Vísir - 20.11.1952, Blaðsíða 2
3
VÍSIR
Fimmtudaginn 20. nóvember 1952.
Hitt og þetta
Flestir eigiiunenn minna mig
á orangutang-apa, sem reynir
að leika á fiðlu. — Honoré tle
Halzac.
•
í gær þegar við vorum úti á
'veiðum varstu nærri búinn að
skjóta hana tengdamóður mína.
Það þykir mér leitt að heyra.
En hérna er byssan mín. Þú
mátt gjarnan skjóta á mína í
staðinn.
• '
Frúin varð ósátt við bónda
sinn og vildi fá skilnað. Fór
liún þá til lögfræðings í bænum
og bað hann um að lijálpa sér
að undirbúa skilnaðinn.
„Hvað starfar maðurinn yð-
ar?“ spurði lögfræðingurinn.
„Hann er líftryggingaagent,“
sagði frúin.
„Þá verður ekki auðvelt að
losna við lxann,“ sagði lögfræð-
ingurinn.
•
Fyrir nokkrum árum, á veld-
ísdögum Chiang Kai Sheks, var
hoð látið út ganga frá félags-
málaskrifstofunni í Peiping,
sem bannaði öllum formönn-
tim og forstjórum félaga að
'kalla sig „forseta“. „Ef forstjór
ar kölluðu sig „forseta“,
tylltu þeir sér á tá og jöfnuðu
sér við Chiang Kai Shek. Það
væri' alveg óviðeigandi að þeir
þiættust í nokkru ofar stöðu
sinni. í framtíðini skyldu þeir
allir kalla sig „aðalforstjóra“,
en aldrei forseta. — Þessi for-
seta-titill hefir einnig verið til
nmræðu hér og var að því vik-
3ð að „forsetarnir“ væri orðnir
fullmargir. Þótti jafnvel við-
eigandi að fella niður slíka
titla.
Cíhu Mhhí $ar.:.
Um þetta leyti fyrir 30 árum
'birtist í Vísi eftirfarandi frétt,
sem vakti mikla athygli:
Bruni, rán og íkveikja.
í nótt kl. 414 varð vart við
eld í geymsluhúsi verzlunar-
ínnar Vaðnes við Klapparstíg
30. Það er lítið timbui’hús,
gamalt, einlyft og járnklætt.
Slökkviliðið var kallað, og er
það kom, var eldurinn að brjót-
ast út um stafngluggana. Á
skammri stundu tókst að hefta
eldinn, og áður en langt um
leið var hann slökktur með
öllu. Húsið stendur uppi, en
allmikið brunnið að innan. —
Skammt var til næstu húsa, en
þau skemmdust ekkert. —
Mikið var af matvöru í húsinu,
utlendri og innlendri, og er
búizt við, að hún hafi skemmzt
meira og minna. Þó er það ekki
fyllilega rannsakað, þegar þetta
er ritað. Verzlunin Vaðnes átti
allt, sem í húsinu var, og var
það óvátryggt að mestu eða
öllu leyti. Um upptök eldsins
er það að segja, að þau eru af
manna völdum. Hefir vérið
brotizt inn í húsið og einhverju
rænt, að líkindum, en síðan
hafa innbrotsþjófarnir lagt eld
í húsið. Lögreglan er nú að
rannsaka málið og mun gera
Sitt til þess að leita þá uppi,
sem ráðizt hafa í þetta illvirki.
BÆJAR
/
Fimmtudagur,
20. nóvember, — 325. dagur
ársins.
Rafmagnsskömmtun
verður á morgun, föstudag,
í III. hluta.
fslenzkar vörur
eru þessa dagana sýndar í
búðargluggum, öðrum fremur,
til þess að kynna almenningi
það, sem íslenzkur iðnaður
megnar. Þér vinnið íslenzku
atvinnulífi gagn í hvert skipti,
sem þér kaupið íslenzka vöru.
Kynnið yður verð og gæði ís-
lenzkrar framleiðslu.
Suður nes j amenn
halda skemmtifund í Tjarn-
arcafé annað kvöld (föstudag)
kl. 8.30. Hafa þeir vandað til
skemmtiatriða, en m. a. verður
spiluð félagsvist.
Veðrið.
Veðurhorfur fyrir Faxaflóa:
N og NA-gola, þurrt veður og
dálítið frost í nótt. Veður er
gott um allt land, hægviðri og
frostlaust. 3—4 stiga hiti við
ströndina, og hiti við frostmark
í innsveitum.
Húseigendur í Herskólahverfi
héldu nýlega fund og gerðu
ályktanir, þar sem fagnað er
þeirri tillögu borgarstjóra, að
bæjarsjóður taki að sér að færa
á sinn kostnað og steypa grunna
undir hús í hverfinu. Hins veg-
ar telur fundurinn, að kosnað-
ur við flutning húsanna muni
verða miklu meiri en næmi
lagningu vatns- og skolp-
leiðsna, enda verði að leggja
slíkar leiðslur, þótt hverfið
verði gert að iðnaðarhverfi.
Loks ítrekar fundurinn áskor-
un til bæjarstjórnar, að fundin
verði ráð til að bæta úr erfið-
leikum íbúanna vegna vatns-
skorts og vöntunar á frá-
rennsli.
HrcMyáta nr. 1774
I Efl
Lárétt: 1 Heyið, 5 notkun, 7
gæta að, 9 kaup, 11 á frakka, 13
húð, 14 gera hundar, 16 félag,
17 hróps, 19 ella.
Lóðrétt: 1 mastrið, 2 á reikn-
•ingum, 3 lausung, . 4 menn, 8
iforfeður, 10 hól, 12 land, 15
herma eftir, 18 sjúkrasamlag.
Lausn á krossgátu nr. 1773:
Lárétt: 1 Legáti, 5 trú, 7 fl,
9 snúð, 11 rós, 13 all, 14 inni,
15 fa, 17 ÍBR, 19 arðrán.
Lóðrétt: 1 lifrina, 2 gt, 3 árs,
4 túna, 6 eðlan, 8 lón, 10 úlf,
12 snið, 15 ÍBR, 18 rá.
N áttúrufræðingurinn,
3. hefti 22. árgangs, er ný-
kominn út. Efni ritsins að þessu
sinni er þetta: Sigurður Þórar-
insson, sem er ritstjóri þess,
ritar um Hverfjall, Finnur
Guðmundsson um íslenzka
fugla (Sefönd). Helgi Jónas-
son um grasaleit í Útmanna-
sveit og Eiðaþinghá. Þá er í
heftinu ritstjórarabb og sitt-
hvað fleira. Góðar myndir
prýða ritið, sem er hið fróðleg-
asta að vanda.
Umdæmisstúkan nr. 1
hélt útbreiðslu- og bindindis-
málafund í hinu vistlega sam-
komuhúsi að Hellu á Rangár-
völlum sunnudaginn 16. nóv.
sl. Ræður fluttu þar um bind-
indismál: Indriði Indriðason
og Guðlaug Narfadóttir. Guðm.
G. Hagalín las upp. Sýnd
var sænsk kvikmynd um skað-
semi áfengisnautnar og Alfred
Clausen skemmti með söng og
lék sjálfur undir á gítar. Að
síðustu var svo dansað nokkra
stund. — Á fundinum var sam-
þykkt að skora á hið háa Al-
þingi að samþylckja ekki hið
nýja áfengislagafrumvarp, sem
komið hefir frá milliþinganefnd
í áfengismálum.
Söfnin:
Landsbókasafnið er opið kl.
10—12, 13.00—19.00 og 20.00—
22.00 alla virka daga nema
laugardaga kl. 10—12 og 13.00
—19.00.
Þjóðminjasafnið er opið kl.
13.00—16.00 á sunnudögum og
kl. 13.00—15.00 á þriðjudögum
og fimmtudögum.
Listasafn Einars Jónssonar er
opið sunnud. frá kl. 13.30—
15.30.
Náttúrugripasafnið er opið
sunnudaga kl.’ 13.30—15.00 og
á þriðjudögum og fimmtudögum
klö 11.00—15.00.
Vaxmyndasafnið er opið á
sama tíma og Þjóðminjasafnið.
Gengisskráning.
1 bandarískur dollar kr. 16.32
1 kanadískur dollar kr. 16.78
1 enskt pund .... kr. 45.70
100 danskar kr.....kr. 236.30
100 norskar kr.....kr. 228.50
100 sænskar kr. .. kr. 315.50
100 finnsk mörk .. kr. 7.09
100 belg. frankar .. kr. 32.67
1000 franskir kr. . . kr. 373.70
100 tékkn. Krs.....kr. 32.64
100 gyllini........ kr. 429.90
1000 lírur ........ kr. 26.11
Hvar eru skipin?
Eimskip: Brúarfoss er í Rvk.
Dettifoss fór frá Rvk. 13. 'nóv.
til New York. Goðafoss fór frá
New York í gær til Rvk. Gull-
foss fór frá Rvk. í fyrrad til
Leih. og K.hafnar. Lagarfoss
fór frá Gdynia í fyrrad. til
Rotterdam, Antwerpen, Hull
og Rvk. Reykjafoss er í Ála-
borg. Selfoss fór frá Rvk. í gær
til Akraness, Hvalfjarðar, Pat-
reksfjarðar, íséifjarðar, Siglu-
fjarðar, Norðfjarðar og þaðan
til Bremen og Rotterdam.
Tröllafoss er í Rvk.
Ríkisskip: Hekla fór frá Rvk.
í gærkvöldi austur um land í
hringferð. Herðbreið á að fara
frá Rvk. á mánudaginn til
Breiðafjarðarhafna. Skjald-
breið er ,á Vestfjörðum. Þyrill
er í Rvk. Skaftfellingur fór frá
Rvk. í gærkvöldi til Vestm.eyja.
Skip S.Í.S.: Hvassafell fór
frá Vaasa 17. þ. m. áleiðis til
Hafnarfjarðar. Arnarfell er
væntanlegt til Valencia í kvöld
frá Ibiza. Jökulfell er í New
York.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 20.20 íslenzkt mál. (Hall-
dór Halldórsson dósent). —
20.40 Tónleikar: „Úr lífi mínu“,
strengjakvartett eftir Smetana.
(Bjöm Ólafsson, Jósef Felz-
mann, Jón Sen og Einar Vig-
fússon leika). — 21.05 Dagskrá
Heimihsiðnaðarfélags íslands:
Frú Arnheiður Jónsdóttir og
frú Sigmn Stefánsdóttir tala
um heimilsiðnaðarmál. — 21.25
Einsöngur (plötur). — 21.45
Frá útlöndum. (Jón Magnús-
son fréttastjóri). — 22.00 Frétt-
ir og veðurfregnir. — 22.10
Upplestur: Jochum Eggertsson
les frumsamda smásögu:. „Týndi
fossinn“. — 22.30 Symfóniskir
tónleikar (plötur) til kl. 23.00.
Frá Eyjum:
ingur hafinn.
Frá Vestm.eyjum var Vísi
símað í morgun að útgerðar
menn búist þar nú af kappi
undir næstu vertíð.
Annars er lítið um atvinnu
við framleiðslustörfin 1 Eyjum
um þessar mundir, enda alltaf
lítið um að vera þar um þet.ta
leyti árs. Aðeins einn eða tveir
bátar hafa stundað línuveiðar
að undanförnu en aflað illa.
Einu framleiðslustörfin, sem
máli skipta og nokkura atvinnu
færa Eyjarskeggjum um þessar
mundir, eru togaraveiðar. Báð-
ir Eyjatogararnir eru á karía-
veiðum og er karfinn allur
flakaður í landi. Skapar þetta
töluverða atvinnu í hvert skipt.i
sem þeir koma inn. Nú eru báð-
ir togararnir væntanlegir til
Eyja á næstunni.
Þann tíma, sem framleiðslu-
störfin liggja niðri, nota Eyja-
skeggjar til húsbygginga og er
þar mikið um byggingafram-
kvæmdir um þessar mundir.
1947 metár § skipa-
komum bingað.
Árið 1947 urðu skipakomur í
Reykjavíkurhöfn 3847 að tölu
eða sem svaraði rúmlega 24
skipum á dag að jafnaði.
Er þetta mesta skipakoma
sem um getur í sögu hafnar-
innar til ársins 1950.
Af þessum skipum voru 3230
íslenzlc en 617 erlend með sam-
tals 679 þús. rúmlestir.
En þrátt fyrir þessar miklu
og tíðu skipakomur 1947 hefur
rúmlestatala þeirra skipa sem
til Reykjavíkur hafa komið
á árunum 1941—1950 aðeins
eitt ár verið lægri en 1947, en
það var árið næsta á undan.
Mest kom hingað af erlend-
um skipum árið 1943, eða sam-
tals 1838 að tölu og var það
meir en helmingur allra skipa
sem komu það ár í Reykjavík-
urhöfn.
Á árabilinu 1941—’50 komu
hingað samtals hátt á 11. þús-
und erlendra skipa. Tiltölulega
flest voru frá Bretlandi, eða
rúmlega 3700. Næst í röðinni
verða svo færeysk og norsk
skip og þar á eftir bandarísk og
dönsk skip.
Af þessum erlendu skipum,
sem hingað komu á framan-
greindu tímabili, voru 150 yfir
5000 nettó rúmlestir að stærð.
Máiakennsla á Kefla-
víkurvéJlL
Maryland-háskóli í Banda-
ríkjunum gengst fyrir nám-
skeiðum meðal varnarliðs-
manna á Keflavíkurflugvelli.
Segir frá þessu í blaðinu
White Falcon nýverið. Dr. John
Keller heitir kennarinn, sem
annast námskeiðin, en þau eru
í frönsku og þýzku, en auk
þess í stjórmnálasögu Banda-
ríkjanna, svo og alþjóðastjórn-
málum. — Þá er þess getið í
sama blaði, að þeir, sem hafi
hug á að læra rússneslcu, geti
fengið tilsögn í því tungumáli,
sem einkakennari mun annast.
BEZT AÐ AUGLTSAIVISI
Úrvals
Stálskautar
Sportvöruhús Reykjavíkur
Skólavörðustíg 25.
« « _ 1 * t A'°
GnðlaRgnr A. Magraússoit
guMsmiður
verður jarðsimginn frá kapeliunni í Fossvogi,
föstudaginn 21. f).m. kl 2 e.h.
Athöfninni verður útvarpað.
Jóiúna GuSIaugsdóttir, Reynir Guðlaugsson,
íttar Guðlaugsson, Magnús Guðlaugsson,
Ágúst Kristmanns.
VISUI
Nýir kaupendur fá hfoMl ókeypis
til mánaðamóta. Sími 1660.