Vísir - 04.02.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 04.02.1953, Blaðsíða 8
LÆKN&B OG LYFJABCÐIR 6 Vsnti yður lækni kL 18—8, þá hringið í Læknavarðstofuna, simi 5030. VörSur er í Lyfjabúðinni Iðunn, sími 7911. ___ ■ R ■* Miðvikudaginn 4. febrúar 1953 LJÓSATlMI bifreiða er frá 16,25 til 8,55. Flóð er næst í Reykjavík kl. 20,40. Gunnar Ormslev kjörinn „bezti jazzleikari 1952“. Fljót ferð til Akureyrar. Myndarlegir hljómieikar Jazzklúbbs ístands s Austurbæjarbíó í gærkveldi. Jazzvinir f jölmenntu á mynd- arlega hljómleika, sem Jazz- Idúbbur íslands gekkst fyrir í Austurbæjarbíó í gærkveldi. Mun það hafa valdið nokkru um aðsóknina, að greiða átti atkvæði um bezta jazzleikara, islenzkan, 1952. Þátttaka í at- kvæðagreiðslunni var geysimik il, eða um 90% af viðstöddum. Xauk henni svo, að Gunnar Ormslev, sem leikur á tenór- saxófón, sigraði, fékk 185 atkv. Annar varð Björn R. Einarsson, 110 atkv., en þriðji Árni Elfar, 35 atkv. Geta má þess, að at- kvæði féllu á alls 29 menn aðra. Jón Múli kynnti jazzfólkið, og tókst vel upp. Björn R. Ein- arsson og hljómsveit hans, 13 manns, riðu á vaðið, og var þeim vel fagnað. Þá lék Dixie- 'landhljómsveit Þórarins Óskars sonar, og þótti þar margt vel gert. Kristján Kristjánsson og hljómsveit eiga einnig marga aðdáendur, að maður tali ekki -um kvartett Gunnars Ormslevs. Söngur Hauks Morthens, sem ■auglýstur hafði verið, féll niður, en Björn R. Einarsson söng þrjú lög, og gerði það laglega. Þá Þrír atvinnulausir í Hafnarfirði. Atvinnuleysisskráning fói íram í Hafnarfirði 2. og 3. þ. m. Aðeins þrír menn létu skrá sig. Einn þeirra er 77 ára, ann- ar 68, sá þriðji 30 ára. 20 bátar og 7 togarar leggja upp afla sinn þar á vertíðinni. heyrðist ekki til hljómsveitar Eyþórs Þorlákssonar, eins og tilkynnt hafði verið, en að lok- um lék hljómsveit Björns R. 18 inflúenzu- tilfelli. Borgarlæknir hafði árdegis í fengið tilkynningar frá lækn- um um 18 inflúenzutilfelli og hefur þeim því fjölgað um að- eins 3 frá í gær. Veikin breiðist því mjög hægt út og er mjög væg. — Borgar- læknir hefur gert ráðstafanir til þess, að fá frá læknum til- kynningar jafnharðan um öii ný inflúenzutilfelli, og má full- yrða að jafnan verði fyrir hendi fullar upplýsingar um út- breiðslu veikinnar. Tilefni er ekki talið til víðtækari varúð- arráðstafana eins og sakir standa. Vilja breyta kosninga- lögum Breta. Nefnd manna úr Frjálslynda ílokknum gekk í gær á fund Churchills forsætisráðherra. Nefndin óskaði breytinga á kosningalögunum. Leggja frjáls lyndir til, að hlutfallskosninga- fyrirkomulagið verði tekið upp. Churchill kvað ekki unnt að taka málið fyxir á þessu þing- tímabili. ÍMar&t er skritio, Hafin útgáfa timarits á latínu í Rómaborg. „Lingua latina non lingua mortua est." Menn halda kannske, að ekk- ert rit komi út á latínu framar í heiminum — nema ef vera .skyldu kennslubækur. En þetta er misskilningur, því að í Róm er hafin útgáfa ársfjórðungstímarits, sem prentað er að öllu leyti á latínu, og tilgangurinn er að gera mönnum Ijóst, að „lingua latina non lingua mortua est“ — það er að latína sé ekki dauð tunga. Tímarit þetta heitir Latini- tas, og er prentað í prentsmiðju Vatikansins, en ritstjóri er Bacci kardínáli, einhver fróð- asti latínumaður á vorum dög- um. Er hér aðeins um átta síðna rit að ræða, en í ávarps- orðum sínum — „De Horum ■Commentariis Ratipne et Propösitio“, í lauslegri þýðingu „tilgangur tímarits þessa“ harmar ritstjórinn, hve fáir þeir sé nú orðið, er kunni að skrifa á latínu, svo og þeir, sem geti lesið þá tungu sér að gagni. Ritstjórinn segir og, að tímaritið eigi. að vera vett- vangur til þess að sanna, að latína sé fögur tunga og rök- föst, lifandi og virðuleg, en eklci sálarlaus, blóðlaus og dauð. Hún geti fært þjóðirnar nær hver annari, og það sé kirkjunni að þakka, að latínan sé lifandi. Grein er í ritinu, þar sem bent er á, hvernig láta megi í Ijós nútíma hugtök á hinni fornu tungu, og eru gefin dæmi. Til dæmis heitir verkalýðs- hreyfing „operariis consoci- andis ratio“. Rugbyleikur nefnist' „oblongi follisIubus“. Tveir áætlunarbílar Norður- leiða h.f. fóru héðah í gærmorg- un áleiðis til Akureyrar og voru komnir þangað kl. 10 í gær- lcveldi. Má segja að það sé óvenju skjót ferð að vetrarlagi, því það er aðeins 2 klst. lengur en bíl- arnir eru milli Rvíkur og Ak- ureyrar á sumrin. Seinfarnast var á leiðinni frá Reykjavík og upp að Forna- hvammi, en úr því mátti heita „skotfæri“ alla leið, ekki síður en á sumardegi. Og sem dæmi um færðina má geta þess að bíl- arnir voru aðeins 2 klst. frá Varmahlíð til Akureyrar, en það hefur löngum verið ei’fiðasti og torfærasti kafli allrar leið- arinnar, enda er þar yfir hina illræmdu Öxnadalsheiði að fara. En á sumrin eru bílar ekki fljótari þessa leið heldur en þeir voru í gær. Áætlunarferðum verður hald ið uppi tvisvar í viku fyrst um sinn, á þriðjudögum og 'föstu- dögum héðan. í gær fór póstbáturinn Drangur frá Akureyri til Sauð- árkróks fyrstu ferð sína eftir verkfallið. Heldur hann uppi ferðum til Siglufjárðar og Ól- afsfjarðar, en þeir staðír hafa að undanförnu verið mjög af- skekktir öllum samgöngum, vegna verkfallsins. Heiðavegir opnaðir. Hellisheiði opnaðist til um- ferðar í fyrradag á hádegi. Holtavörðuheiði var ófær bifreiðum um helgina og voru farþegar að norðan fluttir yfir heiðina í snjóbíl í fyrradag Hellisheiði lokaðist að kvöldi þess 27. f. m. Þegar brá til úr- komunnar sjatnaði snjór mjög, svo að greiðlega gekk að opna hana aftur. Hvalfjarðarleiðin, sem var orðin erfið á köflum, er nú sæmileg yfirfei'ðar. Snjóbíllinn, sém notaður var á Holtavörðuheiði í fyrradag, er eldri snjóbíll Guðm. Jónas- sonar, er seldi hann Páli í Fornahvammi. Bernbard seiýr heí'sii. Bernhard prins, eiginmaður Júlíönu Hollandsdrottningar, kom heim í gær. Hann var í Bandaríkjunum, en kom heim vegna hinna vá- veiflegu atburða, sem gerst hafa. Júlíana drottning: hefur flogið yfir flóðasvæðið. Rauði króssinn í 11 löridum hafa boðið Bretum fjárhagsao- stoð sem nemur 90 þúsundum stpd. Aþena (AP. — í aukakosn- ingum í Saloniki, sem ram fóru nýlega, var kona í rsta sinni í kjöri og sigraði. nan heitir Helene Skouras ,og ' 'aut hún 47,232 atkyæ'ði af 3 496 Enginn landsleikur hér heima í sumar. Heynt aö fá úítíiisksaisii- spfjjrnuflokka. í staöinwi. Fullvíst er nú, að norska landsliðið kemur eltki hingað í sumar til landskeppni í knatt- spyrnu. Er vafasamt, að nokkurt er- lent landslið komi hingað í sum ar, að því er Sigurjón Jónsson, formaður Knattspyrnusam- bands íslands, hefur tjáð Vísi. Eins og menn rekur minni til, var frá því greint fyrir .jólin, að íslendingar myndi þreyta landskeppni í knattspyrnu í sumar við Dani og Norðiiienn í Höfn og Osló, en auk þess mætti búast við keppni við Norðmenn hér heima. Nú hafa Norðmenn nýlega svarað heimboði okkar, en gátu því miður ekki tekið því, þar eð þeirra keppnidög- um næsta sumar hefur þegar verið ráðstafað. Leikirnir er- lendis fara hins vega rfram eins og ráðgert hafði verið. Þegar sýnt þótti, að ekki yrði af þessari keppni, tók Knatt- Kjartan Konráðs- son látinn / spyrnusambandið það ráð að senda skeyti til knattspyrnu- í nótt lézt í Landakotsspítala Kjartan Konráðsson, símamað- ur, liðlega 65 ára að aldri. Kjartan var kunnur Reyk- víkingur, enda alið allan aldur sinn hér í bænum. Hann var fæddur 16. sept. 1887, og varð því liðlega 65 ára, er hann lézt. Kjartan var starfsmaður við Landssímann um fjölda ára skeið. Hann var góðkunningi allra eldri Reykvíkinga, vinsæll maður og vel látinn, og tryggur sj álf stæðismaður. Mayer fer til London. París (AP). — René Mayer, forsætisráðherra Frakklands, er væntanlegur til London í næstu viku, í boði brezku stjórnarinn- ar. Ráðherrar í stjórn hans, sem fara með utanríkis- og fjárhags mál munu fara þangað með honum, svo og sérfræðingar í þeim málum. sambanda Frakklands, Þýzka- lands, Belgíu, Hollands og Aust urríkis með fyrirspurnum um, hvort þau gætu keppt við okk- ur hér heima. Svör hafa nú bor- izt fyrir hálfum mánuði eða svo frá Hollandi, Belgíu og Frakk- landi .og urðu þau neikvæð, Tími til stefnu er of naumur. Þykir Knattspyrnusamband- inu þetta miður, eins og von- legt er, en ekki er við neinn að sakast úr því, sem komið er. Drög að slíkum landsleikjum verður að leggja a. m. k. ári fyrir keppnina, ef af á að verða. Nú mun K.S.Í. helzt ætla að grípa til þess ráðs að fá hingað úrvalsknattspyrnuflokka frá einhverjum nágrannalöndum til kappleikja hér, og yrðu þeir þá ekki beinlínis landsleikir, held- ur keppni milli úrvalsliða, og getur slíkt haft mikla þýðingu. Vonandi tekst K.S.Í. að finna viðunandi lausn á þessum mál- um, því að fyrsta flokks leiki verðum við að sjá hér heima, bæði vegna knattspyrnumann- anna sjálfra, en ekki sízt vegna unnenda þessarar íþróttagrein- ar. Bretar ræða Kínamál á morgun. TeSJa liorSair iiggvænlegar vegna ákvörðtamar USA. Einkaskeyti frá AP. London, í morgun. Umræða fer fram í neðri mál- stofu þingsins á morgun um breytt viðhorf í Kínamálunum, vegna ákvörðunar Bandaríkja- stjórnar um að lcalla 7. Banda- ríkjaflotann frá Formósu. Stjórnin féllst á umræðu um þessi mál, þar sem Eden átti ó- hægt um vik að svara ýmsum fyrirspurnum er viðræður stóðu fyrir dyrum í gær við Dulles og Stassen. Bað Eden þingm. að bíða átekta, unz við- ræðurnar væru um garð gengn- ar. Við umræðurnar í gær kom fram mikill uggur þingmanna út af horfunum. Eden sagði, að stjórnin hefði varað Bandaríkja stjórn við að taka þetta skref, því að það gæti haft óheppileg- ar afleiðingar, og hernaðarleg- ur ávinningur ekki .vega þar upp á móti. Skoðun ‘stjórnar- innar um þetta væri óbreytt. Eins og kunnugt er hefur brezka ríkisstjórnin viðurkennt Pekingstjórnina, en það hetur Bandaríkjastjórn ekki gert. ■—- Þrátt fyrir viðurkenninguna hafa kínverskir kommúnistar gert Bretum eins erfitt fyrir við skiptalega og þeir hafa getað, og brezkir menn þar verið of- sóttir. Formósumenn ánægðir. Af hálfu Þjóðernissinnastjórn arinnar á Formosu hefur verið lýst ánægju með ákvörðun Bandaríkjastjórnar, en ekki munu Þjóðernissinnar hyggja til innrásar á meginlandið um sinn. Segjast þeir ekki æskja aðstoðar landherja annarra þjóða við framhald slíkra á- forma. . ■- V.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.