Vísir - 04.02.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 04.02.1953, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 4. febrúar 1953 VlSIR Unniö við 3 nuk stórvirkgununntt'. Rannsöktcð skilyrði til stör- virkjana og samveilu1 fyrir Vestfirði og Aicstfirði. Auk hinna miklu virkj- ana Sogs og Laxár í Þingeyj- arsýslu eru nú þrjár virkjanir í smíðum, en þær eru við Blönduós, Hólmavík og Olafs- vík. Vísir átti nýlega tal við þá Jakob Gíslason raforkustjóra og Eirík Briem rafveitustjóra um helztu virkjanir og rafveitur, sem nú eru í smíðum. Blönduós. Skýrðu þeir blaðinu frá þvl, að sú virkjunin, sem stendur næst því að komast í notkun sé Laxárvatnsvirkjunin v. Blöndu- ós. En þar er að nokkru leyti um endurnýjun á gamalli stöð að ræða, en hins vegar jafn- framt um stækkun úr 300 kw. í 500 kw. að ræða. Þessum framkvæmdum er nú því nær lokið og stöðin í þann veginn að taka til starfa. — Talið er, að síðar megi auka eða stækka stöðina upp í 1300 kw., enda er þá ætlunin að bæði Höfðakaupstaður og nærliggj- andi sveitir njóti rafmagns frá . henni. Geta má þess loks að í sambandi við þessa virkjun hefur innanbæjarkerfið á Bl.ósi verið endurbætt og aukið. Hólmavík. í námunda við Hólmavík er verið að virkja Þiðriksvalla- vatn. Er verið að koma þar upp stöðvarhúsi, sem nú er fokhelt orðið. Ennfremur hefur verið sprengt fyrir þrýstivatnspípu og stíflu og loks var sprengdur skurður ú’r vatninu til þess að lækka vatnsborðið og auka það með miðlun. Þessi stöð verður 500 kw., en ráðgert að síðar megi stækka hana upp í 1000 kw. Virkjunin er fyrst og fremst gerð fyrir Hólmavík, en gæti einnig látið nærliggjandi byggð rafmagn í té. Ráðgert er að hún taki til starfa í lok þessa árs. Ólafsvík og Hellissandur. Þá er unnið að virkjun Foss- ár við Ólafsvík á Snæfellsnesi, en sú stöð verður 850 kw. Búið er að gera stöðvarhúsið fokhelt og vinna ýmsa undirbúnings- vinnu, þar á meðal að reisa . staura milli Ólafsvíkur og Hell- issands. Stöðin er fyrst og íremst ætluð fyrir Ólafsvík og Hellissands, en myndi einnig geta miðlað orku til nærliggj- andi byggða og m. a. til Rifs ef þar yrði komið upp lands- höfn og aðrar stórframkyæmd- ir hafnar. Stöðin verðhr vænt- anlega fullbúið í lok þessa árs. í sambandi við báðar þessar síðarnefndu stöðvar, við Ólafs- vik og Hólmavík,.má geta þess að vélar og annað efni í þær er ýmist komið eða væntanlegt í vetur. Laxárvirkjun. Rafmagnsveitur ríkisins hafa ekki bein afskipti aFSogsvirkj- uninni, en hins vegar hafa þær framkvæmdastj órn Laxárvirkj- unarinnar í Þingeyjarsýslu með höndum. Allt aðalefnið er nú komið í hana að undanteknum hluta af vírum í háspennulín- una og yfirfallsloku í stífluna, en þetta er hvort tveggja vænt- anlegt í vetur. Byrjað er að setja vélarnar niður og er bú- izt við að orkuverið taki til starfa næsta sumar. Veitur í sveitum. í Árnessýslu er verið að leggja línu í Gaulverjabæinn til 22ja notenda (heimila) þar. Verki þessu miðar vel áfram og verður væntanlega lokið í vet- ur. Þar í sýslu er ennfremur verið að leggja línur til 4 not- enda annars saðar. í Borgarfirði voru lagðar línur til 8 notenda í Andakílshr. Auk þess er unnið að því að reisa staura til 14 notenda í Reykholtsdal, en ekki ráðgert að þeirri veitu verði loltið fyrr en næsta sumar. Lögð hefur verið lína frá Glaumbæ til Varmahlíðar í Skagafirði, er nær til 23 not- enda. Því verki er nýlega lokið. í Eyjafirði hafa staurar verið reistir í línu milli Hjalteyrar og Dalvíku.r, en þar er um að ræða framhald af línu, sem þegar er búið að leggja milli Hjalteyrar og Akureyrar. Bú- ist er við að Dalvíkurlínunni verði lokið næsta sumar. Unnið hefir verið að því að leggja veitu til 28 notenda i Aðaldal í Þingeyjarsýslui. Loks er rfnnið að veitu til 14 notenda í Norðfjarðarhreppi frá dieselrafstöðinni í Neskaup- stað. Veitan er fullbúin að öðru leyti en því að stauraspennu vántar, en efnið er væntanlegt í vetur og er þá auðvelt og fljót- legt að ganga frá því sem eftir er. Framtíðaráætlanir. Allt er mjög í tvísýnu um raforkuframkvæmdir á næst- unni m. a. vegna óvissu um fjár framlög. Hins vegai- verður þeim verkefnum lokið, sem nú er byrjað á, bæði virkjunum og veitum. Annars hafa heimildarlög verið samþykkt fyrir nokkr- uin virkjunum og veitum og eru þær þessar: Virkjun Foss- ár í Hólshreppi í Norður-ísa- fjarðarsýslu til raforkuvinnslu í allt að 700 hestaflá orkuveri fyrir , Bolungarvík. Virkjun Fjarðarár í Seyðisfirði. eða Gr'ímsár á Völlum til raforku- vinnslu í allt að 2000 hestaflr orkuveri fyrir Seyðisfjörð, Nes kaupstað og Eskifjörð. Virkjuu Hvammsár 'eða Selár í Vopna- firðf í allt að 500 hestafla orku- ver fyrir Vopnafjarðarkauptún. Virkjun Fossár í Suður-fjörð- um í Barðastrandarsýslu eða Seljadalsár við Bíldudal í. allt að 450 hestafla orkuver., Enn- fremur Öuðurfossár á Raúðá- sandi í allt að 850 hestafla orku- ver fyrir Bíldudal, Patreks- fjörð og nálægar byggðir. Virkj un Sauðár í Þistilfirði til raf- orkuvinnslu í allt að 2900 hest- afla orkuver fyrir Þórshöfn og Raufarhöfn. Virkjun Smyrla- bjargaár í Austur-Skaftafells- sýslu í allt að 1000 hestafla orkuver og leggja frá því aðal- orkuveitur til Hafnarkauptúns og um nálæg'ar byggðir og loks vir’kjun Víðidalsár eða Bergsár í Vestur-Húnavatnssýslu í allt að 1800 hestafla orkuveri. Þá er ennfremur heimild í lögum til þess að leggja aðal- orkuveitu úr Landeyjum til Vestmannaeyja og til þess einn ig að leggja háspennulínu frá væntanlegu raforkuveri við I Fossá í Fróðárhreppi, um Fróð- árhrepp og Eyrarsveit, um Helgafellssveit áð Hrísum og niður Þórsnes til Stykkishólms. ■ í vetur verður haldið áfram rannsóknum á skilyrðum til stórvirkjunar og samveitu annars vegar fyrir Vest- firðina, en hins vegar fyrir Austfirðina. Er þess að vænta að komizt verði að endanlegum niðurstöðum í máli þessu og rannsóknum í vetur. Um jólin kom lítill gúmmí- báttur að landi á einni af Bar- badoseyjum í V.-Indíum. Á bátnum, sem er aðeins 7,5 metrar á lengd, var einn maður, franskur læknir, sem lagt hafði frá landi í Frakklandi í maí- lok og var því um 7 mánuði á leiðinni vestur um haf. FYHIH Heilræði fyrir húsfreyjur. .Ef þér eruð í vandræðum með að geyma eggjarauðu, þá skuluð þér láta hana í kalt vatn. Sömu aðferð má hafa við brotin egg. Geymist hvort tveggja án þess að skemmast. • Það er haft fyrir satt, að gott sé að hreinsa dökk, póleruð húsgögn úr blöndu af ólífuolíu og rauðvíni. © Kaffiblettir eru hvimleiðir — eins og blettir yfirleitt. Erfitt getur reynzt að ná þeim úr gólfteppum, en þá er rétt að reyna að nudda þá með glycerini. Síðan er gott að þvo- þá úr veiltri salmiaksblöndu, volgri. • Unghngum hættir oft til að sparka í hurðir, og er oftast hægt að ná slíkum ummerkjum af — til dæmis með' því að nota benzín. • Gott er að hafa dálítið af ediki í fyrsta skolvatni, þegar þveginn er mislitur ■ þvöttur. '1 Vbrða‘ litirnir þáhgftiradiíf: ' ' Inflúenzan og varúðarráh- stafanir. „Hér er landlægur sjúkdóm- ur með influenzueinkennum,“ segir borgarlæknir, í viðtali við Vísi 31. jan. s.l. og svo segir hann: „Aftur á móti er influ- enza sú, sem nú hefur fest ræt- ur í Keflavík, greinileg farsótt með smiti.'“ Svo segir borgar- læknir ennfremur: „Eftir öllum sólarmerkjum að dæma er vedc- in væg og því ekki pein sérstök ástæða fyrir almenning að ótt- ast hana.“ Mér er enn í feisku minni hin svo nefnda spánska veiki, er geisaði hér fyrir 34 ár- um, og munu líka fleiri minnast hennar. Til að byrja meö hét hún líka influenza. Var talið, að hún hefði fyrst átt upptök sín á Spáni og' væri hættulaust kvef, sem að menn þyrftu ekki að óttast. Varúðarráðstaíanir voru því engar við hafðar gagn vart veikinni frá því opinbera eins og nú lítur út fyrir að ætli að verða. Þeir sem komnir eru til vits og ára 1918 og bjuggu ’hér í Reykjavík, muna senni- lega hve ört sú veiki breiddist út hér í bænum, svo að ekki varð við neitt ráðið. Nú var það upplýst í blöðum bæjarins í gær, að veikin, sem verið hefur í Keflavík, væri nú komin hingað til Reykjavík- ur. Hefur hún eflaust borizt hingað til bæjarins með þeim mönnum sem vinna á Keflavík- urflugvelli. Ef þeir sem hafa á hendi heilbrigðiseftirlit hefðu haft nokkurn áhuga á að ein- angra Keflavík, hefði það verið * hægt með því að stöðva þegar í stað alla mannaferð þaðan. Keflavíkurflugvöllur er tals- vert afskekktur og þarfnast einskis yfir stuttan tíma. Úr því veikin er sögð væg, ættu menn. ekki að þurfa að liggja lengi. Það hefði t. d. verið auðvelt að flytja þangað allt sem með hefði þurft frá Reykjavík með því. móti að skipta um bíla á ákveðn.. um stað þar í grennd. Þá hefði Reykjavíkurbílarnir komið tóm ir til baka án þess að bílstjórar eða aðrir hefðu haft nokkurt samband við menn þar syðra. Það virðist því vera auðvelt að verjast veikinni á þennan hátt með varúð og aðgætni. Eng inn maður má koma þaðan til Reykjavíkur, sem þar hefur verið, á meðan veikin stendur yfir. Þessar varúðarráðstafanir voru nú ekki viðhafðar og fékk hver sem vildi að fara óhindrað á milli Keflavíkur og Reykja- víkur. Um síðustu helgi komu hingað til bæjarins mörg hundr uð manns, sem vinna í Kefla- vík. Einhverjir þeirra hafa ef- laust borið veikina með sér hingað. — Þetta ættu þeir, sem sem í Keflavík vinna, að forð- ast, en yfirvöldin hafa ekkert skipt sér af þessu. Borgar- læknir segir að bóluefni komi með flugvél, en það sé hæpið að það komi að gagni, því það þurfi að notast einni til tveim vikum áður en smithætta vof- ir yfir. Ennfremur segir hann að það sé tilgangslaust að sprauta fólk sem er við vinnu heilbrigt. Árið 1918 veiktust engu síður þeir, sem hraustir voru en hinir. Hvað verður nú gert þegar veikin er komin hér? Á hún að flæð'a óhindrað yfir bæinn og Framh. á 6. síðu. KVElMÞJÚfllM EConur á frimerkjunie Tyrkir urðu fyrstir til að heiðra afburðakonur á þann hátt. Það er kunnara en að frá þurfi að segja, að merkir menn eru oft heiðraðir með því, að gefin eru út frímerki með mynd þeirra. Fátiðara er hitt, að konum hlotnist sami heiður, og verðskulda þó sannarlega margar, að þeim sé ekki gleymt. Þó eru nokkrar, sem hafa not- - - , '" ið þeirrar sæmdar að verða ,,stimplaðar“ að þessu leyti. Mönnum dettur víst sízt í hug, að Tyrkir yrðu fyrstir allra þjóða til þess að heiðra konur með því að setja myndir þeirra á frímerki. Þó er það staðreynd, en af því tyrkneska konan vnr þá enn svo lítill þátttakandi í þjóðlífinu, var gripið til þess ráðs að heiðra mætar konur ýmissa Evrópuþjóða. Fyrst var prehtað frímerki með mynd Sarah Bernhardt. Bertu von Suttner, friðarvinar- ins austurríska, og síðan kom hver af annarri, svo sem Gracia Deledda, Sigrid Undset, Selma Lagerlöf, Marie Cui’ie og fleiri. Engrll Síbiríu. Fleiri þjóðir hafa séð, að sjálf sagt er að fara að þessu dæmi. V.-Þjóðverjar hafa t. d. gefið út frímerki með mynd Elsu Brand ström, sem nefnd var „engill Síbiríu“ meðal þýzkra her- manna í fyrri heimsstyrjöldinni. Þessi heiður þykir meira virði en þrjár doktorsgráður, sem. hún hlaut að launum fy-rir fórn- fýsi sína. Meðal kvenna þeirra, sem. Bandaríkin hafa heiðrað er Sus- an B. Anthony, er bezt barðist fyrir jafnrétti kvenna. Hún greiddi atkvæði við forseta- kjörið 1872, var sektuð um 100 dollara, því að konur höfðu ekki atkvæðisrétt, en neitaði að- greiða sektina og var ekkL neydd til þess. Önnur amerísk. kona, ep hefur verið heiðruð á.;. sama hátt er Clara Barton. í.U?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.