Vísir - 01.09.1952, Page 1

Vísir - 01.09.1952, Page 1
42, árg. Mánudaginn 1. september 1952 196. tbl. Utanríkisráðherra Dana og Norðmanna komnir. Utanríkisráðherra Svía kemur annað kvöid — fundir hefjast á miðvikudag. Þegar Gullfaxi kom í gær frá Danmörku, yoru utanríkisráð- herrar Dana og Norðmanna — Ole Björn Kraft og Halvard Lange — meðal farþega ásamt fylgdarliði sínu. Utanríkisráðherra Svía, Öst- en Undén, er hins vegar í Lon- don um þessar mundir, og kem- ur ekki fyrr en annað kvöld með Gullfaxa. Fundur ráðherr- anna hefst síðan á miðvikudag- inn klukkan 10 árd. og stendur þann dag, svo og fimmtudag- inn. Fara fundirnir fram í húsa kynnum háskólans. Frá Danmörku: Ole Björn Kraft, utanríkisráðherra, Nils Svenningsen, forstjóri danska utanríkisráðuneytisins, frú Bo- dil Begtrup, sendiherra og Finn F. B. Friis, skrifstofustjóri. Frá íslandi: Bjarni Benedikts son, utanrikisráðherra, Magnús V. Magnúson, skrifstofustjóri, Kristján Albertsson, sendiráðu- nautur, Hans G. Andersen, deild arstjóri og Sigurður Hafstað, fulltrúi. Frá Noregi: Halvard M. Lange, utanríkisráðherra, Tor- geir Anderssen-Rysst, sendi- herra, Johan G. Ræder, skrif- stofustjóri og Gyda Dahm, rit- ari. Frá Svíþjóð: Östen Undén, ut anríkisráðherra, Sven Dahlman utanríkisráð, Leif Öhrvall, sendifulltrúi og Claes Carbon- nier, skrifstofustjóri. Dauðadómar fyrir fjársvik. Belgrad í morgun (AP). — Komizt hefur upp um víðtækt fjársvikamál hjá starfsmönn- um koparnámufélags og hefur þeim seku verið refsað. Fjórir menn hlutu dauðadóm en allmargir aðrir þunga fang- elsisdóma. Segir í tilkynningu júgóslavnesku stjórnarinnar, að menn þessir hafi gerzt sekir um víðtækari fjárdrátt en þekkst Tiafi áður í opinberri þjónustu þar í landi. Ferd Uullfaxa flýtt. Athygli skal vakin á því, að ferð Gullfaxa til London verð- ur flýtt, þannig, að flugvélin fer kl. 0.30 í nótt, en hún átti annars að fara í fyrramálið. Póststofan hefur beðið Vísi að geta þess, að ábyrgðarpóst- ur með vélinni verði að vera kominn fyrir kl. 6 í dag, en álmennur póstur fyrir kl.' 8 í kvöld. • . u H-- F egurðardroííning. Hæstf bátur fékk 100 tn. í gær. Akranesbátar fengu sæmilegj- an afla í gær, þeir hæstu allt af 100 tn. Fjórtán Akranesbátar fengu 800—900 tunnur í gær, að því er fréttaritari Vísis þar tjáði blaðinu í morgun. Fjórir bátar, Keilir, Sveinn Guðmundsson, Sigrún og Bövar, fengu um 100 tunnur hver. Bátarnir létu reka í miðjum Flóanum og út af Garðskaga. í gærkveldi var almennt róið af Akranesi, en allir sneru bát- arnir aftur til lands, er stormur brast á. Vitað er um einn bát, sem lét reka i nótt, Andvara frá Vestmannaeyjum. í morgun hafði báturinn ekki getað dreg- ið net sín vegna veðurs, en þá fór lygnandi. Síldin, sem veiddist í gær, var talin léleg til söltunar, og mun láta nærri, að um helming- ur hennar hafi farið í bræðslu. Verða Skeggjastaðir í Mos- fellssveit drykkjumannahæli Bærinti á kost á þeim fyrir 2 miilj. króna. Nýlega var ung íslenzk stúlka, Hulda Jónsdóttir Quaglini að nafni, kjörin fegurðardrottning á hátíð, sem haldin var 14. ág- úst síðastliðinn í Windsor Locks í Bandaríkjunum. Frú Hulda er 23 ára að aldri, dóttir hjónanna Egilsínu Jóns- dóttur og Jóns heitins Oddsson- af vélstjóra. Snemma árs 1949 fór hún utan í boði kunningja- fólks síns, og kynntist þar Mr. Francis Quaglini, og eru þau nú gift og búsett í Windsor Locks í Cameciticut-fylki. Blaðinu hefur borizt úrklippa úr „The Hartford Times“, og segir þar, að hin bjarthærða fegurðardrottning hafi hlotið einróma aðdáun dómnefndar- innar á hátíðinni, og hafi feg- urðardrottning síðasta árs krýnt hana blómakórónu, er úrskurð- ur dómnefndarinnar hafi verið felldur. IStormur um Eaná allt í nott. Eins og spáð var í gærkvöldi, gerði storm um land allt í nótt og fylgdi honum úrkoma norð- anlands. Er senriilegt, að snjóað ’nafi í fjöll og allt niður í byggð, og sjá mátti snjó í fjöllum hér sunnanlands, þegar dró frá sjó. Hiti var víðast lítill í nótt, 4—5 stig á Vestfjörðum og Norðurlandi, en heldur meiri við suðurströndina, en þar var hitinn 6—10 stig. Útlit er fyrir minnkandi norðanátt á Vestur- landi er líður á nóttina. Risaflugvirki gera enn loftárás á Pyongyang. Fusan í gær AP. Risaflugvirki Sam. þjóðanna gérðu geysiharða loftárás á Pyongyang, höfuðborg Norður- Kóreu, og varpað var niður mörgum smálestum af sprengj- um. Engar orustuflugvélar komm únista komu til varnar og varð ekkert flugvirkjanna fyrir skemmdum af loftvarnaskot- hríð. Áður en árásin var gerð voru íbúar borgarinnar aðvar- aðir, því að varpað var niður flugmiðum, þar sem tilkynnt var um hana. Eftir loftárásina heyrðist sem snöggvast til út- varpsstöðvarinnar í Pyongyang, en hún hafði þagað síðan árás var gerð á föstudag. Var þá skýrt frá því, að 200 menn hafi látið lífið í föstudagsárásinni og tjón á mannvirkjum orðið mik- ið. Nam II yfirforingi kommún- istahersins lýsti yfir því í gær í orðsendingu til herstjórnar S. Þ., að sprengju hefði verið varpað á fangabúðir um 20 míl- ur frá Pyongyang og hefðu 6 bandarískir hermenn látið líf- ið og allmargir særzt. Vaxandi kolafram- leiðsla í Bretlandi. Kolaframleiðslan í Bret- landi nam 4.1 miRj. lesta í vik- unni sem leið og er það nokkru meira en í vikunni á undan, og í sömu viku í fyrra. Vildu taka Surtlu lifandi, en skotmennirnir urðu fyrri til. Eftirieguhindin sisatin eitir lungun* eltingurleik. Á laugardagskvöld var unnið á Herdísarvíkur-Surtlu — einu sauðkindinni, sem hefur verið elt eins og óargadýr hér á landi. Um hádegisbil á laugardag lögðu fjórir menn af stað héð- an úr bænum, og höfðu þeir i byggju að elta kindina uppi og taka lifandi, því að þeir höfðu ekki skotvopn meðferðis. Voru þeir komnir til Herdísarvíkur um klukkn þrjú um daginn, og hófu þegar leitina. Urðu þeir kindarinnar varir eftir um það bil hálfa klukkustund, en þegaf hún sá til þeirra, tók hún þegar á sprett og stefndi til fjalla. Hófu þeir félagar þegar eftir- förina og tókst um síðir að komast fyrir Surtlu og reka hana til baka, unz hún var kom in í ógreiðfæra, snarbratta klettabrekku fyrir ofan Herdís- arvík. Þegar þangað var komið, urðu menn, sem voru á vegin- um, varir við ferðir kindarinn- ar og þeirra, sem eftir henni sóttu. Munu menn þessir — þrír saman — hafa leitað hennar um daginn, en ekki orðið varir, en nú bar vel í veiði, því að menn þessir voru með skotvopn með- ferðis, og hófu þeir þegar skot- hríð á kindina, þar sem hún var í klettunum, þreytt og þjök- uð eftir 4—5 klukkustunda hlaup, því að klukkan var rúm- lega átta, er hér var komið. Tókst einum manna þessara — en þeir munu allir vera héð- an úr Reykjavík — að bana kindinni í þriðja skoti, og var þá Herdísarvíkur-Surtla öll. Skotmennirnir þrír og eftir- leitarmennirnir fjórir tóku tal saman, þegar ,,björninn“ var unninn, og vildu hinir síðar- nefndu fá hluta af fé því, sem lagt hafði verið til höfuðs Surtlu af Sauðjárveikivörnun- um, til þess að hafa eitthvað fyr ir sín hlaup, en nú ef eftir að vita, hverjar lyktir verða þess máís. Nefnd sú, er gera átti tillög- ur um staðsetningu drykkju- mannahælis og fleira, hefur lagt til við bæjarráð, að fest verði kaup á jörðinni Skcggja- stöðum í Mosfellssveit í þessu skyni. Nefndarmennirnir, þeir dr. Jón Sigurðsson borgarlæknir, Alfreð Gíslason læknir og Gústaf A. Jónasson skrifstofu- stjóri, lögðu fram ítarlega greinargerð um þessi mál á bæjarráðsfundi s. 1. föstudag. Á Skeggjastöðum eru húsa- kynni hin ágætustu, stórmynd- arleg og traustbyggð. Húsið er um 300 fermetrar, hár kjallari, hæð og tveggja metra ris. Þar eru vönduð útihús, rafstöð, en jörðin er alls um 600 hektarar. Húsin eru að mestu reist á ár- unum 1944—45, en eigandi þeirra er Eiríkur Ormsson raf- virkjameistari. Gert er ráð fyr- ir, að þarna verði rúm fyrir um 20 vistmenn. Mönnum hefur lengi verið ljóst, að gera þyrfti róttækar ráðstafanir, til þess að ráða bót á vandamálum þeim, sem stafa af ofnautn áfengis, og að útvega bæri heppilegt húsnæði fyrir áfengissjúkt fólk. Það þarf sér- stakrar aðhlynningar við og læknishjálpar, eins og alkunna er, og tvímæalaust fer bezt á því, að slíkt hæli sé í sveit. —• Skeggjastaðir virðast fullnægja flestum þeim kröfum, sem gera Skeggjastaða mun vera um 2 millj. króna. þarf til slíks hælis. Kaupverð Á sama fundi var og fjallað um undirbúning hjálparstöðvar fyrir áfengissjúklinga, en því máli er nú svo langt komið, að stöðin tekur til starfa 1. okt. n. k. Ekki getur Vísir þó upp- lýst á þessu stigi málsins, hvar stöðin verður. Þar verður lækn- ingastofa, þar sem unnt verður að koma við læknisaðgerðum, en ekki gert ráð fyrir sjúkra- rúmum, enda um hjálparstöð að ræða. Þá má geta þess, að bæjar- ráð hefur samþykkt, að áfeng- issjúklingum verði fyrst um sinn ætluð 1—2 rúm, eftir þörf- um, í Hvítabandssjúkrahúsinu. (Mossadegh andvígur tillögum Breta. Teheran (AP). — Neðri deild persnéska þingsins á að koma saman til þingfunda 10. septem- ber. Verða þá nýjustu tillögur Breta teknar til athugunar, eri Mossadegh hefur þegar lýst yf- ir því að hann sé þeim ekki samþykkur.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.