. Undir einkennisorðunum „Guð lifir“ hafa kabólskir menn í Austur- og Vestur-Þýzkalandi, Hollandi, Frakklandi, ítalíu, Belgíu, Japan og fjölmörgum öðrum löndum komið saman á þing í Berlín. Voru mættir yfir 100 þúsund kaþólskir fulltrúar á þinginu. Mýridin er tekin við setningu þess. en sýslumaður gaf hins végar leyfi til, að járn það, sem þegar hefur verið bjargað, yrði flutt til Víkur og hefur því verið komið fyrir til geymslu í bragga þar á staðnum. Fimm málflutningsmenn úr Reykjavík voru viðstaddir gerð ina, með því að auk þeirra Ól- afs Þorgrímssonar, Vilhjálms Jónssonar og Kristjáns Guð- laugssonar mættu að þessu sinni Theódór Líndal hrl. fyrir fjár- málaráðuneytið og Jóhann Steinason hdl. f. h. Sveinbjarn- ar Jónssonar hrl., er fer með málið af hálfu vátryggjenda. Staðfestingarmálið verður væntanlega afgreitt fljótlega í héraðsdómi, og er þá sennilegt að það verði sameinað máli Klaustursbræðra gegn Kerl- ingardalsbændum fyrir Hæsta- rétti. Ber nauðsyn til að hraða málinu þar, með því að hafa þarf nokkurn viðbúnað til björgunar fyrir næsta vor, verði henni þá við komið. Dynskógafjara liggur á Mýr- dalssandi, á svonefndum Kötlu- töngum, mjög fjarri landi Kerl- ingardals, en málið snýst í og með um rétt Kerlingardals- bænda til fjörunnar, sem vé- fengdur er af hálfu ríkisins, sem á allt land ofan fjörunnar. —■ Merki á fjörunni voru ákveðin árið 1917, en árið 1918 hljóp vatnsflóð samfara Kötlugosi fram Mýrdalssand og bættist þá landflæmi mikið við sand- inn, enda eru Kötlutangar nú taldir syðsti oddi landsins. Þarf að rannsaka allt þetta nánar undir rekstri málsins. Slysa- og af- brotabálkur. Tvö slys urðu hér í bænum s.I. laugardag í sambandi við árekstra, en hvorugt þeirra tal- ið alvarlegs eðlis. Annað þessara slysa varð um miðjan dag á gatnamótum Snorrabrautar og Njálsgötu. Þar urðu tveir menn á bifhjóli fyrir strætisvagni og meiddust báðir eitthvað. Hitt slysið varð nokkuru seinna, eða á 7. tímanum á laugardaginn. Lentu tvær bif- reiðar þá í árekstri á mótum Miklubrautar og Kringlumýr- arvegs. Barn, sem var í ann- arri bifreiðinni, hlaut einhver meiðsli og var flutt á spítala. Um helgina tók lögreglan tvo bifreiðarstjóra fasta fyrir ölvun við akstur og lenti annar þeirra í árekstri. Ennfremur handtók lögreglan réttindalausan bif- reiðarstjóra við akstur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.