Vísir - 20.11.1952, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 20. nóvember 1952.
VlSIR
muaau>HnMiM<MHiiiui«u>nuaiiHMaHMiumiui
THSMAS B. COSTAIN:
renna.
41
Mánuði áður hafði franskt herlið sótt fram til virkis þessa, og
í Lissabon höfðu menn beðið kvíðnir fregna um, að það hefði
verið hertekið. — Hvers vegna hafði Sir Robert farið þangað?
Seinustu fregnir höfðu hermt, að hann hefði farið frá Oporto og
þverskallast við fyrirskipunum um að halda þar kyrru fyrir.
Og Craddock hershöfðingi, sem stjórnaði hinum fáu brezku her-
sveitum sem eftir voru í Portúgal, hafði skipað honum að hverfa
þegar til stöðvar sinnar. Engar fregnir höfðu síðan borist til
toorgarinnar.
„Topp,“ sagði Frank og reif orðsendinguna í tætlur, „þú hef-
ur vitanlega heyrt, að Soult marskálkur hefur hertekið Oporto
og er reiðubúinn að hefja sókn hingað, undir eins og franski
herinn á miðvígstöðvunum hefur tekið Ciudad Rodrigo?"
„Vitanlega,“ sagði Topp. „Allir íbúar Lissabon eru tilbúnir
að leggja á flótta.“
„Victor marskálkur er reiðubúinn til sóknar að sunnanverðu
frá — og saman munu-þeir gleypa Portúfal áður en Wellesley
kemur með nýja herinn sinn.“
„O-jæja, það verður þá tilbreyting —' en annars hefði eg
ekkert á móti því, að vera hér lengur. Það er fjörugt hér.“
„Jæja, náðu í tvo hesta. Við leggjum af stað þegar.“
„Hesta, eigum við að ríða heim, sahib?“
Frank hló og var auðséð, að þunglyndið, sem hafði sótt á
hann fyrst í stað, eftir að hann fór að heiman, var rokið burt.
„Við ætlum ekki heim, Topp. Við ætlum til Ciudad Rodrigo.“
„Til landamæranna!“ sagði Topp og gapti. „Nú líst mér ekki
á — það er sagt, að þar verði hver að grafa sína eigin gröf áður
en hann er skotinn. Þessir frönsku djöflar —“
„Þú þarft ekki að fara frekara en þú vilt, Topp,“ sagði Frank.
„Orðsendingin var frá Sir Robert og það er á hans fund, sem eg
fer. Náðu mér í hest. Eg fer innan stundar.“
„Jæja, jæja, grafirnar verða þá tvær.“
Meðan Topp undirbjó ferðalagjð hugsaði Frank um hverjar
vera myndu fyrirætlanir Wilsons. Vafalaust var hann að reyna
að blekkja Frakka. Það var sagt, að í hersveitum undir stjórn
Lapisses hins franska, væru 10.000 menn og' þeir sóttu fram í
miðið — sumir sögðu, að hann hefði helmingi meira lið. Hann
mundi að minnsta kosti fá efni í fréttir, sem allir myndu lesa
með áfergju. Seinustu bréfin, sem hann hafði fengið frá Copey
bentu til, að allt væri í lultkunnar velstandi. Hinn 14. desember
hafði hann skrifað, að menn væru almennt orðnir sólgnir í að
ná í blaðið, til þess að missa ekki af fréttagreinum hans frá
Pyreneaskaga. Auglýsingarnar voru famar að aukast. „Og eg
er farinn að birta greinarnar þínar undir nafni, hvort sem þér
líkar það betur eða verr,“ hafði hann skrifað. „Og það er hvísl-
að um það, að ekkert verði úr málsókninni á hendur þér. Fran-
cilea frænka er í sólarskapi í hvert skipti sem hún kemur.“
Þrátt fyrir þetta fór því fjarri, að Frank væri ánægður með
greinar sínar. Hann vildi vanda þær, en varð næstum alltaf að
koma þeim frá í mesta flýti. — Hann hafði fengið bréf frá Margot
með kveðju frá Gabrielle, sem varaði hann við að spila á spil
við Spánverja og Portúgala. Á Caradoc var ekki minnst.
„Það verða þokur og kuldar í London margar vikur enn,
Topp,“ sagði hann við þjón sinn, er hann kom, „en hérna fara
appelsínutrén að springa út.“
„Já, en þeir taka menn ekki af lífi í London,“ sagði Topp.
------— Þegar til Ciudad Rodrigo kom, en ferðin þangað
gekk í öllu að óskum, var Frank og þjóni hans komið fyrir í kast-
ala nokki-ura í nánd við virkið, en þar hafði verið smalað sam-
an öllu ensku fólki, sem óttaðist Frakka, og leitaði verndar.
Sir Robert var á ferðalagi við Yeltes-ána, en var væntanlegur
daginn eftir.
2.
Frank var tilkynnt, að Sir Robert Wilson væri að koma. En
það var ekki hann, sem var fyrstur gegnum hliðið, heldur há-
vaxinn maður klæddur grænni, spænskri skiklcju, sem á voru
raðir silfurhnappa. Hann var mjög fjarri því að vera Englend-
ingslegur í útliti, en þegar hann tók til máls þurfti enginn að
vera í neinum vafa um, að hann væri frá London. Nú kom
Wilson inn um hliðið og er hann sá Frank koma á móti sér
kallaði hann til hans:
„Vel að verið, Ellery, eg vissi að þú mundir verða kominn
í tæka tíð.“
„Eg fekk orðsendinguna og var kominn af stað innan klukku-
stundar.“
„Eg vissi að þú mundir leggja allt til hliðar og koma. Eg
þarf mjög á þér að halda, Frank. Og nú verð eg að setja þig
í vinnu, undir eins. Þú hefir gott af ferðalagi á hestbaki —
ekkert betra til þess að ná sér.“
Frank hugsaði til fyrstu tveggja daga ferðarinnar og hvernig
honum leið með allar harðsperrurnar á morgnana, en hann
brosti.
„Nokkuð að frétta frá London?“
„Austurríkismenn eru í þann veginn að slíta öllu bandalagi
við Bóna —■ þeir eru óragari, af því að þeir halda að hann fái
talsvert verkefni hér, en þetta er heimskulegt, því að hafi
hann Rússa með sér geta þeir ekkert. Og hinn veiklundaði
Prússakonungur getur aldrei ákveðið sig í tæka tíð.“
„Eg heyri frá Copey við og við — það var áfall fyrir menn,
þegar Moore varð að leggja á flótta. Þó held eg, að almenn-
ingur styðji einhuga ltröfuna um að senda Sir Arthur aftur —
með almennilegan her.“
„Eg heiti Wilson. Hver eruð þér?“
„Brown, herra, John Brown. Eg hefi ,,strandað“ í þessu landi,
eins og svo margir aðrir Englendingar, og sannast að segja
hefir mér gengið erfiðlega mjög.“
„Eg hefi heyrt sagt frá yður,“ sagði Wilson og horfði stöðugt
á hann. „Að minnsta kosti getur lýsingin verið í fullu samræmi
— ef mér skjátlast ekki eruð þér Cardyce?“
Maðurinn hneigði sig:
„Já, eg heiti Cardyce, Leonard Cardyce — þér hafið frétt
um mig?“
„Af hverju sögðust þér heita Brown?“
„Eg hefi ástæðu til þess að nota dulnefni eins og sakir
standa. En út í það þurfum við ekki að fara.“
„En eg held, að við verðum að gera það, herra.“
Tillit Wilsons var nánast fjandsamlegt.
„Eg hefi heyrt sitt af hverju um yður — og fátt sem hægt er
að telja nokkrum manni til gildis. Þér eruð leikari — eða
söngvari?"
„Hvorttveggja — en eg kýs að vera kallaður söngvari, herra
Wilson.“
„Eg skil vel, að þér kjósið að ganga undir fölsku nafni
Spanar megin landamæranna. Eftir öllu að dæma, sem mér
hefir verið sagt um yður, eruð þér erkifantur.“
„Eg kann því miður, að þér skuluð láta þannig í ljós álit
yðar á mér, en þrátt fyrir það, að þér hafið svona slæmt
álit á.mér verð eg að leita verndar yðar, og sem Englendingur
á eg rétt á henni.“
Eftir nokkra þögn spurði Wilson:
„Hvar er konan?“
„Því miður verð eg að tilkynna, að eg veit það ekki. Nauð
syn krafði, að við skildum fyrir nokkrum mánuðum. Eg hefi
heyrt, að hún sé komin til Spánar, en eg hefi engar sönnur fyrir
því. Eg er viss um, að hún hefir skemmt sér betur en eg.
iDuirænari
Líkkisfuborðin.
Þegar síi’a Sæmundur Jóns-
son var prestur í Hraungerði
(1860—1896) kom einu sinní
sem oftar til hans nýr vinnu-
maður á ki'ossmessu. Maður
þessi var öllum ókunnur í sókn-
inni og þekkti engan mami.
Nótt eina um vorið vakti hann
yfir túni. Á hlaðinu í Hraun-
gerði stóð skemma, eins og
tíðkaðist til sveita. Hún stóð
opin og í henni var meðal ann-
ars borðahlaði, sem var nýbúið
að sækja frá Eyrarbakka. Um
nóttina sér vinnumaður, að
maður, sem hann þekkti ekki,
er að handleika borðin í
skemmunni, og sérstaklega hef-
ur hann hönd á ákveðnum borð-
um. Hvorugur þeirra gaf sig
að hinum. Um morguninn við
kaffidrykkju hafði vinnumaður
orð á því, sem fyrir hann bar
um nóttina í skemmunni. Bar
prest þar þá að og bað hann að
segja sér sem öðrum hvað hann
hefði.séð og gerði vinnUmaður
það.
í sömu andránni er barið að
dyrum. Þar er þá kominn
bóndinn frá Litlu-Reykjum til
þess að tilkynna presti lát
vinnumanns síns, sem legið
hafði nokkurn undanfarinn tíma
og dáið þá um nóttina. — Jafn-
fi-amt spyr bóndi prest hvort
hann geti ekki selt sér borð í
kistu utan um manninn. Prest-
ur segist munu geta það, því að
hann sé einmitt nýbúinn að fá
timbur neðan af Bakka. Fara
þeir nú út í skemmu að velja
borðin, en prestur undirstingur
vinnumann sinn að koma með
og taka nú eftir hvaða borð
bóndi velji. Vinnumaður gerði
svo og stóð það nákvæmlega
heima, að bóndi tók þau borð-
in, sem gesturinn hafði þuklað
mest um nóttina. (Eftir handriti
Guðlaugs E. Einarssonar í
Hafnai-firði, en heimildarmaður
hans, -Finnur Gíslason þar í bae,
hafði söguna eftir Eyjólfi Sím-
onarsyni, sem var alinn upp á
Heimalandi í Flóa. — Sagna-
kver Guðna Jónssonar).
RF.ZT 4Ð AUGLmVVfSV
TARZAN
Tarzan hraðaði sér í gegnum skóg- Skammt frá þorpi dverganna, lét Hann horfði lengi á skinnið og Skinninu slengdi hann' á öxl sér
inn í áttina til þorps Rebega, en hann hann sig síga til jarðar og tók fram brosti kuldalega. Hann var nú viss og fór nú aftur hratt eftir trjágrein-
átti þangað brýnt erindi. hlébarðabúning Sobitos. í sinni sök, og hélt enn áfram. unum í áttina til þbrpsins.