Vísir - 14.01.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 14.01.1953, Blaðsíða 5
Miðvikúdaginn 14. janúar 1953. VÍSIR Olíuinnflutningurinn hefir 12- faldazt frá stofnun h.f. Shell, Það var fyrsta félagið, sem flutti olíu til landsins með tankskipum. Þenna dag fyrir aldarfjórðungi var gengið frá stofnun þess félags, sem hefur æ síðan verið nátengt helzta atvinnuvegi þjóðarinnar, sjávarútveginum. En þann 14. janúar 1928 var Shell á íslandi stofnað fyrir tilstuðlan nokkurra athafnamanna, og voru á vegum þess félags byggðir fyrstu olíugeymarnir hér á landi. í tilefni af aldarfjórðungs- afmæli þessa þjóðkunna félags átti tíðindamaður Vísis stutt viðtal við Hallgrím Hallgríms- son forstjóra Shell, en hann hefur verið starfsmaður félags- ins frá stofndegi. Það voru 5 þjóðkunnir menn, sem stofnuðu Shell á íslandi, þeir: Magnús Guðmundsson fyrrv. ráðherra, Björgúlfur Ólafsson læknir, og stórkaup- mennirnir Gísli J. Johnsen, Hallgrímur Benediktsson og Hallgrímur Tulinius. Landsverzlunin með olíu háfði þá nýlega verið lögð niður fyrir atbeina sjálfstæðismanna á þingi, og grundvöllur því fyrir stofnun olíuinnflutningsverzl- unar. Það kom líka fljótt á dag- inn að mikil þörf var fyrir stofnun félagsins, því þegar Shell á íslandi hóf innflutning sinn á olíu hrapaði olíuverðið Fyrstu stjórn félagsins skip- uðu þeir: Magnús Guðmunds- son, Hallgrímur Tulinius og Björgúlfur Ólafsson. En Háll- grímur Tulinius var fyrsti framkvæmdastjóri félagsins, eða til ársins 1935, er hann sagði af sér formennsku vegna vanheilsu og núverandi for- stjóri tók við. Þegar í upphafi var miki’, nauðsyn þess að breyta inn- flutningsverzluninni á olíu, en fram til þessa hafði öll oií? verið flutt inn á tunnum. En jafnhliða undirbúningi að stofnun félagsins var haí'izt handa um byggingu olíugeym- anna í Skerjafirði, sem voru fyrstu geymarnir, sem hér á landi voru reistir. Markmið félagsins var að flytja olíuná í sérstökum tankskipum til landsins, og komast með þvi móti að betri kjörum, sem ork- uðu til verðlækkunar á þessari nauðsynjavöru fyrir utveginn. Bygging olíugeymanna við Skerjafjörð, ásamt 200 metra langri bryggju, gerði það mögu- legt að hægt var að hefja inn- flutning hingað á olíu með sér- stökum olíuflutningaskipum, og kom fyrsti farmurinn hingað með skipinu Donax, 5000 smá- lesta llutningaskipi, 27. des, 1927. Kaupir eigið skip. Ekki var hér látið staðar numið heldur strax á næsta ári unnið að því að koma upp oliu- geymum í helztu verstöðv>:m úti um land. Og voru fyrstu geymarnir reistir í Vestmarma- eyjum og Njarðvíkum á v. .g,- um Shell, en síðan á ísafirði, Sigiufifði, Aitureýri qg ^kr^r, nesi. Síðar voru svo reistir géymar á Aústfjörðúm. FÞöt- léga kom það i ijós, að að* nýja félag varð- til flutninga á olíu úr stöðinni í Skerjafirði til geyma' úti utn land. Var þá hafin smíði Skelj- ungs, sem kom hingað til iaiíds árið 1928. Stofnun Shell á íslandi hafði geysimikla þýðingu fyrir is- lenzka útvegsmenn, því sá innflutningsmáti, að flytja alla olíu til landsins með sérstökum tankskipum, varð til þess að olía lækkaði strax í verði, eihs og áður er sagt. En það var og meginatriði, að geymum var komið upp víða um.landið, sem tryggði það að oftást ■ mátti ganga út frá sem vísu að olía væri fyrir hendi, þegar hennar var þörf. Auk þess var þessu samfara sparnaður í því, að meðan olía var flutt inn á tié- tunnum, vildu þær oft leka, og var það auðvitað bein sóun verðmæta. Innflutningur 12 faldast. Fyrsta árið, sem Shell starf- aði, var olíuþörfin auðvitað mun minni en hún er nú, og var t. d. innflutningurinn árið 1928 aðeins um 15 þús. smá- lestir. En s.I. ár, árið 1951, er innflutningurinn orðinn 180 þús. léstir, og þó staría nú hér önnur stór olíufélög á svipuð- um grundvelli og Shell. Shell er þó fyrsta félagið, sem fór inn á þá braut að útrýma tunnu. flutningnum með því að notast við tankskip. Skeljungur varð líka brátt of Iítið skip til þess að anna flutn- inginn á hafnir landsins, . og. var þá fengið annað skip, er hlaut sama nafn. Nýi Skelj- ungur, er var helmingi stærri, tók til starfa við flutninga 1948. Og nú er enn þörf á stærra skipi, sem mætti ekki vera minna en 7—-800 lestir. Auk þess, er nú hefur verið getið, hafa á . vegum félagsins verið settar upp benzínaf- greiðslustöðvar við alla þjóð- vegi. í þessu efni reið Shell einnig á vaðið, en stöðvar þess- ar, sem nú þykja sjálfsagður hlutur, hafa átt mikinn þátt.j því að greiða fyrir alls konar ferðalögum og flutningum á landi. H^fa , benzíngfgreiðslu- stöðvar einkum komið sér vel fyrir alla bændur og í því rík- ari mæli sem algengara hefur orðið að nota alls konar vélar og farartæki með benzínmótor- um. Nær allur flutningur á olíu eða benzíni á landi fer nú fram með geymisbílum, svo tunnurn- ar eru einnig að verða úr sög- unni. Eftiriaunasjóöur stavfsfólks. _f ' Þá má.aÖMgkurn geta þess, að Shell . .fí§&ir frá fyvstu bið . rey ht aö búa vél að starfsfóBd steinolíu fyrir ofan heimsmark- aðsverð, eða það verð, sem hægt myndi að fá með frjálsum inn- flutningi. Aðalatriðið var auðvitað að fá einkasöluna afnumda vegna útvegsins, enda sannaðist það, að þegar hún var lögð niður, lækkaði olíuverðið. Minnist Gísli ýmissa skemmtilegra at- vika í sambandi við stofnun Shell á íslandi, einkum þegar kunnur stjórnmálamaður við- hafði þau orð, er byggð var olíustöðin við Skerjafjörð, að verið væri að koma þar upp kaf bátahöfn. Svo mikilli mót- spyrnu mætti málið fyrst í stað, sem nú hefur sýnt sig að hafa verið eitthvert mesta nauðsynja mál, sem um getur. MARGT Á SAMA STAÐ LAUGAVEG 10 — SIMl 3387 Hallgr. Fr. Hallgrímsson, forstjóri Shell á íslandi. sínu. Hefur því auðvitað fjölg- að eftir því sem starfsemin hef- ur færst út og orðið víðtækari. Þegar félagið hóf starfsemina var starfsliðið 26 menn, og þá taldir með þeir, er unnu við Skeljung, en nú starfa alls hjá félaginu 90 manns. Snemma var stofnaður eftirlaunasjóður starfsfólks, sem er mjög hag- kvæmur fólkinu, og tryggir því eftirlaun, þegar það hættir störfum við 60 ára aldur. Shell á íslandi var líka með fyrstu félögunum, er kom því fyrir- komulagi á, að fólk gæti matast á vinnustað, bæði í Skerjafirði og á skrifstofunum. En nú hef- ur það fyrirkomulag verið víða tekið upp, og þykir sjálfsagt fyrir það starfsfólk, sem býr fjarri vinnustað. Núverandi stjórn Shell á ís- landi skipa Björgúlfur Ólafs- son foi-maður, Hallgrímur Bene diksson, Hallgrímur Tulinius og Hallgrímur Hallgrímsson. Þess mætti geta til fróðleiks í sambandi við stofnun Shell á íslandi og þá íramþróun, er hlaust af starfrækslu þess fyr- irtækis, að einn forystumann- anna, Gísli J. Johnsen, var fyrsti maðurinn, sem byggði hér á landi tankgeymslu fyrir olíu, þótt í smáum stíl væri. Það var 1919, er Gísli var útgerðarmað- ur í Eyjum, að hann festi kaup á hæfilega stórum olíugeymi fyrir þarfir Vestmannaeyja. — Var geymirinn kominn til Vest- mannaeyja og hafin uppsetn- ing hans, ér iandsverzluuin á olíu skall á, og naut hann þvi aldrei ánægjunnar af fyrir- hyggju sinni. Sló einkasalan eign sinni á geyminn og vav hahn fluttuf á brott úr Eyjum. í stúttu viðtáli, er tíðinda- maður bláðsins átti í gær vie hirin kunna athafnamánn, skýrði hann frá því, að einmivt þessi málalok hefðu hvatt hann til að beita allri orku sinni, til þess að fá landsverzlunina með olíu afnumda, sem og síðar tókst, eins og kunnugt er. Það var sannfæring Gísla að landsverzlun með olíu væri ó- hagstæð fyrir landsmenn og ekki sízt allan útveg lands- manna. í f jörugúm bréfaskri'ft- 'uimer hahri átti víð ^íkiástjó'rh- ina- allt frá 1924; færir hann fram mörg og mikilvæg rök að' því áð: landsverzluriín séíji Auglýsing um söluskatt Athygli söluskattskyldra aðilja í Revkjavík skal vakin á þvi, að frestiu- til að skila framtali til skatt- stofunnar um söluskatt fyrir 4. ársf jórðung 1952 renn- ur út 15. þ.m. Fyrir sama tíma ber gjahlendimi að skila skattin- um fyrir ársfjórðunginn til tolLstjóraSkrifstofunnar og afhenda henni afrit af framtali. Reykjavík, 12. jan. 1953, Skattstjórinn í Reykjavík. Tollstjórinn I Revkjavík. WVVUVV\AVUVUVWWVWV^AAKWUVVVWUWU%»WWmVU Johnson’s Glo-Coat fyrirliggjandi. Hlíðabúðin Blönduhlíð 35. Sítni: 82177 \ U VÖLDjíMka-. ÞEGAR HORFIÐ var að því ráði um áramótin að banna með öllu vínveitingar í gilda- skálum og almennum hófum og dansleikjum, óttuðust margir, að sú breyting yrði sízt til þess að draga úr hvimleiðri vín- nautn bæjarbúa. Þessi ótti virð- ist vera á rökum reistur, endu þótt enn sé ekki fenginn lang- ur reynslutími, Kunnugir full- yrða, að nú stefni harðbyri í hið fyrra liorf, sem mörgura mun minnisstætt og með nokkrum hryllingi, ■— þegar Varla var þverfótað um sal- erni og ganga fyrir mönnum, sem voru að staupa sig af vasa- pelum. ♦ Nú virðist svo, að upp- unnin sé ný vasapelaöld í Reykjavík. Ýmis ungmenni, sem mér eru kunnug, og gam- an hafa af því að sækja dans- hús um helgar, hafa tjáð méy ýiriislegt, ;Sem.; þar feiy ., fram í sambendiyið.. áf yngisneyzluria, sumt. spaugilegtí, en, flesj leið- inlegt. Nú sýnist það í tízku, að prúðbúnar, ungar dömur sæki áfengi í smáflöskur eitt- hvað fram úr sal, komi síðan með það í ráptuðrum (töskum) sínúm inn á borð, en síðan er hægur hjá að láta þetta hverfa ofan í sig, án þess að mikið beri á. ♦ Öllu þessu fylgir leiðin- legur bragur, en alveg ser- staklega er það hvimleitt, er menn geraijt allt í einu ofur- ölvi með ,,óskiljanlegum“ hætti í samkomuhúsum, þar sem ekkert vín á að vera til. Þetta er Vitaskuld ekki sagt til þess að ófrægja eitt eða neitt sam- komuhús borgarinnar, eða þá, sem að þeim standa. Forráða- menn danshúsa geta nefnilegá ekki með nokkru móti komið í veg fyrir, að víni sé með' ein- hverjum hætti smyglað mn í húsin,. og þess síðan neytt í laumi. ♦ Það var að vísu leiðm- legt að sjá ölvaða unglinga ryðjast um gildaskála borgar- innar, öllum til skapraunar og sjálfum sér til minnkunar, meðan unnt var að fá vínið með lög'legum hætti á staðnum. En hálfu verra sýnist mér þó, þeg- ar menn ná þessum áhrifum á salernum, úti í portum, bak við gardínur, í skjóli félaga sinna eða á annan hátt, en menn eru furðu fundvisir á aðferðir til þess. Nú virðist ltn.æp,ubraguripú1. fyrjq. alyörU; Vúra að færast yfir þenna bæ,.; og er þaö sannarlega illt að' vita. . , * , , ThS, /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.