Vísir - 02.12.1952, Blaðsíða 8

Vísir - 02.12.1952, Blaðsíða 8
ft/EKNAR OQ LYFJABÚÐIR ! Vanti yöur Iækni kl. 18—8, þá hringið í Læknavarðstofuna, sími EÖ30. Vörður er í Reykjavíkur Apóteki, sími 1760 vl BIR 9 Þriðjudaginn 2. desember 1952. LJÓSATIMl bifreiða er 15,20 til 9,10. Næst verður flóð í Reykjavík kl. 18,05. Friðardúfa&i ungaf úlz Vígbúnaður A.-Þýzkalands framkvæmdur af kappi. Ileriiin þar orðinn 100.000 inann§ — he£ii* fjölgað uin 40.000 á sex mánuðnm. Einkaskeyti frá AP. — Lonðon í morgun. 100.000 menn eru nú undir vopmun í Austur-Þýzkalandi, þjálfaðir af Rússum, og hefir •fjölgað um 40.000 á seinustu '8 mánuðum. Frá þessu er sagt í tilkynn- ::ingu frá brezka utanríkisráðu- neytinu. Lið þetta hefir fengið .350 skriðdreka hjá Rússum og : 200 fallbyssur. Auk þess hefir vísir sá til flughers, sem er verið að þjálfa, rússneskar flugvélar til xunráða, og rúss- :-neska þjálfara, en sjólögreglan, .sem er vísir að austur-þýzku .-sjóliði, hefir fengið hraðabáta •og smáherskip frá Rússum, og loks hafa Rússar lagt lögregl- vunni til skammbyssur og fleiri vopn. Verið er að æfa 5000 - Austur-Þjóðverja í flugherinn, -en 4000 eru í „sjólögreglunni“ -og 25.000 í hinni vopnuðu lög- reglu. Allt er þetta skipulagt •og samræmt svo, að um nána .-samvinnu landhers, flughers og flota verði að ræða, ef í harð- Tbakka slær. — Loks er lögð áherzla á það í ■ tilkynnnigunni, að í Vestur- Þýzkalandi hafi ekki nokkur maður verið kvaddur til her- þjónustu, og sé því mikil og knýjandi nauðsyn, að hraðað verði undirbúningi að þátttöku Vestur-Þýzkalands í varnar- samtökunum. ..... VerkfatKið og póstsamgöngur. Verkfallið, sem nú stendur yfir, mun ekki að verulegu leyti hafa áhrif á póstsamgöng- ur, verði bað ekki langvinnt. Útlendur póstur, sem hingað kemur, þótt hann sé geymdur í lestum, verður væntanlega af- greiddur af póstmönnum og fluttur af þeim úr skipum í pósthús. Einnig verður að gei-a ráð fyrir að hægt verði að koma pósti með þeim ferðum, sem til falla á verkfallstímanum. Aft- ur á móti er hugsanlegt að póst- ferðir geti fallið niður vegna benzínskorts, ef sérleyfisferðir falla niður af þeim sökum, og líka ef flugferðum fækkar eða stöðvast vegna skorts á benzíni. >—tgP -------------cgD— Margt er shritiói Hann má ekki aka í hest- vagni til krýningarinnar. Hn liami ætlar að gera það §amt. Bretar eru J'astlieldnir við ríornar venjur, eins og menn vita, og það mun koma vel í Ijós á næsta sumri, þegar Elísabet drotting 2. verður ?krýnd. Eins og gefur að skilja, tekur aðallinn þátt í athöfninni og . hátíðahöldunum, og menn tjalda því, sem þeir eiga til. Þó verður aðalsmönnum ekki heimilað að fara í öllu eftir ■ eigin höfði, svo sem nokkrir þeirra komust að á dögunum. Sex mjög tignir aðalsmenn tilkynntu nefnilega „jarl-mar- : skálkinum“ — hann er hertog- ‘Inn af Norfolk — sem hefur umsjá með öllum undirbún- ingi fyrir hönd drottningar, að þeir hyggðust aka til krýning- arinnar í skrautvögnum sínum gömlum. Marskálkurinn svaraði um hæl, að hvorki hann né lögregla Lundúnarbogar mundu fagna notkun slíkra farartækja, svo að fimm aðalsmannanna hættu við þessi áform sín, en : sá sjötti, markgreifinn af Bath, er ákveðinn í að hafa þetta að engu. Hefur hann látið hafa eftir sér í Times, að marskálkurinn geti ekki meinað honum að nota gamla hestvagninn sinn, en honum verði ekki tryggður neinn staður til þess að geyma hann á, meðan á athöfninni standi, því að hann tekur alltof mikið rúm. Hann geti því kom- ið í vagninum, en það sé annað mál, hvort hann geti farið í honum aftur. Það eru því all- ar horfur á, að markgreifinn verði jafnvel að fara fótgang- andi frá athöfninni. Þannig er néfnilega mál með vexti, að markgreifinn'heldu:' mikið upp á þennan vagn, og hann er látin standa í anddyr- inu í setri ættarinnar, Longleal í Wiltshire. Faðir núverandi markgreifa af Bath ók til.dæm- is í vagni þessum til krýningar Georgs konungs 5., en hún fór fram 1911. Það er því engin furða, þótt greifinn núverandi vilji fá að nota þetta farartæki. Tæp milij. kr. í bygging- arsjóbi Mmdraheimilisins. Teip varö á burstagerð fílinelra• rinaiélagsins á siðasta ári. Merl&.|as4ilan gekk ágæílega. Ýmislegt þykir benda til þess, að merkjasalan í gær til ágóóa fyrir handritasafnshús, hafi gengið betur en nokkurt annað sams konar fyrirtæki hér áður. Nefndin, sem að söfnuninni stendur, sendi 20 þúsund merki út á land til -sölu þar, en hér í bænum höfðu unglingar úr óll- um framhaldsskólunum samtais um 40 þús. merki til sölu. Skila- grein hefir enn ekki borizt, en vitað er, að merkjasalan gekk frábærlega vel. Almennur og lifandi áhugi er fyrir málinu, eins og nærri má geta. Kvikmyndahúseigendur buðu öllum merkjasölubörnun- um í bíó, og fá þau ávísun á miða á hverju því bíói, er þau kjósa að fara í. Sýnir þetta með öðru undirtektir manna og á- huga fyrir þessu réttlætis- og metnaðarmáli. — Söf nuninni verður að sjálfsögðu haldið á- fram, og er rétt að geta þess, að framlög má tilkynna í síma 5959, í skrifstofu stúdentaráðs, en þar hefir söfnunarnefndin aðsetur sit.t Eisenhover vehir demókrata! Einkaskeyti frá AP. — Eisénhówer hefir lokið til- nefningu manna í ríkisstjórn sína. Seinustu tilnefningarnar voru boðaðar í gærkvöldi. Sinclair Weeks, kaupsýslumaður frá Boston, mikill stuðningsmaður Eisenhowers, verður viðskipta- málaráðherra, en verkamála- ráðherra Martin Derkin, verk- lýðsleiðtogi frá Chicago. Hann er demókrati og studdi ekki Eisenhower í kosningunum. Blindravinafélag ísands hélt aðalfund sinn í vikunni. Starfsemi félagsins á árinu var aðallega tvíþætt: Fjársöfn- un í ýmsa sjóði félagsins og starfræksla vinnustofu fyrir blinda, og verður hér getið helztu atriðanna úr skýrslu stjórnarinnar. Vinnustofan var rekin á sama hátt og áður. Alger stöðvun á Akranesi. Fré fréttaritara Vísis. Akranesi, í morgun. Hér er nú alger framleiðslu- stöðvun vegna verkfallsins og engir bátar á sjó, því að þótt sjómenn séu ekki í verkfalli, er ekki hægt að vinna að fiskinum, þar sem verkamenn eru í verk- falli. Fyrir verkfallið var afli að glæðast. Einn bátur var farinn á línu og fekk 4—5 smál. á dag. Var það góður fiskur, þorskur og ýsa. Þykir það mjög sæmi- legt að fá 4 smál. á dag, þegar gæftir eru góðar og hægt að róa daglega. Akurey er enn á veiðum (karfa), en ekki vitað hvað gert verður við aflann. Bjarni Ólafsson liggur í Reykjavík og er beðið eftir að verkfallið leysist. Hér bíða menn þess, að eitthvað gerist í Reykjavík í verkfallsmálunum. .....» ■ Templer, hershöfðingi og landstjóri Breta á Malakka- skaga, kom til London í gær, til viðræðna við ríkisstjórnina. Þar unnu á tímabilinu 11 blindir, en þar af Unnu 3 heima hjá sér, sem fengu efni sent til sín. Eins og árið áður var einnig 4 blindum utan af landi liðsint um efniskaup til vinnu sinnar. Þetta ár var eingöngu unnið að burstagerð í vinnustofurini. Sala burstanna var mun lakari en árið þar áður, sem stafar nokkuð af innfluttum burstum og harðri samkeppni. Vörusalan í ár var að frá- dregnum söluskatti sem næst kr. 145 þús. og gaf í hagnað um 24 þús., en kostnaðurinn við : starfræksluna varð um 64,700,00 og þar af leiðandi varð; tapið kr. 40,000,00. Þótt allar vörubirgðir hefðu selst á árinu hefði hallinn samt. orðið um 26 þús. Álagning vör- unnar ber ekki hinn óbeina kostnað við framleiðsluna, en varan myndi ekki seljast hærra verði en almennt gerist. Greidd vinnulaun til blindra urðu kr. 56,576,00 en árið áður voru þau kr. 46,239,00 eða kr. 10,335,00 hærri en í fyrra. Ingólfsstræti 16. Á þessu ári bjuggu 5 blindir í húsinu við sömu kjör og áður. Tekjur hússins að frádregnum húsaleigustyrk til blindra urðu kr. 2,433,70 og er það rúmum 4 þús. minna en í fyrra. Bókasjóður blindra hafði í tekjur af minningarkortum um 7015,00 og er það mun lægra en í fyrra. Tekjur þessa sjóðs skiptast milli félagssjóðs og bókasjóðs. Blindraheimilissjóður sá er félagið geymir hafði í tekjur kr. 22,982,63 og er sjóðurinn nú kr. 300,272,45. Sjóður sá er Jónssonar jókst á árinu um kr. söfnunarnefndin geymir er að upphæð kr. 200,800,00. Minningarsjóður Þorsteins Jónssonar jókst. á rinu um kr.; 29,527,54 og er nú kr 479,676,25. Þessir þrír sjóðir eru sam- tals kr. 980,148,70 og er sú upphæð hinn raunverulegi byggingarsjóður blindra heim- ilisins. -----»-..... Orlando Sátistn. Látinn er í Rómabovg Vittorio Orlando, fýrrum forsætisráð- herra. Hann var einn af kunnustu stjórnmálamönnum Ítalíu og heimskunnur frá dögum fyrri heimstyrjaldarinnar, er hami var einn „hinna fjóru stóru“, sem voru leiðtogar banda- manna og mestu réou um Ver- salasamningana. Hinir voru Lloyd George, Clemenceau og Woodrow Wilson. Dvvight D. Eisenhower, næsti forseti Bandaríkjanna, en lrann teknr /ið starfi sínu í janúar 1953.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.