Vísir - 08.11.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 08.11.1952, Blaðsíða 4
VlSIR Laugardaginn 8. nóvember 1S52, DAGBLAÐ Ritstjórar: Kristján GuDiaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Varhugaverð þróun. Iflestum kaupstöðum landsins hefur verið efnt til bæjarút- gerðar, undir því yfirskyni, að „glæða þyrfti atvinnulif á ;staðnum“. Þeir kaupstaðir, sem betur hafa mátt sín og átt hafa greiðan aðgang að ríkissjóði eða lánastofnunum, hafa fest kaup á „nýsköpunartogurum“, en smærri kauptún hafa •orðið að láta sér riægja eldri togarana endurbætta, sem út- vegsmenn hafa ekki talið arðvænlegt að halda til veiða, í og .með vegna viðhaldskostnaðar og tiltölulega lítilla afkasta ‘við veiðarnar, ef miðað er við stærri og nýrri skipin. Bæjarút- .gerðin hefur gengið mjög misjafnlega, en einna skárst hefur ■afkoman orðið hér í höfuðstaðnum, þar sem „diesel-togararnir“ hafa skilað jafnvel nokkrum gróða og mætti það vera nokkur forspá um framtíðina. Þar sem útgerð bæjanna hefur gengið einna verst, verða iborgararnir að greiða hallann, eða að bæjarfélögin missa tog- •arana úr höndum sér. í Vestmannaeyjum mun hafa verið gripið til þess ráðs, að jafna tapinu að einhverju leyti á atvinnurek- -endur í plássinu, en í Neskaupstað var annar og athyglisverð- ari háttur á hafður. Þaðan eru tveir nýsköpunartogarar gerðir út, — annar af hálfu bæjarins, en hinn af hlutafélagi, sem kommúnistar áttu drjúgan þátt í, en mun aðallega hafa byggt á opinberri fyrirgreiðslu í upphafi. Útgerð beggja togaranna hefur gengið illa, og allt viðhald á skipunum hefur verið í lélegra lagi, að því sem sagt er. Nú voru horfur þær, að vegna vanskila myndi verða gengið að báðum togurum Neskaup- ;staðar og þeir seldir nauðungarsölu. Gerðist þá sá atburður á bæjarstjórnarfundi, að samþykkt var af kommúnistum, að bæj- •arfélagið keypti togara hlutafélagsins og greiddi hluthöfum 190 fyrir hvert hundrað í hlutabréfum, — eða hérum bil tvö- •falt verð. Hluthafarnir fengu sitt með góðum vöxtum, en nú hafa báðir togararnir verið auglýstir til uppboðs, hvernig sem bæjarfélaginu gengur að greiða vanskilaskuldirnar, en fulltrúi .„kaupstaðarins“ á þingi er einna djarfastur um útgjaldatil- lögur til handa ríkissjóðnum. Kommúnistar í Neskaupstað hafa draslað bæjarfélaginu áfram með opinberum lánum og styrkjum til margkyns nýmæla, .sem eru bæjarfélaginu þörf og ekki veitti af að upp yrði komið. 'En fyrirhyggjan eða ábyrgðartilfinning vegna rekstrarins var 'hinsvegar engin. Kommúnistar líta réttilega svo á, að mannvirki verði ekki flutt þaðan af staðnum, en auk þess verði hlaupið undir bagga af opinberri hálfu, ef beri upp á sker í fjármálun- um. Verði það ekki gert er auðvelt að saka Alþingi um birðu- leysi um hag fjöldans, kenna „Reykjavíkurvaldinu“ um það ;sem miður fer, en vekja jafnframt athýgli á umbótavilja komm- únista og framkvæmdum, sem þeir hafi stofnað til, en illii valdhafar gert að engu. í trausti þess að ríkissjóður hlaupi und- :ir bagga, til þess að afstýra sulti og neyð, róa kommúnistar að því öllum árum að auknar kaupkröfur verði gerðar af hálfu launþega til sjós og lands, alveg án tillits til þess, hvort at- ■ vinnulífið getur risið undir slíkum greiðslum og öðrum kostnaði. i Bæjarútgerð virðist einn áfangi til ríkisrekstrar, nema því • aðeins að veitt verði viðnám og hverjum kaupstað lögð sú ;skylda á herðar að inna lögboðin gjöld og réttmætar greiðslur af hendi, vilji þeir tryggja sér framhaldandi rekstur togaranna. Ríkinu og raunar bæjarfélögunum einnig væri vafalaust heppi- legra, að einstaklingar hefðu reksturinn með höndum, enda væri Jpá þeirra forsjáin og ábyrgðin á rekstrinum. í bæjarrekstri verða menn í reyndinni ábyrgðarlausir. Um þann þátt málsins .sjá flokkarnir, jafnframt því, sem krafist er aukinna álaga •eða aukinna styrkja rekstrinum til handa, allt eftir þörf sleif • arlagsins. Þetta er þróun, sem vissulega er varhugaverð, þót.t • ekki sé auðvelt að ráða í skyndi bót á öllu því, sem aflaga :fer í rekstrinum, án þess að það hafi víðtækar afleiðingar fyrir • atvinnulíf í hlutaðeigandi byggðalögum. Haustmót Taflfélagsins. Sala togarama 'i'/’omið hefur til tals að togarar Reykjavíkurbæjar verði .Ha- sei^ir hlutafélagi, en undirbúningur mun skammt á veg kominn og óvissa um endanlega niðurstöðu. Þetta væri rétt og sjálfsagt, enda yrði þá jafnfrámt tryggt að bæjarfélagið þol aðist ekki lengra fram á braut slíks óþarfa opinbers áhættu- rekstrar. Hlutaeign bæjarins í áhættufyrirtækjum mætti einnig hverfa að skaðalausu, öðrum aðilum í hendur, sem tækju þá .jafnframt á sig ábyrgðina. Fénu mætti verja til umbóta í al mennings þágu, en mörg eru verkefnin í opinberri þjóustu, þótt einstaklingum sé látinn eftir atvinnureksturinn að mestu. 5. umferð. Fimmta umferð á liaustmóti T. R. var tefld í gærkveld, fóru leikar þannig: Þórir Ólafsson lék hvítu gegn Hauk Sveinssyni, kom fram Sikileyjarbyrjun. f 10. leilc lék Haukur af sér hrók, alveg að þarflausu að því er virtist, og gafst upp í 12. leik. Birgir Sigurðsson lék svörtu gegn Arinbirni Guðmundssyni, byrjunin var Nimsowitch-vörn gegn drottningarbragði, var staðan lengi mjög áþekk, en í síðari hluta miðtaflsins náði' Birgir snöggu upphlaupi með hróksfórn og vann þegar í stað. Jón Pálsson hafði hvítt gegn Kára Sólmundarsyni, byrjunin var ortodox-vörn gegn drottn- ingarbragði. Valt á ýmsu í miðtaflinu, en er skákin fór í bið átti Jón tvö peð umfram í biskups- og hróksendatafli og svipaðri stöðu að öðru leyti. Sveinn Kristinsson lék hvítu gegn Steingrími Guðmunds- syni. Byrjunn var: 1. d4—Rf6. 2. c4—d6. 3. Rc3—Rd7. 4. e4—e5. 5. Rf3—Be7. Kom síð- an fram lokuð staða í miðtafl- inu, sem lítið var farið að greið- ast úr þegar skákin fór í bið eftir 40 leiki. Lárus Johnsen hafði svart við Jón Einarsson; telfdist byrjunin þannig: 1. d4—Rf6. 2. c4—e6. 3. Rc3— Bb6-:-. 4. e3—0-0. 5. Bd3, d6. 6. Re2—e5. 7. 0-0—He8. 8. f3— BXc3. 9. RXc3—Rc6. 10. d5— Rb8. 11. e4—Rd7. 12. Be3—a5. í miðtaflinu vann Jón peð og virtist hafa heldur betra er skákin fór í bið. Guðjón M. Sigurðsson lék svörtu við Þórð Þórðarson; kom fram Sikileyjarbyrjun. Gerði Þórður ítrekaðar sóknar- tilraunir í miðtaflinu, en Guð- jón varðist og tókst að ná öfl- ugu mótspili skömmu áður en skákin fór í bið. Biðleikir eru 4 og 5. umferð verður tefld á þriðjudagskvöld, en 6. umferð verður tefld nk. sunnudag. SKAK tefld á haustmót T. R. 1952. 4. umferð. — Hvítt: Lárus Johnsen. — Svart: Jón Páls- son. 1. d2—d4. 2. c2—c4. 3. Rgl—f3 4. Rbl—c3 5. Bcl—g5 6. Bg5Xf6. 7. e2—e4 8. BflXc4 9. d4—d5. 10. e4Xd5 11. 0—0 12. a2—a4 13. Hf 1—-el 14. Ddl—d3 15. Rf3—e5 16. Dd3Xf5 17. Bc4—d3! 18. Df5—h7f 19. f2—f4. 20. Kgl—hl 21. Bd3Xf5 22. Rc3—e4 Rg8—f6 e7—e6 d7—d5 Bf8—e7 h7—hö* 1 * *) Be7Xf6 d5Xc4-) c7—c5 e6Xd5 0—0 a7—a6 Rb8—d7 Rd7—b6 Bc8—g4n) Bg4—f 5?4) Bf6Xe5 f7—f6 Kg8—f7 Be5—d4t f6—f5 Dd8—f6 Gefst upp 1) Of snemmt, betra er að bíða með þennan leik og leika í staðinn 0—0 eða Rb—d7. 2) Betra er d5Xe4. 3) Veikur leikur; gott var 14. leikur Bf6, ef þá 15. DXf5, RXc4 með bakhótunin RXb2 og BXc8. Aðalmarkmiðió er samt R—d6, sem er ágætur reitur fyrir riddarann og hótar jafnframt gagnsókn með b7— b5. 4) Nú er þetta hinsvégar hreinn afleikur, sem gefur hvitum færi á heiftugri kóngs- sókn. Bezt var að líkindum Bh5, sem ógnar BXe5 og næst B—g6 og síðan D—d6 með fullboðlegri stöðu að því er virðist. 5) Þennan millileik sást svörtum yfir; nú hrynur staðan eins og spilaborg. Bandalag kvenna: Fjöburgar álykt- anir gerðar nn mannúðarmál. Aðalfundur Bandal. kvenna í Reykjavík var nýlega haldinn. Á fundinum voru gerðar ýms- ar ályktanir og tillögur sam- þykktar, m. a. um áfengismál, skattamál, vernd barna og ung- linga, húsnæðismál og fleira, sem bandalagið lætur til sín taka. Samtökin ítrökuðu aðvaranir sínar til þjóðarinnar um ónauð- synleg samskipti við varnariið- ið og skora á skólamenn og presta að standa vörð um tungu og þjóðerni. Meðal samþykkta, sem gerð- ar voru, skal þessa getið: F.und- urinn mótmælir bruggun og sölu áfengs öls í landinu og fjölgun áfengisútsölustaða. — Fundurinn vill sérsköttun giftra kvenna, leggur til, að ráðnar verði tvær konur i lögreglulið Reykjavíkur, fagnar áformum um vinnuskóla fyrir ungar stúlkur og pilta, skorar á hið opinbera að aðstoða barnafjöl- skyldur til mjólkurkaupa. Þá vill fundurinn láta afnema söluskattinn og að greidd sé full framfærsluvísitala á allt kaupgjald mánaðarlega. Enn fremur telur fundurinn, að hús- mæður eigi að fá fulltrúa í verðlagsnefnd landbúnaðaraf- urða. Þá gerði fundurinn ítar- legar tillögur um húsnæðismál, m. a. að bærinn láti reisa í- búðir fyrir einstaklingsmæður og barnafólk. Margar fleiri tillögur um mannúðarmál voru samþykkt- ar á fundinum, sem fjallaði um flest þau mál, sem efst eru á baugi nú, og' Bandalagið hefir látið til sín taka. 4 Það getur verið varasamt að skilja við sig yfirhafnir á opin- berum stöðum, þar sem ekki er sérstakur gæzlumaður til þess, að gæta þessara muna gesta. Það er víða, sem óheiðarlegir menn koma við til þess að hremma eigur annarra og er sagan, sem hér fer á eftir glöggt dæmi þess. I sjúkra- heimsókn. Ungur maður segir mér þá sögu, að kona hans hafi átt von á barni, og hafi verið lögð í fæðingardeild Landsspítalans, eins og svo margar aðrar kon- ur. Eiginmaðurinn kom svo og‘ heimsótti hana eins og alsiða er. Eitt sinn er hann kom, skildi hann eftir nýjan frakka, sem hann var í, í fatageymslunni niðri. Eftir heimsóknartímann, er hann kvaddi og fór, var frakkinn horfinn. Ekki stofnuninni um kennt. Eiginmaðurinn ungi sagðist auðvitað ekki telja stofnunina eiga sök á þessu — því færi fjarri, en dæmið væri aðeins sagt til þess að sýna hve langt menn gangi í því að komast yfir eigur annarra á óheiðar- legan hátt. Hann taldi það al- veg útilokað að nokkur, sem hefði komið í heimsókn, væri valdur að stuldinum. Heldur hefði verið þarna á ferð ein- hver, sem vissi hve grandalaus- ir gestir væru á þessum stað, og ennfremur að lítill umgang- ur væri um forstofuna, jafnvel meðan á heimsóknarrtíma stenduri Þyrfti vörð. Það er tæplega hægt að ætl- ast til þess að þarna sé vörður meðan á heimsóknum stendur, en þó bendir þetta til þess, að ekki væri vanþörf á því. í mörgum veitingahúsum, þar sem engin gæzla er, eru menn mjög varnarlausir, enda kem- ur það oft fyrir, að yfirhafnir hverfa, ef gestir hafa ekki gát á þeim meðan þeir sitja við veitingar inni. Einkum virðast skóhlífar og „bomsur“ vera nær réttlausar. Hafa líka marg- ir þann sið, að fara ekki úr skó- hlífum, þótt þeir setjist inn á veitingahús. Varkár maðiir. Varkárir eru þeir, sem haga því þannig, er þeir koma á op- inber veitingahús, að setjast þar við borð, sem þeir geta haft auga með yfirhöfn sinni og skóhlífum. Og hefi eg heyrt dæmi þess, að það hefir borgað sig. En þá eru afsakanirnar venjulega að um mistök hafi verið að ræða. — kr. Gáta dagsins. Nr. 295. Einn er sá með afl og kraft ekki fágaður mundur skalf, aflöng hola er honum í, hérna kraflar maðurinn því. Svar við gátu nr. 294: Flór.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.