Vísir - 02.12.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 02.12.1952, Blaðsíða 4
 vfisxxe. DAGBLAÐ Bitstjórar: Kristján Guöiaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Ctgefandi: BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f, „Stöndum á réttinum, en lútum hátigninni" Brezk stjórnarvöld hafa lítillega tæpt á því, að fjögra mílna landhelgislínan, svo sem hún hefur dregin verið og miðuð við annes eða eyjar, væri ekki að öllu að alþjóðalögum, en því er mótmælt af íslenzkri hálfu. Brezk stjórnvöld hafa einnig talið, að málið hafi ekki verið við þau rætt á fullnægjandi hátt, en hlutaðeigandi íslenzkir aðilar fullyrða að svo hafi verið gert og stendur þar orð gegn orði. íslenzka ríkisstjórnin hefur látið í það skína, að hún myndi fyrir sitt leyti ekki telja óeðli- legt að þeim ágreiningi, sem upp er kominn, yrði skotið til úrlausnar alþjóðadómstóls, en þótt brezka stjórnin fari sér að engu óðslega, má gera ráð fyrir að endanlega verði að slíku ráði horfið. Þetta er þáttur hlutaðeigandi ríkisstjórna, að því viðbættu að brezka stjórnin hefur horft aðgerðalítið á ofbeldis- aðgerðir brezkra útvegsmanna, og látið þá draga burst úr nefj sér að því er varðar brezk utanríkismál. Afstaða íslenzku ríkisstjórnarinnar er í samræmi við vilja alþjóðar og frá stefnu hennar í landhelgimálunum verður ekki hvarflað, hvað sem á dynur. Landhelgisvæðið er líftrygging þjóðarinnar eða varasjóður, sem ekki má eyða að óþörfu. Brezkir útvegsmenn skilja ekki nema eigin hag, og láta sig til dæmis litlu skipta þótt. nú sé svo komið, að Vestfirðir sumir hafi þegar lagst í eyði, aðallega vegna ágengni brezka togara, sem ekki voru tök á að sporna gegn, auk þess sem óhófleg rányrkja hefur verið rekin af togurunum fyrir öllum Vestfjörðum, á fiski- sælustu miðum landsins að Faxaflóa frátöldum. Þrátt fyrir þetta er sú viðbára brezkra útvegsmanna alröng að veiðitap þeirra sé algjört hér við land, vegna víkkunar landhelginnar og er framsett vísvitandi í blekkingarskyni. Blekkingar brezkra útvegsmanna, sem fram eru settar á ýmsa lund og eru sumar beinlínis þjóðskaðlegar og ósamboðnar brezkri menningu, beinast út af fyrir sig ekki gegn íslenzka veiðiflotanum einum, heldur miklu frekar brezkum neytendum, en til þess liggja eftirfarandi rök. Brezkir útvegsmenn hafa um langt árabil talið hagnað sinn í rýrasta lagi af útgerð og fisk- sölu. Þeim er ljóst að ekki verða þeir einráðir um verðlag á markaðnum, ef nægur fiskur býðst, en fiskekla leiðir hinsvegar til hækkandi verðlags. Þeir hafa því síðustu 30 árin amast mjög við fisksölu íslendinga á brezkum markaði óg gert oftar en einu sinni tilraunir til að bola þeim út þaðan. Þetta hefur ekki tekizt til þessa, vegna afstöðu brezkra fiskkaupenda og neytenda. Víkkun íslenzku landhelginnar er nú notuð sem á.tylla til að ná settu marki, og brezkir útvegsmenn hafa unnið fyrstu lotuna á kostnað brezkrar siðmenningar og virðingar. Aðgerðaleysi brezku ríkistjórnarinnar í málinu hefur vissu- lega leitt til þess að íslenzka þjóðin, sem öll hefur dáð og virt Breta um nokkurra alda skeið, er tekin að efast í trúnni á brezkt siðgæði og menningu. Raddir eru uppi um að rétt sé að fjandskapast við Breta, hafi þeir eitthvað til okkar að sækja og rjúfa jafnvel öll viðskipta- og menningartengsli milli þjóðanna. Slíkar ráðagerðir eru ekki tímabærar. Bretinn er seigur og hægfara, og í þessari deilu er rétt að flýta sér einnig með hægð. Brezkir útvegsmenn hafa unnið fyrstu lotuna, en Bretar hafa tapað í virðingu. Það er okkar sigur og honum verður að fylgja eftir alltaf og allstaðar, en þann sigur má ekki rýra með flasfengnum og óhyggilegum ráðagerðum. Þeim mun veikari sem réttur stórveldis er í viðskiptum við smáþjóð þeim mun betri aðstaða er til mótleiksins, feinkum ef færi er á að leika hann fyrir augum alheims. Stöndum á réttinum og víkjum hvergi, en sýnum Bretum enn um stund fulla vinsemd og virð- ingu í lengstu lög. íslendingar mega enga átyllu gefa, er rétt- lætt getur yfirsjónir Bretanna. Ekkert er ómöguiegt. era má ráð fyrir að deilur Breta og Íslendinga standi í nokk- ár, enda er jafnvel líklegt að brezki markaðurinn sé tap- aður fyrir fullt og allt. En má þá ekki einnig líta svo á að hann hafi mátt missa sig og ísfiskflutningur á brezkan markað hafi verið okkur til vansæmdar? Við eigum að verka fiskinn, skapa við það atvinnu í landinu og auka útflutningsverðmæti. Nægur markaður er til fyrir fullverkaðan fisk, og slíkan markað má nota með „þriggja þjóða samningum", ef vel tekst. Kæmu Þjóðverjar þar ekki sízt til greina og Norðurlandaþjóðirnar, en sölumarkaðinn er að finna bæði í Afríku og Norður- og Suður-^aneríku, Ekkert er ómögulegt í þesSu efni, ef rétt er að íarið. vísir GuAmundnr Daiuelsson: Hagalín kveður sér hljóðs enn. Úr blámóðu aldanna eftir Guðmund Gíslason Haga- lín. Fimmtán sagnþættir, 208 bls. Bókaútgáfan Norðri 1952, prentverk Odds Björnssonar h.f. Akureyri. „Þar vorum við saman og þá sagði hann mér margt. Hann sagði rríér ítarlega þáttinn af Klængi smið og nokkuð frá Þór hildi bænakonu," segir orðrétt í formálanum. Þfiðjudaginn 2. desember 1952. ■■■iln,. w. .1,,t.v.iiií - v -,y ■■■*]. • Fjölbreytt « kvöldskemmtun. Annað kvöld fer fram einkar fjölbreytt skemmtun í Austur- bæjarbíói og rennur allur á- góði af skemmtuninni til Krabbameinsfélagsins í Rvk. Af þeim atriðum, er þarna verða má- m. a. nefna Baldur og Konna, Hauk Morthens, Al- freð Clausen og Sigrúnu Jóns- dóttur; einnig mun Soffía Kárlsdóttir syngja gamanvísur, Höskuldur Skagfjörð les upp, Karl Guðmundsson les upp. Ingþór Haraldss. munnhörpu- leikur, hljómsv. G. Ormslev, Carl Billich píanóleikari. Þá má bæta við, að hver aðgöngu- miði mun jafnframt gilda sem happdrættismiði. Dregið verð- ur á skemmtuninni og er vinn- ingurinn dýrmætur munur, sem gefinn er af heildv. Ás- björns Ólafssonar. Aðgöngu- miðasala hefst um hádegi í dag og eru miðar seldir í hljóðfæra- verzlun Sigríðar Helgadóttur og Hljóðfærahúsinu. ■... ♦ L@g regluf réttír: Um helgifna tók lögreglan hér í bænum tvo menn fyrir að hafa ekið bifreiðum án þess að hafa réttindi til þess. Ennfremur tók lögreglan einn mann fyrir ölvun við akstur. Á laugardaginn var bifreið ekið út af Kleppsvegi á móts við Ægissíðu. Mun orsakarinn- ar vera að leita til hálku á veg- inum. Slys urðu ekki á mönn- um. í gær var þriggja ára drengs saknað og hans leitað á göturn bæjarins og annars staðár, sem liklegt þótti að hann gæti leýnzt, en nokkru síðar fannst drengurinn suður á Stúdenta- garði. Bók þessi hefst á formála, þar sem höfundurinn gerir grein fyrir efni bókarinnar, uppruna þess og mótun, unz það fékk sitt endanlega form í þessum þáttum. „Þegar ég var að semja bók- ina „Eg veit ekki betur“, rifj- aðist upp fyrir mér f jöldi sagna, sem eg gat engart veginn inn í hana fellt.------ Flestar voru þær ságðar mér á bernsku árum mínum“. Þann- ig farast höfundinum orð. Hann nafngreinir síðan og lýsir nokkuð helztu heimildarmönn- um sínum. Guðbjörg Bjarna- dóttir vinnukona í Lokinhömr- um leggur honum ein til efni í eftirtalda þætti: Þorbjörn geitarsmali, Þórkatla í Lokin- hömrum, Dranga-Bárður og Álfakaupmaðurinn í Stapanum, og ásamt öðrum er hún einnig heimildaraðili að þrem þáttum í viðbót: Kóngsríkið og garðs- hornið, Dauða-páll og „Héi hefur Móði minn ao verið“. Guðbjártur Jónsson bóndi í Svalvogum (fyrirmynd Hagal. að Birni gamla í Sturlu í Vog- um) dregur honum þó drýgzt Vogum) dregur honum þó drýg þessum, því hann einn segir honum þættina: Blóðbönd og vébönd, Ástir dísa og manna, Árni fyglingur, Brandur hinn rauði, Indriðaskriða og Synda- gjöldin, en eykur við annarra frásögn í þáttunum: Þórhildur bænakona og Kóngsríkið og garðshornið. Þriðji mesti sagnáþulur Hagalíns er Jónas Bjarnason bóndi á Neðri-Björgum í Lok- inhamradal og háseti á segl- skipinu Juliette sumarið 1913. Enn getur fjórða manns, Jóns nokkurs Jónssonar eða Jóns smala, sem var vinnumaður hjá afa höfundar, Guðmundi Hagalín á Mýrum í Dýrafírði. „Hann sagði mér glögglega þáttinn af Dauða-Páli.“ „Loks hefur svo móðir mín, Guðný Guðmundsdóttir frá Mýrum í Dýrafirði sagt mér ýmislegt, sem fram kemur í þættinum af Þormóði í Stapa- dal.“ Og enn fremUr segir höfund- ur: „Um hin smærri atriði er mér ekki ljósf, hvort ég hef þau frá hemildarmönnum mínum eða þau hafa orðið til hið innra með mér fyrir áhrif sagnanna, en víst er um það, að víðast hef ég gert alla frásögnina fyllri en hún var upphaflega.“ Þættirnir í „Úr blámóðu ald- anna“ eru sem sagt molar, sem brotnað hafa úr hinu ókleifa Látrabjargi vestfirzkra búalda, þar sem lag hefur hlaðist ofan á lag, meira en þrjátíu kynslóð- ir íslendinga, en með búöldum á ég við þær aldir, sem menn hafa lifað á, hinar mættu minna vegna heita öraldir. Hagalín hefur svo hirt molana, af því hann sá að þeir voru verðmæt- ir, það glitraði í sárinu, gull- berg og silfurberg án efa. Þetta ’ér að vísu ekki sú grein bók- mennta, sem næst stendur mín- um huga, en sumir kæra sig varla um aðrar. Hér er þjóð- lega að verið, snjöll frásögn og hröð, og mergjaðir atburðir. Hagalín hefur enn kveðið sér hljóðs — og fólkið hlustar. Guðmundur Daníelsson. ♦ BERGMÁL + Fullveldisdagurinn 1. desem- ber, var hlýr sem sumardagur og óvenju margt fólk sást allan daginn á götum bæjarins. Munu hátíðahöld stúdenta með skrúð- göngu og ræðuhöldum af svöl- um Alþingishússins hafa átt sinn þátt í því að fólkið í bænum var meira á ferli en endranær. Hátíðahöld háskóla- stúdenta settu sinn svip á bæj- arlífið í gær einsog þau hafa alltaf þennan dag, enda hafa stúdentar helgað sér daginn, og gert hann að nokkurs konar stúdentadegi, þótt dagurinn sé auðvitað öllum almenningi helgur. Verkfallið hafið. Én það voru líka aðrir at- burðir, sem settu sinn svip á, bæjarlífið í gær, en það var vei’kfallið mikla, sem nú er hafið. Mátti þess greinilega verða var á ýmsa lund, þótt um aðeins fyrsta dags þess væri að ræða. Víða stóðu menn í hnöpp- um, klæddir betri fötum sínum, menn, sem arínars hefðu vérið að vinna þerína dag. Alls staðar var umræðuefnið það sama, verkfallið, En vegna þess að 1. desember er hálfur frídagur hjá fjölmennum stéttum var einsog sumir hefðu ekki vel áttað sig á því að vinnustöðvun stæöi yfir hjá nær öllu verkafólki í bænum. Einstaklingar fá ekki að eta. Húsmæður óttuðust mest sölustöðvun á mjólk, en þar sem flestar hafa sennilega birgt sig upp til tveggja daga, verða þær ekki varar við verk- fallið í dag. Það voru aðrir, sem fengu að kenna á því fyrsta daginn, og voru það einstak- lingarnir, sem treysta verða á matarbita í matsöluhúsum bæjarins. Allstaðar var lokað og hvergi matarbita að fá. Starfsfólk veitingahúsa, er í verkfalli. Það fæst ekki einu sinni þveginn upp diskur hvað þá meira. Og svo eru það samgöngurnar. Þeir, sem í úthverfum búa, verða helzt fyrir barðinu á verkfalli strætisvagnadeildar Hreyfils. Allar ferðir strætis- vagna liggja niðri, og neyðast þeir til, sem treyst hafa á ferð- ir þeirra, að fara fyrr á fætur og ganga á vinnustað. Þetta er þó ekki það, sem mestu máli skipti-r. Heldur skiptir mestu máli að mikill fjöldi manna hefur engar tekjur meðan verk- fallið stendur yfir, og því leng- ur sem það stendur, því verr bitnar það á almenningi. Það getur orðið þungbært hlutskipti margra um jólin, ei ekki tekst að leysa verkfall þetta hið bráðasta. — kr. Gáta áagsins. Nr. 315. Með kjálkum fjórum karl einn er, kjaftinn hefir engan brátt, rifin fimm sá rekkurinn ber. ráða þessa gátu mátt. Svar við gátu nr. 314: Kaupskip.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.