Vísir - 08.11.1952, Blaðsíða 5

Vísir - 08.11.1952, Blaðsíða 5
Laugardaginn 8. nóvember 1952. 1 VlSIR Valdimar Björnsson var viss um sigur. Skoðanakannanlr bentu tiS mjög vaxandi fylgis. Valdimar Björnsson sigraði giæsilega i kosningunum um embætti fjármáiaráðherra Minnesota-ríkis eins og getið var í blaðinu í gær, en sigur hans jjykir þeim mun merkilegri, aS hann vann mjög lítið að kosningunni sjálfur, en beitti sér hins vegar mjög fyrir kjöri Eisen- howers í þessu ríki. í einkaskeyti til Vísis frá Washington um þetta segir m. a. á þessa leið: Valdimar Björnsson hafði það helzt á stefnuskrá sinni. að beita sér fyrir röggsamlegri stjórn, og heiðarlegum og skiln- ingsríkum líberalisma. Kjörorð hans var: „Málefni fylkisins varða sérhvern Minnesotabúa.“ Þá sagði hann í ræðu: „Ríkisfé ætti að verja varlega og not- færa sér ráðleggingar sérfræð- inga um fjárfestingu, en lofa almenningi að fylgjast alger- lega með öllum ráðstöfunum opinbers fjár.“ Björnsonshjónin hlýddu á út- varp aðfaranótt miðvikudags og fylgdust með talningu at- kvæða. Guðrún Jónsdóttir, kona hans, er íslenzk, ljómandi lag'leg. Valdim. kynntist henni, er hann dvaldist á íslandi sem blaðafulltrúi á stríðsárunum. Á heimili þeirra var og Herdís Jónsdóttir, systir Guðrúnar, nýkomin frá íslandi. Þrjú af fjórum börnum þeirra hjóna fengu að vaka fram eftir þetta kvöld. Þau heita Helga Bjarn- ey, 6 ára, Kristín Rannveig, 4 ára og Jón Gunnar, 3 ára. Yngsta barnið er Valdimar Halldór, aðeins 3ja mánaða, og var hann skírður i vikunni sem leið. Valdimar var öruggur um sigurinn kosningakvöldið, og bjóst við, í viðtali við blaða- menn, að hann myndi fá allt að helmingi fleiri atkvæði en andstæðingur hans, og byggði það á skoðanakönnunum. Árið 1950 sigraði hann Julius Schmal, fyrrv. fjármálaráð- herra, með 542.019 atkv, gegn 444.548. Valdimar þótti það léitt, er hann var kjörinn fjármálaráð- herra í fyrra skiptið, að h'ann varð að láta af starfi sínu sem vararæðismaður Islands i Minneasota, en lög þess fylkis leyfa ekki opinberum starfs- manni, sem hefir fjármál með höndum, að hafa á hendi störf fyrir annað ríki. En vararæð- ismannsstarfið er enn í fjöl- skyldunni, því að nú hefir það á hendi Jón, bróðir Valdimars. Valdimar Björnsson er af góðu, íslenzku bergi brotinn, og fæddur í Lyon-héraði í Minnesota árið 1906. Afi hans og amma voru sveitafólk, og hann kveðst stoltur af því, að þetta fólk hafi kunnað að vinna erfiðisvinnu. Faðir hans, Gunn- ar Björnsson, hefir 'verið áhrifamaður í stjórnmálum Minnesota um árabil. Valdimar hefir sjálfur orðið að vinna sig áfram gegnum háskóla, og hann lauk 4 ára námi á 3 árum. Síðar gerðist hann blaða- maður, fyrirlesari og ræðu- skörungur. Hann er geysi- vinmargur í Minnesota. í síð- ari heimsstyrjöldinni var hann sjóliðsforingi um 4 ára skeið, aðallega á íslandi, en þar komu honum að góðu haldi ást hans og virðing á íslandi. Hann hef- ir jafnan verið mikill vinur Norðurlandaþjóðanna og verið heiðraður af ríkisstjórnum ís- lands og Noregs. Ekki er vitað, hvort hugur hans stendur til hærri metorða en fjármálaráðherra Minne- sota. En þessi saga er sögð: Þegar Valdimar var 12 ára, sá hann í fyrsta skipti turn stjórnarbygging'arinnar í St. Paul, er hann var á ferð með föður sínurn. Þeir komu í skrif- stofu fylkisstjórans, og þar var sveininum leyft að setjast í stól hans.Ritari fylkisstjórans mælti þá: „Drengur minn, hver veit, nema þú eigir einhverntíma eftir að skipa þenna sess?“ — Hver veit nema þetta verði að áhrínsorðum. Frakkar í Indokína hafa sótt fram norðvestur af Hanois, og náð sambandi við lið Frakka á mótum Svartár og Rauðár. Mál og menning eykur lítgáfu- starf sitt. Bókaútgáfufélagið Mál og menning hefir á þessu ári tekið upp þá merku nýbreytni, að gefa út sérstakar kjörbækur fyrir 'félaga sína, sem þeir geta valið á milli auk félagsbók- anna. Þessar kjörbækur eru 9 tals- ins og meðal þeirra eru ýmsar, sem telja má meðal bókmennta- viðburða svo sem ljóðabækur þeirra Guðmundar Böðvars- sonar, Snorra Hjartarsonar og Jóhannesar úr Kötlum. Þá eru þarna dagbækur Gísla skálds Brynjúlfssonar frá Hafnarár- um hans, merkileg menningar- söguleg heimild um ýmsa mæt- ustu íslendinga síðustu aldar og lýsir aulr þess vel skoðun- um og viðhorfi höfundarins sjálfs til manna og málefna. Aðrar íslenzkar bækur í bóka- flokki þessum er smásögusafn eftir Kristján Bender og bók eftir Gunnar Benediktsson. Loks eru svo þrjár útlendar bækur, Klarkton, skáldsaga eftir H. Fast, Plágan, skáld- saga eftir A. Camus og Jörð í Afríku, minningar eftir K. Blixen. Þessar bækur geta félagar Máls og menningar valið til viðbótar félagsbókum sínum fyrir ákveðið aukagjald, sem fer eftir því hve margar bækur eru valdar. Þetta fyrirkomulag er tekið upp að ósk fjölmargra félaga, sem óskuðu meiri f jölbreytni í útgáfustarfseminni. Og» má með þessu segja, að bylting sé gerð á sviði bókaútgáfu fyrir- tækisins, sem líkleg er til þess að verða vinsæl meðal almenn- ings. Kjörbækur Máls og menn- ingar hafa verið bundnar í sam- stætt band með breytilegu út- liti þó og er það í senn ódýrt og smekklegt. Hafsteinn Guð- mundsson, prentsmiðjustjóri, á hugmyndina að þessu. En bæk- urnar er auk þess hægt að fá óbundar fyrir þá, sem það vilja. Háskólaerindi um upprisu Jesú. Ásmundur ' Guðmundsson prófessor flytur annað erindi sitt um upprisu Jesú á morgun, sunnudaginn 9. nóv. kl. 2 e. h. í hátíðasal Háskólans. Síðastliðinn sunnudag talaði hann um elztu rituðu heimild- ina um upprisu Jesú og komu kvennanna að gröf hans tómri að morgni hins þriðja dags frá dauða hans. Nú mun prófessor- inn tala um aðrar upprisufrá- sagnir bæði í guðspjöllum Nýja testamentisins, Pétursguð- spjalli og Postulasögunni. Hann mun leitast við að gjöra grein fyrir því, miðað við þær og skoðun Páls postula, hvort Jesú hafi birzt í holdlegum lík- ama eða andlegum. Því næst mun prófessorinn ræða spurninguna, hvor.t upp- risa Jesú sé staðreynd. Mun hann varpa ljósi yfir hana frá ýmsum hliðum og geta ýmsra helztu raka, sem til greina geta komið, og draga af þeim álykt- anir. Erindið mun verða hafið stundvíslega kl. 2 og eru allir velkomnir að hlýða á það. Frakkar basisia blöð í Túress. Tunis. (A.P.). — Franska herstjórnin í Túnis hefir taann- að sölu 6 blaða, sem birtu þjóð- ernislegar greinar og gætu stuðl að á þann hátt að óeir-ðum. Eru öll þessi blöð gefin út og prent- uð utart Túnis, en send þangað. JÚSSI BJÖRLING, hinn gullni, sænski tenórsöngvari, hélt fyrri hljómleika sina í Þjóðleikhúsinu á fimmtudags- kvöld. Þeir, sem þar voru staddir, munu sjálfsagt minnast þessarra hljómleika langa hríð, og fáir munu hafa séð eftir því fé, sem varið var til þess að kaupa miða á þenna einstaka tónlistarviðburð. $ Björling var fyrirmann- legur í söng sínum, fasi og látbragði öllu, svo sem vanan söngvara, sem hlotið Vanaan söngvara, sem hlotið hefur frægð og hylli á sviði helztu söngleikahúsa heimsins. Þetta var óblandin- ánægja, og bar margt til. Vitað var af um- sögnum og grammófónplötum, að Björling hefur g'eysimikla og bjarta rödd, en margt annað vakti athygli manns í fram- komu söngvarans, sem maður á ekki að venjast. Söngvarinn náði strax taki á áheyrendum. Það var eitthvað við manninn þarna á sviðinu, sem maður kunni við. Hann var frjáls- mannlegur, án þess að vera „glannalegur“, fyrirmannlegur, j án þess að sýnast hrokafullur. Andvígir frumvarpi um húsaieiguiög. Á fjölmennum fundi í Fast-« eignaeigendafélagi Reykjavík-« ur, sem haldinn var sl. þriðju- dagskvöld var ítarlega rætt frumvarp það um húsaleigu, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, en í því frumvarpi er gert ráð fyrir að innleiða á ný bann við uppsögn leigumála og taka algerlega af húseigendum umráðarétt yfir húsum, sem þeir ekki búa í sjálfir. Var í því tilefni samþykkt ályktun: Fundurinn skoraði á Alþingi að fella X. og XI. kafla frum- varps til laga um húsaleigu, enda eiga slík ákvæði ekki heima í almennum lögum um húsaleigu, því að neyðarákvæði á þessum sviðum sem öðrum eiga að setjast með sérstökum lögum, ef neyðarástand skap- ast. FjöldaframleilsSa á vetrarfrökkum. Fataverksmiðja Gefjunar £ Reykjavík hefur nú byrjað fjöldaframleiðslu á karlmanna- frökkum í þeim tilgangi að lækka verð á slíkum klæðnaði á sama hátt og verksmiðjan framleiddi Sólidfötin fyrr á þessu ári. Eru fyrstu frakk- arnir nú að koma á markaðinn, hálffóðraðir ullarfrakkar af hinni frægu „Raglan“ gerð, og mnu þeir kosta 798 krónur. Með því að hagnýta sem bezt aðferðir fjöldaframldðslunnar hefur verið liægt að lækka verðið svo, sem raun ber vitni. 35 ár frá byltingunni. Moskva (AP). — 35. afmæl- is Oklóberbyllingarinnar var minnst í morgun með mikilli hersýningu á Rauða torginu. Stalin var viðstaddur. — Her- flokkar úr Rauða hernum gengu um torgið og tók Timo- shenko marskálkur kveðju þeirra. 4 Sjálfum þótti mér ekki eins gaman að heyra hin smærri lög, t. d. En Svane, eftir Grieg, og óperuaríurnar og önnur, þar sem söngvarinn beitti rödd sinni til fulls. Ekki svo að skilja, að lögin hafi ekki öll verið vel sungin, því að það voru þau sannarlega. Og alveg sérstaklega var gaman að heyra textaframburð hans, skýran og hnitmiðaðan, en öil var túlkun lians með' þeim hætti, sem mik- ilhæfum listamönnum einum er kleift. Látbragð söngvarans fór vitaskuld eftir efni lag- anna, sem hann söng. Þess vegna var flutningur hans allt- af lifandi. En hrifningin hrísl- aðist niður eftir bakinu á mörg- um, þegar hann.söng háa tóna sterkt, algerlega fyrirhafnar- laust, að því er virtist. Hann. var ekki að þvinga sig og kreista til þess að ná tóninum, heldur hljómaði hann breiður og voldugur, og þar fann mað- ur greinilega hinn mikla söngv- ara á heimsmælikvarða. La donna é mobile úr Rigoletto hljómaði t. d. ekki illa í munni þessa listajnanns,. ,. ThS. j Sl. þriðjudag var fyrsta viðhafnarþingsetning í stjórnrrtíð Elísabetar Englandsdrottingu. Flutti þá drotting Tiásætisræð- una sem svo er nefnd. Þetta er ein af nýjustu myndum af drottningunni

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.