Vísir - 04.02.1953, Blaðsíða 2

Vísir - 04.02.1953, Blaðsíða 2
e VlSIR Miðvikudaginn 4. febrúar 1953 Hitt og þetta í Skotlandi eru skrifaðar ræður lítils metnar. Einum presti helzt þó uppi að hafa aneð sér blöð, þar sem hann hafði skrifað athugasemdir, en fyllti svo út með víðtækari um- mælum. Notaði hann oft í ræð- um sínum „fyrsta, annað og síðasta", er hann bar fram rök i'yrir málflutningi sínum. Nú •var það einn sunnudag, að hann hafði eins og venjulega með sér þrjú blöð, þar sem hann bafði „punktað“ niður ræðu sína. Var hann nú búinn að ræða bæði 1. atriði og 2. og var kominn að því síðasta og að lokum ræðu sinnar. En þá vant- aði því miður handritið með ,,punktunum“. Hann svipaðist um alls staðar og endurtók um leið „Hið þriðja og síðasta11', svo að söfnuðinum fór að leiðast. Loks reis upp einn safnaðar- maður, sem var nokkru svalari en hinir, kinkaði kolli til prestsins og sagði „Fyrirgefið þér, prestur minn, en ef mér skjátlast ekki, J>á hrapaði „þriðja og síðasta“ niður tröppurnar við prédik- unarstólinn.“ Bölsýnismaður er oft sá, sem verið hefir í félagi við bjart sýnan mann. ' • Bretum þykir mikils um það vert, að fólk geti komið þeim á óvart í orðum eða gerðum og þ>ar skarar hinn mikli leikari, Charles Laughton, fram úr svo að af ber. Upplestrarkvöld hans eru stórfræg, eins og að líkum lætur og nýlega átti hann að lesa upp í háskólanum í Bir- xningham. Stóð hann þá ásamt einum af forystumönnum kvöldsins í tómu biðherbergi og sagði þá sá hinn sami við hann: „hér hljótið að vera þreyttur hr. Laughton. Þér hafið ferðast svo langa leið.“ „Það er mála sannast,“ svar- aði leikarinn. Lagðist hann svo umsvifalaust á gólfið, í allri sinni breidd og lengd, datt út af ö’g hraut hástöfum jafn- skjótt. • Sérðu þessa drós sem þarna gengur? Veiztu |það að hún skaut manninn sinn. Einmitt það? Hún hefir þá líklega verið dæmd til refsing- ar. Ekki aldeilis. Henni var boð- ið að leika á fjölleikahúsi! Omi Áimi Var..*. í Vísi fyrir 35 árum, eða 4. febrúar 1918, stóð þetta meðal . annars: Ðýrtíðin. Verð á nauðsynjavörum hér í Reykjavík hefir síðasta árs- fjórðun enn hækkað um 5% að meðaltail. Telja Hagtíðindi verðhækkunina nú orðna 183% síðan ófriður hófst, en 55% Bíðan í fyrra vetur. Kornúthlutun er að sögn í aðsigi hér á landi, og er hverjum manni ætluð 40 kg. af komvöru-;á; mánuði hverjum. Úthíutúnin hefst i. marz. BÆJAR / réttir Miðvikudagur, 4. febrúar, — 35. dagur árs- ins. Rafmagnsskömmtun verður á morgun, fimmtu- daginn 5. febrúar kl. 10.45— 12.30; II. og IV hverfi. Álags- takmörkun sama dag kl. 18.15—19.15; V. hverfi. K. F. U. M. Biblíulestrarefni: Lúk. 9, 28-36. Ummyndunin. Islenzk tónlist kynnt erlendis. Fyrir skömmu flutti Sibylle Ursula Fuchs, kennari við tón- listarháskólann í Saarbrúcken, lög eftir Hallgrím Helgason á hljómleikum „Alþjóðafélags fyrir nýja tónlist“ í Kaisers- lautern í Þýzkalandi. Á efnis- skránni voru m. a. de Falla, Messiaen, von Knorr, Stra- vinsky og Bartok, þá hafa Börge Hilfred og Axel Arn- fjörð í svissneska útvarpinu Beromúnster flutt rómönzku og stef með tilbrigðum eftir Hallgrím, en Hans Posegga, prófessor við Hándel-akademí- ið, lék í útvarpi í Múnchen ís- lenzkan dans fyrir píanó, er Hallgrímur hefur samið við gamla íslenzka rímnalagið „Sumri hallar, hausta fer“. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss kom til Leith 1. þ. m. frá Hull. Detti- foss er í Reykjavík. Goðafoss kom til Wismar 31. f. m., fór þaðan í gær til Gdvnia, Ála- borgar, Gautaborgar og Hull. Gullfoss fór frá Leith í gær til Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá Vestmannaeyjum 31. f. m. til Hamborgar, Rotterdam og Ant- werpen. Reykjafoss fór frá Reykjavík 31. f. m. til Rotter- dam og Hamborgar. Selfoss kom til Hamborgar 1. þ. m., fór þaðan í gær til Norðurlandsins. Tröllafoss fer væntanlega frá UnAAgáta nr. 1831 Lárétt; 1 Greiða, 6 leyndi, 8 skartgripur, 10 trylla, 12 fisk, 13 kindur, 14 bein, 16 stafur, 17 hrós, 19 bitvargur. Lóðrétt: 2 Hitunartæki, 3 kyrrð, 4 . . .nýr, 5 gras, 7 naum- ast, 9. spámaður, 11 dans, 15 jhopa, 16 óvissa, 18 fljót í As- íu, Lausn á krossgátu nr. 1829. Lárétt 1 Mamie, 6 par, 8 afi, 10 ala, 12 KO, 13 ól, 14 íta, 16 nas, 17 Nóa, 19 ódaun. ... Lóðr.étt. 2 A,pi,, 3 má,- 4 ■ íra» 5’ vakir, *7 gáísi; 4 fótý íí: ‘ÍóS; 15 and, 16 Mau, 18 óa. New Yorlc 4. þ. m. til Reykja- víkur. ROdsskip: Hekla fór frá Reykjavík síðd. í gær austur um. land í hringferð. Esja fór frá Akureyri í gærkvöld á austurleið. Herðubreið er á Húnaflóa á austurleið. Þyrill er á leið frá Áustfjörðum til Hval- fjarðar. Helgi Helgason er á Breiðafirði á vesturleið. Skip SÍS: Hvassafell er væntanlegt til Norðfjarðar í dag Arnarfell losar trönutimbur í Keflavík. Jökulfell kom til Reykjavíkur í fyrrakvöld. Happdrætti S.Í.B.S. A morgun verður dregið í happdrætti S.Í.B.S. og er hæsti vinningur 50 þús. kr. í dag eru síðustu forvöð að endurnýja miða sína og kaupa nýja. Salan hefir verið mikil seinustu daga, og ættu menn ekki að draga að kaupa miða þangað til það er um seinan. Handknattleismeistaramótið heldur áfram í kvöld að Há- logalandi kl. 8. Keppa þá fjögur lið í A-deild, fyrst Víkingur og Afturelding, en síðan Ármann og Fram. Þetta verða hvorú- tveggja mjög spennandi ieikir. Íslenzk-ameríska félagið heldur aðalfund sinn í Þjóð- leikhúskjallaranum annað kvöld kl. 8.30. Að loknum aðal- fundarstörfum verða eftirtalin skemmtiatriði: 1. Hedin Bror- ner talar um norræn fræði ,í Bandaríkjunum. 2. Jón Sigur- björnsson leikari les upp. 3. Guðmundur Jónsson óperu- söngvari syngur. 4. Dans. — Félagar eru kvattir til að fjöl- menna. Þeir mega og taka með sér gesti og nýja félaga. Eimskipafél. Rvk.: Katla hef- ir væntanlega farið í gærkvöldi, 4. febr., frá Patreksfirði áleiðis til Faxaflóahafna. Slökkviliðið var kvatt inn að lýsisbræðsl- unni á Kletti laust fyrir hádegi í gær. Þar hafði kviknað í tré- stokk, sem leiðslur liggja í, en glóðarlampi hafði verið not- aður við að þýða leiðslurnar. Tjón varð lítið. Illinnisblað aimennings. Útvarpið í lsvöld: 20.30 Útvarpssagan: „Sturla í Vogum“ eftir Guðm. G. Haga- lín; II. (Andrés Björnsson). — 21.00 Kórsöngur: Kvennakór Slysavarnafélagsins á Akur- eyri syngur. Stjórnandi: Áskell Snorrason — og hefur hann raddsett öll lögin. Einsöngvari: Guðrún Kristjánsdóttir. 21.20 Hver veit? (Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur annast þáttinn). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. —- 22.10 Passíusálmur (3). — 22.20 „Maðurinn í brúnu fötun- um“, saga eftir Agöthu Christie; XI. (frú Sigríður Ingimarsdótt- ir). 22.45 Hver veit, hvað verð- ur að leikslokum? Gengisskráning. 1 bandarískur dollar kr. 16.32 1 kanadískur doilar kr. 16.73 1 enskt pund .... kr. 45.70 100 danskar kr kr. 236.30 100 norskar kr kr. 228.50 100 sænskar kr. .. kr. 315.50 100 finnsk mörk .. kr. 7.09 100 belg. frankar .. kr. 32.67 1000 franskir fr. .. kr. 46.63 100 svissneskir fr. .. kr. 373.70 100 tékkn. Krs kr. 32.64 100 gyllini kr. 429.90 1000 lírur kr. 26.12 Söfnin: Landsbókasafnið er opið kl. 10—12, 13.00—19.00 og 20.00— 22.00 alla virka daga nema laugardaga kl. 10—12 og 13,00 —19.00. Þjóðminjasafnið er opið kl. 13.00—16.00 á sunnudögum og kl. 13.00—15.00 á þriðjudögum og fimmtudögum. Listasafn Einars Jónssonar er opið sunnud. frá kl. 13:30— 15.30. Náttúrugripasafnið er opið sunnudaga kl. 13.30—15.00 og áþriðjudögum og fimmtudögum kli? 11,00-^15.00. .. . , ;'Váxmyndasafnið ■ er: crpið S sama tíma og Þjóðminjasafnið. ödýra prjónagarnið er komið. VERZL. Esia" w vestur um land í hringferð hinn 10. þ.m. Tekið á móti flutningi til áætlunarhafna vestan Þórs- hafnar í dag og á morgun. Far- seðlar seldir á mánudag. Vesturhöfnin Sparið yður tima eg ómak — biðjið Sjóbúðiiia Grandagnrð fyrir smáauglýsingar yðar í VísL Þær borga sig alitaf Veðríð. Hæð yfir fslandi, en smálægð við suðurodda Grænlands. Veð- urhorfur: Hægviðri; víðast skýjað í dag; sums staðar þoka eða súld í nótt. — Veðrið kl. 8 í morgun: Reykjavík ASA 3, 4 stiga hiti. Stykkishólmur A 3, 0. Hornbjargsviti S 1, 1. Siglu- nes VSV 1, 1. Akureyri SA 1 -4-1. Grímsey, logn, 1. Gríms- staðir, logn, -4-2. Raufarhöfn, logn, -f-3. Dalatangi N 5, 0. Djúpivogur S 1, 2. Vestmanna- eyjar, logn, 4. Þingvellir -4-7. Reykjanesviti SA 3, 4. Kefla- víkurflugvöllur SV 2, 2. Reykjavík. Afli línubáta frá Reykjavík var dágóður í gær og var Hag- barður með 5 tonn, Svanur með 51/2—6 tonn, en Skíði var ekki á sjó. Ásgeir var á sjó og var aflinn 5—6 lestir. Útilegubátur kom enginn inn í gær. HafnarfjörSur. Afli bátanna var í gær mis- jaín og frekar tregur. Voru þeir með 3—7 tonn, en Hafbjörg fékk beztan afla. Sjö bátar munu hafa verið á sjó í gær og í dag' er' gott sjóveður. Enginn togari hefur komið til hafnar þar í dag. Akranes. Afli línubátanna var nokkuð tregur í gær, eins og báta frá pðrum. , nerstöðyum., Yfirleitt voi’ú bátarnir méð 4—6% lest. Heildaraflinn var 82 tonn á 15 ALIN64R báta, en tveir bátar voru í úti- legu og komu ekki að landi. — Arnarfell er í dag á Akranesi að losa við í hjalla og mun Har- aldur úöðvarsson & Co fá efni í 20 hjalla og annað útgerðar- fyrirtæki í 10. Gríndavík. Afli bátanna var sæmilegur og einkum aflaði einn þeirra, Hafrenningur, mjög vel. Hann var með 10 lestir, en aðrir bátar með 5—6 lestir. Skipstjóri á Hafrenningi er Björn Þórðar- son, sem áður var með Helga Helgason frá Vestmannaeyjum. Allir bátar eru á sjó í dag. Sandgerði. Eins og áður hefur verið skýrt frá verða 20 bátar á línu og einn á netum frá Sandgerði á vetr- arvertíðinni. Hugur mun stunda netaveiðar, en er ekki byrjaður. Allir bátar voru á sjó í gær og var afli með tregara móti, 4— 6V2 lest. Voru línur lagðar í Miðnessjó, grunnt, eða á göml- um slóðum. í dag eru allir bát- ar á sjó. Miðnes h.f. hefur fengið all mikið af hjallaefni, sem verið er að flytja þessa dagana til Sandgerðis. Ætlunin er að reisa um 140 fiskherzluhjalla fyrir of an kauptúnið, og er undirbún- ingur verksins hafinn. Fisk- herzla er nokkur í Sandgerði, en vegna góðra.söluhorfa á hert um fiski' í’áðast menn nú í að fjölga hjöllum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.