Vísir - 08.11.1952, Blaðsíða 7

Vísir - 08.11.1952, Blaðsíða 7
1 Laugardaginn 8. nóvember 1952. VtSIH ■•MAAnaaau»nMaÉ>nmá«mum THOMAS B. COSTAIH: Ei má sköpum renna. 32 haft þernu, ekki einu sinni þegar Sossy græddi á tá og fingri. Það verður skemmtilegt. Mér líst vel á stúlkuna, — eg sé, að hún brosir til mín.“ „Eg sagði henni, að hún ætti að þjóna fegurstu konunni, sem til væri. Eg er viss um, að hún hefur komist að raun um, að eg var ekki að ýkja neitt.“ „Þér eruð alveg ákveðinn í að spilla mér með dekri og gull- hömrum. Það verða meiri viðbrigðin að hverfa aftur til Mme Lebery — í vinnuna. Vissuð þér, að eg var farinn að starfa hjá henni?" „Já, eg hefi haft úti allar klær til þess að fá allt um yður að vita.“ . ^ ;,í guðanna bænum — ekki of mikið!“' Þegar menn höfðu neytt matar og drykkjar fór mjög að lifna yfir öllum og Frank varð nú að sinna hinum gestunum. Ef Frank hefði haft hugmynd um hve þröngt var í búi hjá De Salle fjölskyldunni mundi hann hafa furðað sig á því, að kjóll Gabrielle virtist alveg nýr af nálinni og hinn fegursti — og sennilega ályktað, að Mme Lebery hefði lánað henni hann. Eða Sosthéne hefði verið óvanalega heppinn við spilaborðin. En sannleikurinn var sá um Gabrielle sem öll hin, að hún hafði með sparnaði getað aflað sér fatnaðar, sem viðeigandi var. Síðar um dagnn þakkaði Gabrielle honum aftur fyrir alla um- hyggju hans — og ekki sízt fyrix Daisy þernuna. „Hve ánægjulegt lifið hefur annars verið í gamla daga,“ sagði Gabrielle og leit enn í kringum sig. „En — sleppum því — eg var að bíða eftir því, að þér byðuð mér upp — því að—“ Menn voru farnir að stíga dans fyrir nokkru og hafði Frank leigt ágæta hljómsveit til þess að leika undir dansinum. „Mér þykir það leitt, ungfrú,“ sagði Frank hryggur á svip, — „en eg dansa ekki — hnéð —“ „Auðvitað — hvað eg get verið hugsunarlaus — en mig langði svo til að dansa —“ „Eg hugga mig við, að geta virt yður fyrir mér í dansinum, sem eg annars hefði fengið að dansa við yður — og hvenær sem þér vífið yfir gólfið.“ „Þetta var fallega sagt, herra. Sannast að segja vona eg, að þeir leiki einhvern nýju dansanna — við dönsum þá, þegar roskna fólkð er hvergi nærri. En þetta er leyndarmál. Já, við dönsum jafnvel La Carmagnole." „Hljóðfæraleikaramir geta leikið þann dans — satt að segja minntust þeir á það við mig, að leika hann.“ „Ef þeir leika hann yrðum við að fara út — og það er svo kalt.“ Hún fór að raula fyrir munni sér vísu, sem allir sungu í Lon- don um þessar mundir um mann, sem þurfti að fá sér konu sem ■ ------ fyrst. í .. v Frank hló viS og sagði: „Já, kannske þetta eigi við mig sem í vísunni stendur — en hvernig stendur á, að þér lærðuð þessa vísu, ungfrú?“ „Ó, — þér munduð verða mjög undrandi, ef þér þekktuð okkur út í æsar. Sannleikurinn er sá, að við höfum einangrað okkur svo, að eina enska fólkið, sem vð tölum daglega við, er rakarar, hárgreiðslukonur, strætisvagnastjórar og slíkt fólk —“ „— og blaðamenn." „Það kemur mjög sjaldan fyrir, að við erum svo heppin að hitta hiha elskulegu ,menn þeirrar stéttar. Það sem eg raúnar átti við það er það, að' enskan sem við lærum ber keim hins daglega máls alþýðuamrma — og því kannske ekki „í húsum hæft“ sumstaðar. Þér verðið hissa, er þér komist að raun um hvernig mál eg tala, en það munuð þér er við kynnumst betur.“ „Þetta getur orðið í seinasta skipti, sem við getum ræðst við í alllangan tíma, því að eg hygg, ungfrú, að eg verði kannske settur í fangelsi bráðlega.“ „Þér komið fram af miklu hugrekki,“ sagði Gabrielle, en auðheyrt var að hún hafði skipt um skap. „Við tölum ekki um annað. Pabbi krefst þess, að blaðið sé keypt á hverjum degi. Hann er blátt áfram gripinn hugaræsingu — þér hafið rétt fyrir yður í öllu, og segir, að engin önnur leið sé en að sigra Napo- ieon. .Hann ber mikla virðingu fyrir yður, herra Ellery." „Það gleður mig að heyra,“ sagði Ellery. „Ef eg fengi sams- konar hvatnngu frá yður, mundi eg aldrei hika við að halda áformum mínum til streitu.“ „Eg hygg, að það ætti ekki að þurfa að segja yður, að tilfinn- ingum mínum er eins varið. Margot talar líka alltaf urn yður. Jafnvel Sosthéne er ánægður." Hljómsveitarstjórinn stóð allt í einu upp og leiddi að sér at- hygli manna. Hann blés sem snöggvast í flautu sína, og svo hóf hljómsveitin að leika konungussönginn og stóðu þá allir teinrétt- ir, en svo hófst dansinn, og Frank dró sig í hlé og settist í mál- verkasalnum. — Hann sat þarna sem í leiðslu. Hún var stöðugt á gólfinu — eins og flögrandi fiðrildi — og hún virtist skemm.ta sér hið bezta. Oft brosti hún til hans. Og þá fannst honum að hann hefði hlotið margföld laun fyrir allt. -----Hann fór svo snemma næsta morgun, að fundum þeirra bar ekki saman. — Ekki var búið að ganga frá samningunum um húsið, en sjálfsagt að þau gætu notið ánægjunnar sem því fylgdi að hafa útlægan konung og valið lið hans fyrir gesti. Ætluðu þau frú Ellery og Caradoc að vera þarna hina síðari tvo daga heimsóknarinnar. -r- — Það var farið að kólna í veðri og fór hann ríðandi, eins og hann hafði ætlað sér. Þegai' hann kom upp á Halter-hæð stöðvaði hann hest sinn og horfði í átt- ina til Towers. Þetta var kveðjustund. Hann var ekki að blekkja sjálfan sig. Hann leit yfir hæðirnar og víðlenda akrana. Langt múridi verða þar til hann sæi þá aftur — ef til vill aldrei. Fram- •ar mundi honurri ekki verða fagnað þar. — Frank hafði ákveðið að koma við r Bilbérkastala og heilsa upp á hertogann. Er honum hafði verið boðið inn gekk hann fyrir hertogann, þar sem hann sat að morgunverði, og bað hann að afsaka hve snemma hann kæmi. Hertoginn leit dálítið ygldur á brúnina til hans og sagði: „Eg veit ekki hvað eg á að halda um yður, ungi maður — annað hvort eruð þér erkibjálfi ■—• eða —“ „Eg er sannfærður um, að eg geri það, sem bezt er fyrir land og þjóð,“ sagði Frank. Eg á ekki við það,“ sagði hertoginn, „heldur eignina. Þér hafið sett mig í mikinn vanda.“ „Eg botna ekki neitt í neinu, hei'togi.“ „Vitanlega botnið þér í því — yðar vegna er ei'fitt fyrir mig að knýja það fram, að hún Mary mín hafni þessum blaðrara — honum bróður yðar. Það er það sem eg á við. Og hvað getið þér sagt yður til varnar?“ „Nú, eg verð að segja, að eg fæ ekki annað séð en að þau séu vel sæmd hvort af' öðru. Framtíðin er hans — og þeirra. Eg er viss um að hann verður yður til særndar. Þér vitið vafalaust hvernig tilfinningum Mary er varið í hans garð? Þau eru ást- fangin hvort' í öðru. Hamingja þeirra er undir þessu komin.“ „Þér verðið að afsaka mig, ef eg segi meiningu mína, og eg kæri mig kollóttan ef yður þykir — en bróðir yðar er eins og þessi fínu hús í London nú á dögurn — glæsileg framhlið — það verð eg að játa — en hvað er þar fyrir aftan?“ Hertoginn lyfti ölkönnu að munni sér og tók sér vænan teyg „En hann er fjandi laglegur, strákurinn, én ekki þori eg að treysta því, að hann verði trúr, dóttur minni.“ „Eg játa það, að hann er ek’ki nógu góður handa henni, en þér verðið að bíða lengi eftir líkum manni.“ „Eg sé ekki sólina fyrir henni — og eg vil ekki verða til þess Dulrænat Keriingin á Breiðavaði. Síra Mai'kús Gíslason að Blöndudalshólum (d. 1890) var mikill kunningi Bjarna sýslu- manns Magnússonar á Geita- skarði og kom þar oftast, þegar hann messaði á Holtastöðum,. því að örskammt er milli bæj- anna. Einu sinni messaði síra. Markús (,sem oftar á annexíu. sinni, Holtastöðum, um hávetur.. Veður var illt og voi'u fáir menn við kirkju, en hríðai- höfðu gengið nokkra daga á. undan. Þegar á leið á sunnu- daginn versnaði veðrið, svo a<y síra Markús treysti sér ekkL hehn til sín, en fór út að Geita- skarði og gisti þar aðfaranótt mánudagsins. Síi'a Markús var myrkhræddur mjög og þorði ekki að sofa einn. Var sögu- maður minn því látinn sofa hjá honum. Hann var þá ungur að- aldri. Þeir sváfu frammi í stofu og svaf Scheving fyrir framan. prest. Harm var vanur oð sofa. á vinstri hliðinni og gerði hann. það enn og sneri hann þá baki fram að stofuhurðinni. Schev- ing sofnar aftur, en vaknar við það sama og áður. Hann snýr sér upp ennþá og sofnar, en. vaknar við það, að hurðinni er hrundið upp í þriðja skipti. Hann ætlar að snúa sér fram. eins og áður, en verður of seinn til þess, því að áður en hann. hafði fullsnúið sér á hægrL hliðhia, heyi'ir hann, að gangið er. inn eftir gólfinu og að rúm- inu, og jafnframt finnur hann, að einhver leggur ískalda höncL. á brjóstið á sér. Hann verður lafhræddur og ýtir við síra Markúsi. Gekk. honum illa að vekja hann, en. loks vaknar þó prestur, og fær Scheving að fara upp fyrir hann. Nú sofna þeir báðir, og* ber ekkert til tíðinda það sem eftir er næturinnar. Um inorg- uninn segir síra Markús, að sig' hafi dreymt draum, þegai- hann hafi verið kominn fram fyrir Scheving. Sig hafi dreymt, að kerling kæmi inn að rúrninu og segði við sig: „Nú þarf eg á þér að halda“. — Hann þóttist segja, að hann vifdi ekkert við: hana eiga. Kerling hafði þá. Frh. á 6. síðu. Suwcuahi! — TADZAM — 1275 r : 1 Tarzan var ekki lengi að sjá á Nú beið hann ekki boðanna, heldur Apinn uggði ekki að sér, heldur Allt í einu birtist Tarzan, og apimt sporunum, að hér var á ferðinni hélt af stað, og flýtti sér sem mest hélt sína leið, og vissi ekki, að sá strax, að ekki vgr neinnar undan-y risa-apinn To-Yat. hann mátti. Tarzan nálgaðist. komu auðið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.