Vísir - 31.01.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 31.01.1953, Blaðsíða 8
LffiKNAR OG LYFJABÚÐIB Vanti yður lœkni kL 18—8, þá hringið i Læknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Laugavegs Apóteki, sími 1618'. ¥181» LJÓSATÍMI bifreiða er frá 16,25 til 8,55. Flóð er næst í Reykjavík kl. 18,35. Laugardaginn 31. janúar 1953. Stækkun „íslenzks blaðs“: Enn vantar 250 |)ús. kronur, góðir háSsar! Þióðviljamcnii vcrða æ reiðari. Óvíst, að inflúenzan hafi bor- izt til bæfarinz frá Keflavík. Þjóðviljamenn ná ekki upp í uefið á sér í morgun af reiði -vegna frásagnar Vísis af furðu- ’iegum stækkunaráformum iblaðsins. Kommúnistarnir segja, að það sé laukrétt hjá Vísi, að ekki sé unnt að stækka Þjóöviljann •upp í 12 síður með 75 þús. krón- um, en það sé hægt, meira að segja til frambúðar, með 500 :ný j um áskrifendum og 500 'hækkunargjöldum. Er þetta þá í'étt: 500 nýir áskrifendur tákna 330 þús. króna tekjuhækkun á ári, og ef 500 fyrri kaupendur greiða tvöfalt gjald, táknar það aðrar 90 þúsundir, samtals 180 ■þúsundir. Sem sagt: 180 þús- undir og 75 þúsundir, sem jkommúnistar eru nú að safna (handa „íslenzku blaði“) eru þó ekki nema 255 þús. krónur. Vísir hefir sýnt fram á, að til þess að stækka Þjóðviljann í 12 síður þurfi 500 þúsund kr., og því hefur ekki verið mót- :mælt, enda tilgangslaust. Það vantar því enn um fjórðung úr milljón, og er enn ekki tek- áð tillit til stórtaps á árlegum xekstri kommúnistablaðsins fram að þessu. HVAÐAN KOMA ÞÆR 250 ÞÚSUNDIR, SEM ENN VANTAR, FYRIR UTAN ÞAÐ FÉ, SEM ÞARF TIL ÞESS AÐ MÆTA HALLAN- UM Á REKSTRI BLAÐS- INS? Það eru fleiri en „fáráðling- arnir hjá Vísi“, sem velta þessu fyrir sér þessa dagana. Brezka jtokan veldur slysum. London (AP). — Samkvæmt tiikynningu frá heilbrigðis- málayfirvöldunum í Bretlandi hcfur inflúenzan ekki enn náð hámarki þar í landi. Tekið er fram, að veikin sé væg, og dauðsföll séu færri en í inflúenzufaraldrinum í hitt eð fyrra. Um dauðsföll af völdum þok- unnar miklu í London vikuna 7.—13. des. s. 1. segir, að þau hafi aukist úr 975 vikuna á undan upp í 2484, og sé þessi gífurlega aukning dauðsfalla á einni viku eins dæmi, og hef- ur jafnvel eldii orðið eins mik- ið 1866 og 1873, en þá voru þokur miklar, slysfarir og veik- indi, sém að minnsta kosti ó- beint mátti kenna þokunni. Þetta er Georg Dertinger, utan- ríkisráðherra Austur-Þýzka- lands, sem handtekinn hefur verið af öryggislögreglu kom- múnista har, sakaður um land- ráð. Sífelld herhlaup Araba- ríkjanna gegn ísrael. Spellvirkiar fara ®fl yffir lændamæri Israels. Stjórnarvöldin í Israel kvarta stöðugt undan því, að Arabar geri livað eftir annað smáinn- rásir í landið. Á árinu sem leið voru alls 69 Israelsmenn drepnir, 77 særðir og 36 hafðir á brott með valdi í árásum þeim, sem Arabar gerðu yfir landamærin, en þeir misstu einnig talsverðan fjölda manna, því að Israelsmenn felldu 394 Araba og særðu 227 í sömu viðureignum. Israel hefur kvartað undan því, að Arabaríkin í grennd geri allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að vinna sem mest tjon innan landamæra Israels, og beittu til þess öllum aðferðum, sem hugsanlegar séu. Arabar beiti ekki aðeins þvingunum á sviði stjórnmála og efnahags- mála, heldur skipuleggi þeir beinlínis sveitir skæruliða, sem •eigi að fara yfir landamærin og vinna þar spjöll og vega menn. En Israelsmenn eru varír um ■ijig, og hafa þeir bæði varð- inenn með f.ram landamæiiin. sínum, svo og við nýbýlahverti, sem risið hafa upp víða, og tókst varðmönnum þessum að handsama næstum 2600 Arab^ á árinu sem leið — auk þess sem margir voru felldir eða særðir, eins og þegar segir. Svo magnaðar eru þessar innrásir, að Israelsstjórn segist geta sannað, að á þrem síðustu árum hafi spellvirkjar Araba- ríkjanna farið yfir landamærin alls 6000 sinnum. Einkum reyna Arabar að komast yfir landamærin frá Jórdaníu, en Sýrlendingar eru einnig slæmir, þótt þeir komist ekki nærri Jórdaníumönnum í þessu efni. Ætlar Israelsstjórn að bera fram skaðabótakröfur á hendur ríkisstjórnum ná- grannalandanna á næstunni vegna þessa. Þótt stríðið gegn Israel, sem hafið var við stofnun ríkisins, fjaraði út fljótlega, hefur frið- ur áldrei verið saminn milli aðild arríkj anna. Farsóttartilfell- utn ijoigar i bænum. Ýmsum farsóttatilfellum fjölgaði heldur í bænúm sein- ustu vikuna, sem skýrslur ná yfir. Samkvæmt vikuyfirliti Borg- arlæknis um heilsufarið í bæn- um vikuna 18.—24. þ.m., bár- ust skýrslur frá 28 (26) lækn- um, og voru íarsóttatilfelli sem hér segir: Hálsbólga 86 (73), kvefsótt 163 (125), Iðrakvef 33 (24), inflúenza 8 (1), hvotsótt 1 (0), hettusótt 1 (0), kveflungna- bólga 23 (10), rauðir hundar 1 (0), munnangUr 2 (0), kíkhósti 3 (0), hlaupabóla 14 (11). Um inflúenzutilfellin, sem um getur. í skýrslunni, er rétt að taka fram, að hér mun vera um að ræða samskonar in- flúenzu og iðulega hefur orðið vart -áður, enda ekki vitað að um sé að ræða neitt samband milli þessara tilfella og inflú- enzunnar í Keflavík. Er og rétt að taka fram, að árið um kring berast tilkynn- ingar sjúklinga með inflúenzu- einkenni, þótt ekki verið um faraldur að ræða. Mér er landlœgur sjúh> déwnur meö inflúen&u*' einhennuwn. Ekki er enn vitað til þess að inflúenzufaraldur sá, sem þegar hefur stungið sér niður í Kefla- vík, hafi borizt hingað til Reykjavíkur. Vísir átti í morgun tal við borgarlækni um inflúenzuna og ráðstafanir gegn henni. Kvaðst hann ekki vita til að inflúenza hefði stungið sér niður hér í bænum frekar en venja væri til. Hér er landlægur sjúkdómur Safnað til SVFI í messulok á morgun. í tilerni af 25 ára afmæli Slysavarnafélags íslands hafa prestar bæjarins komið sér saman um, að tekið verði við framlögum til félagsins í kirkj- unum að loknum guðsþjónust- um á morgun. Munu prestarnir minnast starfsemi S.V.F.Í. í ræðum sín- um þann dag, en í messúlok gefst kirkjugestum kostur á að styðja þjóðþrifastarf félagsins með fjárframlögum. Sýnist þetta vel til fallið, enda eru menn á einu máli um mikil- St.hólmur. — Stjórii Kol- umbíu í S.-Ameríku ætlar að endurbæta vitakerfi landsins með aðstoð sænska félagsins AGA. Verður 8 .milljónum .s. kr. varið til kaupa á tækjum í vita, baujur, radiomiðunarstöðvar og þar fram eftir götunum, sem nota á með ströndum fram við Kyrrahaf og Karabiska hafið, Auk þess verður'smíðað skip, sem verður í förum iyns'r vitá- málastjórnina. (SIP). Géð skennnifun hjá Verði. KvoldvaSa Varðar í gær- kvöldi þótti takast mjög vel. Formaður félagsins, Birgir Kjaran hagfræðingur, flutti í upphafi fundarins skelegga hvatningarræðu, en síðan hóf Óalfur Thors atvinnumálaráð- herra, mál sitt. Ræddi ráðherr- ann landhelgismálin, rakti það mál allítarlega, og greindi frá því, sem gerzt hafði síðan Haag-dómstólinn dæmdi í deilu Breta og Norðmanna. En íslendingar hafa miðað aðgerð- ir sínar við niðurstöðu þess dóms og farið að ráðum þjóð- réttarfræðinga. Ráðherrann greindi frá ut- anför sinni, en hann skýrði málstað íslendinga í London og París. Þótti ræðumanni fram- koma brezkra útgeðrarmanna skammsýn og bæri vott um skilingsleysi og dómgreindar. íslendingar myndu standa fast á rétti sínum og aldrei hvika frá góðum málstað, mælti ráð- herrann að lokum. Áheyrendur tóku ræðumanni mjög vel, en síðan var tekið til við fjöl- breytt skemmtiatriði. með inflúenzueinkennum, sem vægi þess starfs, er S.V.F.Í. leysir af hendi. stingur sér niður í einstökum tilfellum árið um kring, án þess að haga sér sem farsótt, og er á læknaskýrslum skráð sem in- flúenza. Aftur á móti er in- flúenza sú, sem nú hefur fest rætur í Keflavík, greinileg far- sótt með smiti. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma er veikin væg og því ekki nein sérstök ástæða fyrir almenning að óttast hana. Eins og Vísir hefur áður skýrt frá hefur bóluefni gegn inflú- enzu verið pantað og er það væntanlegt hingað með flugvél í næstu viku. Ekki taldi borgarlæknir yfir- leitt ástæða fyrir almenning, þ. e. hraust og heilbi'igt fólk, að láta bólusetja sig, enda væri það engan veginn hægt nema í einstökum tilfellum, þar sem fólk yrði atvinnu sinnar eða annarra aðstæðna vegna að vera é fótum og mætti ekki forfall- ast. Annars væri bóluefnið svo til eingöngu ætlað lasburða fólki og sjúklingum, sem mega illa við því að taka veikina. — Auk þessa eru læknar heldur ekki á einu máli um hvaða gagn er að bólusetningunni. Ef vel á að vera þarf bólu- setningin að fara fram 1—2 vikum fyrir smitun og verkar bóluefnið að jafnaði um tveggja mánaða skeið. Vísir átti einnig tal við Karl Magnússon héraðslækni í Keflavík í morgun. Sagði hann að inflúenzan breiðist mjög hægt út þar í kaupstaðnum. — Ekki kvaðst hann heldur hafa frétt að veikin hafi borizt til annarra kauptúna eða staða á Suðurnesjum. Hins vegar taldi héraðslæknirinn víst, að ef in- flúenzan gripi ört um sig myndi verða gripið til einhverra ráð- stafana til þess að hindra eða tefja fyrir útbreiðslu hennar. .St.liólmur. — Raforkufram- leiðsla Svíþjóðar nam 20.5 milijörðum kílóvattstunda á sl. ári. Var það 1,1 milljarði kvst. meira en á árinu 1951, og er aðeins tuttugasti hluti ork- unnai' framleiddur með gufu- afli. (SIP). Fingraförin eru í rannsókn hér. Elckert er hæft í því, sem Tíminn segir í morgun, að fingraförin af Fáskrúðsfirð- ingnum hafi verið send Scot- land Yard til athugunar. Axel Helgason, forstöðumað- ur tæknideildar rannsóknar- lögreglunnar, hefir beðið Vísi að geta þess, að hann hafi unn- ið við aíhugun þeirra undan- farið, en það er tafsamt verk, þar sem mn svo mörg fingra- för er að ræða. Auk þess hefir Axel orðið að skreppa tvisvar suður í Sandgerði, til þess að uþplýsa innbrot þar, en þa'ð upplýstist vegna fingrafara innbrotsþ j óf sins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.