Vísir - 20.11.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 20.11.1952, Blaðsíða 4
VfSlR irlsxn OAGBLAÐ Ritstjórar; Kristján GuDiaugsson, Hersteinn Pálsson, Skrifstofur Ingólfsstræti 3, Ctgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Annarleg íhlutun. Tímarnir breytast og mennirnir með. í Gamla sáttmála var það sett sem fyrsta skilyrði fyrir skattgreiðslu til konungs ,at utanstefningar skyldum vér engar hafa, utan þeir menn, sem dæmdir verða af várum mönnum á Alþingi burt af land- inu.“ Landsmenn höfðu fengið nóg af íhlutun erlends konungs og utanstefningum, og hugðust því að friða landið gegn slíku, þótt gjalda yrði nokkurt fé í móti. Nú virðist hinsvegar sú öldin, að einstakir flokkar sækist eftir utanstefningum, jafn- framt því, sem þeir leita ásjár og styrktar hjá erlendum að- ilum í átökum er varða innri mál þjóðarinnar. Eiga þar komm- únistar og Alþýðuflokkurinn svipaða sök. Talið er líklegt áf þessum flokkum báðum að verkfall standi fyrir dyrum. Nokkrir forystumenn kommúnista eru ný- komnir og nýuppdubbaðir eftir setu á 19. þingi rússneska kommúnistaflokksins austur í Moskvu. Talið var sennilegt að þar hefðu flokkksbendin vestrænu fengið þá línu, að hefja samstarf við alþýðuflokka alla vestrænna landa, og ekki hefur staðið á framkvæmdunum hér heimafyrir. Fyrsta ákvörðun kommúnista eftir h lmkomu forsprakkanna er að efna til sameiginlegrar kaup- og kjarabaráttu með Alþýðuflokknum og enn er gengið lengra. Fyrir nokkrum árum klofnuðu hin alþjóðlegu verkalýðssamtök, þannig að kommúnistar voru einangraðir, en lýðræðislöndin stofnuðu slík samtök sín á milli. Nú hafa kommúnistar leitað stuðnings þessara sam- taka vegna væntanlegrar baráttu, og farið fram á beinan fjárhagslegan styrk til þess að halda henni uppi, auk þess sem til þess er mælzt að íslenzk farartæki verði stöðvuð komi þau á eða leiti til erlendrar grundar. Vafalaust verða slíkar málaleitanir afsakaðar með því, að samstarf verkalýðsins sé alþjóðlegt og hér sé um eðlilegan stuðning að ræða. Hinsvegar hafa erindrekar konungsvaldsins á 12. og 13. öld sagt eitt og hið sama, er þeir þágu fjárstuðning til óhappaverka sinna og erindisrekstrar. Nú er leitað trausts og halds til erlendra samtaka og beðið um fjárframlög til þess eins að koma atvinnurekstri hér heimafyrir á kné, og þetta lætur Alþýðuflokkurinn sér sæma, vel vitandi að hann hefur horfið frá stefnu lýðræðislegra alþýðusamtaka, með því að efna til samvinnu við kommúnista um innanlandsmál, en seit þeim auk þess sjálfdæmi að því er úrlausn varðar á deilu þeirri, sem efnt er til. Neiti Verkamannafélagið Dagsbrún samningum, verða 59 félög eða fleiri að hlíta þeim úrskurði og mega ekki semja um slíkar kjarabætur sér til handa, sem kommúnistar vanmeta og hafna. Yfirsjónir Alþýðuflokksins eru margar og miklar, en engin verri en þessi, hvernig sem á hana er litið. Samvinna við kommúnista um allsherjarverk- fall er feigðarflan og annað ekki. Nú kann það vel að vera, að kommúnistar eigi ekki rík ítök í lýðræðislegum samtökum verkamanna né hinu ný- stofnaða sambandi þeirra, en almenningur á erfitt með að sætta sig við málskot til erlendra aðila, þótt þeir séu ekki verri en vondir, eða jafnvel ágætir og mildir á fé, ef því er að skipta. Nú þ? kir góður siður að lifa á gjöfum ,og slíkt er ekki verra fyrir verkalýðsfélögin en þjóðina alla, ef eftir gjöfunum væri ekki leitað til niðurrifs frekar en uppbyggingar. Hafi erlendir aðilar löngun til að knésetja íslenzkt atvinnulíf, skilja þeir ekki þarfir þjóðarinnar og er þá bezt að vera án afskipta þeirra. Þess utan hafa kommúnistar austan járntjalds hér nóga erindreka, þótt lýðræðisleg samtök verkamanna skipi sér ekki þar í sveit og gerist jafnheimsk íslenzka Al- þýðuflokknum. Utanstefningar og erlent fé hafa jafnan reynzt íslendingum háskasamlegt, enda engar líkur til að það verði happadrýgra nú en fyrr. Brezki markaðursnn. T andað hefur verið fyrsta togarafarmi í Bretlandi, eftir að brezkir útvegsmenn lögðu afgreiðslubann á íslenzkan fisk þar í höfnum. Til stórtíðinda hefur enn ekki dregið vegna þessa og dregur vonandi ekki. Brezka stjórnin hefur fyrir sitt leyti l'agt gott til málanna og viljað leysa deiluna, án þess að til úrslita hafi leitt vegna óbilgjarnra og óviðeigandi krafna brezkra útvegsmanna, sem telja sig ekki aðeins hafa ráð okkar, heldur völd brezka heimsveldisins í hendi sér. Gera má ráð fyrir að löndun íslenzks fisks verði ekki vel séð á brezkum markaði og mótleikirnir geta orðið hættulegir. Vert er því að fagna ekki fengnum sigri, enda er hann enginn fyrr enn deilan hefur verið leyst farsællega. En nú hafa útvegsmenn í Grimsby stöðvað flota sinn og vanir eru Bretar að vinna síðasta leikinn. Sexiugur í dugz Jón Bjarnason, Sextugur er í dag Jón Bjarna- son, verkamaður, Vesturgötu 105, Akranesi. Hann er fæddur að Björgum í Austur-Húna- vatnssýslu, sonur hjónanna Guðrúnar Eiríksd. og Bjarna Guðlaugssonar bónda þar. Ung- ur að árum fór Jón að vinna fyrir sér sjálfur, eins og þá var títt um börn fátækra barn- margra foreldra. Hann vandist því snemma að vinna hörðum höndum til öflunar daglegs við- urværis, enda mun hann af flestum talinn með harðdug- legustu mönnum til allra verka og jafnan eftirsóttur til starfa. Ungur fluttist Jón af æsku- stöðvunum 1 Húnavatnssýslu til hinna blómlegu Borgarf jarð- arhéraða og vann þar á ýmsum stöðum, þar til hann kvæntist Guðjónínu Jónsdóttur, hinni meshuágætis- og myndarkonu, er nú er látin fyrir nokkrum árum. Þau reistu bú á Akra- nesi, og þar hefur Jón verið búsettur síðan og stundað þar daglaunavinnu, jafnframt því, sem hann hefur haft smávegis landbúnað. Jón kvæntist öðru sinni Þórunni Jóhannesdóttur, hinni ágætustu konu. Er ég fyrst kynntist Jóni Bjarnasyni, vakti það óskipta athygli mína, með hversu mik- illi einurð og festu hann flutti sitt mál og mátti þá hverjum manni Ijóst vera, að þar fór maður, sem ekki hikaði við að fylgja hverjum þeim málum til sigurs, er hann taldi réttust og sönnust og var þá heldur ekki um neina tilslökun að ræða af hans hendi. Jón lét ekki þá örðugleika, sem á vegi hans urðu, vaxa sér í augum, heldur mun óhætt að fullyrða, að hann stækkaði og harðnaði við hverja raun. Jón Bjarnason hefur tekið mikinn og virkan þátt í félags- Fimmtudaginn 20. nóvember 1952. ..... T' -'i •' • .. i .»-1 i. -• Á þessum merku tímamótum vil ég færa Jóni Bjarnasyni, konu hans og börnum mínar innilegustu hamingjuóskir með von um, að hann eigi eftir að vera þátttakandi í að vinna að framgangi margra góðra mála j fyrir byggðarlag sitt og þjóð, I og að Sjálfstæðisflokkúrinn megi lengi njóta hans góðu starfskrafta. Lifðu heill, gamli vinur, beztu þakkir fyrir góða viðkynningu. Axel Guðmundsson. málum Akraness og þá sérstak- lega i sjálfstæðisfélögunum þar og gegnt hjá þeim mörgum trúnaðarstörfum. Þá hefur hann verið öflugur þátttakandi í Landssamtökum sjálfstæðis- verkamanna og sjómanna og setið í stjórn þeirra. Eg, sem þessar línur rita, hef unnið mikið með Jóni, og tel ég hann vera í hópi áhugasöm- ustu og duglegustu manna. Það, sem mest ber á í fari hans, er einlæg trúmennska og óbilandi kjarltur í að fá leyst af hendi, sem allra bezt, hvert það starf, er honum er fengið til úrlausn- ar, einskis lætur hann ófrestað að vinna málefnum sjálfstæðis- flokksins allt það gagn, er hann má. Glaður og reifur er Jón jafn- an, þegar maður hittir hann og þá sérstaklega í góðvina hóp. Á heimili Jóns er gott að koma, þar hittir máður fjrrir hina víð- kunnu íslenzku gestrisni og ér þá engu líkara en verið sé að gjöra honum og heimili hans stóran greiða með heimsókn- inni, enda mun þar oft mjög gestkvæmt. Þó að Jón hafi nú fyllt 6 áratugina, er hann enn ungur í anda og ekkert líklegur til að láta kerlingu Elli ná á sér neinum fangbrögðum. Hlýr október en víða vætusamur. Samkvæmt upplýsingum frá veðurstofunni var októbermán- uður hlýrri en í meðallagi um allt land. Er þá eins og venjulega mið- að við meðaltal allra október- mánaða 1901—1930. Mánaðar- hitinn í Reykjavík varð 5.6 stig eða rúmlega einu stigi hærri en venja er til. Tiltölulega hlýjast var þó á Norður- og Austur- landi, þar var sums staðar meira en tveim stigum hlýrra en árs- tímanum svarar. T. d. var okt- óber mun hlýrri en s. 1. júní á Raufarhöfn. Úrkoman var í minna lagi í Reykjavík, eða rámir 80 mm (meðallag er 90), og víðar við Faxaflóa og Breiðafjörð var með þurrara móti. í öðrum landshlutum var hins vegar úr- komusamt, t. d. rúmir 320 mm á Hólum í Hornafirði (meðallag er þar um 150 mm). Seinast í mánuðinum gerði 10—20 sm. djúpan snjó á Vestfjörðum, en hann mun hafa tekið upp fljót- lega eftir mánaðamót. Um suðvestanvert landið var fremur stormasamt, en á Norður- og Austurlandi var kyrrara veður. Yfirleitt má segja, að mánuðurinn hafi verið mildur og hagstæður landbún- aði og víða sæmilegur til sjó- sóknar. * BERGMAL > í tilefni af skrifum í Berg- máli um haustmót Taflfélags- ins hafa mér borizt enn ítar- legar upplýsingar um tilhögun mótsins, og ástæðurnar fyrir því að hálfgerður kurr er í þátttakendum, en það er að koma skýrar og skýrar í ljós, að mótstjórnin á talsverða sök á því hvernig til hefir tekizt með mótið í heild, þótt einstak- ir þátttakendur verði ekki af- sakaðir. Engin forföll tekin til greina. Mótsstjórnin setti tvær regl- ur í upphafi skákmótsins, sem báðar verða að teljast hæpnar. Sú fyrri var gerð að umtalsefni fyrir skömmu, en hún var um að ekki mætti semja um jafn- tefli fyrr en eftir að teíldir hefðu verið 30 leikir. Hin regl- an var, að cngin forföll yrðu tekin til gr.eiba, og varð sú regla til þess að tveir menn hættu við þátttöku, þar sem þeir sáu fram á að þeir gætu ekki mætt til leiks ákveðna daga. Þetta nær vitanlega engri átt, þai- sem alltaf getur verið um lögleg forföll að ræða. En á mótinu skyldi sú regla gilda að sá, er ekki mætti til leiks, tapaði skák sinni á tíma. Skákstjórar sátu við spil. Þess vegna mun Birgir Sig- urðsson ekki hafa hirt um að tilkynna forföll, er hánn varð að hlaupa í skarðið sem vara- maður í bridgekeppni, þar sem vitað var að skák hans var tal- in töpuð, jafnvel þótt hann hefði getað samið við andstæð- ing sinn um að tefla síðar. Þenna sama dág sátu skákstjóri taflmótsins og varaskákstjór- inn einnig við spil í Skáta- heimilinu sem þátttakendur í bridgemóti. Hvorugur skákr stjóranna var því við á haust- mótinu, er umferðin var tefld sl. sunnudag. Oónægðir 'þátttakendur. Yfirleitt virðast margir þátt- takenda í taflmótinu vera mjög óánægðir með tilhögun og regl- ur mótsins. Þegar tveir þátt- takendur skárust úr leik, vár öðrum tveim skákmönnum gefinn kostur á þátttöku til þess að ékki þyrftu tveir að sitja yfir við hverja umferð. Tókust samingar á þeim grund- velli, að liðið skyldi fá óteflda skák þeirra frá lokinni umferð sem jafntefli. Reyndar hefði átt að líta á skák þeirra sem tapaða, þar sem^ þeir mættú ekki til leiks, eftir ströngum bókstaf reglnanna. Það er sannarlega leitt að svo illa skuli takast til með þetta mót, en vonaiidi fer stjórnin betur úr hendi hinna ágætu manna næst er slíkt mót verður háð. — kr. Gáta dagsins. Gáta nr. 305. Eg er á hausi, hálsi, búk og vængjum, lifandi skepna í loft mig ber, líf er í mér, þá dauður er. Svar við gátu nr. 304. Kanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.