Vísir - 01.09.1952, Blaðsíða 5
Mánudaginn 1. september 1952
VÍSIR
Sigurður Magnússon:
L
\ víð og dreif um
deg og veg.
JFíBrið í heimsókn ti&
Æb&n&eeBB m/ ftuíiö þðtösttt
Litazt iiin 5 kirkjngarði og horft
á líkfylgd.
Hong Kong, mánud. 18. ág.
Eg er að hugsa um að halda
upp á mánudaginn með því að
skrifa eitthvað „um daginn og
veginn“, rétt eins og Andrés
hefði hringt til mín á fimmtu-
daginn og sagt: „Jæja, Sigurður
minn. Nú verður þú að hlaupa
fyrir okkur í skarðið á mánu-
daginn. Tími? Jú, það sleppur.
Þú hi’ipar þetta um helgina."
Mál er að linni.
Það er gömul og góð regla,
sem eg vil hafa í heiðri, að
byrja með því að rifja upp þá
atburði, sem einkum hafa verið
ræddir manna í milli undan-
farna viku, og ber þá eflaust
fyrst að telja lausn þriggja
ástralskra flugmanna úr tugt-
húsurn kommúnista. Þessir
menn nauðlentu á Catalina-
flugbáti, rétt við portúgölsku
nýlenduna Macao, aðfaranótt
15. desember 1950 og var þeim
bjai'gað af bolsévikkum, sem
ákærðu þá síðar fyrir ópíum-
smygl eða tilraun til þess, og
læstu þá í 20 mánuði inni í
tugthúsi, en sögðu svo fyrir
nokkrum dögum: Mál er að
linni. Haldið heim.
Saga Ástralíumannanna
þriggja hefur verið rakin hér í
blöðunum að undanförnu, og sú
fullyrðing þeirra félaga undir-
strikuð, að þeir hafi verið born-
dr lognum sökum og þess vegna
verið haldið saklausum í fang-
elsi allan tímann.
Þótt undarlegt megi virðast
sýnist mér þetta ekki mergur-
inn málsins, heldur hitt, að af
frásögnunum eru eftirgreindar
staðreyndir óvéfengjanlegar:
Engum venjulegum réttar-
reglum er fylgt í sambandi við
rannsókn málsins. Sakborning-
unurn gefst þess enginn kostur
að halda uppi vörum, enda fell—
ur aldrei dómur í máli þeii'ra.
Sjálfir hafa þeir, allt frá hand-
tökunni, enga hugmynd um,
hvort þeii’ muni verða drepnir,
látnir rotna niður í fangelsi eða
sleppa eftir eiun eða tvo ára-
tugi, fyrr en tiikynningin kem-
ur allt í einu: Haldið heim.
IJt fyrir takmörkin.
Brezk yfirvöld hafa, án ár-
angurs, reynt allan tímann að
komast í samband við fangana.
Embættismennirnir fá engin
svör, en föngunum er sagt: Til
er enskur herramaður, sem
kallar sig Aðalræðismann Breta
í Suður-Kína. Við lofum hon-
um að gera það, en látum að
öðru leyti sem hann sé ekki til.
Við þann náunga fáið þið aldrei
að tala — og það fengu þeir
heldur ekki.
Þetta er mergurinn málsins,
en alls ekki hitt, hvort þessir
menn voru með réttu eða röngu
grunaðir um að hafa framið ein-
hverjar yfirsjónir. Aðalatriðið
er það, að mennirnir þrír kom-
ust út fyrir takmörk siðmenn-
ingarinnar, að í hinu nýja Kína
virðist einstaklingurinn ger-
samlega ofurseldur duttlungum
valdhafanna, og við þann, sem
fengið hefur 20 mánuði fyrir
opiumsmygl, er því ekkert að
segja nema þetta: Þakkaðu fyr-
ir að þú varst ekki hengdur
fyrir að hafa ætlað að drepa
Mao Tse-tung.
Hitt er annað mál, og öllum
augljóst, að enginn er öfunds-
verður af nábýli við svona ná-
unga.
Illgresi í garði.
Eg ræddi í fyrradag um
stjórnmál við gamlan og gró-
inn Hongkongbúa. Hann var
mjög svartsýnn á framtíð vest-
rænna þjóðfélagshátta hér í
Austurlöndum, en mér fannst
hann þó mjög raunsær. Hann
mælti á þessa leið:
Að óbreyttum aðstæðum er
það tímaspursmál eitt, hvenær
kommúnisminn leggur alla
Asíu undir sig. Til þess liggja
nákvæmlega sömu rök og þau,
að garðurinn þinn fyllist ill-
gresi, ef þú gætir hans ekki.
Ferill okkar hvítra manna í
Asíu hefur um marga hluti
verið svo ófagur, að mjög auð-
velt er að æsa fáfróðan almúga
til ofstækis gegn okkur, og við
höfum svo lítið lært af reynsl-
unni, að við erum enn að burð-
ast með kumpána eins og
Chiang Kai-Shek og Syngman
Rhee, og margir úr okkar hópi
virðast vera á því siðferðisstigi
að ætla, að skefjalaust brask,
að viðbættu dálitlu af skot-
færum, kryddað með kjaftæði
um lýðræði, sé eitthvað upp á
að bjóða. En það er hinn mesti
misskilningur. Það er einmitt
þetta, sem fyllir gai'ðinn okkar
af arfanum. Það, sem við þurf-
um að bjóða, er heiðarlegir
stjórnarhættir, almenn velmeg-
un, manni'éttindi.
Hong Kong er
spillingarbæli.
Við munum áreiðanlega allir
sannfærast einhverntíma um
þetta, en eg óttast.að það verði
ekki fyrr en um seinan.
Hong Kong er um margt
spillingarbæli í verzlun og við-
skiptum, en við erum þó hér að
því leyti á réttri leið, að lífs-
kjör almennings eru rniklu
betri en gerist víðast hvar hér
um slóðir og almenn mannrétt-
indi eru í heiðri höfð. Það er
vegna þessa, sem kommúnist-
unum verður svo illa ágengt
hér.
Áhrifamestu áróðui’smenn
kommúnista eru ekki í þeirra
hópi, heldur í okkar eigin fylk-
ingu, oft fremstir í flokki, og
eru þá spilltir stjórnmálafor-
ingjar, eða sitja í skugganum
og leggja þar netin til okurs og
auðsöfnunar.-------
Þannig mælti hinn vísi en
bölsýni vinur minn. Vera má
að hann hafi tekið of djúpt í ár-
inni, en eg gat þó ekki betur
séð en að hann stefndi í rétta
átt.
Kerlingabækui' Borneobúa.
Það eru ugglaust margir
heima, sem ekki eru fróðari en
eg var og vita ekki, að hér er
mikill og merkur háskóli, sem
er á svipuðum aldi’i og Háskóli
íslands og starfar í mörgum
deildum, sem sumar eru víð-
kunnar og virtar víða hér um
Austurlönd.
Frá því var sagt núna hér í
blöðunum, að einn kennaranna
væri nýkominn heim úr leið-
angri til Norður-Borneo, en
þangað fór hann til þess að
rannsaka jurtir, sem notaðar
hafa verið af innbornum mönn-
um til lækninga. Hefir hann
strax komizt að raun um að
kerlingabækur þeirra Borneo-
búa eru ekki allar svo vitlausar
sem þær virðast, því að í sum-
um þessarra jurta ei’u fólgin
sömu efnin og þau,--sem nú ei’u
notuð til lækninga á sömu sjúk-
dómunum og þeim, sem skottu-
læknarnir töldu jurtjrnar eiga
við, og sannast hér enn það, sem
minn sálusorgari, Árni prófast-
ur, kenndi, að vizka öll væri
hjá alþýðu fólgin.
Þeir, sem fara ekki í bílum um Hong Kong, en þurfa samt að
flýta sér, nota vagna af því tagi, sem hér sjást.
Arkað til Áberdeen.
Annars var eg þar í gær sem
mér fannst alþýðan fara ósköp
óvitui’lega að ráði. Eg fór nefni-
lega alla leið út í Aberdeen,
geklc í heilan klukkutíma í
steikjandi sólskini ofan af fjalli,
niður allan dalinn, sem er á
Hongkongey austanverðri, unz
eg kom að Aberdeen. Sá aust-
ræni á hinum brezka nafna sín-
um það sameiginlegt, að vera
fiskimannabær, en þá held eg
að sé upptalið, því að sá, sem
eg sótti heim í gær, er svo kín-
verskur, að eg þurfti að leita
afar lengi til þess að finna ein
hvern sem væri svo vel að sér
Litið yfir höfnina í Aberdeen, sem er austanvert á Hongkong-
eyju. Þar eru fiskveiðar stundaðar, eins og í borginni, sem þessi
heitir eftir.
í ensku að hann gæti sagt mér
sæmilega til vegar.
Þarna fór eg með hálfum
huga inn í kínverskt hof, en
þegar til kom reyndist allur ótti
ástæðulaus. Eg virtist þar vel-
kominn, enda þótt eg væri sá
eini, sem engu fórnaði guðum
hússins. Hins vegar gekk eg
alls óhræddur niður að höfn, en
er þangað kom hópaðist að mér
organdi kerlinga- og stelpna-
lýður, sem ætlaði að draga mig'
niður í einhvern bátanna, sem
lágu þar við bi'yggjur. Fyrst
skildi eg ekki hverju þetta
sætti, en svo rann það skiln-
ingsljós upp fyrir mér að pils-
vargar þessir vildu í'óa mér út
í einn hinna þriggja fljótandi
veitingastaða hafnarinnar. Þar
sem eg nú ætlaði mér alls ekki
þangað og treysti mér ekki til
þess að gera upp á milli kvenna
þeirra, er í boði voi’u, þá sá
eg þann^kost vænstan að bjarga
mér á flótta og hrökklaðist
þannig frá höfninni.
Sinn er siður ....
Annars virðast konur stunda
sjómennsku hér engu síður en
kai’lmenn og sé eg ekki betur
en að þær rói flestum kínversku
bátanna, sem notaðir eru til
fiskveiða eða flutninga, svo að
róðrarkerlingarnar í Aberdeen.
eru ekki einstætt fyrirbæri,
heldur sérstök stétt, hliðstæð'
sjómannaekkjunum í Cheung:
Chaw, sem njóta þeii’ra for-
réttinda að mega einar bera þar
í land farangur ferðamanna og
láta áreiðanlega ekki ganga á.
rétt sinn í því efni. Ogeðslegast-
hefur mér þó þótt að sjá konur
með lítil börn í bakpoka, svo-
sem algengast er hér, rogast
með stærðar bagga á burðar-
trjám. Annars er það alveg ó-
trúlegt að sjá hve mikið Kín-
verjar bera á bakinu og undar-
legt er að sjá kúlíana stökkv-
andi með dráttai’vagna út um
allar jarðir.
Meðal lifenda og dauðra.
Annars var það alls ekki
þetta, sem eg ætlaði að segja
frá til dæmis um það hve óvit-
urlega fólk gæti farið að ráði
sínu, heldur hitt, að eg kom £
kirkjugai’ðinn í Aberdeen, og
vai’ð svo dolfallinn, að við sjálft
KWÖLÐfumkai-.
FYRIR NOKKRUM ÁRÚM
hefði það sjálfsagt þótt saga til
næsta bæjar, að Skagamenn
gætu teflt fram knattspyi’nuliði,
sem hefði í fullu tré við úrvals-
flokk höfuðstaðarins, en svona
er þetta nú í dag, og þykir sum-
um þetta mei’kilegt. Nú er það
svo, eins og alkunna er, að
höfðatölureglan gildir ekki,
þegar um er að ræða knatt-
spyrnu, fi’ekar en aðrar íþrótta-
greinir. „Miðað við fólks-
fjölda“ er ákaflega vinsælt mat
hér á landi, en samkvæmt því
standa íslendingar geysi-fram-
arlega í flestum greinum, meira
að segja í frjálsum íþróttum,
þótt hlutur okkar sé ekki sá nú,
sem hann var fyrir 1—2 árum.
♦ Á íþróttavellinum var
mikill mannfjöldi saman
lcominn í fyrradag, þar af álit-
legur hópur fólks, sem hafði
komið ofan af Akranesi, til þess
að sjá „strákana sína“ standa
sig, og þ’að gerðu þeir. En þarna
höfum við það: Það voru strák-
arnir þeirra, allra þeirra, sem
heima sátu uppi á Skaga, sem
voru að þreyta knattspyrnu við
úrvalslið úr 60 þúsund manna
bæ. Þeirra sómi var um leið
sómi hins duglega útvegsbæjai’,
bæjar, sem rís í hillingum,þegar
horft er yfir Faxaflóa á góð-
viðrisdögum. Við, sem teljumst
innfæddir Reykvíkingar, lítum
ekki á okkar menn með sömu
hi’ifningu og af sama áhuga, og:
ber margt til, þó að öllum þyki
okkur vænt um bæinn okkar.
♦ Metnaður og kapp Akur-
nesinga er skiljanlega.
miklu meiri. Það er sannkölluð^
hátíð og almennur fögnuður,
þegar Akurnesingar bera sigur
af hólmi, en hér skiptir það-
ekki svo miklu máli, hvernig
leikar fara, svo fremi, sem.
sæmileg knattspyrna er sýnd.
En hvað sem þessu líður, hlýtur
hún að vekja virðingu okkar og
aðdáun, þessi leikni og þessi
dugnaður, sem hinir ágætu:
knattspyrnumenn af Akranesi
sýna, þegar þeir keppa hér á.
íþróttavellinum.
♦ Öll í’ök hníga að því, aff
hér ætti að vera unnt að
koma upp betri knattspyrnu-
flokki en Akurnesingar hafa.
tök á, ekki sízt hljóta æfinga-
skilyrði að vera betri hér. Þó-
er það svo, að Akurnesingar
sýna meiri hugsun í leik sínum,
leika betri knattspyrnu ent
okkar menn, óg’ er það í sjálfu..
sér athugunarefni knattspyrnu-
frömuðum okkar, sem margt;
geta lært af Rikarði, Guðjóniv
Þórði, og hvað þeir nú heita,
hinar listagóðu knattspyrnu-
menn af Skipaskaga.
ThS.