Vísir - 04.02.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 04.02.1953, Blaðsíða 4
1 *r- TtSIB Miðvikudaginn 4. febrúar 1953 DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. j Framleiðsla til útfiutnings. Eins og getið hefur verið oft í blöðum að undanförnu, hafa verið talsverðir erfiðleikar á að selja ýmsar afurðir okkar, og enn verður ekki séð, að sala á þeim muni á næstunni ganga eins greiðlega og æskilegt væri eða nauðsynlegt, til þess að framleiðendur og þá einnig þeir, er starfa í þjónustu þeirra — geti notið meira öryggis við iðju sína. Sumar afurðir hafa bókstaflega verið óseljanlegar að öllu leyti að undanförnu, þótt um ágæta vöru hafi verið að ræða, og hínar lélegu horfur, sem nú eru á þessu sviði, koma m. a. glögglega í Ijós á því, að við neyðumst til þess að stofna til viðskipta við lönd, þar sem við verðum að sætta okkur við vöruskipti, en þau eru ævinlega 'óhagstæðari en fullkomlega frjáls viðskipti. Hér er ekki við innlenda aðila að sakast, þótt þvi sé þrá- faldlega haldið fram af þeim, sem telja sig hafa hag af því að skýra ranglega frá þessum málum. íslendingar eru þess ekki um komnir að ráða því nema að Iitlu leyti, hvar þeir verzla, því að þeir geta þ \ í miður ekki sagt neinum fyrir verkum á heimsmarkaðnum. Hann hegðar sér eftir öðru en þörfum okkar, og "við verðum því að aka seglum eftir vindi, eiga viðskipti við þær þjóðir, sem vilja taka við vöru okkar og kaupa aftur á móti af þeim það, sem við getum notað og torgað. Þó er vissulega ekki loku fyrir það skotið, að við getum haft nokkur áhrif á það, hvernig framleiðsla okkar gengur út, og hversu hátt verð við fáum fyrir hana. En við getum það aðeins með einu móti, og það er með því að vanda sem bezt til hennar. Vöruvöndunin getur gert það, sem okkur tekst ekki með öðru móti — áð gera afurðir okkar sem eftirsóttastar. Á nokkrum undanförnum árum hefur verið þráfaldlega á það bent hér í blaðinu, hver nauðsyn okkur sé á því að gera afurðir okkar sem bezt úr garði. Það getur verið lífsnauðsyn að vanda framleiðsluna svo, að eftir henni verði sótzt fremur en framleiðslu af sama tagi frá öðrum þjóðum. Fyrir vöru, sem hefur fengið á sig það orð, að hún sé ævinlega af bezta gæðaflokki, greiða menn fúslega hærra verð en fyrir þá lakari af sama tagi. Sú vara á trygga kaupendur, meðan ekki er litið við hinni, og seljendur losna við margvíslegan kostnað, sem því fylgir að þurfa að „liggja“ lengi með lélegan varning, sem fellur raunverulega því meira í verði, sem það dregst lengur, að hann komist á markað. Og er þá ekki á það minnzt, hve lengi orðsporið loðir við lélega vöru. Menn minnast þess væntanlega, er Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda lét frá sér fara í fyrra leiðbeiningar til þess að auka vöruvöndun á saltfiski. Þar var bent á ýmis atriði, sem menn áttu að hafa í huga við verkun aflans. Þær ábendingar hefur SÍF aðeins gefið af illri nauðsyn, en meðan sú nauðsyn er fyrir hendi, er saltfiskurinn ekki allur fyrsta flokks vara. í þessu efni er vafalaust víðar pottur brottinn, þótt ekki skuli fleira talið að sinni. En vöruvöndun er svo sjálfsögð og nauðsynleg, að það ætti að setja í lög hér á landi, að menn skuli sæta viðurlögum, ef þeir vanda ekki vöru sína sem hægt er. Þótt flestum finnist nóg um þann fjölda reglna og laga, sem hér eru í gildi um alla mögulega hluti, skortir þó einmitt þau, sem nauðsynlegust eru — nefnilega þau, sem ættu að tryggja, að afurðir lands- manna sé ævinlega eíns góðar og hægt er að gera þær úr því ágæta hráeíni, sem fyrir hendi er. íslenzkt vörumerki. '%7'msar þjóðir hafa tekið Upp þarin sið, að hafa aðeins eitt vörumerki á þeim afurðum, sem fluttar eru til annarra landa. Þær eiga að vera kaupandanum trygging þess, að varan sé góð, viðkomandi þjóð beri öll ábyrgð á því, að hún sé eins fullkomin og hægt er að gera kröfu tii. íslendingar eiga að fara að dæmi þessarra þjóða, taka upp sameiginlegt vörumerki fyrir alla framleiðsluna, sem send er út fyrir landsteinana, og það merki verður að gera að tryggíngu fyrir því, að varan sé fyrsta flokks. En áður en hægt verður að hrinda þessu í framkvæmd verður að búa svo um hnútana hér heima, að hver maður, sem nærri framleiðslunni kemur, skilji að fyrsta og síðasta boðorðið er. vöruvöndun og annað ekki. Eila verður véri^fárlð eri lieíma setið. --••t? . ... ,u - .-•tif.;; ,:ny/r: • •>. i> utií.il . . . , . . _______________ Munið að kaupa ávallt styrktareldspýtustokkana, þegar þér þurfið að fá yður eldspýtur. Það munar engan um skerfinn, sem hann þá leggur til, en Félagið til styrktar lömuðum og fötluðum munar um fjárhæðina sem á þann veg mundi safnast. Getraunaspá vikunnar. Arsenal — Tottenham 1X2- Bæði liðin eru í London og er leikurinn því mjög tvísýnn. Arsenal er' nú í 5. sæti með 31 stig en T. í 9. sæti með 29 stig. Úr síðustu 5 leikjum hefur A. fengið 7 stig en T. 9 stig. ■ Blackpool — Wolwes 1. B. sigraði í fyrra 3:2. í vetur hefur W. gengið betur en Blackpool. Er W. nú í 2. sæti en B. í 10. Líklegt er að Black- pool sigri. Cardiff — Preston XI- I síðasta leik sínum gerði Cardiff jafntefil við Burnley úti og er það vel af sér vikið því B. er nú eitt af beztu lið- unum í 1. deild. Gott virðist að reikna aðallega með jafntefli en hafa heimasigur til vara. Chelsea — Sunderland 1. Chelsea sigraði í fyrra (2:1) og er ekki ólíklegt að svo fari einnig nú. Derby — Charlton 2 1. Líklegast er að Charlton sigri en þar sem- D leikur heima er gott að tryggja fyrir heima- sigri. M. Utd. — A. Villa 1. M. Uld. hefur gengið mjög vel seinnipartinn í vetur. A. Villa hefur gengið upp og ofan og er nú í 14. sæti. Ótryggður heimasigur. Middlesbro — Liverpool. 1. Sigur M. er líklegastur. Newcastle — Slilce 1. Ótryggður heimasigur. Portsriiouth — Bolton XI- Líklegasta ágizkun ér jafn- teflí en tryggja verður fyrir sigri Portsmouth. Sheff.Wed. — Burnlcy 1 2. Tvísýnn leikur þar sem rétt er að tryggja fyrir sigri beggja liða. vel í II. deild í vetur og er nú í 3. sæti og hefur möguleika á að komast upp í I. deild. Má búast við að liðið reyni nú að tryggja stöðu sína enn frekar. Gefa €©¥esitry kirkjuffltffgga. London (AP). — Þjóðverjar ætla að gefa glugga í dóm- kirkjuna í Coventry, er viðgerð verður lokið. Það var Coventry, sem varð verst úti í loftárásum Þjóð- verja á stríðsárunum, og til þess að bæta fyrir það að ein- hverju leyti, hafa kristileg fé- lög i V.-Þýzkalandi boðið þessa gjöf, sem hefur verið þegin. Sfofnun lána sféðs nad W. B. A. — M. City Ótryggður heimasigur. 1. Leiton — Leisester 1. • ,j^ei,tpp- hefur gengið mjög Fundur í Félagi íslenzkra stúdenta í Stokkhólmi, haldinn 16. 1. 1953, samþykkti eftirfar- andi ályktun í tilefni frumvarps þess um lánasjóð fyrir íslenzka námsmenn erlendis, sem nú liggur fyrir Alþingi: Félagið álítur nú sem fyrr, að stofnun slíks lánasjóðs sé knýjandi nauðsyn, ekki sízt til stuðnings þeim, sem eru að ljúka nárni, en njóta ekki styrks lengur. Hins vegar er það von féftigsins, að sjóðnum verði ekki aflað fjár með skerðingu beinna styrkja, heldur leggi ríkið fram stofnfé sérstaklega. Má i því sambandi benda á, að þeir menn, sem afla sér menntunar erlendis, njóta ekki fjár þens, sem íslenzka ríkið ver til skóla- halds, enda þótt nám þeirra komi síðar að engu minna gagni en hinna, sem nema heima. Þvert á móti er oftast um að ræða fög, sem ekki' verða num- in á íslandi, en þjóðinni hins vegar nauðsynlegt að eiga á að skipa mönnum með menntun g.rcinum. ; u ; Sjómenn, sem stunda línu- veiðar frá verstöðvum við Faxaflóa, eru á þeirri skoðun, að friðun flóans fyrir ágengni togara sé þegar að koma í ljós. Og afli báta sé miklum mun betri það sem af er þessari ver- tíð en hann var á sama tíma í fyrra. Yfirleitt er léttur tónn í mörgum sjómanninum nú, og útlitið talið mjög gott, ef gæft- ir haldast sæmilegar framan af vertíð. Helmingi meira aflamagn. Það hefir líka komið í ljós, að afli t. d. Akranesbáta, er helmingi meiri í janúar í ár en hann var í þeim mánuði í fyrra. Var þó róðrafjöldinn, samanlagður hjá bátunum, sá sami. Sömu sögu hafa menn að segja frá öðrum verstöðvum, enda munu nú gerðir út fleiri bátar á línuveiðar víðast hvar en voru áður. í vor er búizt við, að fleiri trillur stundi róðra úr bænum, en dæmi eru til áður, og hefir áhugi 'manna fyrir smábátaútgerð mjög aukizt, einmitt vegna þess hve afla- vonin er miklu meiri. Það var því, sem munaði. í fyrra var það, að kunnur útgerðarmaður hér í bæ sagði mér, að fráleitt væri að halda bát úti á línuveiðum, og var þá átt við venjulegan dagróðra- bát, nema aflinn væri 5 smál. í róðri. Sýndi hann fram á, að með því fiskverði, sem þá var, bæri útgerðin sig ekki að öðrum kosti. í fyrra var það algengast, að bátar héðan væri fyrir neðan 5 smál. í róðri, en nú er sú breyting að verða á, að yfirleitt er aflinn fyrir ofan það lágmark. En ýmsir bátar í verstöðvum suður með sjó hafa ennþá betri útkomu og er það vel. Inflúensan. Það er nokkur uggur í ýms- um bæjarbúum vegna inflúenz- unnar, sem komið hefir upp á Keflavíkurflugvelli, og óttast' margir, að þessi vágestur kunni að berast hingað til bæj- arins. Aftur á móti telja ábyrg- ir læknar, að um enga veru- lega hættu sé að ræða, og ástæðulaust fyrir fólk að verða neitt hrætt. Nokkuð héfir ver- ið rætt um samgöngubann, en héraðslæknar, sem um málið hafa fjallað, talið það óþarft. Mun sannleikurinn vera, að gert hefir verið meira úr veik- inni, en ástæða var til, einkum vegna þess að hún varð út- breidd um skeið í nágranna- löndunum. — kr. Gáta Nr. 357. Sniðug snúin situr þétt hjá snotri hringa gefni, laufa viðar rótin rétt reiknast hennar efni. Svar við gátu nr. 365: Skeifa og naglar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.