Vísir - 04.12.1952, Blaðsíða 2

Vísir - 04.12.1952, Blaðsíða 2
VlSIR Fimmtudaginn 4. desember 1952» Hitft og þetta Erasmus Darwin var afi Charles Darwins og 18. apríl í vor sem leið, voru Iiðin 150 ár frá því er hann lézt. Hann var læknir, var mjög hugmynda- auðugur maður og hafði mikið ímyndunarafl. Hann skrifaði margar bækur, sem sýndu að hann var sonarsonur hans og hafði lært af honum, því að þar var drepið á framþróunar- kenningu, sem Charles sagði að hefði „verið fyrri til en La- marck“. Erasmus hélt því fram að jurtirnar væri ekki gjörsneyddar skyni og vilja. Hann var hrifinn náttúruskoð- ari og vísinadmaður. • Hringjarinn gretti sig. —v Það var mikið uppnám í Töns- berg síðastliðið vor út af því að menn fullyrtu að hringjari þar hefði grett sig og sýnt með látbragði sínu að honum mis- líkaði það, sem presturinn sagði er hann var að halda likræðu. — Þetta dró dilk á eftir sér. Safnaðarnefndin ætlaði að rannsaka málið og blöðunum var mjög tíðrætt um það, hvers vegna hringjarinn hefði grett sig. „Tönsbergblad“ heldur því fram að hér sé um að ræða gamlar væringar og stöðugar milli prestins og klukkarans. Skard biskup lét svo um mælt að málið myndi athugað. • Við erum búin að fá nýtt bam, heima. Hvar fenguð þið það? Hann Jón læknir kom með það. Við fáum frá honum líka. • Það er svo fínt þetta fólk, sem flutt í íbúðina þarna. Það getur rakið ættir sínar alla leið til Guðmundar ríka. Já, það getur verið. En hús- gagnasalinn ætlar samt að sækja húsgögnin þess á morg- txn. — • Sagt er að jafnan hafi verið mjög gestkvæmt hjá Bismarck, jámkanzlaranum. Og því er einnig haldið fram, að hann hafi ætíð vakið gesti. sína kl. 6 árd. með því að skjóta af pí- stólu. Gilti einu hvort gestirnir voru tignir menn eða ótignir. BÆJAR Cíhu Mmi tiar.... Meðal bæjarfrétta Vísis hinn 4. desember 1922 voru þessar: Þingmálafundur fyrir Ámessýslu var haldinn á Selfossi á laugardaginn. Hafði þar verið samþykkt van- traustsy firlýsing til stjórnar- innar út af afskiptum hennar af íslandsbanka og sölu Geysis- hússins. Nákvæmar fregnir af fundinum hafa Vísi ekki bor- izt. Rökkursöngvar • heitir ljóðabók, sem kemur út innan fárra daga. Höfund- urinn er Kristmann Guðmunds- son. Jólabragur er nú að koma á borgina. Jólauglýsingar eru farnar að birtast og jólauglýsingar komn- ar í suma búðarglugga. Fimmtudagur, 4. desember, — 339. dagur ársins. Rdfmagnsskömmtun verður á morgun, föstudag- inn 5. desember, kl. 10.45— 12.15 í II. hluta. Handritamáíið verður rætt á fundi rithöf- undafélaganna beggja, sem haldinn verður í Café Höll í kvöld kl. 8.30. K. F. U. M. Barn er oss fætt. I. Mós. 22, 1—18. Hebr. 11, 17—19. Handritin heim er kjörorðið. Framlögum veitt móttaka eða þau til- kynnt í skrifstofu stúdenta- ráðs, Háskólanum, Síma 5959. Benedikt Sveinsson 75 ára. Af mæliskveð j a. Heill þér, höfðinginn háaldraði. Hafðuþökk fyrir þjóðhollt stai'f. Frelsisvinurinn fróði og glaði, færðir kynslóðum konungsarf. Frelsisandinn þinn ætíð svífi yfir þessarar þjóðar lífi. Þá mun vel farnast voru landi, verða bægt frá því nauð og grandi. 2. des. 1952. Jón N. Jónasson, kennari. Pöntunarfélag lögreglumanna hefir til bráðabirgða fengið afnot af herbergi í viðbyggingu við mjólkurstöðina gömlu við Snorrabraut. Nýir húsasmiðir. Eftirtaldir menn hafa fengið leyfi til að standa fyrir bygg- ingum í Reykjavík sem húsa- smiðir: Guðmundur Berg- mann Jónsson, Reynimel 26; Guðmundur Tómasson, Skúla- götu 54; Hákon E. Kristjánsson, Þverholti 7; Jón Guðmundsson, Barónsstíg 55; Kristján R. Sig- urjónsson, Snorrabraut 35; Þorsteinn S. ólafsson, Mána- UrcMydta nr. Í7St götu 5 og Sveinn Þorvaldsson, Hofteigi 20. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss fór frá Rvk. 30 nóv. til Wismar. Detti- foss fór frá New York 29. nóv. til Rvk.. Goðafoss fór frá Rvk. 30. nóv. til New York. Gullfoss fór frá Leith 2. des. til Rvk. Lagarfoss og Reykjafoss eru í Rvk. Selfoss fór frá Bremen í fyrrad. til Rottex-dam. Trölla- foss fór frá Rvk. 28. nóv. til New York. Ríkisskip: Hekla er á Aust- fjörðum á suðurleið. Esja er á leið frá Austfjörðum til Akur- eyrar. Herðubreið er á Aust- fjörðum á suðurleið. Skjald- breið er í Rvk. Þyrill er norð- anlands. Skip S.Í.S.: Hvassafell fór frá Stykkishólmi 2. þ. m. áleið- is til Finnlands. Arnarfell er væntanlegt hingað frá Spáni nk. föstudag. Jökulfell er í Rvk. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.20 íslenzkt mál. (Hall- dór Halldórsson dósent). — 20.40 Tónleikar (plötur). — 21.05 Upplestur: Elrnboi'g Lár- usdóttir les úr bók sinni, „Mið- illinn Hafsteinn Björnsson", öðru bindi. — 21.30 Einsöngur: Aksel Schiöth syngur (plötur).. —21.45 Veði'ið í nóvember. (Páll Berþórsson veðurfræð- ingur). — 22.00 Fréttir og veð- urfregnir. — 22.10 Symfónisk- ir tónleikar (plötur) til kl. 23.05. Söfnin: Landsbókasafnið er opið kl. 10—12, 13.00—19.00 og 20.00— 22.00 alla virka daga nema laugardaga kl. 10—12 og 13.00 —19.00. Þjóðminjasafnið er opið kl. 13.00—16.00 á sunnudögum og kl. 13.00—15.00 á þriðjudögum og fimmtudögum. Listasafn Einars Jónssonar er opið sunnud. frá kl. 13.30— 15.30. Náttúrugripasafnið er opið sunnudaga kl. 13.30—15.00 og á þriðjudögum og fimmtudögum klö 11.00—15.00. Vaxmyndasafnið er opið á sama tíma og Þjóðminjasafnið. Gengisskráning. 1 bandarískur dollar kr. 1 kanadískur dollar kr. Ungur maður, en ekki kona, varð fyrir meiðsl- um við Þvottalaugarnar, eins og Vísir greindi fi'á í gær. Leið- réttist þetta hér með. Veðrið. S-gola síðar kaldi, þokusúld. Stjörnubíó sýnir þessi kvöldin kvikmynd- ina „Hátíð í Havana". Þetta er bráðskemmtileg amerísk söngva og dansamynd, sem kemur mönnum í hið bezta skap, enda hefur aðsókn að myndinni verið vaxandi. Desi Amaz og Mary Hatcher fai'a með aðalhlutverk. — Tvær aukamyndir eru sýndar, frétta- blað frá Politiken, og þar kom- ið víða við, og skopmynd. Borgfirðingafélagið heldur spilakvöld og kvöld- vöku í Breiðfirðingabúð £ kvöld. Félagar eru beðnir að fjölmenna. Skemmtifundi Íslenzk-ameríska félagsins,, sem halda átti annað kvöld er frestað um óákveðinn tíma. Sjö voru sólir á lofti. Annað bindi a£ sjálfsævisögu Guðm. G. Hagalins kom út í gær, í gær kom á markaðinn ann- að bindið a£ sjálfsævisögu Guð- mundar G. Hagalíns rithöfund- ar, og nefnir hann það „Sjö voru sólir á lofti“. Þegar fyrsta bindi sjálfsævi- sögu Guðmundar kom út í fyrrahaust, vakti sú athygli les- enda fyrir það, hve vel hún var skrifuð, fjörlega og skemmtilega. Frásagnargleði Hagalíns var þar í almætti. „Sjö voru sólir á lofti“ er allstór bók, röskar 230 þétt- og smáttprentaðar síður, og nær frá þeim tíma er höfundurinn flytzt sem drengur með for- eldrum sínum frá Lokinhömr- um yfir í Haukadal í Dýrafirði og til þess tíma er hann sem unglingur lýkur námi við Núps- skóla og gerist háseti á kútt- ernum Elízu. í þessari bók kennir margra grasa og þar nýtur frásagnarlist höfundarins sér til fulls. Um viðhorf sín og ævisögu- ágrip segir höfundur sjálfur m. a.: „Eg hef alltaf haft ríka til- hneigingu til að lifa mig inn í það, sem verið hefur að gerast í kringum mig, með þjóð minni og í umheiminum, íhuga at- hafnir, orsakir þeirra og af- leiðingar — allt, sem reynist örlagavaldur í lífi einstaklinga og heildar“. Ennfremur segir höf.: „Heildarupprifjun hina liðna hefur ávallt verið mér mjög eiginleg, og sú upprifjun hefur varpað ljósi yfir, lífið á líðandi stund, veitt því sam- hengi við fortíðina og gefið því fyllingu“. Bókfellsútgáfan sér um út- gáfuna og hefur gert bókina vel úr garði í hvívetna. SUmabúliH GARÐUR Garðastræti 2. — Sfmi 7299. Amerískar vörur Seljum í dag: Telpuútiföt, mjög smekkleg Barnasamfestingar, fóðraSir GEYS8R H.F. Fatadeildin Láréttt: 1 Mannsnafn, 6 kvennafn, 8 fjall, 10 sýslu- stafir, 11 viðgerð, 12 hljóðstaf- ir, 13 fangamai'k, 14 gola, 16 á sjó. Lóðrétt: 2 Drykkur, 3 spil, 4 fangamark, 5 í hálsi, 7 fisk- ur, 9 á fuglum, 10 sonur, 14 stafur, 15 tónn. Lausn á krossgáiu nr. 1785. Lárétt: 1 Snjáð, 6 kór, 8 ás, 10 ók, 11 skvetta, 12 ká, 13 TT, 14 æki, 16 Atson. Lóðrétt: 2 Nk, 3 jóreyks, 4 ár, 5 páska, 7 skata, 9 ská, 10 ótt, 14 æt, 15 IO. 1 enskt pund .. 100 danskar kr. .. 100 norskar kr. .. 100 sænskar kr. 100 finnsk mörk 100 belg. frankar 1000 franskir kr. 100 tékkn. Krs. .. 100 gyllini ...:.. 1000 lírur _______ kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. 16.32 16.78 45.70 236.30 228.50 315.50 7.09 32.67 373.70 32.64 429.90 26.11 Bátamir. Línubátarnir héðan fengú í gær þeixna ajia: Græðir tæpar 4 lestir og Svanur tæpar 3. Hjónaefni. Nýlega hafa ppinberað. trú- lofun sína ■unglrá Erla Stein- grímsdóttir, .Grettisgqtu .20, og Guðmundur. Éngilbert Guð- mundssqn. rtiísuðumaður, Mávahlíð 41. Anerískur bamafatuaiur og snyrtivöi’ur nýkomið. Laugaveg .‘18. Mafnarf Afgreiðsia blaðsim tii fasíra ■ kplip'enda 1, HafHar- firði, er á Linnetsstig 3 A. Hafnfirðingar gerist kaupendur að v'ísi, haim <ar ádýrastur í óskriít, aðeins 12 krónur mánaðargjaldið. Áskriftasíminn í Hafnarfirði er 9189 frá S—6. ÍÞagbtaSiS Vmir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.