Vísir - 08.11.1952, Blaðsíða 8

Vísir - 08.11.1952, Blaðsíða 8
LffiKNAR OG LYFJABÚÐIR Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið í LæknavarSstofuna, sími 5030. Vörður er í Lyfjabúðinni Iðunn, sími 7911. Laugardaginn 8. nóvember 1952. LJÓSAIÍMI bifreiða er frá kl. 16,20—8,05. Næst verður flóð í Reykjavík kl. 22,00. Tilraun fiS fisklöndunar I Bretbndi gerð bráBlega. Fieiri togarósr veifka í ssit hér við Band. Arabaríkin reið Þjéðverjym vegna samninga við ísrael. Ilugieiða aS sláta sambandi við V.“S*ýzkaland. Kairo (AP). — Naguib for- sætisráðh. Egyptalands skýrði frá því í gær, að Arababanda- lagið hefði til íhugunar að slíta tengslin við V.-Þýzkaland, vegna samkomulags Bonn- stjórnarinnar við Israel. Naguib íét þess ekki getið, hvort hér væri urn að ræða, að bandalagsríkin sliti stjórnmála- sambandi við V.-Þýzkaland, viðskiptasamböndum eða hvort tveggja. Skömmu síðar ræddi Naguib við sendiherra Bonn- stjórnarinnar. — Naguib hefur verið í forsæti á fundum Araba bandalagsins um þetta mál. Arabaríkin, sem enn eru form- lega í styrjöld við ísrael, þótt ekki sé barist lengur, telja að af skaðabótasamkomulaginu leiði, að fsrael muni efnast það mikið, að það verði hernaðar- lega sterkara eftir, og auk þess eru bandalagsríkin gröm yfir hverjar undirtektir nefnd þeirra fékk, sem fór til þess að ræða við Bonnstjórnina. — Egypsk blöð hafa að undanförnu rætt mikið afstöðu Bonnstjórnarinn- Enn vafi um fáein sæti. Einkaskeyti frá AP. — Washington í morgun. Fullnaðarúsiit í kosningunum til fulltrúadeildar Bandaríkja- þings eru enn ekki kunn. Repuþlikanar hafa nú fengið 225 sæti, demokratar 205, ó- háðir 1, vafi um 3, og auka- kosning — vegna andláts — fer fram um eitt sæti. Seinustu tölur um kjósenda- atkvæði forsetaefnanna eru: Eisenhower 31.691.000 og Stevenson 25.501.000. ar í þessum málum og gagnrýnt gerðir hennar allhvasslega. — Segja þau m. a. að ísrael hafi engan rétt til að koma fram fyrir hönd Gyðinga yfirleitt. varnaráðherra, þar til menn úr Vestur-Þýzkaland hefur á und- angengnum tíma stöðugt auk- ið viðskipti sín í Arabalöndun- um og mundi það Vestur- Þýzkalandi hinn mesti hnekkur, ef arabisku þjóðirnar hættu viðskiptum við það. Dvaiarheimili sjó- manna berst góð gjöf. Skipshöfnin á b.v. Hvalfelli, Reykjavík, hefur afhent 3850.00 króna gjöf til Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Togarinn var á leiðinni til landsins frá útlöndum, er skip- verjar heyrðu það í útvarpinu að byrjað væri að grafa fyrir grunni Dvalarheimilis aldraðra sjómanna og skutu þá saman þessari upphæð. Fulltrúaráð Sjómannadagsins og byggingarnefnd Dvalar- heimilis aldraðra sjómanna þakkar skipsverjum á b.v. Hvalfelli þessa myndarlega gjöf og vænta, að skipverjar á fleiri skipum taki sér þá til fyrir- myndar og hjálpi til með að auka byggingar s j óðinn, því ekki mun nú af veita. ....—♦ i Nokkrir menn úr Kikyu- þjóðflokknum í Kenya hafa verið dæmdir til hýðingar og fangelsisvistar fyrir þátttöku í hryðjuverkum. íslenzk gæruskinn sútuð með nýrri aðferð. Þola þá að blotna og þurrkast við talsverðan hita án þess að skemmast. Togurum, sem stunda veiðar í salt hér við land, fer nú fjölg- andi. Hefur verið dágóður afli af þorski og upsa á Halanum að undanförnu, þegar gefið hefur, en gæftir tregar. Meðal togar.a, sem nýlega eru farnir á þessar veiðar, eru Helgafell, Pétur Halldórsson og Skúli Magnús- son. Nokkrir togarar eru enn við Grænland, m. a. Bæjarútgerð- artogarar. Þar heíur verið tregur afli að undanförnu. Ekki hefur enn frétzt, að fyr- ir dyrum stæði nein löndun i Bretlandi, en þar sem stofnaö hefur verið löndunarfélag í Grimsby, rekur sjálfsagt að því að tilraun verði gerð í þá átt. Blaðið Grimsby Evening Telegraph birtir fregn um það 30. október undir heilsíðufyrir- sögn, að Anthony Eden utan- ríkisráðherra muni hafa lagt til í viðræðu við íslenzka sendi- herrann í London, Agnar Kl. Jónsson, að deilan verði falin meðferð sérfræðinganefndar til einhvers konar málamiðlunar. Fregnin er frá stjórnmála- fréttaritara blaðsins. Fregnin ber með sér, að þeir Eden og sendiherrann hafi ræðst við 29. október, og að sendiherrann hafi tekið að sór að gera stjórn sinni grein fyrir skoðunum brezku stjórnarinn- ar, og megi vænta svars ís- lenzku stjórnarinnar að athug- Fyrir nolckru var holskurður gcrður á danskri telpu vegna gallsteina, og voru alls teknir úr henni 46 steinar. Frá þessu var skýrt ekki alls fyrir löngu í tímaritinu „Nor- disk Medicin“, og þess getið jafnframt, að það hefði ekki komið fyrir áratugum saman á Norðurlöndum, að barn hefði haft gallsteina. Telpan var að- eins tíu ára Og voru steinarnir allir á stærð við rúsínusteina og eplakjarna, eða þar á milli, í Danmörku vita menn að- eins um eitt tilfelli af gall- steinum í barni, en barnið var aðeins ársgamalt, þegar hol- skurður var gerður á því. Á Norðurlöndum yfirleitt er að- eins vitað um fjögur tilfelli samtals. Telpan, sem sagt er frá hér að ofan, þjáðist af meltingar- örðugleikum, þegar hún var enn yngri, og átta ára gömul yar hún lögð í sjúkrahús og uðu máli. Viðræðurnar voru vinsamlegar og deilan hefur ekki spillt hinni vinsamlegu sambúð milli landanna. Sendi- herra íslands kvað ríkisstjórn íslands hafa gert grein fyrir afstöðu ríkisstjórnar sinnar, sem skildi ekki hvers vegna brezka stjórnin væri mótfallin stækkun landhelginnar, sem bitnaði á íslenzkum fiskimönn- um alveg eins og fiskimönnum annarra þjóða. Uppástunga Edens, segir í fregninni, breyt- ir engu um þá afstöðu brezku stjórnarinnar, að gerðir íslend- inga í þessu máli séu ekki í samræmi við alþjóðalög. ■■■■■» . Varð bráðkv’ödd á götu. Síðdegis í gær fékk kona hjartaslag á götu hér í bænum og var örend skömmu síðar. Kona þessi, Guðrún Guð- mundsdóttir, átti heima á Hverfisgötu 32 B í Hafnarfirði, en var á ferð hér í bænum í gær ásamt fósturdóttur sinni. Um hálf áttaleytið í gærkveldi voru þær á gangi eftir Fjölnisvegin- um er Guðrún hneig allt í einu niður, og var þá meðvitundar- laus. Var hún þá borin inn í næsta hús þama á götunni, en síðan símað eftir sjúkrabifreið er kom þegar, í stað, en er komið var með konuna á Landspítal- ann var konan látin. tekinn úr henni botnlanginn. Hafði hún þá haft verki í kvið- arholi, svo að þessi aðgerð þótti nauðsynleg. Læknunum kom ekki til hugar, að hún þjáðist af gallsteinum, svo að hún var látinn fara heim, er skurðurinn var í lagi. Mánuði síðar var hún aftur lögð í sjúkráhús, en út- skrifuð á ný-. Aftur leið mán- uður, og þá bar barnið lagt í sjúkrahús í þriðja sinn. Rönt- genmyndir af gallgöngunum sýndu ekkert óvenjulegt, en við nákvæmari rannsókn á gall- blöðrunni sáust skuggar, sem þóttu grunsamlegir. Læknar stungu upp á því við foreldr- ana, að skurður væri gerður, því að þar væri ef til vill um steina að ræða. Og það stóð heima — því að þeir reyndust alls 46. Var gallblaðran tekin úr stúlkunni, og hefur hún ekki kennt sér meins síðan — eða í háift þriðja ár. Árni Pálssonl prófess&r. I Árni Pálsson prcfessor lézt að heimili sínu hér í bæ í gær, 74 ára að aldri. Með Árna Pálssyni er hnig- inn merkur maður, orðsnilling- ur og vitmaður. — Hann var fæddur að Hjaltabakka hinn 13. sepember árið 1878, sonur síra Páls Sigurðssonar, prests þar og síðar í Gaulverjabæ, og konu hans, Margrétar Þórðar- dóttur sýslumanns. Próf. Árni Pálsson las sögu við Hafnarháskóla, var síða'a um árabil kennari við Mennta- skólann í Reykjavík, en skipað- ur var hann prófessor við Há- skólann árið 1931. Þá var hann og bóltavörður á Landsbóka- safninu um langt skeið. Hann var löngu þjóðkunnur maður fyrir ritstörf. Hin síðari ár átti hann við vanheilsu að stríða, en margir munu staldra við, er þeim berst fregnin um lát hans, og minn-. ast þessa mikilhæfa gáfumanns. Landssmiðjan hefur smíði á islenzkrí uppgötvun. Landsmiðjan er í þann veg- inn að hefja smíði á landbúnað- arvél, sem fundin hefur verið upp af íslenzkum manni. Er þetta áburðardreifari, sem Guðmundur Jóhannesson, ráðs- maður á Hvanneyri, hefur fundið upp og er sérstaklega ætlaður fyrir húsdýraáburð. Er þegar fengin reynzla fyr- ir honum á Hvanneyri og hefur komið í ljós að hann er í senn stórvirkur og hentar betur ís- lenzkum aðstæðum en erlend- ir áburðardreifarar. Hleður hann sig sjálfur á 3 mínútum, en tæmir á 2 mínút- um, er þar um að ræða 1 tonns hlass. Lætur nærri að dreifar- inn afkasti að bera á ársmykju undan 5 kúm á einum degi. Á síðastliðnu ári sótti Guð- mundur um einkaleyfi á upp- götvun sinni og hafa nú tekizt samningar á milli hans og Landssmiðjunnar í Reykjavík um það, að Landssmiðjan skuli framleiða þessa dreifara og selja þá til bænda. Verð þeirra vagna, sem af- greiddir verða næsta vor, er á- kveðið 11.900.00, með felgum og hjólbörðum. Gert er ráð fyrir, að nokkrir vagnar geti orðið til sölu í apríl/maí í vor, og hafa þegar fáeinar pantamr verið lagðar inn. Að sjálfsögðu verða vagnarri- ir afgreiddir í þeirri röð, sem pantanir berast. Björling fer fii ttaiíu. Operusöngvaranum Jussi Björling barst skeyti í gær frá La Scala óperunni í Milano og var honum boðið að koma þangað og halda hljómleika á tímabilinu 15. des. til 15. jan- úar. Björling svaraði um hæl jog tók á móti tilboðixm. Vinnufatagerð íslands hefur nýlega tekið að sér rekstur Sút- unarverksmiðjunnar og hafið sútun skinna með nýrri aðferð, sem gerir þau að mun ending- arbetri, en þau hafa verið fram til þessa. Hefur um skeið starfað hjá verksmiðjunni ungverskur maður, Zabu að nafni, sem allt sitt líf hefur starfað við sútun. Verður þessi nýja aðferð kennd við hann og aðferðin kölluð „Zabusútun“. Mismunurinn felst í því að með nýju aðferð- inni þola skinnin að blotna og þorna við talsverðan hita án þess að þau skemmist. Einsog kunnugt er hefur VÍR um 5 ára bil framleitt lands- frægar kuldaúlpur og verða nú öll skinn, sem úlpur þessar eru fóðraðar með sútuð með hinni nýju aðferð. Sveinn Valfells, er í gær lýsti hinni nýju sút- unaráðferð fyrir blaðamönnum og bauð þeim að skoða sútun- arverksmiðjuna, skýrði þeim frá því að Vinnufatagerðin hefði aldrei verið fullkomlega ánægð með sútun skinna, en nú væri langþráðu marki náð. í rauninni boðar þessi nýja sútunaraðferð byltingu í sútun skinna, en með henni eykst notagildi skinnanna til mik- illa muna. Fyrst í stað verður aðferðinni einungis beitt við sútun skinna í hinar vðkunnu loðúlpur VÍR, en markmiðið með tilraununúm var að full- komna þá vöru. Greinilega er þó að þessa aðferð ætti að nota við sútun allra gæra, sem til- falla hér á landi. Endaþótt þessi nýja aðferð taki meiri tíma og sé dýrari mun verð á úlpum haldast ó- breytt frá því er hefur verið. er sktitiðf 46 gallsteinar teknir úr 10 ára gamalli telpu. Þeir voru á stærö við rúsínusteina og eplakjarna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.