Vísir - 02.12.1952, Blaðsíða 1

Vísir - 02.12.1952, Blaðsíða 1
42. árg. Þriðjudaginn 2. desember 1952. 277. tbl. Fiskskortur ekki yfirvofandi. ÖlfisB óhætí meðan bátar hafa olíes. Engin hætta er talin á fisk- skorti í Reykjavík, í bráð að minnsta kosti, vegna verkfalls- ins. Vísir átti í morgun tal við Steingrím Magnússon fisksala í Fiskhöllinni, til þess að inna hann eftir því, hvort hætta væri á fiskskorti, sem vissulega yæri mjög bagalegur, þar eð þetta er ein helzta neyzluvara almennings, eins og alkunna er. . Steingrímur tjáði Vísi, að nóg væri af fiski eins og er og sjálfsagt á næstunni, því að sjómenn eru ekki í verkfalli, og meðan olía endist á vélbátana, verður unnt að fullnæga eftir- spurn é þessari matartegund. Tin nokkrir örðugleikar geia orðið á dreifingu fiskjarins, er benzínbirgðir þrjóta, en þó ekki verulégir, því að fiskur er ekki fluttur heim til fólks, heldur helzt til veitingahúsa, sjúkrahúsa og skipa. Þó hafa sum sjúkrahúsin, svo sem Kleppur og Vífilsstaðir eigin bílakost. Hingað berst fiskur einkum frá Grindavík og Keflavík, en þar hefur verið eindæma gc't í sjóinn undanfarna daga, óg hefur Steingrímur flutt fisk hingað með eigin bílakosti, og gerir það, meðan itenzín end- ist. Þá hefur Græðir róið héð- an og aflað bærilega, um 3 lestir í róðri. Undanfarið hefur Búfjárræktarráðu- nautar á fundi. Ráðstefna búfjárræktarráðu- nauta stendur yfir í Reykjavík þessa dagana og Félag ísenzkra búfjárkandidata heldur einnig fund um þessar mundir. Ráðstefna búfjárræktarráðu- nautanna sitja þrír ráðunautar Bunaðarfélags íslands, í sauð- fjár-, nautgripa- og hrossa- rækt, og 7 ráðunautar héraðs- sambanda. Rætt er um framtíð- arverkefni á sviði búfjárrækt- ar og störf í-áðunauta. Ráðu- nautar Búnaðarfélags íslands hafa framsögu í málum. Ráð- stefnan hefir staðið 3 daga og mun ljúka annað kvöld. Mikil rekísbreiða er norðvest- tir af íslanái, en það fjærri iandinu að lítil hætta er á ís á skipaleiðum, nema með vax- andi norðvestan átt. Rekísbreiðan er um 20 sjó- mílur til norðurs frá 66 gr. 20 mín. norður og 26 gr. 42 mín. vestur. Við ísröndina er skyggni um ein míla. Þegar blaðið átti tal við Veðurstofuna 1 morgun var því skýrt frá, að ekki væru líkur á því að hafísinn færðist nær landinu. verið nóg framboð á ýsu, þorski og heilagfiski. Svipaða sögu og Steingrímur munu aðrir fisksalar bæjarins hafa að segja og virðist því vel séð fyrir þessum nauðsynjum í bili. Fundkir an Ekkert hefir enn gerzt í verk- fallsmálunum, er bendir til þess að til samkomulags dragi. Undirnefndir aðila, sem skip- aðar hafa verið, héldu fur.d í gær, og stóð hann fram á kvöld. Ekkert samkomulág náðist á þeim fundi, en nefndirnar munu koma saman aftur í dag. Þetta er Carlos P. Romulo, hershöfðingi frá Filipseyjum, sem er formaður framkvæmda- og fjárhagsnefndar S.Þ. Hann er af mörgum talinn líklegur eftilrmaður Tryggve Lie sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Launþegadeild VR vill 15—30% grunnkaupshækkun. Samninpr útrunnir á lauprdag, 6. des. í fyrradag samþykkti fundur í launþegadeild Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur að krefjast verulegra launahækk- ana skrifstofu- og afgreiðslu- fólks, allt að 30%. Eins og áður hefur verið greint frá í Vísi, var samning- um launþega VR við atvinnu- rekendur sagt upp þann 6. nóv. s.L, og eru þeir því útrunnir n.k. laugardag. Á fundinum í fyrradag voru lagðar fram ýms- ár breytingar, sem talið er, að æskilegar séu á núgildandí samningum, þar á meðal þær kröfur, að kaup (grunn) starfs- fólks á skrifstofum hækki um 15% en kaup afgreiðslufóllts í sölubúðum um 30%. Þá vilja launþegar, að verzlunum verði lokað kl. 12 á hádegi allan ársins hring. Fundurinn sam- þykkti að gera þessar kröfúr, og var kjörin 7 manna nefnd til þess að annast samningaum- leitanir af hálfu deildarinnar. í nefndinni eru þessir launþegar: Ingvar Pálsson, sem er íormað- ur hennar, Gunnlaugur Briem, Einar Elíasson, Gyða Halldórs dóttir, Jónas Gunnarsson, Björgúlfur Sigurðsson og Guð- mundur Jónsson. Kröfur þær, sem að framan getur, hafa verið sendar at- vinnurekendum. í dag mun hefjast viðræðufundur atvinnu vekenda og launþega. Samkomulag um eujélfc fyrsr börn ©§ sjúklmga' r S Fundur var haldinn í gær- kvöldi til bess að ræða fyrir- komulag á dreifingu þeirrar mjólkur, sem leyft verður að úthluta meðan verkfallið stend- ur. Fundinn sátu Árni Bene- diktsson, frkvstj. Miólkur- samsölunnar, Tómas Helgason aðstoðarmaður borgarlækn’s, sem gegnir störfum hans í.fjar- veru háns, og 3 menn úr sanm- inganefnd verkalýðsfélaganna. Umræður voru vinsamlegar og stóð fundurinn til miðnættis. Sömu aðilar komu saman á fund kl. 2 e.h. í dag og er þess vænst,.að samkomulag um fyr- irkomulagið náist á þegsum fundi, svo að úthlutun á þeirri mjólk, sem leyfð verður, geti hafist á morgun. Sæoskur ráðherra kærður fyrlr skattsvik. St.hólmur (AP). — Gunnar Hedlund, innanríkismálaráð- herra sænski og húsfreyja hans hafa verið kærð fyrir tómlæti í sambandj við framtal til Tillögur indverja í fanga- skiptamálinu samþykktar. Rússar og leppríkin einu þjóðirnar sem andvígar voru þeim. Einkaskeyti frá AP. — New York í mprgun. Sex vikna umræðu í stjórn- málanefndinni um Kóreumáiið er nú lokið með samþykkt ind- versku tillagnanna, er nú vcrða lagðar fyrir allsherjarþingið, og að umræðu og samþykkt þar lokinni sendar kínversku kommúnistastjórninni og ríkis- stjórn Norður-Kóreu. Svo fóru leikar við atkvæða- greiðsluna, að aðeins Rússar og fylgiþjóðir þeirra greiddu at- kvæði gegn þeim, en 53 þjóðir voru með þeim. Fulltrúi þjóð- ernissinnastjórnarinnar kín- versku sat hjá við atkvæða- greiðsluna. Norðurleið heldur ferðum áfram. Norðurleið h.f. heldur starf- rækslu sinni áfram og heldur uppi ferðum milli Akureyrar og Reykjavíkur þrátt fyrir verkfallið. Hafa ýmsir talið að ferðir myndu falla niður m. a. vegna afgreiðslubanns á benzíni, en svo er engan veginn. Norður- leið h.f. hefur eigin benzíntank og mun hafa tryggt sig vel hvað benzínbirgðir áhrærif, jafnvel þótt verkfallið verði langt. Norðurleið h.f. fer þrisvar í viku til Akureyrar, þriðjudaga, föstudaga og sunnudaga, en suður daginn eftir. Færð á leiðinni milli Akur- eyrar og Reykjavíkur hefur verið með slíkum ágætum í haust að bílarnir eru jafnvel fljótari í förum nú, en þeir voru í sumarferðunum, þannig voru þe'ir t. d. komnir til Akureyrar kl. 6.30 síðdegis í síðustu ferð, en það er fátítt þótt um há- sumar sé. Fulltrúi Indlands lagðí á- herzlu á, að ekki'bæri að líta á tillögurnar sem fyrirmæii, heldur sem tilmæli eða ósk yf- irgnæfandi meiri hluta Sam- einuðu þjóðanna um, að þessí leið yrði farin til lausnar á Kóreudeilunni. Mæltist hann til þess, að Pekingstjórnin tæki til- lögurnar enn til athugunar, en hvernig sem allt velktist mundu Indverjar vinna áfram að friði. Hann kvað Asíuþjóðir „allt til Miðjarðarhafs“, eins og hann kvað að orði, styðja tillögurnar. Þá sagði hann, að Pekingstjórn- inni hefði verið skýrt frá öllu varðandi gang málsins á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna jafnhraðan. Samkvæmt tillögunum taka S.þ. á sig alla ábyrgð á þeim föngum, sem ekki hefir verið skilað eftir 4 mánuði. Engri nauðung skal beitt við stríðs- fanga. Þeim skal skilað í hend- ur sérstakrar fangaskilanefnd- ar. Vishinsky utanríkisráðherra Ráðstjóðrnarríkjanna lýsti enn yfir, að tillögurnar væru óað- gengilegar með öllu. Hamaðist hann gegn þeim sem hami mátti og þótti jafnvel óvenju- lega viðskotaillur, en allt kom fyrir ekki — aðeins kommún- istisku leppríkin studdu hann. lugsamgöngur munu stöðvasf ■ ©S. verkfaliifll dregst á langinii. Verkfallið mun, ef foað helzt áfram, stöðva allar flugferðir innanlands. Þegar verkfallið hófst voru geymar allra flugvéla Flugfé- lags íslands fylltir af benzíni og þær munu sennilega geta fengið benzín áfram á Kéfla- víkurflugvelli til fimmtudags- kvölds, ,en þá hefst afgreiðslu- bann þar. Má því. vænta þess, að enn verði flogið fram eftir vikunni hér innanlands. Með utanandsflugið er allt í landi síðdégis í gær eftir að hafa verið veðurtepptur þar frá því s. L fimmtudag. Lenti hann í Keflavík ,og tók þar benzín en hélt för sinni síðan áfram til Khafnar.' Þaðan er hann vænt- aníegur í kvöld, en fer áætlun- arferð þangað í fýrramálið að öllu forfallalausu. Þá er ennfremur í ráði að flugvél frá Flugfélagi íslands fljúgi n. k. fimmtudag til Mest- ersvíkur á Grænlandi. Mun vera nægjanlegt benzín fyrir hendi óvissu. Gullfaxi kom frá Græn- l til þess flugs. Sjómami tekur út af togara. Ungan sjómann tók út af togaranum Bjarnarey frá Vest- mannaeyjum í gærmorgun og drukknaði hann. Þessi ungi maður hét Stefán Bergþórsson, austfirzkur að ætt, en búsettur í Vestmanna- eyjum. Bjarnarey var á Halamiðum er slysið varð, en ekki er vitað, með hvaða hætti það bar að höndum. Leitað var að líkinu en árangurslaust. Fer reiel bluta af afla B.v. Jörundur frá Akureyri seldi ísfiskafla í Cuxenhaven s> I. laugardag fyrir 54.000 mörk. Ekki er kunnugt um afla- magn. Einhver hluti aflans mun liafa selst til Fraikíands en upplýsingar um þá sölu eru ekki enn fyrir hendi. Egill rauði mun hafa selt ís- fiskafla í Þýzkalandi í gær, en ófrétt var um söluna, er blaði'ð fór í pressuna,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.