Vísir - 02.12.1952, Blaðsíða 5

Vísir - 02.12.1952, Blaðsíða 5
þriðjudaginn 2. desember 1952. VlSIR K. van der - I: Ég fór iii Mtússíands — en ég sá hara ekhert. En feriírnar elga heldur ekki ad vera tíl fróðleiks — heldur pílagrímsferðir. K. van der Geest, kunnur, hollenzkur rithöfundur, var félagi í Kommúnistaflokks Hollands fyrir síðari heims- styrjöldina, en gekk ekki aftur í flokkinn eftir frelsun landsins, enda þótt hann stæði í sambandi við hann. Hann fór til Rússlands í júlí 1951, einn í sendinefnd á vegum VOKS (rússneska félagsins, sem annast menningartengsl við önnur lönd — m. a. ísland), en varð fyfir vonbrigðum vegna þess, sem hann sá, svo og hess, sem hann sá ekki. Greinar þessar birtusí fyrst í „Het Vrije Volk“, Haag, 3., 10. og 13. nóvember 1951. Fram á þenna dag hafa nefndir verkamanna og lista- manna farið í heimsókn til Sovrétríkjanna. Við heimkom- una til Hollands hafa sumir þessara nefndarmanna, fullir hrifningar, sagt sögur af þjóð- félagsháttum, sem þar ríkja. Stundum hafa sögur þessar hljómað sem væru þær frá- sagnir af því, sem höfundarnir höfðu séð með augum hins sér- fróða og hlutlausa manns. Menn höfðu það á tilfinning- unni, að fólki því, sem sagði þær, væri ljós ábyrgð þess, ekki aðeins gagnvart því sjálfu, heldur um fram allt gagnvart hollenzku þjóðinni og jafnvel Rússum sjálfum. Ekki get eg um það dæmt, hvort verkamenn þá og lista- menn, sem heimsóttu Sovét- ríkin, hafi skort þessa ábyrgö - artilfinningu. — En hinsvegar leyfi eg mér að efast um eftir- tektargáfu þeirra, gagnrýnandi augu þeiira og, á stundum, vilja , þeirra til að segja rétt frá. kr Takmörk sett. Urn það get eg fullvissað les- endur mína, að mér var full- komlega ljós ábyrgð sú, sem á mér hvíldi, er eg féllst á að takast á hendur för til Sovet- ríkjanna. Eg sá vel, að ekki myndi kleift á þrem vikum, sem förin myndi taka, að skoða og athuga allir aðstæður og viðhorf í þjóðfélagsháttum. Eg vissi þess vegna, að eg yrði að setja mér takmörk, og því var það, að eg ákvað að kjósa mer tiltekið svið af ö-llu því, sem um var að ræða. Eg hafði lesið margar bækur eftir rússnesga höfunda, svo ig sæg greina um verk þeirra og skoðanir á bókmenntum og listum. Þess vegna var eg ekki með öllu ókunnugur á þessu sviði. Og þess vegna fannst mér skynsamlegt að freista þess að bera saman við veruleikann það, sem eg hafði lært af bók- um og greinum. Ekkert tækifæri gefst. Og eg ætla að segja það strax, að mér var þetta ógerlegt, vegna þess, að mér gafst ekk- ert tækifæri til þess. Þegar eg var aftur kominn í flugvélina, sem átti að flytja mig frá Moskvu heim til Amst- erdam, bergmáuðu orð Göthes í huga mér: „Da steh ich nun, ich arme Tor“ (Og hér stend eg, vesings aulinn), „Und bin so klug als wie zuvor“ (ög er jafn.-nær). Og eg hugsaði með nokkrum biturleik til vina minna og kunningja, sem myndu spyrja mig um, hvað eg hefði nú séð og hvert væri álit mitt, og þá þá yrði eg að svara þeim: „Eg hefi ekkert séð.“ Jú, — það er rétt, að eg kom til Moskvu, Leningrad, Tiflis og Zubdidi. Eg ferðaðist nokkur þúsund kílómetra í flugvél, var fjóra sólarhringa á ferð í fögrum svefnvögnum, þar sem glugg- arnir urðu að vera lokaðir vegna einhverrar dularfullrar eða e.t.v. heimskulegrar ástæðu, enda þótt hitinn væri kæfandi í klefanum. Eg sá fræg söfn og myndir. Eg sá knattspyrnukeppni á hinum fræga Moskvu-leik- vangi. Eg heimsótti ríkisbúgai'ð, þar sem kýrnar voru heldur rýrar, miðað við það, sem maður á að venjast í Hollandi. Eg sá fyrir- myndar svínabúgarð. — Eg drakk te, sem var nýkomið af ekrunum. Það kom mér ekki við. En framleiðsla hins indæla tes og hinna ágætu svína, sem ræktuð eru á fyrirmyndar bú- görðum, sönnuðu mér ekkert um kosti eða galla sovétstjórn- arinnar. Eg kom í tugi kirkna, og þær voru fullar af gömlum konum. Eg sá meira að segja börn skírð þar. En af þessum staðreyndum myndi eg ekki þora að draga þá ályktun, að algert trúfrelsi sé ríkjandi. Til þess að dæma um það, hefði eg orðið að tala við presta og kirkjugesti, ekki einn þeirra, heldurTugi, ef til vill hundrað En mér gafst ekkert tækifæri til þess. Eg heimsótti stórt bókasa.'n Lenin-bókasafnið en fékk ekl:- ert tækifæri til þess að ganga úr skugga um, hvaða bækui' væru þar, því að þegar eg fór að rýna í bókaskrá, sagði for- ingi nefndarinnar: „Þetta kem- ur yður ekki við.“ Eg heimsótti verksmiðjur með vélum og færibeltum. En eg gat ekki rætt við karlana og konurnar við vélarnar, ekki einn mann. Eg sá heilmikið, en aðeins á yfirborðinu. Og þess vegna get eg ekki varizt þeirri tilfinn- ingu, að för mín til Sovét- rikjanna hafi verið misheppn- uð. Sennilega er það vegna þess, að eg hafði slcakka hugmynd um tilgang fararinnar. Tilgangur hennar var ekki sá, sem eg hafði haldið, nefni- lega að nefnd okkar ætti að kynnast þjóðfélagsháttum. Til- gangurinn var einfaldlega, að nefnd okkar skyldi fara píla- grímsför um hina helgu staði kommúnismans, eða þess, sem gefið hefur verið nafnið kom- múnismi. Og þessum tilgangi var vita- skuld náð. Fararstjóri okkai svo uppnuminn af öllum mynd- unum af Stalin og húsunum, þar sem Stalin hafði átt heima, að hann sá ekki einu sinni betlarana, sem sátu eða stóðu á stéttinni fram við þessi hús, og hann bókstaflega neitaði því, að þeir væru til. En hin hollenzka þjóð væn’ir þess ekki, að sendinefnd, sem farið hefur til Sovétríkjanna komi aftur og segir henni píla- grímasögur. Hún væntir þess, að meðlimir hennar komi aftum með staðreyndir. Og hvernig: eiga þeir að fara að því? — Hvernig • geta þeir sagt svo- yndislegar sögur af lífinu II Sovétríkjunum, • ef þeir gera. ekki annað en að standa í til— beiðslu fram við Kreml- múrana? Að koma heim með yndis— legar sögur af ferðalagi er ekki. aðeins ósæmilegt, heldur glæp- samlegt. Það er beinlínis vill— andi. Og samt er slíkum sögurn- dreift af meðlimum sendi- nefndar okkar. Af heiðarlegu fólki, sem myndi ekki pretta. mjólkursalann eða bakarann.. um fimm aura. Hvers vegna. gera þeir þetta? Er það vegna. þess, að þess er vænzt af hálfu þeirra, sem leyfðu þeim að koma til Sovétríkjanna? Mér virðist þetta ekki geta verið- aðalástæðan. Sú ástæða myndi. leiða til þess hjá mér, að eg. myndi aldrei framar taka þátt- í slíkri sendiför, þótt eg ætti þess kost. MWÖÍsSÞ/fahkar. ISLENDIN GAR eru fróð- leiksfúsir og telja sér hag í að vita sem gerzt um hagi og háttu fjarlægra þjóða. Því var það með nokkurri eftirvæntingu, að menn komu í Austurbæjar- bíó í fyrradag, til þess að hlýða á ferðasögu fjögurra marnia, sem nýkomnir eru austan úr Kínaveldi. Jakob Benediktsson magister, sem vinnúr að nánari menningartengslum íslands og Kína, setti samkomuna, en áður hafði verið leikið ókennilegt lag. ♦ Fyrstur tók til máls Þórbergur Þórðarson rit- höfundur, en hann e'r ágætur upplesarí, eins og alkunna er, og mátti því búast við skemmti- legri ferðasögu af hans munni. Á köflum tókst Þórbergi vel upp, þótt mörgum muni hafa fundizt hann vera helzt til fjölorður um heilsufar ^itt, en hann útlistaði rækilega fyrir tilheyrendum, hversu oft hann hefði „farið á kamarinn“, til- tekinn dag, en nefndarmenn munu flestir eða allir hafa þjáðzt af illkynjuðum niður- mikil tíðindi á þessu sviði, enda . þótt flest sé enn unnið af hand- afli þar eystra. En síðan hóf' hann að greina frá hreinlætis- öldu mikilli, sem riðið hefðil. yfir Kínaveldi, sem lýsti sér- einkum.í gagngerðum götusóp- unarframkvæmdum lands- manna, vegna sýklahernaðar Bandaríkjamanna í Kóreu. Tuggði ísleifur þama upp sömu. ósannindin, sem Þjóðveljinn og. önnur kommúnistamálgögn. hafa japlað á, enda þótt honum hljóti að vera kunnugt um, að- Bandaríkjamenn fóru fram á, að Rauði Krossinn rannsakaði ofboðs'legar ásakanir kommún- isfa, en kommúnistar máttu ekki heyra það nefnt. ♦ Síðastur talaði Jóhannes úr Kötlum, og lá við að hann gerði út af við áheyrend- ur með þrautleiðinlegu stagli, sem jaðraði ivð móðursýki eða bilun. Hann var „teatralskur“, með fáránlegu handapati, vanga veltum, dæsi, en framsögn hans var öll eitt orðagjálfur, þar sem hann streittist við að hnoða saman skáldlegum setningum, gangi, en fengu skjótan bata en úr öllu varð ósmekklegt . fyrir aðgerðir kínversks lækn- j stagl. Fyrir venjulegan íslend- is, afbragðsmanns, sem gætti j ing, sem hugsar stillilega um heilsu þeirra í landi Mao-tse- ; hlutina og hefur dómgreind í tungs. Var þetta að sjálfsögðú' sæmilegu lagi, var ræða Jó- Þetta veglega silfurskrín var Gústavi 6. Svíakoungi fært að gjöf frá begnum sínum á 70 ára afmæiinu. 1 því var áyísun á 5 niilljónir sænskra króna, sem einnigj.var gjöf Sænsltú þjóðarinn- ar til konungsins. Á skrinið* sfendur letrað „Frá sænsku þjóðinni“. ákaflega uppbyggilegt. ♦ Skúli Þórðarson magister var sennilega sá af ræðu- mönnum, sem skynsamlegast. tók á viðfangsefninu. Skýrði hann frá því, * hvaða stéttir stæðu að kommúnistastjórn Maos, og hvers vegna hann teldi hana fasta í sessi, sjálf- sagt samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem hann fékk beztar þar eystra. Mótaðist frásögn Skúla af þeirri hógværð og prúðmennsku, sem jafnan ein- kennir málfutning hans, þótt mörgum þyki hins vegar senni- legt, að meðfæddur góðvilji hans, blandinn trúgirni, hafi ráðð nokkru um frásögu hans. ♦ ísleifur Högnason kaup- félagsstjóri rabbaði eink- um um áveitú- og vatnsbeizl- unarframkvæmdir Kinverja. Samkvæmt frásögn hans gerast hannesar furðulegt fyrirbæri. Var ekki annað að sjá né heyra, en að hann gæti með góð- um árangri keppt við heittrúa . Kínverja í auðmýkt sinni og lotningu fyrir hinum „mikla . Mao“. „Og svo kom liann,“ ' mælt’i Jóhannes, eins og þegar talað er um spámenn, en til . þess að allt hefði verið í stíl, hefði hann átt að fleygja sér á gólfið og emja nafn Maos, vel- gerðarmanns síns. Eg notaði áðan orðið ,,ósmekklegt“ um . þetta fyrirbæri. Eg held það nái því einna bezt. Svona gengur ekki á íslandi. ♦ Að lokum var sýnd frétta- mynd frá Kína, með rúss- neskum texta en ensku tali, og' var þar feiknaleg hersýning Kínverja, líklega til þess að undirstrika friðarvilja Maos. ThS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.