Vísir - 01.09.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 01.09.1952, Blaðsíða 4
fi VÍSIR Mánudaginn 1. september 1952 DAGBLAÐ Kitatjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson, Skriístofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSm H.*\ Kígreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm Iínur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.t Verkun síldar. Fyrir nokkrum árum vakti Gísli verkfræðingur Halldórsson máls á því, að varðveizla síldar væri með öðrum hætti og lakari, en æskilegt gæti talist, vegna nýtingar og gæða afurð- anna. Gerði hann tilraunir til að geyma síldina í þróm, með isingu og síðar var notað aðkeypt efni, sem varðveita átti síld frá skjótri rotnun, en slíkar aðferðir munu aðeins hafa verið við hafðar í mestu veiðihrotunum. Ekki er kunnugt um að aðrar tilraunir hafi verið gerðar til umbóta á varðveizlu síldarinnar, þótt vel kunni það að vera og er því ekki fjarri lagi að gefa gaum þeim tilraunum, sem erlendis hafa verið gerðar til þess að bæta gæði geymslusíldar. Þær fregnir berast frá Noregi, að þar hafi síld verið sett í tunnur undir opinberu eftirliti, en því næst hafi tunnurnar verið innsiglaðar og geymdar í þrjá mánuði. Virtist síldin sem ný, að því er sérfróðir menn töldu, en vi'ð efnagreiningu benti einnig allt til að slík geysmla sildarinnar hefði staðist raunina, þannig að um gæðavöru væri að ræða. Hafa fregnir af slíkri geymslu síldarinnar vakið mikla athygli í Noregi, enda er Norðmönnum sýnt um að nýta framleiðslu sína til hlítar, auk þess sem almenningur telur að sparnaður og nýting sé undir- staða alls þjóðarauðs, en vörugæðin tryggi söluna á erlend- um markaði. Um þessar mundir er unnið hér að söltun Faxasíldar. Talið er að verulegur hluti aflans sé vel söltunarhæf vara, en úr- gangssíld hinsvegar miklu meiri en gerist norðanlands. Þegar hefur tekizt að selja nokkurt magn af síld þessari, svo sem gerst hefur á undanförnum árum, en á miklu veltur að vöru- gæðin reynist slík að varan mæli með sér sjálf við sölu. Eftirlit með söltuninni verður að vera strangt, og í því falið meðal annars, að unnt sé auk þess að fylgjast með því á erlendum markaði, hvort mistök hafa átt sér stað hjá saltendum og þá hverjum þeirra um sig. Þeir saltendur, sem gerast sekir um óvandaða framleiðslu og hirðuleysi í verkun síldarinnar, eiga ekki að fá söltunarleyfi í framtíðinni, með því að þeir skaða þjóðina með framleiðslu sinni, þótt þeir kunni að hagnast sjálfir á henni í svip. Ftindiir utanríkisráðherranna. TT’undur utanríkisráðherra Norðurlanda hefst hér \ borginni ■*- á miðvikudaginn, er kemur. Sækja hann utanríkisráð- herrarnir allir og auk þess nokk.rir samstarfsmenn þeirra og aðrir fulltrúar úr utanríkisþjónustunni. Hafa slík fundahöld ráðherranna farið fram undanfarin ár í höfuðborgum Norður- landanna, en hér á landi er slíkur fundur haldinn í fyrsta sinni eftir styrjaldarlokin. Norðurlandaþjóðirnar hafa náið samstarf um ýms mál sín á milli, en auk þess koma þær oftast fram sem ein heild í alþjóðlegu samstarfi og fundum Sameinuðu þjóðanna. Er því eðlilegt og sjálfsagt, að rædd séu helztu vandamálin, sem uppi eru á hverjum tíma. í norrænni samvinnu hefur ísland nokkra sérstöðu og hlýtur að hafa. Sem dæmi þessa mætti nefna landvarnamálin, sem geta verið sameiginlegt fyrir skand.inavisku löndin, en af legu íslands leiðir að um slíka samvinnu verður ekki að ræða, nema sem einn þáttur í alþjóðlegu samstarfi. Skilyrði hér á landi inn á við og út á við eruað ýmsu leyti önnur, en í skandinavisku löndunum, þannig að við eigum ekki samleið með þeim að öllu, þótt við hinsvegar viljum hafa hana sem nánasta. Heimsókn utanríkisráðherra Norðurlanda til þessara funda- halda, er fagnaðarefni, með því að þótt alþjóðamál kunni að verða rædd, verður vafalaust einnig ræddur sá þátturinn, sem veit að sjálfstæðri norrænni samvinnu. Þær hömlur, sem hafa verið á samvinnu Norðurlandanna, og stafað hafa frá styrjaldar- árunum, hSfa á ýmsum sviðum verið afnumdar og jafnframt er unnið að því af gagnkvæmum skilningi að greiða fyrir al- hliða samvinnu þessara þjóða. Þarf ekki að taka fram að slíkt samstarf þjóðahópa er í fullu samræmi við sáttmála S.Þ., sem gerir beinlínis ráð fyrir slíku. Ráðstjórnarríkin hafa hinsvegar haft ýmsar athugasemdir að gera við hina norrænu samvinnu, og jafnvel talið henni beint gegn sér, sem er vitanlega fjarri öllu lagi, enda hafa slíkar orðsendingar ekki verið teknar oí alvarlega. íslenzk menning er og verður norræn í eðli sínu, þótt lega landsins og landshættir séu að ýmsu sérstæðir. Til norrænnar menningar höfum við lagt nokkurn skerf, sem sóttur verður í íslenzk handritasöfn í Kaupmannahöfn, auk þess sem geymt er heima. Skilningur annarra Norðurlandaþjóða á slíku framlagi, hlýtur að móta gagnkvæma vinsemd eftir því sem við á. tÞgóðleikhúsiö : Listdansasýnmgarnar vekja mikinn fögnuð áhorfenda. Á föstudagskvöldið hóf Þjóð- leikhúsið starfsemi sína á haustinu með listdanssýningum og eru það um leið fyrstu list- danssýningar, sem hér hafa far- ið fram svo teljandi sé. Hafa danssýningarnar verið fjórar til þessa, og hefur sama efnisskráin verið á þeim öllum. í dag verður engin listdanssýn- ing, en Harry Ebert, sem annast undirleik norrænna listdansara mun halda píanóhljómleika í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Á morgun hefjast svo aftur list- danssýningar með breyttri efn- isskrá. Hafa listdanssýningar vakið geysimikla eftirtekt og hefur listafólkinu verið ákaf- lega vel tekið af áhorfendum. Efnisskrá á þessum sýning- um, sem um garð eru gengnar, hefur verið mjög fjölbreytt, og erfitt að gera upp á milli hvaða atriði hafa líkað bezt. Það er ljóst, að þarna er að verki ó- svikið listafólk. Mesta eftirtekt hafa vakið indverskir dansar listdansmærinnar Lilivati, en þeir eru mjög óvenjulegir og nýstárlegir, þótt þeir séu um leið kannske helzt óskiljanleg- ir fyrir okkur. Undirleik fyrir indversku dönsunum annast Indverjinn Sri Bose og leikur á tvær trumbur, samtímis. Allir hafa dansarnir vakið mikla hrifningu og sérstakan fögnuð vakti skopstæling á ný- tízku dönsum, sem samin er af sænska balletmeistaranum Carl Kruuse, er dansar þann dans ásamt Ingu Bergreen. Erfitt er samt að gera upp á milli lista- fólksins, því hér er sannarlega ekki um að ræða neina viðvan- inga, enda vitað að það er starf- andi við kunnustu leikhús Norðurlanda. Þess hefur þó gætt á sýning- unum að ljósaútbúnaður Þjóð- leikhússins er ekki gerður fyrir balletsýningar, og kemur það að sök í þeim dönsum, er krefjast hraðrar hreyfingar um sviðið. Þjóðleikhúsið á miklar þakk- ir skilið fyrir að hafa útvegað hingað þetta ágæta listafólk. Bandaríkjamenn eru fyrir „Skota". New York. (A.P.). — Banda- ríkjamenn keyptu meira en helming alls þess viskís, sem Skotar seldu úr landi á sl. ári. Alls nam framleiðslan rúm- lega 30 millj. lítra, og nam út- flutningsandvirðið um 740 lAillj. kr., jókst um 130 millj. kr. á árinu. Bandaríkin borg- uðu um 440 millj. kr. fyrir skozkt viskí á árinu. Getraunirnar: Mjög óvænt úr- slit á iaugardag. Úrslit leikjanna á síðasta get- raunaseðli urðu þessi: Arnsenal—Suðnderland: 1— 2 (2). Blackpool—Bolton 3—0 (1). Charlton—Wolves: 2—2 (x). Chelsea—portsmouth: 2—-0 (1). Derby—Aston Villa: 0—1 (2) Middlesbrough—Preston: 1—1 (x). Newcastle—Tottenham: 1—1 (x). W. Bromwich—Burnley: 1-2 (2). Birmingham—Fulham: 1— 4 (2). Hull—Brentford: 2— 2 (x). Sheffield U.—Huddersf ield: 0—2 (2). í morgun var ekki kunnugt um úrslitin í landsleik Finna og Norðmanna. -... Englr erlendir kafbátar á ferð. Ástralski flotinn hefur rann- sakað hvort það hafi við nokk- uð að styðjast, að kafbátar, sem menn ekki vita deildi á, hafi iðulega sést að undanförnu við norðurströnd Ástralíu og Nýju-Guineu. Ekkert sannaðist um, að kaf- bátar framandi þjóða hefðu verið þarna á sveimi. ♦BERGMAL♦ „Víðförull“ var tíður gestur í Vísi um eitt slceið, en nú er orðið langt síðan ,,nöldrið“ í honum hefir heyrzt, þangað til nú að hann sendir okkur pistil: „Vísir! gamli kunningi. Nú fæ eg ekki lengur orða bundizt, og verð því að biðja þig fyrir dálítinn nöldurpistil upp á gamlan kunningsskap. „Nýyrði“ í Vísi. „Er hann nú líka farinn að taka upp þetta leiðinlega þyriIvængju-flugu-orðskrípi“? sagði eg við sjálfan mig, þegar eg fyrir nokkrum dögum sá þetta „nýyrði“ í Vísisgrein, og sem eg hélt að Morgunblaðið hefði einkarétt á, og að það væri bara yfirleitt lítið gért að því að stuðla að útbreiðslu fyrir. Þetta þótti mér miður farið, því eg hefi alltaf talið Vísi meðal betri fulltrúa ís- lenzkrar tungu, enda vona eg að það hafi aðeins verið fyrir vangá ,að þessi ,,fluga“ (þyril) kom þar fram. Fjarlægðir styttast. Þegar þess er gætt, að vegna hinnar tröllauknutækniþróunar síðari tíma á öllum sviðum at- hafnalífs þjóðannar, hafa þær óbeinlínis nálgazt hver aðra, og orðið að einu stóru nágrenni. Þessi nágrennisþróun er nú komin á svo hátt stig, að heim- urinn er að miklu leyti kom- inn undir eina stjórn — sam- einuðu þjóðirnar, þar sem raun- verulega er aðeins um það deilt, hvort íbúum jarðar skuli í framtíðinni stjórnað sem þrælum eða frjálsum mönnum. Þau átök geta að vísu orðið bæði löng og hörð og verða ekki rædd hér. En meðan þjóðirnar þannig brjótast um og breytast á ýms- an hátt í þessari deiglu til myndunar sameiginlegs skipu- lags, framtíðarskipulags, geta þær ekki komizt hiá að taka upp fjölda samei<?inlegra orða og nafna, sem óhjákvæmilega koma fram vegna hinnar öru tækniþróunar á öllum sviðum, og þar af leiðandi síaukinna, sameiginlegra, nýrra viðfangs- efna. „Helikopter“ alþjóðlegt orð. Yfirleitt munu þjóðirnar taka þessi nýyrði óbreytt upp í þjóð- tungu sína, að minnsta kosti nafnorðin, og er hætt við, að okkur fslendingum reynist erfitt að komast hjá að gera það sama. Enda er það ekki á annara færi en orðhögustu manna á íslenzka tungu, að þýða nafnorð úr erlendum málum, eða búa til hentugt þjóðlegt orð í þess stað, svo að betra sé en útlenda orðið, ef það er auðvelt í framburði eins og það orð, sem hér um ræðir, þ. e. „helikopter". Þetta er al- þjóðlegt orð, og auðvelt í fram- burði fyrir allar tungur, en það er ekki til þess fallið að vera þýtt frekar en önnur nafn- orð, sem ekki eru jafnframt lýsingarorð eða hugtak. Skemmd á málinu. Eg tel það skemm á íslenzku máli, að taka upp nýyrði fyrir útlend nafnorð, sem ekki er hægt að þýða, ef þau eru engu skiljanlegri en útlenda orðið sjálft. Enginn skilur t. d. hvað átt er við með „þyrilvængja" eða „þyrilfluga“ án þess að sérstakar skýringar fylgi. Án þeirra gæti ófróðum alveg eins dottið í hug, að „þyrilfluga“ væri ef til vill ný tegund af kálflugu eða einhverju öðru ný-innfluttu meindýri. Eg vona að höfundar „þyril- flugunnar" séu nú búnir að skemmta sér við hana nægju sína í bili og geti, eftir atvik- um, fallizt á, að veita henni sömu örlög, sem venjulegum dægurflugum eru ásköpuð, en það er að hverfa úr umferð, þegjandi og hljóðalaust, með hallandi sumri og lækkandi sól. Víðförli.“ Gáta dagsins. Nr. 229. Einn er vegur endalaus, arkar þar um drengur; við bæði lærin bindur haus, á berum fótum gengur. Svar við gátu nr. 228. Fæða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.