Vísir - 14.01.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 14.01.1953, Blaðsíða 8
LÆKNAR O G L YF JABÚÐIR Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið í Læknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Ingólfs Apóteki, sími 1330. wisxii LJÓSATÍMI bifreiða 15,40 til 9,35. Flóð er næst í Reykjavík kl. 16,50. Miðvikudaginn 14. janúar 1953. Hætta 2 stærstu veitinga- staBir bæjarins störfum? Ölfu starfsfiði Hótef Horgar og þjónutn Sjálfstæðishússins sagt upp. Allt bendir til þess, að tvö stærstn veitingahús borgarinn- ar, Hótel Borg og Sjálfstæðis- húsið, hætti störfum næstu daga. Þar eð þetta mál varðar foæjarbúa alménnt miklu, hef- ur Vísir átt tal við Janus Hall- dórsson, formann Sambands matreiðslu- o g framreiðslu- manna, og fengið hjá honum ýmsar upplýsingar í þessu sam- foandi. Öllu starfsliði Hótel Borgar foefur verið sagt upp frá miðj- úm þessum mánuði að telja. Er ástæðan sú, að hótelið hefur ekki haft vínveitingaleyfi frá áramótum. Á Hótel Borg vinna alls 87 manris, þar af 17 þjón- ar. Þá hefur þjónum í Sjálf- stæðishúsinu — átta talsins — verið sagt upp, en ekki öðru starfsfólki, sem er alls 40. Uppsögn þjóna miðast við 20. þ.m. En ekki er þó ólíklegt, að starfsemi þess veitingahúss falli með öllu niður,. þó ekki foafi verið tekin ákörðun urn það enn. Þá má geta þess, að í fjórum öðrum veitingahúsum starfa um 10 þjónar, sem raunveru- lega mega heita atvinnulausir, enda þótt þeim hafi ekki verið sagt upp formlega. Þessi veit- ingahús eru: Þjóðleikhúskjall arinn (2), Tjai’nacafé (4), Tivoli (2) og Þórscafé (2). Undanfarið hafa staðið yfir fundir í Sambandi matreiðslu- og framreiðslumanna til þess að ræða þessi mál, enda alvarlegt ástand fyrir þá, sem í hlut eiga, svo og veitingahúsgesti almennt. Að lokum má geta þess, að í SMF eru nú um 210 manns, 60 matreiðslumenn á veitinga- húsum og kaupskipum, 60 framleiðslumenn og 90 mat- reiðslumenn togaraflotans. Símaisliiptiborð tfrrir blinda. I Bandaríkjunum hefir verið smíðað ' símskiptiborð, sem blindir menn geta unnið við. Hefir það verið tekið í notk- un í verksmiðju einni í New York, en þar vinnur blindur maður við skiptiborð með 110 línum. prgrf er shritjS Eisenhower gerir gestum sínum bilt við. Hefír ,#Eisenspretfu#/ á skrifborði senu. Það virðist vera íalsverður strákur í Eisenhower, þótt hann hafi vcrið kosinn í æðsta em- bætti Bandaríkjanna. Hann gerir það að gamni sínu stundum, að gera mönn- um, sem hann er að tala við, bilt við, þegar minnst vonum varir. ^Tilgangurinn er þó ekki fyrst og fremst sá að láta þeim bregða, heldur að draga úr há- tíðleika slíkra funda, og koma því svo fyrir, ef hægt er, að mönnum finnist þeir vera „eins og heima hjá sér“, en ekki á alvarlegum fundi. Við þetta notar Eisenhower leikfang, sem er eins og engi- spretta að útliti og aðstoðarm. hans hafa gefið nafnið „Eisen- hopper“, en á ensku nefnist engispretta „grasshopper“. — Neðan á bol „Eisensprettunn- ar“ er lítil sogskál, sem fest er við borð eða annan hlut, en losnar smám saman fy.rir áhrif fjaðra, sem eru fætur „skepn- unnar“. Þegar „Eisensprettan“ losnar, þeytist hún sex til átta ’et í loft upp. Einn þeirra, sem Eisenhower lefir leikið þetta bragð við, er Tedder, fyrrverandi flugmar- kálkur, sem nú er orðinn rekt- >r Oxford-háskóla. Hrökk hann kút, þegar kvikindið tók allt einu stökkið. í annað skipti rar Eisenhower nýbúinn að esta „sprettuna“ á boriðð fyr r framan sig, þegar ein stúlkna þeirra, sem tekur á móti gest- um fyrir hann og fylgir þeim inn til hans, kom inn í skrif stofuna. Stúlkan mundi ekkert eftir grikk þeim, sem hershöfð inginn átti til að gera mönnum, og þegar „Eisensprettan“ losn- aði og þaut hátt í loft, brá stúlkunni svo, að hún rak upp óp. En nú tekur Eisenhower við forstaembættinu eftir viku, svo að það eru sennilega síðustu forvöð fyrir hann að gera að ) gamni sínu á þenna hátt. Verður nú hreinsað til innan lögreglu Rússa? Ný hráefni ti! pappírsframleióslu. Skógfræðingar og aðrir vís- indamenn eru þessa dagana sam ankomnir í aðalstöðvum FAO í Rómaborg til að athuga mögu- leikana fyrir aukinn’i pappírs- framleiðslu . með því að nota ýms hitabeltistré, sykurre^i’, bambus, hálm og ýmsar gras- tegundir. í sambandi' við um- ræðurnar um tæknilegu hlið málsins á að athuga gæði papp- írsins og arðsemi framleiðsl- unnar í samanburði við núver- andi pappírsframleiðslu í Ev- rópu og Kanada. Þokusamt er enn í Vestur- Evrpóu og samgöngutafir á sjó, landi og lofti. Loftflufiiiiigaír f ara ört vaxaitdi. Samgöngur í lofti fara stöð- ugt vaxandi og settu nýtt met árið 1592 bæði hvað farþega- flutninga, vöruflutninga og póstflutninga snertir. Samkvæmt skýrslu, sem ICAO, Alþjóða flugmálastofn- un S.þ., er nýbúin að birta, ferðuðust 45 milljónir fleiri far- þegar en árið áður. Þótt farþegatalan ykist mik- ið á árinu, þá aukast samgöng- ur í lofti nú ekki eins ört og áður. Farþegatalan óx ekki nema um 13% frá 1951 til 1952 en um 28% frá 1956—1951. Farþegarnir voru í fyrra 17 sinnum fleiri og flogið var 27 sinnum fleiri farþega-kílómetra en árið 1937. Brezkt uppkast að samkomulagi um Súdan rætt í Kairo. Egyptar vilja sjálfstætt Súdan innan misseris. Einkaskeyti frá AP. — Kairo í morgun. Egypzka stjórnin kom sam- an á fund í gærkvöldi og ræddi uppkast brezku stjórnarinnar að samkomulagi um Súdan. Ekypzka stjórnin telur ekk- ert nýtt koma fram í þessu upp- kasti og virðist telja, að Súda.n geti tekið við og stjórnað sér sjálfir, að misseri liðnu. Mahkmound Fawzi utanríkis- ráðherra var í forsæti á stjórn- arfundinum í gærkvöldi, en Naguib var viðstaddur. Eftir fundinn sagði Selim, trúnaðar- maður Naguibs, sem fór til Khartoum nýlega og gerði sam- komulag við súdanska stjórn- málaleiðtoga. Hann sagði eftir fundinn, að ekkert nýtt kæmi fram í uppkastinu, sem ekki hefði verið fram komið, er Bretum var send egypzk orð- sending um málið í nóvember s.l. Hann sagði að Naguib mundi ræða við Sir Ralph Stevenson bráðlega. Sendiherra Bandaríkjanna í Kairo ræddi við utanríkisráð- herrann í gær og er kunnugt, að þeir ræddu Súdanmálið. — Bandaríkjamenn hafa sem kunnugt er. áhuga fyrir því, að deilur Breta og Bandaríkja- manna leysist þann veg, að Egyptar taki þátt í fyrirhug- uðu bandalagi til varnar Súez- skurðinum þar eystra, tillögur hafa komið fram um, að Bretar hverfi frá Suezeiði með mesl an hluta hers síns, og Iiaf'i þar aðeins lið í hlutfalli við aúrar varnarbandalagsþjóðir. Þó er sagt, að þeir áskilji sér rétt til áð senda þahgað hei- aftui', ef ófriður brýzt út. Selim sagði í-gær.'auk þe'ss' sem að framan var getið, að ekkert ætti að vera því til fyrir- stöðu, að Súdanbúar tækju við öllum helztu embættum lands- ins og framkvæmdastjórnin komin í þeirra hendur innan misseris. Eftir þessum seinustu fregn- um að dæma verður engu spáð enn um, hvernig deilum um þessi mál lyktar, þótt nokkuð kunni að hafa þokast í sam- komulagsátt. Nýtt rit slökkvi- iiðsmanna. „Eldvörn“, blað slökkviliðs- manna, er nýtt íímarit, sem nú hefur hafið göngu sína. Ritstjóri þess er Guðmundur Karlsson, brunavörður á Slökkvistöð Reykjavíkur, og fylgir hann ritinu úr hlaði nokkrum orðum. Gerir hann ráð fyrir, að ritið komi fyrst um sinn út á tveggja mánaða frestti, og mun það gera sér far úm að veita fræðslu um eldvarnir og slökkvitækiii, en slík tímarit tíðkast erlendis og þykja sjálfsögð í hópi slökkvi- liðsmanna þar. Gera má ráð fyrir, að íslenzk- ir slökkviliðsmenn sjái margt fróðlegt í riti þessu, enda virð- ist ritstjórinn hafa lagt sig fram | um að gera það sómasamlega úr garði. í þessu 1. tbl. „Eldvarnar" má hef'na greinar um bruna- tjó'n á íslandi, Meðferð slökkvi- biíi cioa, Slöngur. Só: og reyk- háfáeldar og . margt fleira til fróðleiks og nytsémdar. Pappír og frágangur er góður. Pelr, er „sofa á verð- inum#/, aðvaraðir í útvarpi. Israelssijórn mót- mælii’ iísökunum. Einkaskcyti frá A.P. London í morgun. I útvarpinu í Israel árdegis í dag voru ásakanir rússneskra stjórnarvalda á hendur 9 lækn- um þar í landi, sem flestir eru Gyðingaætta, kallaðar kyn- þáttarógur, er vakið hefði fyr- irlitningu og beiskju allra ibúa Israels. Var því og haldið fram, að á- sakanir þessar væru tengdar á- sökunum þeim, sem bornar voru á stjórnmálamennina af Gyðingaættum, er nýlega voru líflátnir í Tékkóslóvakíu. Tilkynningum mn „morðtil- raunir" læknanna, sem sagðir eru hafa játað allt á sig, var út- varpað allan daginn í gær frá rússneskum útvarpsstöðvum og' í dag er haldið áfram að út- varpá fregnum um þetta á ýms- um erlendum tungumálum. Það vekur sérstaka athygli stjórnmálafréttaritara út um heim og annarra sem skýra frjttir, í blöðum og útvarpi, að samfara tilkynningunmn var birt viðvörun til þehTa, sem sofið hefðu á verðinum. Er þetta skihð svo, að leynilögreglan rússneska hefði ekki reynst vökul í starfi sínu, og sé við- vörunin fyrirboði hreinsunar innan hennar. Þar næst vekur það mesta athygli, að maður, sem gekk næstur Stalin að völdum, var talinn meðal hinna drepnu. Bendi það til ótta um öryggi sjálfs Stalins og annarra héjztu leiðtoga. Talsmaður bandaTíska utan- ríkisráðuneytisins sagði í morgun, að fregnirnar bæru vitni um að öryggisleysi væri að grípa um sig í Ráðstjórnar- ríkjunum. Atvinnumálaráiherra kominn hefm. Olafur Thor atvinnumálaráð- herra er nýkominn heim frá út- löndum, þar sem hann hefur dvalið um mánaðar skeið í er- indum ríkisstjórnarinnar. í för sinni sat ráðhei-rann tvo fundi í París, en síðan fór hann til Bretlands, þar sem hann ræddi við ýmsa ráðamenn, m. a. Eden utanríkisráðherra um löndunarbannið. Gert er ráð fyrir, að atvinnumálaráðherra flytji ríkisstjórninni skýrslu um för sína á fundi, sem haldiim verður í dag. Bardagi ,var háður í Kenya í gær milli. heiniavarnarliðs og Kykymanna. •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.